Alþýðublaðið - 17.03.1935, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 17.03.1935, Qupperneq 2
SUNNUDAGINN 17. MARZ 1035 ALPÝ£WJBLAD«Ei mKMII ■BEbÉ” m ■ V ■■■'■' - 'v /W-ýTT ■ IM *«HÍGi ■ Uppreisnin í Gríkklandi FRÁ AÞENUBORG. í baksýn sésí hin fornfræga Akropolis. SíÖan Saarmálin voru til lykt^ leidd, hafa engin tíöindi vakið eins mikla athygli og uppreisnin í Grikklandi, sem geisaði í rúma viku. En þó að tíðindunum frá Hellas væri fylgt með mikilli athygli, þá vissi enginn í raun og veru um hvað var barist. Ýmsar fregnir héldu þvi fram, að hinn aldraði og þrautreyndi forystumaðiur Grikkja, Venize- los, væri einræðissinni og hygðist að taka sér al- ræðisvald í hendur ef hann ynni sigur, og að hann væri studdur með fé og vopnum af hinum fjör- gamla Basil Zaharoff, vopnasal- anuin dularfulla, sem talinn er auðugasti maður í Evrópu, en hann dvelur nú í Monte Carlo. Aðrar fregnir, og þær hafa aö líkindum verið sannar, hermdu, að Venizelos hefði hafið uppreisn- ina af því að hann hafi séð fram á það, að konungssinnar væru að verða of mikils ráðandi og þeir myndu jafnvel mynda einræðis- stjórn. Þetta hefir og komið á daginn. Og eftirtektarvert er það í því sambandi, að Kondylis hers- höfðingi, sem nú er hinn sterki maður í stjórninni, hefir lýst yfir því, að hann muni sníða stjórnar- fyrirkomulagið eftir stefnu Hit- lers, en Venizelos og félagar hans flýja á náðir Mussolini, sem tekur þeim opnum örmum. Undanfarið hefir logað' í innah- landserjum í Grikklandi, og hefir lengi verið búist við því, að borg- arastyrjöld myndi brjótast út. Eftir að uppreisnin á Spáni hafði verið bæld niður, sagði Daily He- rald t. d.: „Næstu uppreisnar- fregnir koma frá Grikklandi." Verkalýðurinn hefir lítinn þátt fekið í þeim bardögum, sem háð- ir hafa verið, og héldu margir að hann biði þess að sjá, hver endalokin yrðu. Það verður þó að tþlja vafasamt að hann sé nokkurs megnugur, því að stjórn- in hefir herinn á sínu bandi að langmestu leyti. Hins vegar eru herforingjarnir TSALDARIS forsætisráðherra, hann er sagður ákafur konungs- sinni. hver upp á móti öðrum og klík- urnar næstum eins margar og mennirnir, er því mjög líklegt að fasta og örugga stjórn takist ekki að mynda í landinu. Tsaldaris fors.ráðh. er sagður ákafur konungssinni, og er hann mjög áhrifamikill. Hins vegar er Kondylis hershöfðingi, sem nú er sagður vera áhrifamestur maður í stjórnmálum Grikkja, talinn vera ákveðið á móti endurreisn konungdæmisins, en konungurinn hröklaðist frá völdum 1929. Stjórnin hefir nú rofið efri deild þingsins og boðað til nýrra kosninga. Auðvitað verða þær kosningar hinn versti skrípaleikur og fyrirsjáanlegt að ríkisstjórnin VENIZELOS, sem nú hefir lýst yfir því að hann komi aldrei framar til Grikklands. fær yfirgnæfandi meiri hluta þingsætanna. Frá Eskifirði, Fimm vélbátar frá Eskifirði lögðu af stað í fyrra dag til Norðfjarðar í ver. Enn fremur einn bátur frá Vopnafirði, er staddur var á Eski- firði, og bátur Gunnars Bóassonar frá Búðareyri. Eftir eru 4 vélbátai á Eskifirði, sem búist er við að rói þaðan. — Fáskrúðsfjarðarbátar réru í fyrra dag og öfluðu 4—6 skippund. (FU.) íerhíallÍTT Doblin heldur áfram. LONDON í gær. Viðskiftamálaráðherra Irska frí- ríkisins, Mr. Lamas, hefir árang- urslaust