Alþýðublaðið - 11.03.1935, Síða 2

Alþýðublaðið - 11.03.1935, Síða 2
MÁNUDAGINN 11. MARZ 1935. ALÞÝÐUBLAÐJÐ Alií brezks hagfræðiags ð atviimnleysis- íryggmganDm. Brezki hagfræðingurinn Sir Ge- orge Paish, sem fyrir liðlega ára- tug spáði því, að langvarandi kreppa væri í pann veginn að skella yfir pjóðirnar, hefir fyrir nokkru gert atvinnuleysistrygg- ingar að umtalsefni. Þykir rétt að víkja að nokkru að skoðunum þessa merka manns, sem kunnur er víða um lönd fyrir rit sin og kenningar. Var hann og á sínum; tíma ráðunautur brezku stjórnar- innar, er David Lloyd George var forsætisráðherra. Paísh heldur því fram, að ef ekki hefði verið horfið að því ráði að taka upp atvinnuleysis- tryggingar í Bretlandi, hefði illa farið. Hefði það ekki verið gert, hefði skapast það neyðar og hörmungar ástand, að af hefði leitt stjórnarbylting fyr eða síð- ar. Hann kveðst helzt af öllu vilja sjá þá tíma koma, að allir geti fengið nóg að gera, allir geti fengið vinnu, sem þeir geti lifað af sómasamlegu lífi, vegna þess að næg eftirspurn væri eft- ir vinnu manna, en um slíkt á- stand væri ekki að ræða og yrði sennilega ekki um langa framtíð, og því væri nauðsynlegt að tryggja menn gegn atvinnuleysi. Það væri einstaklingunum, sem um væri að ræða, fyrir beztu, og allri þjóðinni. Paish þakkar mjög frjálslynd- um mönnum forgöngu í þessu máli. Þeir hafi b arist fyrir atvinnuleysistryggingalöggjöfinni|. Sjálfur kveðst hann hafa borið fram tillögur um slíka löggjöf, áður en málið var tekið til um- ræðu á þingi. Hafði Paish ferðast um Bandaríkin, þegar verið var að auka að miklum mun notkun véla til þess að spara mannsaflið. Upphaflega var hugmyndin sú, segir hann, að koma; í veg fyrir, að menn þeir, sem yrði atvinnu- lausir vegna þess, að nýtízku vél- ar væri teknar í notkun, hefði ekkert til að bíta og brenna, og í Bretlandi hefði jafnvel sumir verksmiðjueigendur á þeim ár- um ekki viljað taka slíkar vélar í notkun, til þess að komast hjá að segja upp starfsfólki sínu. Þegar atvinnutryggingarnar hefði verið komnar á, hefði smám sam- an komið betur og betur í Ijós, hver þjóðarnauðsyn þær væri. Það væri öllum fyrir beztu, að menn, sem misti atvinnuna, ætti vissar tekjur, — ef þeir hefði jekki í nein hús að venda undir slíkum kringumstæðum nema til fátækrafulltrúanna, væri utn stöð- ug vandræði og erfiðleika að ræða, sem ófyrirsjáanlegt væri til hvers myndu leiða. Paish telur það ekki hafa við nein rök að styðjast, að verka- menn, sem njóti atvinnuleysis- styrkja, glati sjálfsvirðingu sinni. Nýjar pölitiskar ofsiikn- ir i Eistlandi. KALUNDBORG, 9. marz. 1 Tallin á Eistlandi hafa(í'gær- kveldi og í ídag verið teknir fast- ir 20 manns, og eru það meðlimir pólitískra félaga, sem bönnuð hafa verið. (FÚ.) Flugnám kvenna í Rússlandi. BERLlN, 8. marz. Samkvæmt skýrslu, sem birt hefir verið í Sovétblöðunum, er flugnám kvenna mjög mikið að áukast í Rússlandi. í flughernum eru nú 42 konur í yfirforingjastöðum, en nokkrir tugir þúsunda starfa sem óbreytt- ir flugmenn. I skýrslunni segir, að nálægt hálfri milljón kvenna séu nú að stunda flugnámH Rúss- landi. ára stjórnarafmæli Georgs Bretakonungs. I SMAftUGLYilNGAH