Alþýðublaðið - 22.09.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.09.1926, Blaðsíða 1
1926. Miðvikudaginn 22. september. 220. tölublað. Mér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að uppeldissonur okkar og bróðir, Steingrímur Haildórs- son, lézt á Vífilsstaðahælinu í gærmorgun eftir langa vanheilsu. — Jarðarforin verður ákveðin síðar. Skólavðrðustig 12. — 22. sept. 1926. Helga Jónsdóttir, MaSIdór Magnússon og systkini hins látna. í borgiimi, Þeir, sem leita til kolaverzlana nú til að fá sér kol tii eldsneytis tii eldunar og upphitunar, fá að vita það, að sumar kolaverzlan- irnar eru þegar alveg eða sem næst protnar að kolum, en aðrar, sem meiri ieifar hafa af birgðum, eru langt komnar að selja þær fóiki, sem vitað hefir til þess, að koiaiaust yrði, eða hafa tekið þær frá handa því.. Fátækt fólk, sem vegna vöntunar peninga og geymslurúms verður að kaupa kol eftir he'ndinni, fær því ekki kol nú, og ekki er vón á, að neitt að ráði komi af kolum í bráð. á morgun, fimtud. 23., kl. 8 e. m. í Good, templarahúsinu. Dagskrá: 1. FélagsmáJ. — 2. Pálmi Hannesson: Fyrirlestur. —3. Kaupgjaldsmál 4. Jón Baldvinsson talar um kosningarnar. Sfjémin. Pað horfir því tii mikilla elds- neytisvandræða fyrir alþýðu, og verður að krefjast þess, að stjórn- arvöld taki þegar til ráðstafana til að bæta úr því. Khöfn, FB., 21. sept. Voða-tjón af hviriilbyljum. . Frá Lundúnum er símað, að miklir hvirfilbyljir hafi geisað á Florida-skaganum í Norður-Ame- fíku. Hafa þeir að kalla iagt í eyði baðstaðinn Miami og nokkra aðra bæi. Tvö þúsund menn hafa beðið bana; níu þúsund eru særð- ir og um .50 000 húsnæðislausir. Atiantshafsfloti Bandaríkjanna hefir verið sendur til hjálpar. Khöfn, FB., 22. sept. Pangalos skýrir frá ráðagerð um herför af hálfu Grikkja á hendur Tyrkjum. Frá Berlín er símað, að þær fregnir hafi borist þangað frá Grikklandi, að Pangalos ha-fi ját- að, að staðið hafi til að hrinda í framkvæmd því áformi að hefja ófrið við Tyrki í þeim tilgangi, að hrifsa frá þeim Miklagarð og leggja hann undir Grikkland. Ját- aði Pangalos, að stjórnin í Jugo- slavíu hafi heitið honum stuðn- ingi tii þess að herja á Tyrki. Pangalos játaði enn fremur, áð bylting Kondylis hefði kollvarpaö þessum fyrirætlunum. Hefði hánn ekki hrundið af stað byltingu sinni eða hún misheppnast, þá hefði ráöagerðin verið f ram- kvænid. Síraastöð brennur. Akureyri, FB., 21. sept. Símastöðin á Raufarhöfn brann í fyrri nótt. Engu var bjargað. Haraldsbúð heMnr áframiít iiessaviku AHar vörur seldar lægsta verði. Notið tækifærið og gerið góð kaup á Gilarfauum i kápur, kjóla og fatnaði karla og drengja. Mikið er enn eftir af hinúm afaródýru Léi’eftum, Morgunkjólatauum og Tvistum. —, Karla-nærföt og sikyrtur. Regnfrakkar og alfatnaðir fyrir sérstakt gæðaverð. ATH. Munið tallega íranska klæðið. Mjólk og Rjómi er selt dáglega í brauðsölubúðinni á Qrettisgöíu 2. Sími 1164.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.