Alþýðublaðið - 14.03.1935, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMTUDAGINN 14. MARZ 1935
ALÞÝÐUBJ.AÐIÐ
tíTGEFANDI:
ALÞÝfcUFLOKKURINN
RITSTJÓ RI :
F. R. VA L D EMARSSON
Ritslj6rn og afgreiðsla':
Hvtifisgötu 8—10.
SIMAR :
4900-4906.
4900: Afgreiðsla, auglýsingar.
4901: Rítstjörn (innlendar fréttir).
4902: Ritstjóri.
4903: Vilhj. S. Vihjálmss. (heima).
4904: F. R. Valdemarsson (heima)
4905: Prent: miöjan.
4906: Afgreiðslan:
Verklýðsfélaglð Skiðldnr
á Flateyri.
Verkalýðsfélagið „Skjöldur" á
Flateyri hefir nýlega náð samn-
ingum við atvinnurekendur þar á
staðnum. Er það í fyrsta skifti,
sem félagið hefir vérið viðurkent
sem samningsaðili, enda er það
ungt félag, stofnað 1934. Helztu
atriði samningsins eru þessi:
I. Fiskuinna alls konár.
Dagvinna kr. 0,90 pr. klst.
Eftirvinna — 1,20 — —
Næturvinna — 1,40 — —
Helgidagav. — 1,50 — —
II. Kol, salt og útlendar vörur.
Dagvinna kr. 1,30 pr. klst.
Eftir-, nætur- og helgidaga-vinna
kr. 1,50 pr. klst.
Dagvinna telst frá kl. 6V2 ár-
degis til kl. 6V2 árdegis.
Eftirvinna frá kl. 6 til 10 síð-
degis. Næturvinna frá kl. 10 síð-
degis til kl. pV2 árdegis.
Helgidagavinna télst á öllum
helgidögum þjóðkirkjunnar, enn
fremur á sumardaginn fyrsta, 17.
júní og 1. des. 1. maí skal vera
almennur frídagur og pá ekki
unnið.
Félagar í verkalýðsfélaginu
„Skjöldur" sitji fyrir allri vinnu,
einnig ákvæðisvinnu.
Vinnulaun greiðist í peningum
mánaðarlega án alls frádráttar.
(Petta ákvæði er sett vegria þess,
að á þessu hefir viljað vera all-
mikill misbrestur þrátt fyrir lög
um greiðslu vérkkaups, og hefir
gengið svo langt sums staðar, að
stöðva hefir þurft vinnu til að
IPIj íi( 1 i
Skipulagning atvinnuveganna á Siglufirði.
Álit og tiliogur fjárhagsnefndar Sigiufjarðar
hafa verið sendar skipuiagsnefnd atvinnumála.
OKIPULAGSNEFND atvinnumála hefir eins og áður
^ hefir verið skýrt frá hér í.blaðinu ritað bæjarstjór-
um víðsvegar um iand og beðið þær um álit peirra
og tillögur um skipulagningu atvinnuveganna á hverj-
um stað.
Alþýðublaðið hefir áður skýrt frá áliti fjárhags-
nefndar ísafjarðar, sem sent var skipulagsnefnd og hér
á eftir fer álit fjárhagsnefndar Siglufjarðarkaupstaðar
tillögur um skipulagningu atvinnuveganna á Siglufirði.
„Eins og öllum landslýð er
kunnugt, er Siglufjörður miðstöð
síldveiða, síldarverkunar og síld-
arafurðavinslu vor íslendinga, og
nú er svo komið framleiðsluhorf-
um landsmanna, að síldarafurð-
irnar eru að verða einhver ör-
uggasta útflutningsvara þjóðar-
innar. Pó ber því eigi að neita, að
framleiðsla þessara afurða er enn
altof einhæf og markaðir van-
ræktir, en úr þessu hvorutveggja
ber að bæta eins fljótt og unt er.