ALÞÝaURlftÍÍiNS LONDON í marz. (FB.) Þ. 6. maí næstkomandi er 25 ára ríkisstjórnarafmæli Georgs Bretakonungs, og verður þess virðulega minst um gervalt Breta- veldi með hátíðahöldum, sem eiga að standa yfir þriggja vikna tíma. Konungurinn sjálfur tekur mikinn ^átt í hátíðahöldunum( í Bretlandi og fer til ýmissa borga og hér- aða á Bretlandseyjum meðan há- tíðahöldin standa yfir. Fullyrt er, að útgjöldin, í sam- bandi við hin fyrirhuguðu há- tíðahöld muni nema svo hundruð- urn þúsunda sterlingspunda skift- ir. I London stendur til að lýsa upp hinar merkustu og frægustu byggingar, sem þar eru, svo að þær verði sem eitt ljóshaf að næt- urlagi, meðan hátíðahöldin standa yfir. Meðal þeirra er þinghús- byggingin, Westminster Abbey, Tower of London og St. Paul’s dómkirkja. Tundurspillar verða sendir upp Thamesá, til þess að skjóta viðhafnarskotum. Konung- ur og fylgdarlið hans fer tví- yegis í viðhafnarakstur um Lund- únaborg, sunnan og norðan meg- in Thamesár. — Þakkarmessa verður flutt í St. Paul’s dóm- kirkju, konungur skoðar úrvals- sveitir úr sjóher, landher ogflug- liði, flugvélar í hundraðatali eiga að sveima yfir Lundúnaborg þ. 6. maí, en í Buckingham Palace verður veizla mikil haldin fyrsta hátðardaginn (6. maí). Ræðum og söng verður útvarpað til allra nýlendnanna, fyrst og fremst á- varpi konungs, og því næst verð- ur endurvarpað hátíðahöldum frá hinum ýmsu hlutum Bretaveldis. Mikill fjöldi stjórnmálamanna og konungborinna manna úr ýms- um löndum heims er væntanlegur til London í maíbyrjun. Meðal þeirra eru um 60 indverskir prinz- ar og furstar. Margir þeirraferð- ast alla leið á sínum eigin skipum og hafa sinn eigin vistaforða og þjónalið. Forsætisráðherrar allra sjálfstjórnarnýlendnanna verða viðstaddir. Tækifærið verður not- að um leið og haldin brezk alrík- isráðstefna. — Irska fríríkið eitt mun ekki senda fulltrúa á há- tíðina. (United Press.) Á útsölunni hjá okkur getið þér fengið fjölbreytt úrval af falleg- um kvenna- og barna-höttum fyr- ir hálfvirði. Einnig gamlir herra- hattar 1-itaðir og saumaðir um í kvenhatta. Hvað á ég að hafa í matinn á morgun? Beinlausan fisk, ýsu nýj- an stútung, nætursaltaðan fisk, kinnar, ý saltfisk, hausa, lifur og hrogn. Alt í síma 1689. Krelsler heldor konzeri í KaDpm hhfn. KALUNDBORG, 9. marz. Það þykir mikill viðburður í tónlistalífi Kaupmannahafnar, að samningar hafa tekist um það, að fiðlusnillingurinn Kreisler komi þangað og haldi einn hljómleik. Hann verður 25. þ. m. (FÚ.) Laugavegi 19, sími 1904. Gifting. í s.l. mánuði voru gefin saman í hjónaband í Kaupmannahöfn Svea Hermannsd. Daníelssonar og Otto Fredrik Andreasen rörlagn- ingameistari. SKÍÐAHÚFUR fáið þið í Hatta- verzlun Þóru Brynjólfsdóttur, Austurstræti 12 (inngangur frá Vallarstræti). Sparið peninga! Forðist ópe g- iindi! Vanti yður rúður í glug {ia, þá hring!ið í síma 1736, og verða þær filjótt látinar L Litið á nýju fataefnasýnishqrnin hjá Leví, Bankastrætij7. M Fyrir 6 mánuðum siðan var ekki sjón að sjá mig ... „Nei, ég var ekki veik, — en samt sem áður var líðan- in ekki góð... Ég var geðill og þreytt, svefnlaus og slöpp. Ovomaltíne hefir gert mér ómetanlegt