Alþýðublaðið - 27.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.02.1920, Blaðsíða 2
2 ALÍ’ÝÐUBljAÐIÐ dularfullu fyrirbrigði, sem oft ger- ast í hinum litla heila Yísisrit- stjórans. Þykir töluverður vandi að skýra þau, og t>á ekki síst þetta síðasta. Skal hér reynt að skýra það nokkru nánar. Til eru þeir menn, sem halda því fram, að ritstjóri „Yísis" komi fram með í blaði sínu vísvitandi ósannindi, til þess að blekkja al- mening og sverta andstæðinga sína í stjórnmálum, með því að leggja þeim orð í munn, sem þeim hafa aldrei í hug komið. Þetta geri ritstjórinn þegar hann treysti sér ekki að svara árásum á stefnu blaðsins, vegna þess, að ef hann svaraði þeim eins og þær liggja íyrir, mundi hann verða opinber að því, að veija rangan málstað. Þessari skýringu fyrirbrigðisins í „Yísi“ 23. þ. m. verðui þó af- dráttarlaust að hafna, af þeirri ástæðu, að óeðlilegt er að trúa öðru eins um blessaðan þingmann- inn okkar, jafnvel þó að kosning- arnar séu um garð gengnar í þetta sinn. Auk þess væri tilgangslaust að skáka í því skjólinu, að „Yísir“ væri eina blaðið, sem lesið væri í þessum bæ, jafnvel þó að hægt væri fyrir hann að hugsa að drop- inn mundi hola steininn. Aðrir menn álíta, að hr. Jakob Möller sé þjáður af þeirri flugu, að hvað sem ritað sé gegn braski kaupmanna, sé ritað í þeim til- gangi, að verja landsverzlunina og jafnframt ráðast á hann sjálfan. Stafi þetta af ofsóknarsýki hans gagnvart landsverzluninni. Þessi skýring, sem ef til vill virðist við fyrstu athugun liggja nærri; nægir þó ekki til þess að gera grein fyrir, hvers vegna ritstjórinn svarar þá algerlega út í hött. Verður því að leita til annarar skýringar. Enn aðrir menn hyggja, að Vísis greinin sé þannig úr garði gerð vegna þess, að ritstjórinn hafi verið svo önnum kafinn af því að útvega Reykjavíkur kjördæmi 7 þingmenn, að hann hafi ekki gefið sér tíma til þess að lesa nema fyrirsögn greinar minnar, „Það kemur öllum við.“ Þar sem mað- urinn hafi töluvert álit á sjálfum sér og hafi því trúað að fyrri grein sín um hveitiverðið hlyti að hafa í för með sér andmæli af hálfu landsverzlunar, hafi hann þegar í stað álitið að fyrirsögn greinar minnar væri svarið, Það er þó i fremur ótrúlegt, að maður, sem heita vill stjórnmálamaður og rit- stjóri, hætti á að setja sjálfan sig þannnig í gapastokkinn með því, að lesa ekki greinar, sem hann ætlar að svara. Fjórða skýringin er sennilegust, enda munu flestir hallast að henni. Hún er sú, að hr. Jakob Möller sé ekki betur gefinn en það, að hann, þrátt fyrir rækilegan lestur, hafi ekki skilið eitt orð í grein minni, nema orðið „landsverzlun", auk fyrirsagnarinnar, og hafi þá farið að spinna út úr þessum tveim þráðum. Bendir margt í þessa átt. Hann kemur t. d. tvisvar að því, að eg sé að svara hveitigrein sinni, og að svar mitt sé: „Það kemur engum við.“ Þar sem hvergi var minst á hveitiverðið í grein minni og ekki annað sagt ufn rekstur landsverzlunarinnar, en að hann væri auðvitað opinbert mál, sem öllum kæmi við, eins og hver annar stór atvinnurekstur, þá gefa hveitiskrif hr. Jakobs Mölers al- menningi ekki háa hugmynd um vitsmuni mannsins. Og jafnvel þráðurinn í hveitiverðs greinum hans sýnir átakanlega þetta sama, þó að ekki sé tekið tillit til, að síðari grein ritstjórans sé „axar- skaft". Það mun vera vitanlegt svo að segja hverju mannsbarni í Reykjavík, nema ritstjóra „Vísis", fyrst og fremst að flutningur alirar kornvöru var gefinn frjáls öllum frá 1. október 1919, samkvæmt nálega ársgamalli reglugerð stjórn- arráðsins um það efni, sem birtist meðal annars í „Yísi“, og í öðru lagi að kaupverð kornvöru greiðist, samkvæmt venju stríðsáranna, ekki fyr en varan er komin á skipsfjöl, en ekki um leið og kaupsamn- ingar gerast. Þar sem því annars vegar kaupmönnum hefir í allan vetur verið frjáls hveitiflutningur, en hinsvegar hveitiverðið hlýtur að fara eftir því gengi, sem er á dollurum þegar varan er greidd, þá falla báðar hveitigreinar Vísis- ritstjórans til jarðar við lítinn orðstír. Hafa margir bæjarmenn skemt sér mjög að þessum skrifum Jak- obs og dæmt þær á við beztu greinar í „Þjóðhvelli" forðum, þó með þeim mun, að Vísis-grein- arnar séu ósjálfráð „komik". Álíta þeir að ritstjórinn ætti aftur að fara að starfa í leikfélaginu, °S mundi hann draga marga að. Þó að þessi skýring á hinu dularfulla fyrirbrigði í „Vísi“ sennilegust af þeim tilgátum, sem eg hefi heyrt, þá er það ekki fafi' ega gert af mönnum, að henda gaman að því. Miklu mannúðlegra væri að vorkenna manninum. 3r' Jakob Möller getur ekkert við þvr gert, hvernig hann er frá náttúr- unnar hendi. Eg vil skjóta því til almennings, að hugsa nánar u*0 tildrög fyrirbrigðanna, áður eD farið sé að gera gys að þeim. Það er h'ka mannsins eina vörn. Héðinn Valdimarsson. Um daginfi 09 veyinn. Trúlofnn. Ungfrú Elísabet JónS' dóttir frá Galtarholti og Hjáln>ar Bjarnason hafa nýlega opinbera® trúloíun sína. Stúdentafélag Háskólans held' ur ínnd í kvöld. Hendrik S.-Ott' ósson flytur erindi um Kommu°' ismus. Meiðsli. í fyrrakvöld vildi þa^ slys til í hinu nýja búsi Nýja Bios> að maður að nafni Sigurjón Gríms' son hrapaði af palli og marðisí allmikið. Þetta bar svo til, a^ borð sem lagt var í pallinn sporð' reistist. í gærkvöldi var Sigurjón mjög veikur, en ekki kvað ha»n þó vera brotinn nokkursstaðar. Sendinefndin, sem borgara" fundurinn kaus í fyrrakvöld, hefi1 ekki verið aðgerðalaus. Starfaðí hún ótrauð allan gærdaginn; héfi meðal annars 4 fundi. Ansturrísk króna var fyrir stríðið 75 aura virði, en er nú 2 aura virði í Danmörku, og í Eng' landi og Ameríku hlutfallslega 1 þeim mun lægra verði, sem geng1 þarlendra peninga er hærra eD danskrar myntar. fað er ekk1 furða, þó Austurríki geti ekk1 keypt neitt í útlöndum!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.