Alþýðublaðið - 23.08.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.08.1926, Blaðsíða 2
2 i ALÞÝÐUBLAÐIÐ i"M' L fALÞÝDUBLAÐIÐ ■ kemur út á hverjum virkum degi. ; Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við ; Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; til kl. 7 síðd. ■ Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 9Va — 10Vg árd. og kl. 8 — 9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðsian) og 1294 ; (skrifstofan). ; .Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ; mánuöi. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. 1 < Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan ) (í sama iiúsi, sömu slmar). Atvinnuleýsi. Eitt af því böli, sem leiðir af auðvaldsskipu'aginu, eru fjárhags- kreppurnar. Kreppunum fylgir at- Vi’nnuleysi umfran/ venjulegt. Margar orsakir liggja til þess, að kreppur þessar myndast, en höf- uðorsökin liggur í skipulagi auð- Valdsins í framleiðslu og verziun. Stundum eru kreppur þessar bundnar við eitthvert sérstakt land, þar sem megn óstjórn hefir ríkt, en oftast na kfeppurnar yf- ir mörg lönd á sama tíiria, sér- staklega ef þau eru hvert öðru háð í iðnaði og verzlun. Á þess- um tímum gengur fjárhagskreppa yfir mörg lönd Norðurálfunnar, og við hér norður í íshafinu verð- um ekki heldur afskiftir. Samfara kreppunni er því mjög mikið atvinnuleysi í öllum nær- liggjandi löndum, svo að til vandræða horfir. I ýmsum menn- ingarlöndum er því reynt eitt og annað til þess að bæta úr þessu böli. Vikulega eru gefnar út skýrsJur um tölu hinna atvinnu- lausu og gerðar alþjóð heyrum kunnar. Ríkin og bæjarfélögin leggja fram af almannafé vissan skerf til hinna atvinnulausu, og svo bæta sjóðir verkamannanna til, meðan þeir endast. Stundum er stofnað til atvinnubóta eftir því, sem staðhættir liggja til. Flestir álíta þá leiðina hyggileg- asta vegna þess þjóðarhags, er liggur í ónotaðri orku hinna at- vinnulausu manna. Það þykja tið- indi mikil, ef sextugasti hver maður i Brellandi er atvinnulaus eða sjötugasti í Danmörku, jafn- vel þó að um stuttan tima sé að ræða. En hvernig er nú ástandið hér hjá okkur? Því er fljótsvarað. Það er miklu verra, enda þótt engar..skýrslur liggi fyrir um það, því að ekki erum við enn þá sú menningarþjóð, að við höfum tölu á þeim, sem atvinnulausir eru á hverjum tíma. En þrátt fyrir það er flestum nokkurn veginn ljóst, að atvinnuleysi er hér meira en alment gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Á þessu ári keyrir þó um þverbak. Veld- ur þar uin ill stjórn á atvinnu- vegununr og fjárkreppan að noltkru. Sérstaklega kemur þetta harðast niður á Reykjavík og Stærr'i kauþtúnum, þar sem fram- leiðslan er einhæf, bygð á sjáv- aratvinnuveginunr einum. Hér í Reykjavík var vertíðaratrinnan með lang-skemsta móti og afla- brögð tæplega í meðallagi, at- vinna sjómanna og verkamanna langt fyrir neðan meðallag þann tíma, sem unnið var. Franrleiðslu- tæki bæjarins, togararnir, hafa nú allflestir legið um kyrt nær þrem- ur mánuðum og að eins örfáum mönnum veitt atvinna við hreins- un og gæzlu. Allur fjöldinn af sjómönnum hefir leitað á ýmsa staði til atvinnu, nokkur hlutinn á síldveiðar, örfáir komist að húsabyggingum, en næst-stærsti hópurinn gengið atvinnulaus all- an þenna tíma. Um síldveiðarnar er það eitt að segja, að útlit er fyrir, að hjá fjöldanum verði jrað sama óg atvinnuleysi. Ekki er ástandið betra hjá land- verkamannastéttinni að undan- teknum þeim, sem vinna að húsa- byggingum. Fjöldinn lcitar að höfninni. Hjá allflestum verður útkoman þannig: 1 dagur í viku, e. t. v. 2 og bezt 3, hjá þeim, sem heppnastir eru, og þetta er um hábjargræðistímann, sem svo er nefndur, þegar menn eiga að öngla saman til vetrarins, eins og sagt var fyrr rneir. Litlu betra er hjá verkakonunum, senr fisk- vinnu stunda. Atvinnan byrjaði seint, stopul vinna vegna óþurka, miklu minni fiskur en undanfarin ár. Þannig er nú ástandið, svo glæsilegt, sem það er. Haustið er bráðunr komið. Vinnan fer að hverfa hjá þeim, sem eitthvað hafa haft að gera. Veturinn tek- ur við, kaldur, strangur og lang- ur. Hinir atvinnulausu eru ekki taldir og verða ekki taldir. Eng- ir atvinnuleysissjóðir, engin lög eru til utn það, að leggja fram styrlu frá ríki eða bæjarfélagi, — eina leiðin til að forðast sult- inn er sveitin, á dökka listann í augum borgaranna. Við erum menningarþjóð( I). Margir áfellast eigendur fram- leiðslutækjanna. Hvað þýðir það? Dettur nokkrum í raun og veru í hug, að þeir láti þau ganga, nema þeir fyrir franr geti nokkurn veg- inn reiknað sér hag af? Fram- leiðslutækin eru fengin i hendur einstökum mönnum til að græða á þeim fé. Takist það ekki eins og þeim líkar, þú stöðva þeir þau. Framleiðslutækin eru nú ekki til fyrir allan fjöldann, held- ur fyrir einstaka menn. Þannig er auðvaldsskipulagið. Af því stafa vandræðin. Það verður því tilgangslitið að deila á þessa menn, því að þeir eru þrælar skipulagsins og bundnir þess lög- málum. En þrátt fyrir þetta á- stand og kreppur eru ávalt stór- ir hópar af mönn.um, sem líður jafnvel og engin kreppa eða at- vinnuleysi væri, — rnönnum, sem eiga næga peninga. Þeir þurfa engar þrengingar að líða, og fyrstir í ílokki eru eigendur fram- leiðslutækjanna, þó að út af geti brugöið. Þeir hafa safnað fé á góðu árunum og þurfa ekki að kvíða atvinnuleysi. Þetta fé er í vörzlunr þjóðfélagsins, í bönk- um, sparisjóðum eða verðmætum skuldabréfum. Þetta fé má og á að nota i þarfir almennings með því að stofna til citvinnubóta fyrir þá, sem atvinnulausir eru. Bæjarfélagið hefir mörg verkefni ógerð; ræktun bæjarlandsins er ef til vill hið nauðsynfegasta og heilladrýgsta og fléiri verkefni geta vakist upp. Ríkinu ber sama skylda tii að stofna til vinnu, sem að fullu gagni má verða. Þjóðfélagið hefir ekki ráð á því að láta ónotaða starfsorku hund- raða eða jafnvel þúsunda verk- færra karla og kvenna marga rnánuði ársins. Hins vegar^ber því siðferðileg skylda til að koma í veg fyrir þær hörmungar, sem leiða af ■ langvarandi atvinnuleysi vegna stöðvunar framleiðslutækj- anna, sem það í raun og veru ætti að taka í sínar hendur, þeg-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.