Alþýðublaðið - 25.08.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.08.1926, Blaðsíða 2
e » ^ - alþyðublaðið Íalþýðublaðiðj kemur út ú hverjurn virkum degi. | ------:-~--rr ..... > Afgreiðsla í Alfiýðuhúsinu við » Hverfisgötu 8 opin írá kl 9 árd. ► til ki. 7 síðd. ► Skrifstofa á sama stað opin ki. ► ð Vjj —'lO'/a árd. og kl. 8 —9 siðd. I Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; 5 (skrifstofan). ! | Verðlag: Askriftarverð kr. 1,00 á ; 5 mánuði. Augiýsingaverð kr. 0,15 | hver mm. eindálka. | Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan J (í samá húsi, sömu símar). 4 > Togaraútgerð ítala í Færeyjum. Svo sem áður hefir verið getið hér í bfaðinu, hafa ítalskir út- gerðarmenn sött um leyfi til að gera út togara til fiskveiða frá . Færeyjum. Hefir nefnd verið sett á laggirnar til að athuga þessa umsókn, og eru taldar horfur á því, að leyfið verði veitt, þar eð færéysk alþýða er þess mjög fýs- andi sakir atvinnuörðugleika. Mörgum hér þykir þetta i- skyggilegt fyrir markað á íslenzk- um fiski, og er það vonlegt um þá, sem þekkja og viðurkenna skaðsemi hinnar „frjálsu sam- keppni", en sú er þá bót i máii, að með þjóðnýtingu íslenzkra fiskveiða og fiskverzlunar má al- veg vinna bug á þeirri hættu, sem bér þykir vera á ferðinni. Hitt má þykja undarlega við bregða, að ekki verður betur séð en að mikill skelkur hafi gripið samkeppnismennina hér í landi. Hér er þó ekki annað á ferðinni en framkvænul af hálfu skoðana- bræðra þeirra meðal Itala, í landi Mussolinis, á uppáhaldshugsjón samkeppnismanna. Italir leggja til samkeppni við útgerðarmenn hér ' um að veiða, verka og selja fisk, sem ítalir verða nú að kaupa af útlendum útgerðarmönnum. Verð- ur ekki betur séð en að frarn komi þarna hjá „athafnamönnum" fíala þessi „dugnaður“ og „fram- takssemi einstaklingsins“ i „frjálsri sanikeppni", sem sam- keppnismenn hér þykjast í bar- áttu sinni gegn stefnu jafnaðar- manna vera svo hrifni^af og dást svo mjög að. Það er þess vegna dálítið'hjáróma við venjuleg her- óp þeirra, er þeir nú vilja fá sér einokun yfir fiski héðan úr norð- urhöfum og jafnvel ætlast til þess, að jafnaðarmannastjórn Dana skerist gegn hagsmunum færeyskrar alþýðu í það að styðja að einokunarástandi fyrir íslenzka Jrurgeisa, eins og komið hefir fram í blöðum þeirra hér í bæ. Nei, samkeppnismenn góðir! Nú dugir ykkur ekki að kveina. Ef þið viljið íá nokkurn mann fram- ar til að trúa því — sem skyn- sömu fólki hefir raunar aldrei dottið í hug -7-, að þið hefðuð slíka tröllatrú á „frjálsri sam- keppni", sem þið hafið látið, þá hljótið þið nú að fagna. Nú fá- ið þið tækifæri til að sýna „dugn- að“ ykkar „athafnamannanna“. Sanrkvæmt kenningu ykkar hljót- ið þið að vinna bug á þessari tilraun ítala og bera sigur af hólmi í samkeppninni, ef þið að eins eruð „nógu duglegir" í sam- keppninni, svo framarlega sem kenning ykkar er rétt, og það ætt- uð þið manna sízt að efa. Það dugir ekki að hafa stór orð, með- an friður ríkir, og hlaupa svo fráp kenningum sínum, þegar á ríöur að neyta þeirra. Það reynir fyrst á kappann, er á hólminn er kom- ið. Nú er að standa sig. Keppið nú, og keppið við Itali, þar til það verðið þið, sem seljið fisk á ftalíu, en ekki þessir ítalir, sem þið hljótið áð setja á hausinn, ef þið lifið og breytið í anda og krafti eftir ykkar eigin kenningu. Syngið nýján söng um „frjálsa samkeppni“ og „framtak einstak- lingsins" og „dugnað athafna- mannanna", t. d.: „Fram til or- ustu, athafnajötnar! Upp á glymj- andi samkeppnissíund!“ o. s. frv. Við hinir, sem ekki höfum trú á samkeppni í þessu efni, heldur festum vonir okkar og úrræði á samtökum og samstarfi að skipu- lagi og þjóðnýtingu atvinnuveg- anna, getum þá í næði og ótrufl- aðir unniö að framgangi þessarár hugsjónar okkar, því að trúiegt er, að betra sé að hafa fram- kvæmd hennar á takteinum um það bil, er til úrslita kemur í samkeppni ykkar. Á það þurfið þið þó ekki að trúa að svo stöddu, svo að þið missið ekki móðinn. En standið ykkur nú, sam- keppnismenn! Þið hafið Þór í stafni, ríkisstjórn íhaldsins, og Mammon í skut, átrúnaðargoð allra samkeppnismanna. Þau goð ykkar geta galið ykkur sigur und- ir randir, svo að þið séuð ótrauð- ir. Þ ingmannafundurinn. Khöfn, 17. ág. 1926. 17. fundur þingmanna Norður» landa hófst í Kaupmannahöfn sunnudaginn 15. þ. m. kl. 11 f. hádegi. Fundirnir voru haidnir í fundarsal landsþingsins danska í Kristjánsborgarhöll. Fulltrúar voru konmir frá Norðurlöndunum Timm off í fyrsta sinn fulltrúar frá íslandi og Finnlandi. Sendiherra fslands, Sv. Björnsson, var viðstaddur fundarsetningu. Dr. phil. L. Moltesen, formað- ur dönsku deildarinnar, setti fundinn. Baulf hann fundarmenn velkomna og einkum Islendinga og Finna, sem nú væru hér fyrsta sinni. Gladdi það hann, að Jressi tvö lönd væru nú komin í tölu hinna fullvalda ríkja, og sagði hann um ísland, að menn gætu ekki annað en dáðst að framtaks- semi og framförum þar. Fulltrúar frá íslandi voru þeir Jón Þorláksson, ráðherra, Klenj- enz Jónsson, fyrrv. ráðherra, og Jónas Jónsson, alþm., frá Hriflu. Eftir að forseti hafði sett fund- inn og boðið fundarmenn vel- komna, tók til máls Jóh. L. Mo- winckel, fyrrv. forsætis- og utan- rikis-ráðhexra Norðmanna. Hóf hann umræður um Þjóðabanda- lagið, aðstöðu rninni rikja til þess, þó einkum með tilliti tii fleiri fulltrúa í aðalstjórn Þjóða- bandalagsins og aðstöðu fundar- ins til þessa. Seinna urðu svo umræðtir nokkrar og samþykti fundurinn ályktun í itláli þessu á mánudag. Kl. 1 var fundi slitið, og var fundarmönnum boðið til morgun- verðar í veitingastofu þingsins. Að morgunverði loknum var fundi haldið áfram fram á kvöld. Kl. 7Vs var boð inni fyrir fund- hnnenn í veitingaskála Nimbs, en siðan var þeim boðið. í Tivoli urn kvöldið. Á mánudagskvöld var boð inni fyrir fundarmenn og gesti þeirra á Skydebanen, og var þar með fundinum slitið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.