Nú mun t. d. síldarlýsisframleiðsl-
an vera að nálgast það magn, að
hreinsunarstöð lýsis verði fram-
faraspor næstu ára. Á þann hátt
verður síldarframleiðslan verð-
meiri og erlendur gjaldeyrir þjóð-
knýja atvinnurekandann til
greiðslu, sbr. á Bíldudal.)
Auk þessara ákvæða áskilur fé-
lagið sér rétt til að hlutast til
um skiftingu vinnunnar, ef reynsl-
an sýnir, að einhverjir verða af-
skiftir. Ágreiningur, sem upp
kann að rísa út af samningum
þessum, skal lagðu'r1 í garð. Gerð-
ardómur sé þannig skipaður, að
félagið skipar einn mann, atvinnu-
rekendur annan og þeir komaí
sér síðan saman um þann þriðjfl.
Samningurinn gildir til 1. jan.
1936, og framlengist af sjálfu sér,
ef honum er ekki sagt upp með
3 mán. fyrirvara.
Stjórn félagsins skipa nú þess-
ir félagar, kosnir á aðalfundi 13.
jan. sl.: Jón Magnússon form.,
Halldór Vigfússon ritari, Njáll
Bjarnason féhirðir ogj í meðstjórn
Jón Pétursson og Guðjón Jóhann-
esson.
arinnar við það meiri. En þá er
hitt eigi minna virði, að við þetta
er hægt að skapa aukna vinnu á
vetrum fyrir hinn vinnusnauða
verkalýð, þar eð lýsishreinsuna''
vinnan aðallega ætti að fara fram
eftir að sumarvinnan er úti. Sala
hreinsaðs lýsis myndi að vísu
vegna tollainnilokunarstefnu
margra þjóða reyna meir á verzl-
unar- og viðskifta-dugnað þeirra,
er með sölu afurðanna hefðu að
sýsla, en auðsætt er, að ef Is-
land á að rísa úr því ófremdar-
ástandi og láta framleiðsluvörur
sínar til annara þjóða, sem óunna,
vöru og verðlitla, verður hún að
hefjast handa og vinna þau hrá-
efni, sem til falla i landinu og
hvað mest gefa von um sæmi-
legan arð. Þar sem ríkið á svo
mikla síldarbræðslu á Siglufirði,
ætti ríkisstjórnin að koma þar
sem fyrst á fót fullkominni síldar-
hreinsunarstöð, enda myndi auð-
velt að fá aðrar síldarbræðslur
hér með í slíkt fyrirtæki og ef til
vill ekki útilokað með fleiri síld-
arbræðslur norðanlands. Erlendur
gjaldeyrir til hreinsaðs lýsis til
iðnaðar mundi sparast. Hér þarf
nákvæma og hlutlausa rannsókn.
Kæligeymslubús fyrir
sild.
Matjesíld og kryddsíld er i hieií-
um sumrum eigi örugg fyrir
skemdum, nema höfð sé í kæli-
húsi. Mikið af íslenzkri matje-
síld liggur fram yfir nýjár í kæli-
húsum erlendis, og geymslugjald-
ið eitt nemur stórfé.
Hér ber pví ad koma upp
geymsluhú i, einkum kœ igeymslu,
er tryggi geymslu léttsaltadrar
síldar á sumrum og spari kœli-
húsaleigu erlendis ad. mestu.
Því hefir opinberlega verið
haldið fram, að slík síldarkælihús
innanlands ættu að vera1 í Reykjial-
vík vegna þess, að eigi væri ör-
ugt að hafa kæligeymsluna á
Siglufirði vegna íshættu á vetrum.
Petta er mjög vanhugsað. Þegar
komið er fram að nýári er rnegnið
af síldinni selt, og þótt það, sem
væri óselt þá, væri flutt til út-
landa, mundi það ekki vera nema
örlítið brot af metjesíldarfram-
leiðslunni, en fyrir nýár hefir haf-
ís aldrei komið til Siglufjarðar.