reynt að koma sættum Ó í umferðaverkfallinu í Dublin. Og nú hefir hann farið fram á það, að bifreiðaeigendur láni bif- reiðar sínar til almennings nota og einnig firmu eða önnur fyrir- tæki, sem bifreiðar eiga. Almenn- ingur tekur vel í þessar tillög- ur, en verkfallsmenn hóta að koma í veg fyrir þessar ráðstaf- anir. (FO.) KRUPP~DIESEL „GEORGIOS AVAROFF", aðalherskip uppreisnarmanna, en það er stærsta og vandaðasta herskip Grikkja. Á þessu herskipi flúði Venizelos frá Krít. AFVOPNAÐIR UPPREISNARMENN á leið í fangelsið. reksturssparnaður miðað við benzinvélar. Verðið sérstaklega*lágt. Einkaumboðsmenn fyrir KRUPP-bila. AUGUST H. B. NIELSEN & CD, Austurstræti 12. Sími 3C04. Cirkus-stúikan 40 1 r : ! alt, sagði Eva og reis upp á legubekknum og horfði hvast á Giffard. Er ég Eva Valton eða er ég kona Lisle lávarðar? — Auðvitað ert þú kona Lisle lávarðar. Hafir þú verið gift áður en þú kyntist Romney, þá er mér ókunnugt um það, og ef þú ert gift, hvar er þá maðurinn þinn. Hann hafði tæplega lokið við setninguna, fyr en Dick Valton gekk rólegur til Giffards og horfði hvast á hann. Giffard rak upp óp, en það var líkast því, sem Evu létti. — Hérna stendur hann, hrópaði hún og benti á Valton. Dick Valton er maðurinn minn. Dick, segðu nú hvernig liggur í þessu öllu saman, það er hvort sem er alt búið að vera fyrir mér. Þegar þú hefir lokið því máttu drepa bæði hann og mig, ef 'þér sýnist. i Romney benti manninum, sem stóð í miðjum hópnum, að ' koma nær. — Er þetta satt? Eruð þér maður hennar? stamaði hann. Dick Valton laut höfði. Nú varð löng þögn. Romney snéri sér undan og huldi andlitið í höndum sér, því næst sagði hann: — Svo hún er þá — guð minn — og barnið mitt. Nú rétti Eva Romney hendina og horfði á hann bænaraugum. — Romney, fyrirgefðu mér, sagði hún örvæntingarfull. Nú fór Giffard að skellihlægja, og þegar Romney heyrði hlátur hans, gekk hann til hans, þar sem hann stóð úti við gluggann. Valton hljóp til og gekk milli þeirra, því honum fanst Romney þungur á brúnina. , — Bíddu rólegur, sagði Valton lágt. Viðureign okkar er ekki enn þá lokið, Mr. Lisle; spilið er ekki unnið enn þá. Þér hélduð að ef Romney fæddist ólöglegur erfingi, munduð þér erfa greifadæmið á sínum tíma. — Já, sagði Giffard Lisle og laut höfði. Séuð þér maður hennar, vinur minn, þá rekur einhvern tíma að því. — En hugsum okkur nú að ég sé ekki maður hennar, sagði Val- ton rólega. — Þér gleymið, að ég var viðstaddur giftingu ykkar, sagði Giffard. —- Jæja, þér meðgangið þá alt saman. Giffard Lisle beit sigj í varirnar. — Ég meðgeng ekkert. Þið megið ráða fram úr þessu máli eftir geðþótta, en ég verð hér ekki lengur. Þér getið reynt að yfirgefa þetta herbergi. En ef þér gerið! minstu tilraun til þess, þá kasta ég yður út um gluggann, sagði Valton kæruleysislega, eins og hann væri að tala um daginn og( veginn. Þér þekkið mig, Mr..Lisle, og vitið, að ég stend við orð mín. — Þeyið, sagði læknirinnt í aðvörunarróm. Hjálpið mér að hera hana inn í jjnæsta herbergi. — Bíðið eitt • augnablik, lávarður minn, sagði Valton og snéri sér að Romney. Eva hefir sagt sannleikann. Romney snéri sér undan og krepti hnefana. — Hún segir sannleikann, að svo miklu leyti, sem hún veit hann, hélt Valton áfram. Við vorum