Alþýðublaðið - 21.09.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.09.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ r < kernur ul h hverjum virkmn clegi. ALÞÝBUBLAÐIÐ < Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við j Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. ! tii kl. 7 siðd. j Skrifstofa á sama stað opin kl. j 91/, — 10V2 árd. og kl. 8-9 siðd. ! Simar: 988 (afgréiðslan) og 1294 < (skrifstofan). j V erðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ! mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver rnm. eindálka. Preritsmiðja: Alpýðuprentsrniðjan (í sama húsi, sömu síinar). rTWvvrv rrrvrTvvvvv♦ Grýlukvæði auðvaldsins um jafnaðarsteiiuma. Helztá ráð auðborgaranna lil að vinna móti framgangi jafnaðar- steínunnar er aó lýs.i henni þarm- ig, aö hún verði grýla í augum aiþýðumanna, sem hiö hálofaða „skipuiag“,| auðvaldsstcttaiinnar hefir hér varnað slíkrar þekkingar á andlegum og félagslegum hreyf- ingum, sem nú er orðin almenn- ingseign í mentalöndunum. í því skyni nefna þjóðræknisgasprar- arnir, sem þykjast vilja láta sér ant um móðurmál vort, — eir fá samtímis sumt blaða sinna í hendur mönnum, sem eru ataðir óíslenzkum grauti hugsana og orðfæris, ... jafnaðarstefnuna aldrei hinu íslenzka nafni sínu, heldur útlendum nöfnum, sern al- þýða skilur ekki hugsun þeirra, neytandi þess, að þá er hægra að villa henni sjónir um rétta rnerk- ingti þeirra, þar sem jafnaðarmenn ná ekki til að leiðréttá. Munað er það bragð Magnúsar dösents frá síðusiu almennum kosninguin að: reyna að fæJa trúhneigt fólk frá fylgi við jafnaðarstefnuna með því, að jafnaðarmenn væru fjand- samlegir kristindómi. Nú hefir „Bjarmi" nýútkominn sýnt, hvílík vitleysa þetta er. Jafnaðarmenn hafa yfirleitt aldrei fjandskapast viö kristindóminn, en hinu hafa þ'eír harðlega barist gegn, að kirkja Krists væri gerð að vígi Mammons, en það hafa þá burg- eisar kallað fjandskap v.ið krist- indóminn. Slík umhverfing á sannleikanum um jafnaðarstefn- una er eina vörn auðvaldsins. í sambandi við landskjörið, er fara á fram fyrsta vefrardag, er enn gripið til þessu líkrar um- hverfingar á sannleikanum um jafnaðarstefriuna til að reyna að sundra samfylkingu stjórnarand- stæðinga gegn íhaldinu. Nú eru það bændur, sem á að hræða meö grýlukvæðinu um jafnaðarstefn- una. 1 „Morgunblaðinu“ er stag- ast á því alveg órökstutt, eins og vant er um það, sem þar er sagt, að bændum beri að varast samneyti við jafnaðarménn eins og heitan eld. — en það er í mörgum tilfellum sama sem aö þeir eigi að varast samneyti við syni sína rog dætur, frændur og vini í kaupstöðum og sjávarþorp- um landsins, — frændaróg, eins og íylgt hefir auðinum frá fyrstu. í „Veröi“ segir' einhver „Civis“ (þ. é. borgari), að „aðalinntak kenninga þeirra" (þ. e. jafnaðar- manna), þjóðnýting, þýöi „að því, er til landbúnaðar kemur, . . . það, að ríkið eigi að taka jarð- irnar af bændum". Þetta á að vera hræðilegt fyrir bændur og væri það, ef nokkur tilhæfa væri í þvi, en sá hængur er á, að af bœndum er í rauninni ekki unt að taka þær sakir þes's, að bœnd- ur eiga yjirléitt ekki nú jardirn- ar, er þeir búa á. Skýrslur sanna, að einungis h. u. b. einn bóndi af hverjum þremur býr á eignar- jörð — tveir af þrernur eru leigu- lidar og sjálfseignarbændum fækkar óðum. 1 næstu sveit við Reykjavík, Mosfellssveit, hefir einn burgeis hér í Reykjavík lagt undir sig fjórar beztu jarðirnar í miðbiki sveitarinnar og þannig „tekið þær af bændum", og fleiri sveitir hafa þegar líka sögu að segja. Þjóðnýting jarðanna væri aftur á móti teð gera jarðirnar að þjóðareign og fá bændum þær síðan til umhyggju, vandaðrar meðferðar og ræktunar sem sjálfséign væri. Jafnaðarstefnan vill því ekki taka jarðirnar af bændum, heldur haii'l.i bændum af ýmsuin burgeisum. Grýlukvæði auðvaldsins við bændur eru þannig eins og gömlu Grýlukvæðin „diktur" einn sam- an. Uppistaðan er eins og í hin- um gömlu hindurvitni ein og skrök, leikur á strengi fáfræð- innar, sem auðvaldið gerir ráð fyrir meða! bænda. Rétta svarið af hálfu bæ;nda er því hið sarna sem þeirra, er vaxa að þekkingu frá Grýiukvræðunum, a.p ganga til fylgis við þann málstað, sem ekki þarf á forneskju að halda sér til sigurs, — móti tröllalygum 1- haldsins. Ferfætlingar heitir bók eftir Einar Þorkels'son, fyrr verandi skrifstofustjóra Ai- þingis. Hún er prentuð í Acta og kom út í Reykjavík 1926. Bókin er myndum skreytt, og munu börn hpfa gaman af þ|fm. Höfundur þessi kann kveri rraín að kjósa. Kemur hann þegar les- anda í gott skap. Fimm sögur segir höfundur í bók* þessari, og er hver^ sagan annari betri. Fyrsta sagan nefnist Huppa. Fer þar saman fagurt mál eg ger- hygli höfundar. Varla verður hjá því komist að bera s.unan frásögn Einars á byrjun Huppu og lýsingu Björnstjerne Björnssonar á upp- hafi Bleiks. Fara þar bábir tæpt vað, en hvorugum skeikar. Líf- láti kálísins lýsir höfundur vel og harmi kýrinnar prýðilega. Næsta saga segir frá gæðingi, sem Gyrðir var kallaður. Er hún svo vel sögð, að fáir munu eftir leika. Þriðja sagan er af hundi. Hann hét Strutur. Er hún með/ sama marki og hinar sögurnar. Höf- undur er jafnvígur á að lýsa nátt- úruviðburðum, landsiagi og sálar- lífi. Fjórða sagan er um Skjónu. Skjóna var eftirlætishryssa. Saga hennar er margbreytileg. Fimta sagan og síðasta er a£ Skollu. En Skolla var greind tík og viðkvæm mjög'. Snilli höfundar er lík fyrst og seinast. Skilningur lians er næm- ur, þróttur frásagnar mikill og frumléiki máls', óvanalegur. Fáár munu þær bækur, sem þoli samanburð við sögur þessar að málsnild allri, þegar frá eru talin gullaldarrit vor. En höfund- ur er einnig glöggskygn á hætti dýra og les sálarlíf þeirra eins og opna bók. Æskulýði Jslands er mikill fengúr í sögum þéssum. Ætti hann að lesa þær vendilega og læra af þeim að haga orðum sín- um. Islenzkukennurum er happ að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.