Alþýðublaðið - 27.08.1926, Blaðsíða 2
A. L. jsr V í-í %J x+
1-* Jrx Is *. ±s
ALÞÝBUBLAÖIÖ
1 kemur út á hverjum virkum degi.
1 Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við
| Hverfisgötu 8 opin írá kl, 9 ard.
J til kl. 7 siðd.
i Skrifstofa á sama stað opin kl.
3 9Va-10V2 árd. og kl. 8-9 siðd.
| Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294
3 (skrifstoían).
í Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á
J mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15
] hver mm. eindálka.
< Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan
1 (i sama húsi, söntu símar).
líúsnæðisleysi.
Oafsakanleg vanræksla.
Þótt enn sé rúmur mánuður til
flutningsdags og ekki sé kominn
frá atvinnustörfum úti um land
fjöldi manna, sem á heima hér í
bænum, þá' eru kvartanir fólks
uia húsnæSisleysi þegar orðnar*
allmiklar. Afnám húsaleigulag-
anna er þegar farið að verka á
þann hátt, að reynt sé að neyta
þess,, að leigjendur eru varnar-
lausir að vori komanda. Fyrir-
sjáanlegt er, að fjöldi manns
verður húsnæðislaus í haust, og
verður sennilega gripið til ein-
hverra örþrifaráða, svo sem bygg-
jngar nýs „Grímsbýjar", til að
grynna á vandræðunum.
Ætli ekki hefði ver.ið skynsam-
legra að nof-a þann vinnUkraft,
sem ónotaður hefir verið í sum-
ar sakir togarastöðvunarinnar, til
þess að byggja góð hús fyrir
bæinn, sem bæði hefðu getað orð-
ið til arðs fyrir fólkið og bæinn
og jafnframt látið í té húsnæði
fyrir sanngjarna leigu? Þar með
hefði líka mátt hafa hemil á fyr-
irsjáánlegu húsaleiguokri, þegar
vernd húsaleigulaganna í því efni
fyrir leigjendur er úr sögunni á
vori komandi. Vanrækslan í
þessu efni er alveg óafsakanleg.
En svona er ráðlag íhaldsins,
hirðuleysi um ástandið, sem er,
Og fyxfrhyggjuleysi um það, sem
að höndum fer.
Hljómleikur
N. O. Raasteds í- fríkirkiunni i
gær líkaði áheyrendum vel, sem að
líkum ræður, par sem hann er tal-
inn bezti organleikari í Danmörku.
Ætlar hann að halda Bach-hljómleik
á sunnudaginn.
E sp erantopingið.
Eftir Ól. Þ. Kristjánsson.
2. Upphaf pingsins.
Lesendunum til skýringar skal
það tekið fram, að esperantistar
hafa nú um langt skeið haldið
þing eða allsherjarfund árlega —
sum stríðsárin *gengu vitanlega úr
—, eins og sjá má af því, að
þetta skýldi vera hið 18. Er það
ætlunarverk þessara þinga að
vekja athygli á hreyfingunni og
láta þá menn, sem utan við hana
standa, sjá það, svo að ekki verði
móti mælt, að Esperanto er í
alla staði fært tii ætlunarverks
síns: að létta viðskifti milli
manna af ólíkum þjöðum og auka
og glæða skilning þeirra og sam-
úð, í fám orðum sagt: gera lífið
betra og fegurra. Þingin eiga líka
að vekja áhuga esperantistanna
sjálfra og vera þeim sú afllind,
er aldrei frýs og þeir geti því
alt af unnið sér ljós og hita úr.
Ég segi síðar frá því, hvernig
þetta þing reyndist í þessu efni.
Það er venja, að byrja þingin
með svo nefndu kynningarmóti.