Á það er að líta, að flutningur
til Reykjavíkur á síld, er ætti að
flytjast síðan þaðan til útlanda,
myndi aðeins verða til þess að
gera síldarframleiðsluna dýrari
framleiðendum og arðminni, því
að slíkur selflutningur síldarinnar
myndi verða kostnaðarsamur og
auk þess valda skemdum á síld-
inni. Ríkið þarf þvi að vinna að
því að koma hér upp stórri kæli-
geymslu og styrkja framleiðendur
til þess að koma fyrir kæli í hús-
um sínum, þar sem það væri
hentugt.
Niðursuða á fiski, síld,
hrognum o. fl.
Niðurlagning síldar, hrogna
o. fl. og niðursuða fiskjar ætti að
vera eitt af nærtækustu framtíð-
armálum þjóðarinnar, og væri þá
sjálfsagt, að fyrsta síldarniður-
lagningariðjan hæfist hér. Hér er
síldarframleiðslan mest, og hér
yrði hrávaran, síldin, ódýrust.
Með skipunum, sem koma hingað
tóm á haustin, ætti að mega fá
ódýrari flutning hingað á erlendu
efni til umbúðanna en til nokkurs
annars staðar á landinu. Hvers
vegna skyldu Islendingar, með
miklu ódýrari hrávöru en útlend-
ingar, ekki geta framleitt sam-,
keppnisfæra vöru? En hér þarf
ríkið að veita aðstoð sína með
styrkjum og hentugum lánum og
tollvernd, en hins vegar auðsætt,
að Siglufjörður hefir hér beztu
skilyröin.
Skipulagsnefndin ætti og að
styrkja tilraunir til þess að flytja
ísaða síld til útlanda frá Siglu-
firði, og kynnu þar að opnast
nýir möguleikar með aukna síld-
arsölu, en auðsætt er, að slíkar
tilraunir ber aðallega og fyrst og
fremst að gera héðan, sem mest
berst að af síldinni, og flutninga-
skipin þyrftu að bíða styttra hér
en annars staðar til þess að fá
fullfermi. Hvort slíkur útflutning-
ur gæti haft stuðning af frysti-
húsum og kælihúsumi í Siglufirði
er atriði, sem reynslan ein getur
skorið úr, en óhugsandi væri það
eigi. En tilraunir þessar ætti síld-
arverksmiðja ríkisins að gera.
Þar hafa síldarútgerðarmenn og
sjómenn beinan hag af.
Hraðfrysting á fiski.
Siglufjörður er líka miðstöð
þorsk- og ýsu-veiða fyrir Norð-
urlandi. Eins og kunnugt er, ligg-
ur fjörðurinn út við hafið og
þaðan styzt á fiskimiðin, sem
liggja beggja megin við, til vest-
urs og austurs. Þar sem sölu-
örðugleikar steðja að þjóðinni
með sölu saltfiskjar og hún þarf
því að leggja inn á nýjar leiðir
með sölu hraðfrysts fiskjar, væri
nauðsynlegt, að skipulagsnefndin
beitti sér fyrir því, að koma hér
upp hraðfrystihúsi af nýtízkugerð.
Renna undir það m. a. tvær stoð-
ir, að hér á Siglufirði ætti skipu-
lagsnefndin fyrst að hefjast handa
í þessu skyni. Síldarverksmiðja
ríkisins hefir keypt, ódýrt mjög
allstórt íshús, sem hægur vandi
væri að stækka og útbúa; í þessu
skyni. Svo er og á það að líta,
að vegna þoku- og rigningar-
veðráttunnar í Siglufirði eiga
Norðlendingar, er gera út héðan
eða sækja sjó héðan, hægara með
að þurverka fisk sinn en aðrir
landsmenn.