gefin saman í hjónaband vestur í San Fransisco, í nærveru þessa manns, sem hér er staddur nú, eins og hann hefir sjálfur viðurkent. En þetta er ekki nema hálf sagan. Þér hafið enga ástæðu til þess að bera kvíðboga fyrir neinu. Barnið er löglegur erfingi yðar. — Þér ljúgið, hrópaði Giffard Lisle. — Já, þér haldið það, sagði Valton brosandi. Þér haldið, að þér vitið alt um þetta mál, en þar skjátlast yður. Ég giftist henni, það er satt, en ég er ekki löglegur eiginmaður hennar og hefi aldrei verið það. Fólkið, sem var viðstatt, var nú orðið mjög undrandi, og læknir- inn meira að segja hafði næstum því gleymt hinni sjúku konu. — Aldrei verið — hrópaði Giffard Lisle heiptarlega. — Nei, af þeirri göðu og gildu ástæðu, að ég var kvæntur áður. Romney greip í arm Valtons. — Þér segið, að hún sé ekki konan yðar, í guðs nafni verið þér ekki að draga dár að mér. — Lávarður minn, sagði Valton angurvær. Mér gæti ekki komið til hugar að draga dár að yður eða nokkrum öðrum. Ég hefi aldrei verið eiginmaður þessarar konu — eins og ég hefi sagt, vegna þess, að ég var kvæntur áður. — Sannið það — sannið það, hvæsti Giffard. Valton dró fram vasabók sínia og tók þar upp hjónvígsluvottorð, sem hann rétti Romney. — Hér hefi ég sönnunargagn, og svo hefi ég aðra lifandi sönnun, sagði hann og benti á konu, sem stóð í hópnum. Konan kom fram. Hún var náföl, e:n fullkomlega róleg. Þetta var Madame Coronna. Valton tók henni blíðlega og rétti henni hönd sína. — Þetta er konan mín, sagði hann rólega. Það er eins víst og að Eva er konan yðar. Giffard Lisle lagði höndina á gluggapóstinn, eins og honum væri efst í huga að hlaupa út um gluggann. En þegar hann kom auga á steinstéttina fyrir neðan, hikaði hann. Eva reyndi að standa á fætur, en hún var svo þróttlítil, að hún gat það ekki. Romney, sem nokkur augnablik hafði staðið sem steini lostinn, bað nú fólkið að fara út og læknirinn að sjá um að Eva kæmist inn', í aðra stofu. Eva var flutt burtu, og þjónustufólkið hvarf út úr stofunni. Romney stóð kyr eitt eugnablik, en nekk síðan til Giffards, sem stóð vandræðalegur úti1 í horni. — Mundu það Romney, að ég er frændl þinn, hvíslaði hann í angist. — Þér mintust þess, eða hitt þó heldur, sagði Valton og hló illúðlega. Romney benti honum að hafa hægt um sig. — Ég skal aldrei gleyma því, að þú ert frændi minn. Ég man það meðan ég lifi. Heldur þú að ég hafi skap til þess að berja þig, þar sem þú flatmagar eins og hundur? Öheillaráð þín hafa misheppnast, og hér eftir munu allir fyrirlíta þig. Sagan um glæp þinn skal berast um alt England áður en langur tími er liðinn. Frá deginum: í tfag verður nafn þitt sett í samband við alt, sem er auðvirðilegt og mannskemmandi. Ef þetta er ekki nægileg hegn- ing, þá veit ég ekki til hvaða hegningar þú hefir unnið. Komdu aldrei framar fyrir augu mín — en sjáðu um að komast til ein- hvers þess staðar, þar sem þú getur dulið svívirðingu þína. Ef þú nokkru sinni framar lætur sjá þig hér í Englandi, skal ég ekki unna mér neinnar hvíldar, fyr en lögreglunni hefir heppnast að klöfesta þig. — Farðu burtu. Giffard skreiddist eins og rennvotur hundur til yranna, en þegari hann var þangað kominn snéri hann sér við og sagði:

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.