Alþýðublaðið - 13.09.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.09.1926, Blaðsíða 1
Alþýðutriaðið ■B3BB Gefið út af Alpýðuflokkiium 1926. Mánudaginn 13. september. 212. tölublað. „Eg held ég fari til Hannesar.” Molasykur, kassinn 19.50. Strausykur, 33 kr. pr. 50 kg. Haframjöl, pok- inn 21.00. Hveiti, pokinn 24.50. Gerhveiti, pokinn 36.50. Hrisgrjón, 24 kr. pr. 50 kg. Sveskjur, kassinn 11.50. Rúsínur, kassinn 14.50. Dósa- mjólk, kassinn 29.50. Mysuostur, 1.25 pr. kg. Matarkex afaróbýrt. Margt fleira með góðu verði. Það er engin furða, pó „Hannesarverð“ sé orðið pjóðfrægt. Ég hefi alt af ódýrt selt, og ekki fer ég versnandi. Líttu inn til mín, ef pig vanhagar um eitthvað. Það gæti orðið okkur báðum hagur. Hannes Jónsson, Laugavegi 28. Þvottastelf frá 10 kr. mikið úrval. Eldhilssett 13 stk. 20 kr. Skálar i settum 4,50 settið. Matarskálar frá 0,85. t' Matarstell 6 og 12 mauua. Tekatlar, Diskar, Bollar o. fl. nýkomið. K. linarsson & Bjnrnsson. Sími 915. Bankastræti 11. Erlend simskeyti. Khöfn, FB., 11. sept. Þjóðverjum fagnað í Þjóða- bandalaginu. Frá Genf er símað, að Þjóðverj- um hafi verið tekið með miklum fögnuði á pingfundi Þjóðabanda- lagsins. Stresemann hélt áhrifa- mikla ræðu og lagði áherzlu á pað, að samvinna meðal pjóðanna væri bezta tryggingin fyrir pví, að friðurinn’ í heiminum yrði varðveittur. Lofaði hann einiægri samvinnu Þýzkalands til pess að hrinda friðármálunum áleiðis. Briand hélt sniklarlega ræðu og hauð Þjóðverja velkomna. Nýtt Ermarsunds-met. Frá Lundúnum er símað, að frakkneskur maður, Michel að nafni, hafi synt yfir Ermarsund á eliefu stundum. Spánn segir sig úr Þjóðabanda- laginu. Frá Madríd er símað, að Spánn hafi sent úrsögn sína úr Þjóða- bandalaginu. Khöfn, FB., 12. sept. Tilræði við harðstjórann Muss- olini misheppnast. Frá Rómaborg er síinað, að ítalskur verkamaður hafi kastað sprengikúlu á bifreið, er Musso- lini sat í. Mussolini sakaði ekki, en sjö menn særðust. Gizkað er á, að tilræðið hafi verið gert sam- kvæmt álögðu ráði andstæðinga svartliða, sem nú eiga griðastað í Frakklandi. Mussolini var hyltur af múgnum. Hann hefir aðvarað nágrannalöndin, sem ieyfa félags- skap andstæðinga svartliða. Hafa svartliðar gert óspektir víða um ítalíu, og hefir pað leitt til pess, að Mussolini hefir bannað peirn að vinna nokkur hefndarverk fyr- ir tilræðið. Gömul síld búin til útflntnings. Alpýðuflokksblaðið „Verkamað- urinn“ á Akureyri segir svo frá 4. p. m.: „All-kynleg ráðabreytni er það, aö undan farna daga hefir fólk verið að útbúa ársgamla síld til útflutnings, sem legið hefir í hirðuleysi niðri á Tanga síðan snemma s. 1. vor. Er það hvort tveggja, að ekki er sýnilegt, að síldin sé nein útfiutningsvara og svo hefir pað verið algild regla, að flytja aidrei út fyrra árs síld eftir að ný síld er.komin á mark- aðinn. Félag í Reykjavík, mjög handgengið Jandsstjórninni að sagt er, á sildina, og vill það vitanlega hafa sem mest upp úr henni; en hváð segja síldarút- flytjendur um petta? Hvað segir yfirsíldarmatsmaðurinn ? Hvaða samræmi er í pessu og því að ætla aö stofna til einkasölu ein- staklinga á síld, til að geta haft hönd í bagga með útflutningi og sölu síldar, og ekki síður hinu, að banna að salta síld fyrr en komið var langt fram á sildar- tímann? Virðast peir menn lítt l'ærir um að stjórna þessum mál- um, sem svo eru ósamkvæmir í fyrirskipunum og ráðstöfunum, sem alt petta ber vott um.“ Bónorðsbréf til andstöðuflokka Ihaldsins birt- ir Ihaldsflokkurlnn í siðasta „Verði“, þar sem hann mælist til þess hálf- kjökrandi, aö honum sé iofað að eiga landsþingmanninn, sem kjósa á í'haust. Ihaldsblöðin eru rneð lífið í lúkunum af hræðslu við pað, að íhaldið missi pingsæti og kom- 'ist í minni hluta, og kernur hræðsl- an greinilegast í ljós i „Mgbl.“ í gær og í bónorðsbréfinu i „Verði“. — „Sæll er sá, sem hræddur er, sé hann ekki ofhræddur."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.