Alþýðublaðið - 02.03.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.03.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLA.ÐIÐ líllfllaTÍtÍE Samkvæmt tilkynningu vitavarðarins, heíir Dyrhólavitiim skemst og logar ekki fyrst um sinn. Reykjavík i. marz 1920. Vitamálastjórinn. 5júkra5amlag *R.víkur heldur aðalfund þriðjud. 9. marz kl. 8 síðdegis í Báruhúsinu. Auk venjulegra málefna, sem samkvæmt samlags lögunum eiga -að leggjast fyrir aðalfund, verða og lagfatjreyting-ar Iagðar fyrir fundinn. Stjóriiiii. Xoli konnngnr. Eítir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). „Þetta hljómar ansi vel“, sagði Hailur. (Hann gat ekki almenni- lega fengið af sér að segja, að hann skyldi gera það) „Og mundu það“, sagði Stone, „að eg heimta að vel sé unnið. Það eru fleiri, sem vinna fyrir mig. og eg get borið þig saman við þá. Það er mjög líklegt, að eg láti líta eftir þér, svo þú vitir það“. „Já“, sagði Hallur og glótti, „það skal eg svei mér gera“. VI. Hann sagði Tom Olson fyrstum manna þetta æfintýri. Þegar þeir svo höfðu hlegið sig máttlausa, sagði skipulagsmaðurinn: „Þú verður að fara hægt í sakirnar, með það sem þú nú gerir“. „Því þá það?“ „Hann getur notað það á móti þér síðar. Eitt af því, sem þeir reyna, ef þú kemur þeim í bobba, er að sanna, að þú hafir þegið fé af þeim“. „Fyrir því hefir hann enga sönnun". „Það er nú einmitt það — láttu hann enga fá. Ef Stone segir, að þú hafir verið leigður stjórnmála- snápur hans, og muni einhverjir eftir því, að þú hafir spurt þá um stjórnmál, þá þarftu ekki að bera neina peninga á þér“. Hallur hló. „Pen'ngarnir velta nú fremur liðlega hjá mér. En hvað á eg að segja, ef hann krefur mig um skýrslu?“ „Við hefjumst þegar handa um fyrirætlun vora, Joe. Hann fær engann tíma tii að krefjast reikn- ingsskapar af þér“. Snemma daginn eftir, þegar Hallur var rétt tekinn til vinnu, var hann svo „óheppinn" að meiða sig í hendinni. Hann lét svo, sem hann sárkendi til, svo að Míke gamli varð hálf smeikur, og þegar hann loks sagðist ekki þola lengur við, fylgdi Mike hon- um á hálfa leið til lyftisins og ráðlagði honum heita og kalda bakstra. til sölu. Uppl. gefur Niku- lás Steingrímsson Kára- stíg 11 niðri. Hallur fékk nú hinn ákjósan- legasta frídag, en Mike gamli varð að bjarga sér einn, sem bezt hann gat. Hann fór fyrst heim I herbergi sitt hjá Reminitsky og batt léreft- pjötlu úr gamalli skyrtu um úlf- liðinn og hreinan vasaklút utan yfir; svo lagði hann af stað, með réttinn til frelsis og meðaumkvun allra í vegarnesti. Við númer eitt hitti hann magr- an, fölleitan, litinn mann með kvikul, svört augu og skarpleitt, greindarlegt andlít. Hann var í venjulegri verkamannatreyju, en samt mundi enginn hafa álitið hann námuverkamann. Alt yfir- bragð hans bar vott um stór- mensku. „Góðan daginn, herra Cartwright", sagði Hallur. „Góðan daginn“, svaraði eftir- litsmaðurinn og bætti við um leið og hann leit á umbúðir Halls: „Meiðsli?" „Já, ofurlítil tognun, en eg hélt Þakkarávarp. Hjartans þakklæti til allra hinna mörgu, sem hafa styrkt mig með fégjöfum í veikindum mínum. Sér- staklega þakka eg mínutn góðu félögum í „Dagsbrún" tyrir þá rausnarlegu gjöf er mér var færð frá þeim. Öllum mínum góðu velgerða- mönnum bið eg Guð að iauna fyrir veglyndi þeirra og samúð mér til handa. Blessun fylgi starfi ykkar ‘ þágu smælingjanna. Kær kveðja til ykkar allra, ef til vill hinsta kveðjan. Rvfk, Spítalastíg 10. Ari Andrésson. nú samt, að betra væri að vinna ekki um stund“. „Hefurðu verið hjá lækninum?" „Ónei, eg held þetta sé ekki svo alvarlegt“. „Farðu nú samt þangað. Það er aldrei að vita, hvað orðið get- ur úr þessum meiðslum*. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.