Tunnusmiðja.*J
Þá er tunnuverksmiðja, stór og
öflug, eitt af því, er skipulags-
nefndin ætti að stuðla að og
styrkja að kæmist upp sem fyrst
á Siglufirði, og sá vísir, sem til
er, aukinn og endurbættur. Þyrfti
í því sambandi að koma upp
stórri skemmu til geymslu tunna
og efnis, sem eigi er að vænta að
fært sé nema með ríkisstyrk og
ríkisláni. En eigi má við það
staðar nema. Löggjöfinni þarf að
breyta í það horf, að tunnuefni
verði tollfrjálst, en toilur hækk-
aður á tunnum, einkum þeim, er
seldar eru „dumping“-verði. Upp
á síðkastið hefir löggjöfinni verið
breytt í það horf, að efnistollur-
inn hefir fengist endurgreiddur,
[ en fátækum fyrirtækjum er gert
örðugt fyrir með að vera að
heimta af þeim toll af efnivör-
um, er síðar fæst endurgreiddur
vörutollur af. Tunnuefni og gjarð-
ir er lika þess háttar, að ekki
verður það notað nema til iðn-
aðar, og kemur ríkissjóði þá ekk-
ert ver, að efnið sé tollfrjálst. Á
síðaii árum hefir það komið oft
fyrir, að erlendar tunnuverksmiðj-
ur selja hér erlendar síldartunnur
undir framleiðsluverði, en ná sér
aftur niðri á kaupendum tunn-
anna með því að nota aðstöðuna
til þess að ná góðu verði á afurð-
um, er á móti koma til sölu. (Frh.)
Foreldrar þínir
hafa fóstrað þig og lagt grund-
völl að gæfu þinni í Iífinu. Það
væri ánægja fyrir þig að geta
gert hið sama gagnvart þínum
eigin börnum. Hæfileg líftrygging
í ANDVÖKU er stórt skref í
rétta átt.
r"
Skáldskapar 09 meaningurmál.
Eftir Guðmund Gíslason Hagalín.
II. (Frh.)
Ég vil þá fyrst víkja að al-
gengustu kröfunum. Þær má
segja í einni stuttri setningu:
Sagan fari vel. Um kvæði er
varla að tala lengur sem almenn-
an lestur — og; í rauninni leikrit
ekki heldur, þó að kvæði ein-
staka skálds og leikrit sérstaks
efn-is njóti enn talsvert almennra
vinsælda. En þó að margir séu
sammála um þessa kröfu, að sag-
an fari vel, þá skilur að öðru
leyti leiðir — og að því er mér
hefir virzt, er um fjóra flokka að
ræða þeirra, er vilja þó allir,
að endirinn sé góður:
Einn flokkurinn gerir þá kröfu,
að sagan sé sætleg ástarsaga.
Elskendunum mæti ýmsir erfið-
leikar, sem þeir síðan yfirstigi
með órjúfandi trygð og hollustu.
Sagan byrji með hýrurn augna-
skotum og endi í glóðvolgri
hjónasæng, eins og Guðmundur
skáld Friðjónsson mun hafa ein-
kent þennan bókmentasmekk hér
éður á árumj, 1 þessum flökki hef-
i| mér virzt viss hluti blessaðrar
kvenþjóðarinnar í nökkrúm meiri
hluta, og má ef til vill draga af
því einhverjar ályktanir. Þá er
annar flokkurinn, og kýs hann
sér sögur, sem, í gerast þjófnaðir,
morð, bardagar, og að lokum
uppljóstranir, er hafa annars veg-
pr í för með sér æfilanga þrælk-
un eða helzt herigingar, en hins
vegar ástarsælu áður fátækra, en
í sögulok efnaðra elskenda, sem
allar horfur eru á að eigi mörg
börn og þroskamikil, er siðan geti
af sér stóran kynþátt. 1 þessum
flokki er viss tegund karlmanna
í miklum rneiri hluta, — og eru
þeir sjálfsagt að fullnægja ein-
hverju því í eðli sínu, sem ekki
fær útrás í gráum veruleikanum,
og munu að því leyti eiga sam-
rnerkt við fyrsta flokkinn.
