Alþýðublaðið - 11.03.1935, Blaðsíða 3
MÁNUD'AGINN 11. MARZ 1935.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Síldarmat og sildarverkun.
Eftlr Magnils Vagnsson skipstjóra.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
'ÚTGEFANDI:
ALÞÝt/UFLOKKURINN
RITSTJÓ RI :
F. R. VALDEMARSSON
Ritstjóm og afgreiðsla:
Hvtrfisgötu 8—10.
SIMAR :
4900-4906.
4900: Afgreiðsla, auglýsingar.
4901: Rítstjórn (innlendar fréttir).
4902: Ritstjéri.
4903: Vilhj. S. Vihjálmss. (heinia).
4904: F. R. Valdemarsson (heima)
4905: Prent miðjan.
4906: Áfgreiðslan.
Smáútgerð. Stárntgerð.
A,ÞÝÐUBLAÐIÐ benti á þa'ð
í vetur, þegar „hinir ráð-
kænu“ töluðu sem hæst um
skuldaskilasjóð útgerðarinnar, að
ef að því ráði yrði horfið, að
styrkja útgerðarmenn til skulda-
skila, yrði að gera skýran grein-
armun á smáútgerð og stórút-
gerð.
Undir þessa skoðun blaðsins
falla þau rök, að smáútgerðar-
maðurinn hefir jafnan lagt alt sitt
fé i atvinnurekstur sinn. Þegar
vel hefir gengið, hefir hann varið
þeim ágóða, sem af rekstrinum
kann að hafa orðið, til þess að
borga skuldir og efla útgerð sína.
Þegar ver hefir blásið, hefir það
meðal annars komið fram í því,
að hann hefir sparað við sig og
sina, dregið úr kröfum sínum til
lífsins. Afkoma útgerðarinnar og
afkoma útgerðarmannsins er í
þessu tilfelli eitt og hið sama.
Öðru máli gegnir með stórút-
gerðina. Þar er því að jafnaði
svo farið, að þegar hagnaður er
af rekstrinum, hverfur hann að
mestu eða öllu leyti burt frá út-
gerðinni. Hluthafar, sem hvergi
koma nærri atvinnulífinu, hirða
gróðann, verja honum til eigin
þarfa, og langur vegur er frá því,
að uppfylling þeirra þarfa sé
þjóðfélaginu og atvinnulífinu
ætíð holl.
Þegar svo versnari í ári, þekkir
stórútgerðin þau einu úrræði, að
safna skuldum, sjóðir frá góðær-
unum eru engir, hagnaður þeirra
er allur upp étinn. Bankarnir
lána alt hvað af tekur, stundum1
þannig, að slíkt verður að teljast
I alla staði ósæmileg meðferð á
almannafé.
Af þessu ætti að vera fullljóst,
að atvinnurekstur, sem rekinn er
eins og íslenzk stórútgerð, getur
ekki vænst þess að verða aðnjót-
andi ríkisstyrks, þar sem hins
vegar að öll rök styðja það, að
smáútgerðin njóti þess styrks,
sem hægt er að látaj í té, til þess
að létta skuldabyrðar hennar.
Frumvarp það, sem stjórnar-
flokkarnir standa að um skulda-
skilasjóð vélbátaeigenda, og Finn-
ur Jónsson er aðalflutningsmað-
ur að, er bygt á þeirri skoðun
Alþýðuflokksins, sem að framan
greinir. Engum efa er það bund-
iÖ, að frumvarp þetta verður til
mikils hagræðis fyrir smáútgerð-
ina í landinu, til hagsbóta bæÖi
fýrir eigendur bátanna og allan
almenning, og er frumvarpið
þannig framhald af því merki-
lega starfi, sem Fiskimálanefnd
hefir hafið sjávarútveginum til
bjargar.
