Alþýðublaðið - 25.02.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.02.1920, Blaðsíða 1
Crelið út af Alþýðaílokkiium Miðvikudaginn 25. febrúar 43. tölubl. 1920 Kvenmaður æðsti stjórn- andi Bandaríkjanna. Khöfn 23. febr. Frá TParíe er símað, að hinn ^ginlegi stjórnaadí Bandaríkjanna nú írú Wilson (kona forsetans) °g aö það sé hún, sem standi *yrir því að koma á fót nýju ráðu- ®eyti. ^samkomulag í Slésvík. Khöfn 23. febr. Daniel Bruun höfuðsmaður, sem ®r lögreglustjóri alþjóðanefndar- ^Qhar í Suður-Jótlandi (Slésvík) befir sagt af sér sökum ósam- komulags innan nefndarinnar. StjóraarakráFbveyt- ing í Pi>ú8slandi. Khöfn 23. febr. Prá Berlín er símað, að stjórn- arskrárbreytingin um að aðeins skuli vera ein deild í prússneska 'fringinu, hafi nú verið lögð fyrir iingið. Hannkynið — heildin — er ^ió npprnnalega, hið yaranlega hið vernlega. Hinstablingarnir — hvo óháð- og milriir sem þeir ern fyrir «ér — eru sem hin fallandi ^htblöð margra alda gamallar ®ikar. Georg F. Nikolai. Pai kemar öllni við. »Morgunblaðið“ hefir með grein 22. þ. m. staðfest ummæli mín í Alþýðublaðinu 20. þ. m. um stefnu blaðsins undanfarið, að það álíti að sjálfsagt sé einungis að gagn- rýna atvinnurekstur þjóðarfyrtækja, en aftur á móti komi atvinnu- rekstur einstaklinga engum við, hve lélega sem hann fer úr hendi og hverjar afleiðingar sem hann hefir í för með sér, til óheilla fyrir aðra landsmenn en atvinnurekand- ann sjálfan. Blaðið heldur því fram að maður, sem reki atvinnufyrirtæki, er hann á sjálfur, tapi eigin eign sinni, en ekki annara, ef illa gengur. Al- menningi komi það ekki við. Þó virðist blaðið þeirrar skoðunar, að almenningi komi við rekstur kaup- félaga, jafnvel öðrum en félags- mönnum. Rauða þráðinn í þessari röksemdakeðju er aðeins hægt að sjá, ef gætt er að því, að eigendur Morgunblaðsins eru kaupmenn og útgerðarmenn og þeirra málstað heldur blaðið fram, en ekki almenn- ings. Hver annar en blindur fylgi- fiskur kaupmannaliðsins neitar því, að jafn áríðandi sé fyrir þjóðina að atvinnurekstur fari vel úr hendi, hver svo sem stjórnar honum, einstaklingar, samvinnufélög eða landið ? Ástæðum mínum fyrir því hefir Morgunblaðið ekki treyst sér að andmæla og þarf því ekki annað en vísa til fyrri greinar minnar. Nokkrum atriðum vil eg þó bæta við. Allur atvinnurekstur tekur ekki jafnt til þjóðarinnar. Segjum t. d. að maður kaupi endrum og sinnum glitofnar ábreið ur og söðuláklæði og selji þær aftur, jafnvel stundum með tapi. fað kemur engum við. Það er ekki opinbert mál, sem snertir hagsmuni heilla stétta eða lands- manna í heild sinni. Aftur á móti yrði annað uppi á teningnum, ef sami maður hefði stóran atvinnu- rekstur, er veitti t. d. 100 mönn- um stöðuga atvinnu við að glitvefa ábreiður til útflutnings, og brallaði svo með þessa Vórútegund að fyrirtækið færi á höfuðið og alt verkafólkið yrði atvinnulaust. Hann hefði þá varið sínu pundi illa og ekki einungis sjálfur tapað stórfé — sem stundum væri hans eign, stundum annara, en altaf jafnframt þjóðareign — heldur þar að auki eyðilagt bjargráðalind fjölda manna. Málið kemur almenningi við, þegar atvinnureksturinn fer að hafa stór- vægileg áhrif á þjóðhagi landsins. Eg fullvissa Morgunblaðið um það, að ef eg, fyrir handvömm eða brall, „hefði beðið eignatjón á kolaverzlun eða síldarútvegi, “ sem eg ræki og haft gæti áhrif á hag þjóðarinnar, þá mundi mér ekki þykja neitt sjálfsagðaia, en vera víttur fyrir þá óstjórn opinberlega. Það væri engin „óþörf tiltektar- semi“. Lítilmenska fram úr hófi væri að þykjast fær um stjórn slíkra fyrirtækja, en hafa ekki kjark til þess, að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Og sú ábyrgð hvílir á hverjum stórum atvinnu- rekanda gagnvart þjóðinni. Það er rétt, að eg minnist ekki á þær miklu álögur, sem lagðar voru á brúttó arð síldarútvegsins. En. það var ekki vegna þess, að eg væri þeim hlyntur, heldur fyrir þá sök, að kaupmenn og útgerðar- menn gátu haft stórkostlegan hagnað af síldarverzluninni, þrátt fyrir þessar álögur, ef þeir hefðu selt síldina meðan þeim var vís hagur, en ekki látið stjórnast af sinni óstjórnlegu brall löngun, án þess að taka tillit til hve banvæn áhrif slíkt brall gæti haft á at- vinnuveginn, þá sem atvinnu hefðu af honum og ailan hag þjóðarinnar, auk þess taps sem þeir gátu haft af þessu bralli sjálfir. Þeir hefðu haft leyfi til þess að bralla sjálfir, ef tap þeirra hefði ekki getað orðið svo geigvænlegt fyrir aðra landa- menn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.