Þriðji flokkurinn kýs helzt þær
skáldsögur, sem fjalla um svipuð
viðfangsefni og þeir, sem þann
flokk fylla, fást við í daglegu
lífi. Sjómenn vilja sumir helzt
lesa um sjómensku, bændur um
fólk, sem fæst við búskap, o. s.
frv. Loks er svo fjórði flokkurjnn,
sem kýs helzt æfintýralegar sög-
ur um þýð, draumræn efni og
virðist hafa sterkasta hvötina til
að flýja veruleikann.
Það, sem hér hefir verið sagt,
á einkum við þá lesendur, sem
minst hafa notið fræðslu og yfir-
leitt gera ekki- heldur neinar kröf-
ur til þess, að á þá sé litið sem
sérstaklega dómbæra um fagrar
bókmentir. En svo koma þeir, sem
hafa fengið meiri fræðslu, líta
stærra á sig, og finst þeir hafa ráð
á að miðla öðrum af vizku sinni
og þekkingu.
Þeir skiftast einnig í allmarga
flokka. Stærstur er líklega sá, er
segir: Skáldin verða að leiða fram
það fagra og góða í mönnunum
og tilverunni. Annars eru þau og
þeirra verk til niðurdreps fyrir
þjóðlífið, spilla mönnunum og
sainlífi þeirra — og þá einkum
æskulýðnum. Hjá þessum lesend-
um eða ritdæmendum — því
ýmsir þeirra ritdæma bækur —
hefir það yfirleitt lítið að segja,
hvað er sannleikur, hvað er veru-
leiki. Þeir segja raunar: Skáldin
mála mennina ljótari, en þeireru;
— þau Ijúga að ykkur. Þau elska
ekki sannleikann. En þeir tala
aftur á móti ekkert um hitt, þó að
lífið sé sýrtt í gegn um rósrauð
gleraugu, þó að lesendunum sé
skamtað síróp út á sætsúpu. Um
slíka höfunda er aðeins sagt: En
hvað þetta er nú fallegt! Þarna er
skáld, sem kann að sýna mennina
eins og þeir í raun og veru eru
og lífið í sönnu og fögru ljósi,
sýna þetta eins og það er — rétt
skoðað. — Skoðið lífið rétt, er
þeirra kjörorð, — en rétt er sama
og eins og þeim hentar. En allir
þessara lesenda og ritdómenda
hafa samt ekki jafn þröngt sjón-
arm-ið. Sumir gera vissar kröfur
til listar á máli, framsetningu og
persónulýsingum, aðrir gera það
að ákaflega litlu leyti. Það fellir
alveg skáldrit í þeirra augum, ef í
því er eitthvað, sem þeir kalla
Ijótt — og það er þeim nóg, ef
guð er nógu oft nefndur til góðs
frá þeirra sjónarmiði — eða kær-
leikur og fyrirgefning, auðmýkt
og trúnaðartraust nógu oft og
vandlega saman fléttað og tvinn-
að. Og svo er nú ekki eins og
það, sem þeir kalla ljótt og ó-
sæmilegt, verði af öllum kallað
það, eða sé hjá þessu fólki alt
jafn fordæmt. Eitt morð eða svo,
einn þjófnaður — þetta getur
hvort tveggja puntað upp á í
fínni og fallegri bók — en aftur á
móti er alt, sem jafnvel fullkom-
lega eðlilegu kynferðislífi viðvík-
ur, gersamlega fordæmt — nema
það sé helzt tekið fram, að nakinn
brandur eða að minsta kosti,
vegna vöntunar á öðru ægilegra
— reglulega stór og beittur búr-
hnífur, liggi á beðinum milli elsk-
eridanna. — Því hverjum skyldi
detta í liug, að nokkur ungur1
maður eða nokkur ung kona hefði
nokkurn tíma látið sér til hugar
koma að flytja þess háttar egg-
vopn til — heldur sofna sætt og
rótt í sakleysi með vopnið á
rnilli sín, í því innilega trúnaðar-
trausti, að hvorki hann né hún
gætu upp á því tekiö að vera
með svefnlæti eða fara illa í rúmi.