Alþýðuflokknum er og fullljóst,
að þörf þjóðarinnar krefst þess,
að stórútgerðin hverfi ekki úr
sögunni, en það er sannað, að
það skipulag, sem til þessa hefir
verið á þeim atvinnurekstri,
megnar ekki að gera hann að því
þjóðnytjafyrirtæki, sem hann gæti
verið og ætti að vera. Þess vegna
er krafan, að skift verði með öllu
um skipulag þessa reksturs, ríkið
og bæjarfélögin eiga að taka
(Niðurlag.)
sé mjög hœpid. Það er þá fyrst,
að þessi mats-aöferð er alveg ó-
þekt hér á landi. Fjöldi mats-
manna og fjarlægð milli þeirra
mun valda erfiðleikum í sam-
ræmingu matsins. Breytingar þær
á verkuninni, sem eru nauðsyn-
legar til þess að yfirleitt sé hægt
að meta síldina í von um árang-
ur eru svo miklar, að tæplega er
hægt að búast við þeim alment.
Getu- og kunnáttu-leysi saltenda
og verkafólks þeirra, sem verst
eru staddir í þeim efnum, mun
valda miklum erfiðleikum. Það,
ásamt andstöðu þeirra, sem vant-
ar alla trú á gagnsemi matsins,
getur orðið þess valdandi, að
síldin verði eftir sem áður óflokk-
uð eftir stærð og gæðum, en það
verður alveg árangurslaus fyrir-
höfn, að meta slíka vöru til út-
flutnings. Lög um skyldumat á
allri síld myndu rekast alvarlega
á ríkjandi verzlunarvenjur í síld.
T. d. er jafnan flutt út mikið af
síldinni nýsaltaðri áður en hún
er orðin matshæf. Til þess að
hægt yrði að meta þessa síld,
þyrfti að fresta útflutningi hennar
um 2 til 3 vikur. Það er engin
von um það, að kaupendurnir
tækju svo mikið tillit til matsins
okkar að óreyndu, að þeir þess
vegna frestuðu nauðsynlegum
kaupum, því nógir eru keppinaut-
arnir, sem ekki má gleyma.
Þó ekki séu talin nema þessi
fáu atriði, hygg ég þau nægi til
að sýna, að skyldumat sé ófram-
kvæmanlegt á allri síld nú þegar,
en þar við bætist: að reynsla
okkar í verkun matjessíldar er
svo lítil, að ég álít að ekki geti
komið til mála að heimta mat.á
henni að svo stöddu. En þetta er
þó sú vörutegund, sem mest
þarfnast fullkomnunar í verkun,
og væri mat á henni góður stuðn-
ingur í þeirri viðleitni. En fyrst
um sinn verðum við að neyta
annara ráða. Það hafa að vísu
heyrst raddir um, að matjesverk-
uð síld sé ekki matshæf, og þar
aðallega stuðst við venju Skota.
En íslenzka síldin er að ýmsu
frábrugðin þeirri skozku og er
að miklu leyti notuð á annan hátt
á markaðinum. Til hennar verður
því að gera aðrar kröfur, og verk-
unaraðferðir hljóta því að verða
öðruvísi í ýmsum atriðum. Ég á-
lít að okkur muni takast, með
aukinni reynslu, að gera matjes-
síld alveg jafn matshœfa og aþra
síld. En pad kemur ekki sjálf-
krafa, heldur verdur ao vinna a\d
pví meði festu, eins og ég mun
benda á hér seinna.
Af því, er ég nú hefi sagt, þyk-
ist ég mega ráðleggja, að ekki
sé nú þegar lögboðið mat á allri
sild, heldur sé lögbodid frjálst
mat, p. s. peir, sem vilja, geta
fengio sína síld metna, en enguni
er pad\ skylt. Ég hefi átt tal um
„frjálst mat“ við ýmsa síldarmenn
og unnendur „skyldumatsins“.
