Alþýðublaðið - 21.09.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.09.1926, Blaðsíða 1
JUþýðulilaðið GefiH út af Alþýðnflokfcnum 1926, Þriðjudaginn 21. september. 219. tölublað. Alþýðiilistinn við kosninnuna í Reykiavik. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna hér í Reykjavík hefir ákveðið og stjórn Alþýöusambandsins sam- þykt, að við kosningu á tveim þingrriönnum fyrir Reykjavík vferðl í kjöri af hálfu Alþýðuflokksins þeir Hédinn Valdimarsson, bæjar- fulltrúi, formaður fulitrúaráðs verkiýðsíélaganna, og Sigurjón Á. Ólafissoyi, af- greiðslumaður, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Við alþýðufólk mælir listi þessi " með sér sjálfur. Báðir mennirnir eru þrautteyndir að ötullegu starfi fyrir fjölmennustu atvinnustéttir alþýðu hér í bænum, verkamenn og sjómenn. Framkvæmd lögreglu- starfs Mndruð. Þegar strandvarnarskipið „Óð- inn" kom hingað til landsins, hafði það meðferðis nokkurt á- fengi, bæði bjór og aðra sterk- ari drykki. Skýrði skipstjórinn frá því, og voru vínbirgðirnar inn- siglaðar, en kyrrar voru þær í skipinu, meðan þaö fór eina eða tvær fyrstu ferðirnar. Skipstjór- inn mun þegar hafa óskað þess, að honum yrði leyft að halda víriunum sem „skipsforða", en það var innsiglað, þar til úrskurð- ur félli um, hvort það yrði heim- ilað. Þá var það, að Alþýðublað- ið birti fyrirspurn um, hvort „Óð- inn" væri herskip, svo að fyrir- mæli 5. gr. bannlaganna næði eigi til þess. í þann tíma stóð stór- stúkuþirigið yfir. Samþykti það mótmæii gegn því, að íslenzkum strandvarnarskipúm yrði heimil- aður vínforði. Nokkru síðar úrskurðaði lög- reglustjórinn í Reykjavík, að á- fengið skyldi flutt í, land. Var tollþjóni falið að-framkvæma úr- skurðinn að fyrirskipun hans, þeg- ar „öðinn" var aftur staddur hér. Tollþjónninn gerði syo,^ sem fyrir hann var lagt; en er sterkari vín- in voru komih í land, en enn voru eftir nokkrir bjórkassar, skipaði skipstjórinn, Jóhann P. Jónsson, að leysa landfestar og halda skip- inu burtu. Fékk tollþjónninn' að eins tíma til að fara i land, en „Óðinn" sigldi burtu með bjórinn, sem nú var eigi innsiglaður. Þeg- ar skipið kom til Reykjavíkur næsta sinnhvoru kassarnir tómir. Alþýðublaðinu er ekki kunnugt um, að lögreglustjórinn hafi enn sem komið er hreyft þessu máli síðan. • , Lögin eiga að sjálfsögðu að vera í gildi, hver sem í hlut á, jafnt þó að það sé skipstjóri sjó- lögreglunnar. Hvað var gert við bjórinn, sem eftir var í varðskipinu ? Briands viðvíkjandi úrlausn þýzk- franskra ágreiningsmála. Khöfn, FB., 20. sept. Álit pýzkra blaða um viðræður utanríkisráðherra Frakka og Þjóðverja. Frá Berlín er simað, að mikið 'sé skrifað í þýzk blöð um við- ræður Briands og Stresemanns. Er það áiit blaðanna, að hér sé úm sögulegan viðburð að ræða, sem væntanlega leiði af sér var- anlegan frið á milli Þýzkalands og Frakklands. JFrönsk blöð um samvinnu Þjóðverja og Frakka i f járhags- máluni. Frá París er símað, að blöðin þar álíti samvinnu á milli Þjóð- verja og F'rakka í fjárhagsmcilum óhjákvæmilega nauðsýn. Menn búast við því, að stjórnir Frakk- lands og Þýzkalands fallist á tíl- lögur þeirra Stresemanns og Iraníend tíáliscIL Akureyri, FB., 20. sept. Siídveiðin í Akureyrarumdæmi síðast liðna viku hefir orðið: 982 tunnur af saltsíld, 608 af kryddsíldi en alls hefir aflast á öllu landinu á~ver- tiðinni 98 436 tn. af saltsíld og 34 093tn. af kryddsíld. Á sama tínla í fyrra var aflinn 212746 tri. af saltsíld og 38106 af kryddsíld. Landskosningaiundur. Jón Sigurðsson frá Yztafelli heldur landsmálafund hér í kvöld. Norömenn búa sig nndir aí~ kvæoagrelðsiu um lírcimi- vínsbannið. Atkvæðagreiðslan & að fara fram 18. október. Almenn > atkvæðagreiðsla um það, hvort Noregur skuli hafa brennivínsbann áfram, fer fram 18. næsta mánaðar. Bindindis- og bann-vinir í landinu vinna af kappi að undirbúningi atkvæða- greiöslunnar, og hafa fjöldamörg félög' myndað með sér samband i baráttunni fyrir banninu, þar á meðal kristilégu félögin. Þá hefir stærsti verkamannaflokkurkm gefið út áskorun til flokksmanna um að greiða atkvæði með bann- inu. Árið 1919 fór fram atkvæða- greiðsla í Noregi um bannið, Qg sigruðu þá banmnenn meö 180000 atkvæða meiri hluta, og er talið víst, að þeir muni einnig sigra nú. F. Alpýðublaðið er sex síður í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.