Alþýðublaðið - 18.08.1926, Síða 3

Alþýðublaðið - 18.08.1926, Síða 3
ÁLf>$£>bSLA3Ix) 3 3 upplestrarkvöld, hið fyrsta í kvöld. Söngur Hönnu Granfelt. Hanna Granfelt söng á fimtu- dagskvöld. Áheyrendur stórhrifn- ir. Heilbrigðistíðindi. (Yfirklór.) Steinsteypulæknirinn: „Lands- spítaiinn — verður — vonandi — traustasta hús landsins.“ — „Nú drekk ég aldrei framar — toddy — fyrri part dagsins — held ég,“ sagði karlinn. Um daginn og veginn. Næturlækuir er í nótt Guðmundur Guðfinnsson, Hverfisgötu 35, sírni 1758. Sambandsstjórnarfundur verður í kvöld kl. 8 y2. „Alliance Frangaise" (Franska félagiö) hefir tedrykkju í kvöld kl. 9 hjá franska ræðis- manninum fyrir dr. Charcot og starfsmenn af „Pourquoi pas". Fé- lagarnir mega taka með sér gesti. Guðni. Guðfinnnsson augnlæknir kom aftur hingað til bæjarins í nótt úr augnlækningaferð. Skipafréttir. „Esja“ fór í gær austur og norð- ur um land í hringferð. Meðal far- pega var Halldór Kiljan Laxness. „íslandið” kom að vestan í gær, en „Suðurland" frá Borgarnesi. „Gullfoss“ er væntanlegur í dag frá útlöndum. Togarinn „Ölafur“ kom í morgun af veiðum með 1200 kassa af góðurn markaðsfiski. Hann fer til Englands í nótt með aflann. Áttræður er í dag Edilon Grímsson, fyrrv. skipstjóri, faðir Þórðar læknis i Hafnarfirði. Kvikmynd sýnir í kvöld kl. 7Va í Nýja Bíó að tilhlutun stjórnar „Alliance Frangaise" dr. Charcot, læknir og íshaíarannsakari, sem er nú farar- stjóri á „Pourquoi pas“, hafrann- sóknaskipinu franska, sem hér er statt. Myndin er af ferðum skipsins i fyrra til Jan Mayen, Tobermory í Skotlandi, Scoresbysunds, Islands, Færeyja og Rockallklettsins, sem er mjög einkennilegur klettur í At- lantshafinu, heimsókn norðurheim- skautsfarans Gottfred Hansens, for- ingja á „Heimdalli", á „Pourquoi pas“ í Færeyjum, lífi skipverja á skipinu, leikjum og selaskutlun, jöklinum Beerenberg, sem liggur á austurströnd Jan Mayen og er 2500 m. yfir sjávarmáli, og hvernig drykkjarvatn er unnið úr jökum hans, leit að bústöðum nýlendu- mannanna dönsku við Scoresbysund, er jjeir loks íundu í éftirminnilegu ástandi. Aðgangur er ókeypis niðri og' mun mörgum forvitni á að sjá þessa merkilegu mynd. Gifting. í gær gaf bæjarfógetinn hér saman borgaralegt hjónaband ungfrú Ragn- hildi Skúladóttur Thoroddsen og Pálma meistara Hannesson. Fóru brúðhjónin jafnskjótt til Þingvalla. og þaðan fjallveg norður í land. Stiflugarður rafmagnsveitunnar á Elliðavatnsengjum skemdist i vetur þannig, að jarðvegurinn undir honum sprakk burtu á allstóru svæði og garðurinn með. Nú hefir verið hlaðið í skarðið og garðurinn þéttur á þessum kafla með timburþiljum, og svo verður gert annars staðar þar, sem jarðvegurinn er veikastur fyrir. Síðan á að grjótleggja nýja kaflann vatnsmegin, eins og gert var í fyrra á öllum garðinum. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund..........kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . — 121,17 100 kr. sænskar .... — 122,14 100 kr. norskar .... — 100,09 Dollar.................. — 4,57 100 frankar franskir. . . — 12,66 100 gyllini hollenzk . . — 183,39 100 gullmörk þýzk... — 108,69 Nýr íslenzkur doktor. Kristinn Guðmundsson frá Rauða- •sandi í Barðastrandarsýslu hefir ný- lega unnið doktorsnafn við háskól- nnn í Kiel i Þýzkalandi. Hann hefir áður lesið hagfræði við háskólana í Kiel og Berlín og lokið prófi í þeirri grein. Hann dvelur í París um þessar mundir, en er væntan- legur hingað heim í seplembermán- uði. Drukknun. Þann 11. þ. m. vildi það sorglega slys til, að Ólafur Ásgrímsson úr Árnessýslu, nú búsettur í Keflavík, féll út af bryggju á Siglufirði og drukknaði. Ólafur heitinn var Ai- þýðuflokksmaður og vel látinn af öllum, er hann þektu. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. Miss Cornish sagði honum það heimilt, og sýndist henni svo sem alveg standa á sama, og varð Johnson hálfhissa á því. Johnson dró upp brúðhjónamyndina frá Liverpool, sem sögð var vera af Maxwell þjóni, og rétti henni hana. „Kannist þér við manninn á þessari mynd ?“ spurði hann. „Nei“, svaraði Miss Cornish hiklaust. „Þér þekkið ekki mann að nafni Max- well ?“ „Nei,“ var sama hiklausa svarið. Goodmann Johnson fékk henni nú mynd- ina af líki Maxwells, þjóns majórsins. Hún tók við henni,- leit á hana um stund og sagði svo: „Nei, þennan mann þekki ég ekki heldur.“ Goodmann Johnson hafði ekki augun af henni á meðan. Hún fölnaði ekki, enda var það ekki vel hugsanlegt, svo föl sem hún var undir. Henni brá ekki heldur. Það greip hana ekki hroilur eða neitt því urn líkt. En hið þjálfaða eyra Johnsons heyrði hik í rómnum, er hún svaraði. „Og ekki neinn mann líkan honum?“ spurði hann. „Nei, heidur engan svipaðan honum,“ anz- aði hún og hálfdró það við sig. Johnson heyrði það greinilega. „Hafið þér ekki fengið bréf af íslandi í vor?“ spurði hann og leit fast á hana. „Nei,“ svaraði hún, og var þó eins og kæmi fát á hana við augnaráð Johnsons. „Og ekki heldur ábyrgðarbréf ?“ spurði hann fastmæltur án þess að líta af henni augunjum. „Nei, nei,“ sagði hún áköf, og arniæðu- svipurinn á henni jókst, og það skaut fyrst nú eldheitum blóðstraumi upp í kinnar henn- ar. Johnson stðð upp, hneigði sig kurteis- iega, þakkaði og fór, Hann vissi að vísu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.