Flestir hafa þeir verið mér
mjög ósamþykkir, hafa jafnvel
haldið því fram, að ég væri með
því að halda slíku á lofti óbein-
línis að svíkja matið í trygðum.
Þeir hafa staðhæft, að menn
myndu mjög lítið og e. t. v. alls
ekki nota sér matið. Ég játa það,
að ég álít að með frjálsu mati
myndu fáir nota Sér það fyrst í
stað, en ef sú skoðun er rétt,
hversu fer þá um framkvæmd
„skyldumats" þvert ofan í vilja
alls þorra saltenda, og sé jafn-
framt tekið tillit til þeirra örð-
hann' í sínar hendur og reka hann
með það eitt fyrir augum, að
fullnægja eftir því sem auðið er
atvinnuþörf landsmanna.
ugleika, sem ég hefi bent á að
framan.
Ég geri ráð fyrir, að fyrsta árið
myndi e. t. v. ekki koma til mats
nema 5 til 10 þús. tn., en síðar
stöðugt aukast eftir því, sem
framkvæmd og árangur reyndist.
Fyrsta árið myndi ekki þurfa
nema einn til tvo matsmenn, og
yrði því kostnaður lítill. Þeir gætu
unnið sitt starf í næði og losn-
uðu við það ódæma flaustur og
ys, sem fyrsta tilraun til skyldu-
mats myndi stofna til, og varan
yrði sennilega vel búin í hendur
þeirra. Ef reynslan sýndi að ein-
hverjum atriðum’ í matsreglunum
væri ábótavant vegna ónógrar
reynslu, væri minna lagjt í sölurn-
ar en öll framleiðslan með
„skyldumati“.
Reynsla fyrsta sumarsins, þó
lítil væri, gæti gefið tilefni til
útvíkkunar matsins, og mætti svo
ef efni stæðu til setja skyldumat
síðar.
Tvœr tilraunir meo slayldumat
(að vísu reistar á röngum grund-
velli) hafa mishepnast. Þríðja til-
raunin má ekki mishepnast, og
því síður ef hún væri á réttri leið.
öruggur sigur í pessu málieft-
ir tvö til prjú ár er að mínu, á-
liti betri en óviss sigur á fyrsta
ári.
Þangað til matslög verða sett,
eða fært verður talið að meta
matjessíld til útflutnings, er þó
opin leið, enda nauðsynlegt að
Matjessamlagið eða allsherjar-
samlag setji sér innbyrðis reglur
um mat á vöru meðlima sinna,
til þess að hægt verði að gjalda
þeim réttilega fyrir hina mjög
misjöfnu framleiðslu þeirra, því
það fyrirkomulag, sem ríkti á
Einkasölutímabilinu og Matjes-
samlagið tók upp til eftirbreytni,
að gjalda öllum jafnt, stuðlar
beinlínis að því, að draga úr
vöndun vörunnar.
Ég hefi verið svona margorður
um síldarmat vegna þess, að
ýmsar líkur benda til, að þetta
mál verði tekið bráðlega til úr-
lausnar. En pó ao miklu varði afð
petta mál verði tekið réttum tök-
um, pá er pað, aðeins eitt atriði
af pví, sem gera parf til um-
bóta í síldarverkuninni. En að
gagngerðra umbóta sé þörf, býst
ég ekki við að dómbærir menn
um þessi mál beri á móti. Það,
sem við hingað til höfum flotið
á, er það, hvað íslenzka síldin er
í eðli sínu hentug til söltunar
og kryddunar, og þótt hana vanti
suma kosti skozku síldarinnar, er
hún þó að ryðja sér til rúms á
markaðs-svæði þeirrar skozku,
aðallega vegna stærðarinnar, sem
gerir hana öllum síldartegundum
hentugri til iðnaðar.
