Alþýðublaðið - 23.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.08.1926, Blaðsíða 3
ÁLÞÍÝtjLBLAiD.Ix/ 3 ar svo er komið, jafnvel þótt það sé stjórn eigenda framleiðslu- tækjanna, sem situr við stýrið. 1. KJni daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Matthías Einarsson. Kirkju- stræti UO, símar 139 og 1339. Fult tungl var í morgun kl.- 11 og 38 mín. Hanna Granfelt syngur í kvöld kl. 9 í dómkirkj- unni; Sigfús Einarsson dómkirkju- organisti aðstoðar. Tryggvi Magnússon og Finnur Jónsson listmálarar fóru á þriðjudaginn var í bifreið austur að Þjórsár- brú. Ætluðu þeir' þaðan Fjallabaks.- veg austur gangandi og síðan um Vonarskarð norður Sþrengisand. Ætti að vera von á; skemtilegum málverkum frá þjeim eftir þá svað- ilferð. „Bannbandalag íslands“ var stofnað í gærkveldi að til- hlutun stórtemplars. Formaður var kosinn séra Guðmundur Einarsson á Þingvöllum, fulltrúi Prestafélags- ins. Auk Goodtemplarareglunnar hafa kosið fulltrúa tit bandalagsins Prestafélagið, Kennarafélagið, Al- þýðusamband Islands, Bandalag kvenna, Hvítabandiðog Trúboðs- félagið. 1 ráðum með um stofnun þess hafa og verið formenn og stjórnendur úr 10 félögum öðrum að minsta kosti, sem væntanlega ganga í bandalagið. Dánarfregn. 1 gærmorgun lézt á Vifilsstaða- hælinu eftir langa vanheilsu Ás- mundur Guðnason frá Einarshöfn á Eyrarbakka, ungur maður. Hróarstungulæknishéraði hefir fyrst um sinn verið skift á nágrannalæknana, í Fljótsdals- og Vopnafjarðar-héruðum. Með því móti er nrjög langt ,til læknis úr Hróarstunguhéraði, svo að vandræði eru fyrir „Úthéráðs“-búa. — Ef eng- inn læknir fæst ella- til að sækja um slík útkjálkahéruð, sem að von- um eru tiltölulega fánienn, er nauð- synlegt og rétt að greiða hærri embættislaun í þeim en öðrum hér- uðum, þar sem aðstaðan er betri, svo að þau verði ekki út undan, en læknar fáist til að setjast að í þeim. Sáttasemjari i vinnudeilum. Nefndir Alþýðusambands íslands og atvinnurekenda hafa orðið sam- ínála um að leggja til, að Björn Þórðarson hæstaréttarritari verði skipaður sáttasemjari í stað Ge- orgs Ólafssonar bankastjóra, er hann lætur af því starfi 1. sept. n. k., og má telja víst, að Björn verði skipaður. Skipafréttir. „Christine 1." fór héðan í gær- morgun. „Botnia" kom síðdegis í gær frá útlöndum og „Tjaldur” í nótt. ,,Gullfoss“ fór vestur í gær- kveldi. Meðal farþega voru Ól. Þ. Kristjánsson og Guðm. R. Ólafs- son úr Grindavík. Hjúskapur. Fyrra sunnudag voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Sigurborg Halldórsdóttir og Jón Bryrijólfsson, áður afgreiðslumaður Alþýðublaðs- ins. Voru þau gefin saman að Mos- felli í Grímsnesi af séra Ingimar Jónssyni. Brúðhjónin skruppu þang- að á hjólum. Veðrið. Hiti 11—9 stig. Suðlæg og suð- austlæg átt, haeg. Lítið regn sunn- anlands. Djúp loftvægislægð fyrir suðvestan land á leið til norðaust- urs. Útlit: 1 dag vaxandi suðaust- læg átt og rigning á Suðurlandi, suðaustanátt og þurt veður á Nfcffð- austur- ög Norður-landi. 1 nótt sehnilega hvass á suðaustan á Suð- vesturlandi, annars staðar vaxandi suðaustlæg átt, rigning á Suður- og Vestur-landi. Steingrímur Guðmundsson prent- ari í Kaupmannahöfn (sonur séra Guðmundar frá Gufudal) kom í gæjr með „Botniu“. Er hann að vitja konu sinnar og barna, er hafa dval- ist hér heima í sumar. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund..........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,17 100 kr. sænskar .... — 122,20 100 kr. norskar .... — 100,15 Dollar ................- 4,57 8/4 100 frankar franskir. . . — 13,33 100 gyllini hollenzk . . — 183,27 100 gullmörk þýzk. . . — 108,69 „Bjóddu ... „Mogga“kvæðin þín.“ Hinum fjólumstráða listabullara „Morgunblaðsins" hefir orðið bnmbult af tilvitnun Alþbl. í ummæli Arnar Arnarsonar um hundinn, heila köku „Mogga“ og listasmekkinn. Vilji fjólumaðurinn láta hortitti sína og Xizíian-líkneskjafræði vera friðuð fyrir aðhlátrtim almennings, þé ætti hann að hætta að troða þeim upp á fólk. Einar' skálaglam:Husið við Norðurá. Hann sá það í hendi sér, að hann þyrfti að hafa tal af Miss Cornish aftur, en afréð að bíða með það, þar til hann hefði fengið svar við skeytinu. En í millitíð ætlaði hann að fara til Lundúna til að vita, hvort þar væri engar fréttir að fá. IV. KAFLI. . Fréttir af framliðnum. Goodmann úohnson var í fyrirtaks-skapi, þegar hann steig út úr járnbrautarlestinni á Euston-stöðinni í Lundúnum, ekki af því að Lundúnir séu skemtilegur bær fyrir að- komumenn, sérstaklega ef þeir þekkja engan. Og þá er hann ekki sízt leiðiniegur fyrir Islending, sem auðvitað er vanur því heiman að frá sér að vera hundrað þúsundasti part- ur af heilli þjóð, en í Lundúnum verður einn sjö-milljónasti eða minna af íbúum einnar borgar í stóru þjóðríki. fslendingi hættir því öðrum fremur við því í Lundún- um að finnast hann vera — ekki títuprjónn í sátu — heldur títuprjónn í heyhlöðu á höfuðbóli. Ekki var það heldur af því, að það, sem fyrir ber þar, sé neitt tiltakanlega aðlaðandi, því að þar er ekki nema þrent til: rign- ing eða þoka, og þá sjást hin rniklu skraut- hýsi ekki fyrir sudda og súld, eða þá, að sólskin er, sem sjafdan ber við, og þá sjást að vísu skrauthýsin að nokkru leyti; það er að segja: það sést ekki í þau fyrir sóti og rylu, svo að ánægjan af því að sjá þau verður hálfu minni en af því að sjá þau eklti. Lundúnir áttu því engan þátt í skapgæðum Goodmanns Johnsons. Og þegar hann sat í cab sínum á 1-eið til gistihússins í Great St. Andrew Street, sem hann ætlaði að búa í, var hann ab bræða það með sér, hvers vegna hann væri í svona góðu skapi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.