Eins er um guð og það góða.
Það er vanalega einhver alveg
sérstakur og staðfastlega kerfis-
bundinn guð, sem verður að fá
tilbeiðslu í þessum skáldritum —
og gæðin verða venjulega að
standa í sambandi við undan-
gengna synd og efíirfaiandi iðiun.
Enn eru þeir, sem krefjast-þess
fyrst og fremst, að bókmentirnar
þjóni einhverri sérstakri stjórn-
málastefnu eða ákveðnum ytri
menningarformum. Sumir þeirra
vilja, að þær standi í þjónustu
hins gamla tíma, telja það höfuð-
kost, ef þær dásama klakaþæfða
þelsokka inst við fót — og gjarn-
an grófa togsokka utanlyfir. Þess-
ar bókmentir eiga líka að dá-
sama prjónaskyrtur og vefstóla,
litaða skinnleista og lágt vinnu-
fólkskaup. Enn fremur eiga þær
að fara í öllu sem háðulegustum
orðum um það, sem kauptúnum
og kaupstöðum við kemur, — hat-
ast við fínlega kjóla, hárkamba
og festar, nema úrfestar, svo að
ekki sé nú talað um andlitsduft
og andlitssmyrsl og annað af þess
kyns spilverki hins klóka og sí-
vökula höfðingja þess illa — og
liðað kvenmannshár, sem ekki er
þannig af guði gert, skal vera í
svona bókmentum ólíkt viðbjóðs-
legra en hárið af uppeyrðum,
sneplóttum að líkindum upp undir
það hálfíslenzkum fjárhundi. 1
þessum bókinentum á það svo að
skína í gegn, að hver maður á
kúskinnsskóm, með ullartrefil um
háls, konu og fimm til tíu börn á
palli í torfbaðstofu í sveit, sé
hálfgerður frelsari þjóðarinnar,
spekingur að viti, lífsreynslu og
þekkingu á liinum einu sáluhjálp-
legu fræðum, íslenzkum fornbók-
mentum, að meðtaldri sögu Her-
rauðs og Bósa, ferskeytlum,
Passíusálmum og einhverri post-
illu, sem er minst 50—100 ára
gömul — að ógleymdum rímum
og þeirri sönglist, sem þeim er
samfara. Þá ber skáldunum, sem
þessum lesendum gera til hæfis,
að láta þessa sína spekinga hafa
sérstaka óbeit á búfræÖingum,
nema helzt frá Ólafsdal, — því
þeir eru komnir til ára sinna
allir saman —, einnig á ung-
mennafélags-forkólfum, danz-
hneigðum sveitamönnum — já, að
ógleymdum barnakennurunum.
Kauptúna- og kaupstaða-fólkið á
svo yfirleitt ekki að eiga rétt á
sér, nema helzt einhver nauðsyn-
legur og stórbrotinn kaupmaður,
— en sérstaklega er það kven-
fólkið við sjávarsíðuna, sem á að
verða fyrir barðinu á skáldunum,
enda heitir það ekki kristilegum,
viðkynnilegum nöfnum, heldur t.
d. fröken Liverpool og frú Afg-
hanistan, fröken Hawai eða frú
Buda-Pest, — það er að segja,
ef landafræðisþekking skáldsins
leyfir svona langsótt nöfn. Nú,
um stjórnmálaskoðun söguhetj-
(Frh. á 4. síðu.)