gagn... Ég borða vel og sef vel. Ég er komin í jafnvægi..." Sjáið bara, hvað ég lit vel út i dag. Ovomaltine hefir verkað eins á aðra: Jafnvægi á sál og lík- ama ásamt heilbrigðum svefni. í Ovo eru samanþjöppuð næringarefni, vítamín og styrkjandi efni, eínmitt þau efni, sem likaminn þarfnast helzt. Fæst i lyfjabúðum og verzlunum. Aðalumboðsmaðnr: Gnðjða Jðn son, Vatnsstig 4, Reykjavík, sími 4285. Odýr og góð hveiti í sekkjum og lausri vigt. Drífandi, Laugavegi 63, sími 2393, Cirkus>stúlkan 35 ganga hér upp eftir veginum og líta eftir því, hvernig samferða- fólkinu gengur. Það braut vagninn þar áðan. Mér þætti mjög gott ef þér vilduð gera það fyrir mig, sagði Mr. Lisle og stakk pen- ingi að lögregluþjóninum. — Þakka yður fyrir, Ég skal gera eins og þér óskið eftir. Góða hótt. Mr, Giffard Lisle stóð kyr stundarkorn. Því næst gekk hann í áttina þangað sem Williams lá. — Ó, tautaði hann, líkast því, sem hann hugsaði upphátt. Bráðum á ég þetta alt saman: Fenwick, Fayre-höllina og húsið í Gosvenor Square. Alt þetta verður eign mín — titill, peningar og alt saman — að minsta kosti ef Romney er eins og aðrir dauðlegir menn — Romney, kæri frændi minn, Þessi síðustu orð hans komu líkast hvæsi í rándýri. Því næst Snéri hann sér við og gekk niður veginn í áttina til þorpsins. Williams, sem fram að þessu hafði legið í leyni, stóð nú á fætur og augu hans tindruðu. — Hundurinn þinn, bölvaður erkiþorparinn, svo það ert þú, sem ert upphafsmaður að öllu þessu. Nú fer ég að skilja hvernig í öllu liggur. Það var sannarlega ekkert undur, að ég skyldi að lokum komast að raun um alt þitt framferði. Það varst þú, sem fanst upp á þessu meÖ Evu og Lisle lávarð, frænda þinn. Maður- inn, sem þú hefir í neti þínu, er bezti maðurinn, sem ég hefi kynst. Hann gaf mér peninga( í fyrsta sinni sem ég sá hann á veginum. Hann tók mig meðmælalaust í þjónustu sína og hann þorir að ganga með mér eins og félagi úft í myrkrið í kvöld. Þennan djarfa og góðviljaða mann ert þú að hugsa um að eyðileggja. Hvernig get ég hjálpað honum? Hendur mínar eru bundnar, og þó get ég ekki látið Giffard Lisle fá vilja sínum framgengt. Hann hrökk alt í einu við og svitinn spratt á enni hans, því að Romney stóð við hlið hans. — En hvað þér voruð lengi burtu, Williams, sagði hann. Hafið þér orðið nokkuð var við þorparana? — Ég hefi séð einn þorpara, svaraði Williams harðneskjulega, það er ef til vill sá versti af þeim öllum. En komið með mér inn í skóginn, þeir koma brátt. Meðan þeir voru á gangi, heyrðist byssuskot, og .Williams greip Romney í arminn. — Þarna eru þeir komnir, lávarður minn, hvíslaði hann. Leggist niður. Romney lagðist niður viö hlið hans, skotunum fjölgaði og þau færðust nær. Hann greip traustara taki um staf sinn. Blóðið sauð í æðum hans, en samt var hann óhræddur. Mennirnir nálguöust, og eftir fótataki þeirra að dæma voru þeir margir. Romney varð þess var, að þeir vissu að ráðsmaðurinn var heima og gat enga björg sér veitt. — Nú, hvíslaði Williams, þegar stórvaxinn maður kom gangandi eftir skógarkjarrinu í áttina til þeirra. Romney hljóp á fætur, en fann nú að aðvarandi hönd var lögð á herðar hans. Williams