Er það h'aldið í þeim tilgangi,
að menn fái nokkuð tækifæri til
að kynnast hverir öðrum, áður
en alvarlegu störfin byrji. Svo
var og gert að þessu sinni. Var
þar margt um manninn, enda
tóku þátt í þinginu langt á tí-
unda hundrað manná af nálægt
fjörutíu þjóðum. Menn vöru þar
jafnvel frá Brazilíu, Japan og
Nýfa-Sjálandi. En, það var alveg
sama, hvaðan menn voru. Allir
heilsuðust og töluðu saman, eins
og. þeir væru gamlir kunningjar.
Það er einmitt þessi bróðernis-
andi, sem einna helzt sérkennir
Esperanto-þingin, Menn finna
það, að þeir eru í vinahópi, og
eru frjálsir og óþvingaðir, rétt
eins og þeir væru heima hjá sínu
eigin sifjaliði. Er það og sannast
að segja, að líkar eru tilfinningar
manna, þó ólíkt sé þjóðernið.
Á þessu kynningarmóti voru og
sungnir ýmsir lofsöngvar esper-
antista. Þá sungu allir, er söng-
rödd höfðu, og var það bæði
tilkomumikið og vann einnig að
því að gera menn samrýndari,
eins og sannreynt er að söngur
gerir alt áf.
Má að lokum geía þess, að mót
þetta. var ágæt byrjun þess, sem
á eftir kom.
Sjálft þingið hóíst á mánudags-
morgun 2. ágúst, og var byrjað
á því að syngja sálm esperant-
ista: „En la mondon venis nova
sento" (í heiminn kom ný kend).
Síðan voru-haldnar ýmsar ræður.
Kveðjur voru þinginu fluttar há-
tíðlega frá ýmsum félögum, t.
d. Rauða krossinum og Góð-
templurum, eða þá frá ýmsum
ríkisstj'órnum. Borgarstjóri Edin-
borgár hélt og ræðu í samkomu-
byrjun. Fyrst bauð hann menn
velkomna á Esperanto, og Jas
hann það upp af blaði, því að
sjálfur kunni hanh ekki Esper-
anto, en vildi þó heiðra sam-
komuna með því að mæla á
hennar máli. Síðan hélt hann
ræðu á ensku og talaði þar um
álit sitt og borgarstjórnarinnar —
því að hann kom þarna fram sem
fulltrúi Edinborgar — á Esper-
anto. Forseti þingsins þýddi sið-
an aðalefni ræðunnar á Esper-
. anto, og var það alt mjög lof-
samlegt.
Um kvöldið bauð borgarstjórn-
in öllum þingheimi í Listaskól-
ann (College of Arts). Tóku þeir
borgarstjóri og einn maður úr
nefnd þeirri, er stóð fyrir þing-
inu, þar á móti hverjum einstök-
um og báðu velkominn. Kaffi,
te, kökur, gosdrykkir og ísmeti
var tiT reiðu, eins og hver vildi
hafa. í öðrum sal voru hljómleik-
ar, og voru þeir margir, er á þá
hlýddu, en aðrir kusu heldur að
rabba saman í veitjngasalnum, a„,
m. k. annað veifið. Alt var kvöld-
ið hið ánægjulegasta.
Með boði þessu vildi borgar-
stjórnin sýna hug sinn til Es-
peranto-hreyfingarinnar, og er ó-
hætt að Tullyrða, að gestirnir hafi
kunnað að meta þá velvild henn-
ar, enda er gestrisni hvarvetna
talin sú dygð, er höfðingjum
hjartans sómi, eins og Islending-
ar líklega vita.
__________ ÍFrh.)
Veðrið. ,
Hiti 11—8 stig. Átt suðvestlæg og
vestlæg, hæg. Loítvægislægð fyrir
norðan land, önnur fyrir suðvestan
land. Tjtlit: 1 dag hægur á suð-
vestan, rigning öðru hvoru á Suð-
véstur-landi, hægur og þurt annars
staðar. 1 nótt sennilega vaxándi
sunnanvindur- og rigning á Suður-
og Vestur-landi, annars staðar* purt.