Alþýðublaðið - 31.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.08.1926, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ hrifningin fór að streyma út, að allir sungu bezt: Alt af bezt á bezt ofan. Þegar ura lof er að ræða, fer oft 'svo, að einhver einn fær drýgst á diskinn sinn. Og það var Hanna Granfelt, sem nú hefir orðið lang-fengsælust með lof og lófaklapp. Nú kom það fyrir- brigði, að lófatokin urðu að dynj- andi brimgný, þegar þau snertu vota þokuna í loftinu. Ungfrúnni fataðist þá svo í íslenzkunni, að framburðurinn í lofsöngnum: „Ó, guð vors lands", varð ramskakk- ur. Þegar hann kom þannig í eyru áheyrenda, fóru þeir að aka sér og yppa öxlum. Við samtal og bollaleggingar komust þeir að svo feldri niðurstöðu: Sá sannleiki verður að tiikynn- ast, að íslendingar geta sjálfír látið sönglög sín hljóma án i- - hlutunar erlendra söngvara. Og „gullhálsar" þeirra verða senni- lega daufir hljómgjafar, þegar Þorri gamli gengur í garðinn næst. Og ef einhver á óvin, verð- ur bezta keyrið á hann að syngja yfir honum: „Ó, guð vors lands", með hreinum hljóm íslenzkrar tungu. — Allar vögguvisur mega biða. J. J. Iitnlend tiðindi. Akureyri, FB., 30. ágúst. Heyskaðar. í óveðrinu og vatnavöxtum siðast liðinn þriðjudag urðu hey- skaðar víða, og flæðiengi eyðilögð- ust. í hólmunum innan Akureyrar flutvi út um 400 hestar af heyi, en í Svarfaðardal sópaði Svarfaðar- dalsá burtu um 700 hestum. í Húnavatnssýslu urðu einnig tals- verðir skaðar. Sildveiðin. í Akureyrarumdæmi hefir orðið síðustu viku: 2402 tunnur af salt- síld og 108~af krycldsíld, alls yfir vertíðina 16000 tn. af saltsíld og 2200 af kryddsíld. Veðrátta. Hrakviðri i gær. 1 dag snjóaði í f jöll. Næturvörður • er þessa viku í lyfjabúð Lauga- vegar. Sacco og Vánzetti. 1921 voru tveir ítalskir verka- menn, Sacco og Vanzetti, teknir höndum í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum, sakaðir um morð á bankagjaldkera.. Þeir , vora dæmdir til dauða, enda þótt eng- ar sannanir væru fyrir hendi gegn þeim, en í dómnum' var sagt, að enda pótt peir hefða ekki gert pað •sjálfir, myndu peir sem stjórnleysingfar reiðubúnir til að fremja slíkan glœp. Vegna ein- dreginna mótmæla hvaðanæfa úr hinum siðaða heimi, hafa þeir þó ekki verið líflátnir enn þá. Fyrir 2 árum'hafðist samt upp á morð- ingjanum, Itala, Maderos. 'að nafni, sem hefir játað á sig glæp- inn, en samt hefir fylkisstjórinn í Mass. ekki viljað sleppa föng- unum, og yfirvöldin Tneita samt að taka málið til nýrrar með- ferðar. Mótmæli gegn þessu réttar- hneyksli drífa nú til fylkisstjórans frá öllum frjálslyndum mönnum hvarvetna í heimi- Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Einar ská'aglam :Húsið við Norðurá. En Johnson skelti sér upp í ,cab' og bað hann aka til Old Crompton Road. Hefði þetta nokkurn tíma verið flókið mál, þá var það nú hálfu verra en áður. John- son vissi eiginlega varla, hvað hann vildi ekkjunni í Old Crompton Road. Hann fór þangað nánast, svo að einskis væri ófreistað. Auðvitað gat hún ekki sagt honum annað en að Maxwell hefði falli.ð í ófriðnum mikla. Eina ljósglætan var sú, að það var ekki þessi maður, sem drepinn hafðl verið í hús- inu við Norðurá. En hver var hann? Var það þriðji Maxwell, kann ske skyldur þess- um? Ef til vill gat ekkjan leyst úr því. Old Crompton Road liggur í Soho, sem er lakasti borgarhlutinn í Lundúnum, og Old Crompton Road er lakasta gatan í þeim borgarhluta. Þar býr fólk, sem þjóðfélagið í skammsýni sinni hefir snúið við bakinu. Þetta fólk vinnur ekki né spinnur, af því að þíóðfélagið vill ekki nýta verk þess, en- þegar það getur, safnar það í hlöður því, sem það . með slægð og afli getur náð af ,,,góðu" borgurunum, sem búa í skrautlegu götunum. Það eru þjófar og skækjur, sem þar búa,- að vísu ef það mest gamalt upp- gjafafólk. En fátæktin þar sannar, hvað hið marglofaða einstaklingsframtak er iélegur grundvöllur undir fafsæld manna, því að fáar atvinnur eru jafn-einstrengdar við ein- staklingsframtakið og þjófnaður og óskírlífi. En „af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá". Þarna veltu gamalmenni og börn sér hálf- nakið og aldrukkið hvað innan um annað og beið þéss, að hungurdauðinn læddist yfir þau. Johnson hafði sitthvað séð i New York, en honum blöskraði, þegar- hann sá þetta, og lá við að verða ilt af Iyktinni. Húsið nr. 117 yirtist vera eittrivað skárra en hinir kumbaldarnir. Johnson steig úr vagninum og spurði hálf- nakinn og sóðalegan krakka, hvort Mrs. Max- well byggi þar. Krakkinn játaði því og rétti fram höndina. Johnson lét pening í lófann, og bamið fylgdi Hiisii) við Norðurð, leynilögreglusagan íslenzka, eftir Einar skálagiam kemur út i haust. Gerist áskrifendur á afgr. AlþýðubL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.