Alþýðublaðið - 22.09.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.09.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 — Sætlð ©H aftnr. leiðaréííir rpn. fpa SaiekBitreusura Nýkomið: Kápufau, KJólatau, Gardínufau, Verzlunin BiSrn Kristjánsson. Útbreiðið Mþýðublaðið! magn kr. 0,07, eldsneyti kr. 0,15, kaup þjónustufólks o. fl. kr. 0,25). Skýrslunni fylgir ræða skólameist- ara (Sigurðar Guðmundssonar) til gagnfræðinga 31. maí í vor, og kallast hún: „Skólabragur og skóla- mein, athugasemdir og hugvekja“. Er hún vel samin og í henni margt vel hugsað og sagt, svo sem pað, er sagt er um einkunnagjafir og próf. Kápan úr pvi klæðinu mun Ihaldinu ekki verða, að Reyk- vikingar sækist eftir þingmanns- efni, sem er í öllum stjórnmála- flokkum á víxl. Hitt er leiðinlegt vegna mannsihs Þórðar Sveinssonar læknis, að hann hefir lefit í íhalds- feninu; en þegar andinn tekur að gerast ellihrumur, þá er varla við betra að búast. HJarta*ás smjarlikið er bezt. Ásgarður. „GuIl£ossM fer til Vestfjarða 28. sept. og til utlanda um Austfirði 7. okt. „]tfoiini“ (strandferðaskip) fer héðan um næstu helgi austur og norður kring um land. Vörur afhendist á iaugardag. Tekur vörur til Austur- og Norður-lands að Akureyri. wEsja“ fer héðan um næstu mánaðamót vestur og norður kring um land. Tekur vörur til Vestur- og Norð- ur-lands að Akureyri. Hefl fengið fullkomustn vélar til skinsivinnu. Valgeir Kristjðnsson, Laugavegi 58. Simi 1658. Veggmyndir, fallegar og ódýrar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. Einar skáiaglam: Húsið við Norðurá. húsið, sem ég bjó í, og vakti mig. Hann sagði mér, að ég ætti að koma fljótt í sím- ann. Þegar þetta gerðist, lá ég með herdeild mína í skotgröf skamt frá Dinant í Belgíu, norðan megin Maas-fljótsins. Fyrir fjórtán. dögum hafði ég farið með hana frá Charle- roi, þar sem hún hafði hvílt sig um skeið, en ég hafði á meðan verið í orlofi heima á Englandi og hitt frændur mína og unnustu. Þessa fjórtán daga hafði hvorki borið tii titla né tíðinda. Við og við hafði verið hleypt af byssu og við og við kastað handsprengju, en annars verið eins kyrlátt og verið getur í ófriði. En þegar Maxwell vakti mig, var komið annað upp á teninginn. Það fyrsta, sem ég heyrði, þegar ég vaknaði, var dynj- andi stórskotahríð á báða bóga; ég gat auð- veldlega greint sundur þýzku og frönsku skotin á hljóðinu. Ég svaf í öllum fötunum, svo að ég þaut beint á fætur og fram i skotgryfjuna. Ég rak sem snöggvast höfuðið upp fyrir gryfju- barminn og sá blossa við blossa á báðar hendur svo langt, sem augað eygði. Ég sá það strax í hendi mér, að tii stóð atlaga, en ég vissi ekki, hver hafði hafið skothríð- ina; það hafði gerst, meðan ég svaf. Þegar ég kom í jarðhúsið, þar sem síminn var, greip ég upp símatólið. Það var aðal- stöðin, sem talaði: „Þér eigið að láta yðar menn borða nú, og láta þá búa sig undir áhlaup. Klukkan stund- víslega tíu eigið þér svo að ráðast upp úr gröfinni með þá til framsóknar. Frekari skip- anir fáið þér, meðan á atlögunni stendur." Þetta var skipunin, og ég fór þegar út úr jarðhýsinu til að koma öllu fyrir sam- kvæmt henni. Ég lét býta út því, sem til var af dósamat, sem hermennirnir elduðu sér, og svo lét ég gefa hverjum manni pela af rommi. Sjálfur mataðist ég líka og kallaði síðan á skósvein minn, Maxwell. „Við eigum að leggja til orrustu klukkan tíu, eins og þér vitið. Meðan á atlögunni stendur, eigið þér að halda yður fast við mig. Ef ég fell, eigið þér að láta mig liggja og halda áfram með hinum, en ef ég særist, eigið þér að gera alt, sem þér getið, til að koma mér á spítalann," sagði ég við Max- well.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.