Alþýðublaðið - 11.09.1926, Síða 5

Alþýðublaðið - 11.09.1926, Síða 5
ALT>ÝÐUBLAÐIÐ á landiö, og heíði verið kristi- legt að banna að viðlagðri þungri sekt að vera aÖ nokkurs konar veiðum um messutímann eða frá kl. 11 f. m. tii 3 e. m., því að ekki er hægt að segja, að verið sé að bjarga, þegar verið er að drepa fiskinn, og væri jafngott, þó að þeir skipstjórar, sem eru svo sannkallaðir hræsnarar, að þeir eru með fána við hún á hátíðum með vörpuna í eftirdragi og það jafnvel á jólanóttina, kæmust ekki upp með slíkt. Hvernig fer biskup vor og prest- ar að því að hrósa slíkri þjóð í útlöndum? Það, sent við kristnir menn heimtuðum og heimtum, er það, sem við eigum heimtingu á, að sunnudagurinn sé algerlega helgur frá morgni til kvölds og al'Iir þeir, sem vinni þá daga, séu sektaðir, bæði þeir, sem láta vinna og þeir, sem vinna, — ekki neitt frá og til, heldur hæfilegt íyrir fyrsta brot, sem svo tvö- faldist fyrir ítrekuð brot. Þá fyrst færu lögin að verða haldin. En við höfum ekkert að gera nteð að launa þá vinnumenn — þing- menn —, sem ekki kunna að búa til lög. Það lýsir annars vel siðferðis- og siðmenningar-þroska kristinn- ar þjóðar nú á 20. öldinni að afnema sunnudaginn, en slíkt er alveg gert með þessari löggjöf. Enga hræsni! og afnemum þá heldur alla sunnu- og helgi-daga, því að það væri víst sumum kær- ast. Þar sem þingmennirnir eru vinnumenn mínir og ég húsbóndi sem einn af kjósendum, þá hefi ég fulla heimild til að þakka það, sem þeir gera vel, — sem er nú orðið harla lítið á þessum tímum —, og eins að finna að því, sem illa er gert, og skulu bæði þing- rnenn og aðrir, sem hafa myndað þessa helgidagalöggjöf, hafa mestu vanþökk fyrir, og sannast hér, sem spáð var, að þingið hafi með henni sett heimsmet í sið- menningarleysi, enda skulu nöfn þeirra marina (ég mun þekkja þá alla persónulega) verða rituð með óafmáanlegu letri á óafmáanlegan pappír, svo að þeirra verði rétti- lega minst árið 1930. P, P. tJiu daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Ólafur Þorsteinsson, Skólabrú 2, sími 181, og aðra nótt M. Júl. Magnús, Hvg. 30, sími 410. Sunnudagslæknir er á morgun M. Júl. Magnús, Hvg. 30, sími 410. Messur á morgun: 1 dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. 1 fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson, kl. 5 Har- aldur prófessor Níelsson. I Landa- kotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predik- S un. — 1 Sjómannastofunni verður guðsþjónusta kl. 6 e. m, Allir vel- komnir. Næturvörður er þessa viku í lyijabúð Lauga- vegar. Jarðarför Ingimundar Sveinssonar fiðluleik- ara fer fram i dag. Veðrið. Hiti 6—1 stig. Átt. víðast norðlæg. Stinriingskaldi í Reykjavík. Annars staðar lygnara. Víðast þurt veður. Loftvægislægð fyrir sunnan land. Útlit: Norðaustan- og norðan-átt. Þurt, en allhvass í dag, á Suðvest- urlandi. Smáskúrir á Norðurlandi í dag, en sennilega þurt í nótt. Á Suðausturlandi þykknar í lofti í dag, og rignir þar sennilega dálítið i nótt. Athygli hefir tóbaksverzlunin á Laugavegi 43 beðið að vekja á augiýsingu sinni hér í blaðinu. Skipafréttir. „Lagarfoss" kom í gær frá út- löndum. „Quðrún“, aukaskip Eim- skipafél. íslands, fór utan í gær- kveldi. Einnig fór fisktökuskipið „La France" utan í gær. Þá kom og „Suðurland" úr Borgarnesi. 2415 ár eru talin vera á morgun, síðan Aþenumenn sigruðu her Daríusar Persakonungs, sein var tifalt fjöl- mennari, á Maraþonsvöllum. Það var 490 f. Kr„ en þegar talið^er fram fyrir Krists burð, er þess að gæta, að ekkert ár er talið á milli áranna 1 f. Kr. og 1 e. Kr. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. um myndina getum Við eklcert sagt,“ sagði foringinn. Hann hringdi síðan bjöliu, og inn kom undirforingi. Ofurstinn sagði honum frá málavöxtum. Undirforinginn kom að vörmu spori aftur og sagði, að það væri rétt, að Owen hefði fallið 1917. „En,“ bætti hann við, „ég held, að Owen ,commodore‘ í flotanum, sé frændi hans, og hann getur þessi gentlemaður hitt í „United service“-klúbbnum á Piccadilly 116, 119.“ Goodmann Johnson kvaddi ofurstann og fór ofan í vagninn, sem beið fyrir neðan, og iét hann aka ofan á Piccadilly. Þegar í klúbbinn var komið, gerði hann boð fyrir Owen .commodore', og að vörmu spori gekk til hans gráhærður maður um fimtugt í búningi enskra sjóliðsforingja og kvaddi hann. „Þér ætluðuð að hitta mig?“ spurði Owen ,commodore‘. „Já,“ anzaði Johnson og sagði honum, hvað sér væri á höndum. Svo dró hann upp myndina af Owen höfuðsmanni, þá sem hann hafði fengið léða hjá Mrs. Maxwell. „Já, þetta er frændi minn, sá sem féll hjá Dinant 1917,“ sagði Owen .commodore', „ég á einmitt eintak af sömu myndinni." Nú sýndi Johnson honum myndina af Jíki Maxweils þess, er í Norðurá drukknaði. „Og er þetta þá mynd af líki höfuðsmanns- ins?“ spurði hann. Owen .commodore' virti myndina fyrir sér um stund. „Já,“ svaraði hann, „þetta er áreiðanlega Öwen höfuðsmaður, frændi minn. En hvern- ig stendur á þessari mynd? Líkið af honum fanst aidrei! Og því eruð þér að spyrja aö þessu?“ „Því get ég ekki svarað að. svo komnu,“ svaraði Goodmann Johnson og sýndi honum lögregluskírteini sín.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.