Við mættum því heita vel sett-
ir, ef við værum einir um að
framleiða þessa vöru, en svo er
nú ekki, eins og allir vita. Keppi-
nautar vorir gera okkur sífelt
erfiðara fyrir. Þeir veiða sömu
síldina á sömu miðum og við og
framleiðsla þeirra er mjög lík
okkar. (Helzti munurinn er að
útlendingarnir hafa hreinar um-
búðir, én við eins og allir vita.)
Þeir hafa í flestu betri aðstöðu
en við, styrki og ívilnanir heim-
an frá sér, meira fjármagn og
minni dýrtíð og þess vegna minna
kaupgjald.
Samvinna við keppinautana
gæti orðið heppilegasta lausn
málsins frá okkur séð, en senni-
lega kemur ekki til þess. Þeir
rnunu álíta sig svo sterka, að
við höfum litla von um réttan
hlut, ef þeir ættu að skamta hann.
Þá er ekki nema um eitt að
velja fyrir okkur: samkepni á-
frarn, en sá leikur hlýtur að enda
með ósigri okkar, nema okkur
takist tvent í 'senn: að, selja vör-
una jafn-ödýrt og peir, og jafn-
framt framleiða betri vöru.
Ég á ekki við dálítið betri
vöru, heldur svo góða, að keppi-
nautarnir geti ekki leikið eftir
okkur á pví sviðj. En til þess
parf fyrst mikla framför til þess
að komast greinilega fram úr
keppinautunum, og þegar því er
náð, þá stöðuga framför. Nú kann
mönnum að þykja ég setja mark-
ið of hátt og lýsa leiðinni of tor-
farinni, líklegra væri til að afla
málinu fylgis, að lýsa erfiðleikun-
um minna og lofa meiru.
En í pessu máli duga engar
gyllingar. Til pess að verða svo
vel ágengt í framför í síldar-
verkun, að takmarkið náist, parf
fyrst og fremst pekkingu og
vilja.
Viljinn til umbóta er þegar tals-
verður, og verður að almennum
áhuga, þegar menn sjá að rétter
stefnt — og hvað við liggur ef
legið er á liði sínu.
Ég mun nú lýsa þeirri leið, sem
að mínu áliti er sú allra örugg-
asta og skjótfarnasta, en hún er:
Ao ríkið reki tilraunastöð, í síld-
arverkun. Séu par sannprófaðar
pœr verkunaraðferðir, sem við
notum nú, og jafnframt unnið, að
tilraunum um nýjar verkunarað-
ferðtr. A pessari stöð yrði lögð
áherzla á að, œfa og kenna full-
komnustu vinnubrögð og leggja
grundvöll að fagpekkingu verka-
fólks í pessari grein. Og á allan
hátt að vinna að útbreiðslu, ná-
kvœmni og vöndun í síldarverk-
un. Mönnum mun finnast þessi
uppástunga mín nýstárleg, og er
víst nauðsynlegt að ég rökstyðji
hana með nokkrum orðum.
Rannsókna- og tilrauna-stöðvar
til hjálpar atvinnuvegunum er
ekki ný hugmynd. Fjöldi slíkra
stöðva er víðs vegar um löndin
og a. m. k. ein merkileg stofn-
un af því tagi er hér á landi:
Tilraunastöðin á Sámsstöðum.
Það má geta nærri, að ef at-
vinnuvegir með aldagamla
reynslu þarfnast tilraunastöðva
og rannsókna til þess að prófa
hagkvæmustu aðferðir og not-
hæfni nýrrar þekkingar, hvers
myndi þá ekld við þurfa atvinnu-
grein eins og síldarverkun okk-
ar, þar sem ekki er nema um
fárra áratuga reynslu að ræða,
og árlega koma ný og ný við-
fangsefni til úrlausnar.
