Alþýðublaðið - 30.08.1926, Síða 3

Alþýðublaðið - 30.08.1926, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ- 3 hann heíði heyrt um þau efni. Dr. Olshvanger er sjálfur Gyð- ingur. Fyrirlestur dr. Benneman'ns úr Leipzig um pýzk þjóðkvæði var og skemtilegur. Hafði hann sér til aðstoðar fjögurra manna söng- flokk, og sungu þeir ýms þýzk kvæði — orðin þýdd á Esper- anto, en lögin voru þýzk —. Söngflokkur þessi hafði kvöldið áður sungið sömu lögin til út- varps. Hann var skozkur, og dáð- ust söngglöggir menn mjög að því, með hve miklum skilningi hann söng þýzku- lögin. Esper- anto hafði hann lært nokkrum vikum áður. Fyrirlestrar þessir verða von- andi prentaðir, og mætti þá vel. fara svo, að einhverjum þeirra yrði snarað á íslenzku. Að þessu sinni verður slept að minnast á hina afarvíðtæku út- hreiðslustarfsemi þingsins og hin miklu huglægu áhfif, sem fundar- menn sjálfir urðu þar fyrir. En það verður gert síðar. (Frh.) Innlend tíðlndi. Akureyri, FB., 29. ágúst. Árekstur og drukknun. Mótorbátarnir „Fram“ frá Sand- gerði og „Trausti“ frá Siglufirði rákust á í Siglufjarðarmynni kl. 5 síðdegis í gær. Fórust 2 menn af „Trausta“, Björn Friðfinnsson formaður og Ásgeir Bjarnason, báðir fjölskyldumenn af Isafirði. Þriðji maðurinn, Jón Albert Guð- mundsson úr Reykjavík, bjargað- ist. Slysið atvikaðist þannig, að bát- arnir ráku hliðarrárnar saman, og „Trausti", sem var minni, sökk þegar. Hann var óvátrygður. Síldveiðin. Samkvæmt skýrslum til Fiski- ,‘élagsins var sildaraflinn orðinn á laugardaginn, sem hér segir: 73590 tunnur saltaðar. 23925 — kryddaðar. 74952 mál brædd. Á sama tima i fyrra var aflinn orðinn: 207599 tunnur saltaðar. 31557 — kryddaðar. 126858 mál brædd. Kauplð eingöngu íslenzka kaffibætinn „Sóley“. Þeir, sem nota hann, álíta hann eins góðan og jafnvel betri en hinn útlenda. Látið ekki hleypidóma aftra ykkur frá að reyna og nota íslenzka kaffíbætinn. Konur! Biðjið iim Sniápa- smlðrlíkið, pví að pað er efnisbetra en alt annað smjðrlíki. fJm dagiim og vegiim. Næturlæknir er í nótt Clafur Jónsson, Von- arstræti 12, sími 959_. Dánarfregn. Pétur Helgason, verzlunarmaður við Matarverzlun Tómasar Jónsson- ar, lézt hér í bænum í gær eftir langa vanheilsu. Jón S. Bergmann skáld er 52 ára í dag. Alþbl. óskar honum hamingju á afmælis- daginn. Adam Poulsen kom að norðan á laugardagskvöld- ið. Leikur hann leikinn „Sérhver“ i kvöld í Iðnó með aöstoð söngkórs og hljómsveitar. Verðið er sett svo lágt (1 kr. og 2 kr.), að sem flest- ir geti átt kost á að sækja þessa eftirsóknarverðu skemtun. Vérður hún að eins þetta eina skifti, því að Poulsen fer utan með „Botníu" á morgun eða miðvikudaginn. Frá Grænlandi kom hingað skúta með hjálpar- vél á laugardaginn. Er hún gerð út af Englendingum að sumu leyti til rannsókna, en að sumu til skemti- farar. Eru á henni 8 Englendingar Emaillevernr Nýkomiiar Kaffikönnur frá kr. 2,75. Katlar, 3 Itr. — — 5,45. Skolpfötur — 3,25. — með loki — — 4,25. Diskar dj. & gr. — — 0,75. Vaskaföt — — 1,75. Mál stór og smá 0,65 og 0,75. Kaffi- brúsar — Pottar — Balar — Barna- diskar og könnur o. fl. K. Einarsson & Bjwnsson. Basskastrætl 11. Ferðatðsknr allar stærðir, mjög ódýrar verzl. „AIfa“ Bankastræti 14. Simi 1715. Simi 1715. og 10 Norðmenn. Höfðu þeir með- ferðis sauðnautskálf og ísbjörn, er þeir höfðu náð. Var margt fólk niðri við skipið í gær að horfa á dýr- in. Skipverjar sögðu hafa verið ís- laust með frarn Grænlandsströnd alla leið frá Shannon-eyju til Sco- resbysunds eða álíka langa leið og héðan til Austfjarða. Afmæli Ekkjan Margrét Jónsdóttir, Bröttu- götu 5, verður 80 ára í dag. — Guðmundur Grímsson fiskimats- maður, Lindargötu 13, er 59 ára í dag. Berjaförin. Farið var af stað í morgun, þótt fremur kalt væri, því að ekki þótti vist, að eftir betra væri að bíða. Farið var upp að Lögbergi, og sögðu fregnir þaðan, að kyrrara veður væri þar en hér. 8 bifreiðar fó.ru með um 150 börn, og voru 10 konur og 4—5 karlmenn með í för- inni til umsjónar. Mjólkurfélag Reykjavíkur gaf 100 lítra af mjólk og Alþýðubrauðgerðin, Gísli og Kristinn og Björnsbakarí brauðvör- ur til næringar börnunum. Veörið. Hiti 10—3 stig. Átt víðast norð- læg. Otlit: Norðanátt.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.