var einnig þotinn á fætur og gekkf í átt- ina til veiðiþjófanna, sem lyftu byssunum bölvandi. Williams var snar og sló byssuna úr hendi mannsins, sem næstur var, og mun- aði minstu að hann slæi hann einnig til jarðar. Veiðiþjófurinn átt- aði sig samt brátt og greip Williams tökum. — Gefist upp! hrópaði Romney. — Hvað margir eruð þið? hrópaði maðurinn og starði út í myrkrið. Því næst hló hann háðslega og sagði: — Komið þið, drengir! Það heyrðist kall bak við þá, og fjórir menn komu utan úr myrkrinu. Romney kom nú líka móts við Williams, en gætti sín þó eftir mætti. Hann sló fremsta manninn svo með staf sínum, að hann svim- aði og féll til jarðar. Annar maður í hópnum hafði nú miðað byssu sinni á Williams, og hefði honum gefist færi á að skjóta, myndi Williams ekki þurfa að binda sár sín framar. En Romney gat einnig slegið byssuna úr hendi hans. En um leið og hann hljóp fram, hafði hann mist af trénu, sem hann skýldi sér bak við, og á næsta augnabliki var hlaupið aftan að honum og hann fékk högg) í höfuðið, svo hann lá endilangur á jörðinni. Williams hljóp til og ætlaði sér að reyna að bjarga honum. — Guð minn góður, hafið þið drepið unga lávarðinn? Mennirnir stóðu steini lostnir. Þeir hvísluðust á dálitla stund og gripu síðan til foringja síns, sem í þessu bili var að bröltia á fætur. Því næst héldu þeir af stað. Williams kraup niður við hlið Romneys og leitaði að sárinU og fann það brátt, og blæddi mikið úr því. — Það er mín vegna, hvíslaði hann. Það er mín vegna, sem hann hefir fengið þetta sár. Ég væri nú steindauður, ef hann hefði ekki slegið byssuna úr hendi fantsins. Guð minn góður, hvað á ég að gera? Hann reyndi að hrópa á hjálp, en rödd hans va!r hás og rám af þreytu og reiði. Það var því engin von til að hún heyrðist langt. Hann leitaði eftir flautu, sem hann var vanur að bera á sér, en hann hafði 'týnt henríi í slagsmálunum. — Hann deyr áður en ég get komið honum héðan, hugsaði Williams með sjálfum sér. Hann deyr hér og vegna mín. Hann gat ekki afborið að hugsa um þ'etta lengur, heldur hljóp á fætur og kallaði. Nú líktust hróp hans mest öskri í villidýri. Augnabliki siðar heyrði hann svar bak við sig. Hann hrópaði aftur, og nú heyrði hann mannsrödd, sem spurði: — Hvar eruð þér? Williams hélt áfram að hrópa og gat þannig gert björgunar- mönnunum skiljanlegt hvar hann væri. Eftir dálitla stund sá hann ljós, og karlmaður og kvenmaður komu utan úr myrkrinu. — Halló! Hvað er að? spurði miðaldra maður fátæklega klæddur. Flýtið yður! Hér hefir verið gerð árás á okkur, flýtti Willi- ams sér að bæta við til skýringar. En áður en hann hafði haft tíma til þess að segja meira, hljóp konan til og kraup niður við hlið særða mannsins. Williams sá, að hún var ung og fögur. Al| í einu hrópaði hún angistarfull: — Romney! — Hvað er þetta, Díana? hrópaði gamli mðurinn. Er þetta Romney ? — Já, sagði hún um leið og hún tók hið særða höfuð hans og setti í kjöltu sína. — Ó, Romney, Romne! Er hann dáinn, Dan frændi, er hann dáinn? Williams, sem hafði horft á þau um stund, virtist nú vera búinn að ná sér að fullu eftir viðureignina.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.