Ég nefni nú nokkur dæmi um
viðfangsefni tilraunastöðvar:
Menn muna e. t. v. eftir grein í
Alþbl. í haust, eftir Henry Hálf-
dánarson; hann talar þar um
nauðsyn á kælihúsi fyrir matjes-
síld, og honum finst það svo
sjálfsagt, að hann er að tala umj
hvar það eigi að standa. Nokkru
síðar er viðtal við Ásgeir Pét-
ursson í Morgunbl. Hann telur
samkvæmt viðtalinu vafasamt,
hvort kælihúss þurfi við, e. t. v.
viðsjárvert að geyma matjessíld
í kulda meðan hún sé að „salt-
renna“ og varhugavert að taka
hana úr kælihúsi og senda hana
með skipum, sem ekki hefðu
kælivél.
Ásgeir þekkja allir, en þeim,
sem ekki þekkja Henry, er rétt
að segja, að hann er í fremstu
röð matjessíldar-manna á land-
inu. Þeir hafa ólíkar skoðanir á
þessu máli, en geta hvorugur
sannað sinn málstað, og mér vit-
anlega getur enginn, hvorki ut-
an lands né innan, skorið úr
þessu með óyggjandi vissu.
Það væri nú hlægilegt að fara
að byggja kælihús fyrir eina eða
tvær millj. kr., ef það kæmi á
daginn eftir á, að þess hefði ekki
þurft með. En hitt væri sorg-
legt, ef það yrði vanrækt vegna
þess, að menn vantaði vissu um
hve það væri nauðsynlegt. Þarna
er eitt af mörgum verkefnum til-
raunastöðvar: að rannsaka við
hvaða hitastig síldin saltrenni
bezt, og hentugast hitastig við
geymslu úr því, hvaða áhrif það
hefði á kalda síld að vera tekin
úr kaldri geymslu og geymast í
venjulegum flutningshita um
tíma, og síðan látiní i kæli eins og
tíðkast ytra. Ef kæling er nauð-
synleg, hve mikinn hita og hve
langan tíma þolir hún að liggjaj’
ókæld?
Þetta og fleira þarf að vita áð-
ur en kælihús eða hentugt
geymsluhús af annari gerð er
bygt, og áður en þvi er valinn
staður. (Þetta má ekki skilja sem
hnútu til H. H., heldur viðleitni
til að skipa atburðumj í rétta röð.
Uppástunga Henrys um kælihús i
Rvik er mjög athyglisverð.)
Eitt stöðugt þrætuefni milli sjó-
manna og síldarkaupenda eða eft-
irlitsmanna þeirra er það, hve-
nær síld sé söltunarhæf eða ekki.
Þó að fersksildarmat hafi staðið
hér mörg ár, þá eru samt ekki til
alment viðurkend takmörk um
þetta, og fer því úrskurður um
þetta eftk reynslu og geði hvers
sérstaks, og hefir þótt misjafnt
ganga yfir. Þarna kemur til úr-
lausnar á tilraunastöðinni: hvaða
ytri einkenni skera úr um það,
hvort síld sé hæf eða óhæf til
söltunar. Hvaða kröfur þarf síldin
að uppfylla til að verða fyrsta
flokks söltuð, og hvaða einkenni
lýsa þeim? Hvaða kröfur til ann-
ars flokks og einkenni þeirra o.
s. frv. Hver áhrif hefir mismun-
andi áta og átumagn á verkun
síldar saltaðrar með átunni? Get-
ur ekki viss áta eða átumagn
haft áframhaldandi verkanir þótt
síldin sé slægð eða magadregin?
Þarna væri hægt að rannsaka
hvort og á hvern hátt „matjes"
gæti orðið matshæf.
Svona mætti lengi telja; verk-
efnin eru óprjótandi; með nýjum
verkunaraðferðum koma nýjar
tilraunir og rannsóknir.
Þá er að minnast á vinnu-
bragðakensluna. Ég hugsa mér
að ríkið tæki litla söltunarstöð
á leigu, t. d. á Siglufirði, og yrði
þar rekin söltun á venjulegan
hátt á kostnað og ábyrgð ríkis-
ins. Stöðin gæti tekið að sér sölt-
un fyrir þá útgerðarmenn eða
skipverja, sem ekki hafa sjálfir
aðstöðu til söltunar, fyrir venju-
lpgt gjald. Stöðin þyrfti ekki að
kaupa aðra síld en þá, sem eyði-
legðist eða rýrnaði í verði við til-
raunirnar. En hjá slíku tapi verð-
ur ekki komist með öllu. Ýms
annar kostnaður yrði á þessari
stöð fram yfir almennar stöðvar
og vinna yrði þar talsvert dýrari
vegna tilrauna og minni vinnu-
hraða framan af hverri vertíð. Ég
áætla því árlegan reksturshalla
slíkrar stöðvar ca. kr. 20 000,00,
en þar væri þá talinn allur kostn-
aður við stofnunina.
Afköst stöðvarinnar áætla ég
ca. 5000 tunnur, og má varla
minna vera til að sæmileg æfing
fáist í vinnubrögðum.
Áhöfn stöðvarinnar: 1 forstjóri,
sem stjórnaði tilraununifm og
jafnframt væri verkstjóri. 1 skrif-
stofumaður (yfir vertíðina), 12—
14 karlmenn og 50—§0 stúlkur.
Verkafólkið ynni að söltuninni,
atem yrðr hagað sem námskeiði,
er stæði yfir eina vertíð. Að henni
lokinni gæti svo fólkið gengið
undir hæfilegt próf, sem sannafft
nauðsynlega kunnáttu þess.
Það er auðvitað, að þarna á
kensla að vera ókeypis eins og
í öðrum skólum eða námskeiðum',
þ. e. fólkið á að fá greitt sama
kaup og tíðkast annars staðar,
og ef svo fer að fólkið á „nám-*
skeiðinu“ ber minna úr býtum
en eðlilegt væri við samanburð
á stöðvum með líkum afköstum,
yrði að bæta því það upp, og að
sjálfsögðu þyrfti því að tryggja
því að loknu námi hlunnindi fram
yfir óæft fólk, pví hvað, sem éðru
liður, kemst síldarverkun aldrei
alment í gott lag, nema gerður
sé munur á góðri og vondri
vinnu.
Að lokinni hverri vertíð myudi
fólkið dreifast viðs vegar um síld-
arplássin og útbreiða það, sem
það hefði lært.
Það segir sig sjálft, að á svona
stuttu námskeiði, þar sem hvsrri
stúlku eru aðeins ætlaðar ca. 100
tunnur til verkunar að meðaltali,
er ekki hægt að heimta að hver
um sig nái leiknl í öllum tíðkan-
legum verkunaraðferðum. Ég tel
tilgangi svona námskeiðs náð, ef
fólkið fær góða æfingu í 2—3
aðferðum, og ef jafnhliða ttekst
að innræta því að beita eftirtekt,
nákvæmni og vandvirkni við
vinnuna. Þeir, sem kun-na þessi
frumatriði í síldarverkun, eru
færir í alt, og átta sig á sviþ-
stundu á nýjum aðferðum.
Ég hygg, að ef sæmilega tækist
til með rekstur tilraunastöðvar-
innar, rnyndi bráðlega sjást al-
hliða og mikil framför í þekkingu,
vöndun og leikni í þessari fram-
leiðslugrein.
Siglufirði, 12. febr. 1935.
Magnús Vagnsson.
Verzlun
Hinriks Auðunssonar,
Hafnarfirði. Simi 9125.
Beztar vörur, bezt er verð
bregst ei þeim sem reynir.
Sjá þú munt er framhjá ferð,
hvert fölksmergðin streymir.
„Ekki er ráð,
nemi í tíma sé tekið“.
Látið ekki dragast að athuga og
reikna áburðarkaupin fyrir komandi
vor. Bíðið ekki til síðustu stundar.
Sendið pantanir tafarlaust.
ÁBURÐARSALA RtKISINS.