Alþýðublaðið - 28.03.1935, Page 2

Alþýðublaðið - 28.03.1935, Page 2
FIMTUDAGINN 28. MARZ 1935. ALPÝÐUBLAÐIÐ Leikdómar Alþúðublaðsins. Nanna. Leikur þessi er eftir enska skáldið John Masefield. Eins og titill leiksins á frummálinu fcendir til (The tragedy of Nan) er petta sorgarleikur. Verk þetta er vel samið, sums staðar snildartök á efninu, sem þó óneitanlega er óvenjulega óhugð- næmt. Enda er Leikur þessi hvergi nærri svo frægur, sem af hefir verið látið hér í Reykjavík. Flest- ar persönur leiksins eru litil- menni og óþokkar, alt upp í glæpamenn, og flest þetta fólk veitist að umkomulausri fátækri unglingsstúlku, og eitrar svo líf hennar, að hún ræður sér að lokum bana, eftir að hafa myrt fyrverandi elskhuga sinn. En hvað um það, sýning þessi hefði þó átt að geta náð tilætl- uðum tökum á áhorfendunum, með þeirri alvöru, þeim mikilleik og þeirri tign, sem góðir sorgar- leikir eiga yfir að ráða, — og sem gagntekur áhorfandann, — þegar hlutverkin eru í höndum, leikara, sem eiga í fórum sínum þær gáfur, þann neista listarinn- ar, sem gera þeim kleift, að skilja og kafa sálarlíf leikpersónanna, — og sem svo líka hafa þann persónuleika, þá listrænu göfgi, og síðast en ekki sízt þá tækni, sem óhjákvæmilega þarf við, til þess að geta fullkomlega sýnt persónur sorgarleiksins, eftir því sem höfundurinn hefir ætlast til. Mikill misbrestur var á öllu þessu við þessa umræddu sýn- ingu L. R. Aðalhlutverkið, — „Nönnu“ — lék ungfrú Arndís Björnsdótíir. Var margt fallegt og vandað í leik hennar. En ungfrúin á ekki til þann mikilleik, þann persónu- leika, þann glæsilega andans eld, sem sú leikkona verður að hafa, sem tekur að sér að leika slíkt hlutverk sem þetta. Par sem þetta hlutverk er sá öxull, sem ö!l or- sakakeðja leikritsins snýst um, hlaut sýningin að detta dauð nið- ur, þrátt fyrir heiðarlegar til- raunir aðalh'lutverksins til að bjarga sýningunni. Marta Indricadóttir nálgaðist allvíða frú Pargetter í hlutverki hennar, en svo laus voru tökin, að alt fór jafnóðum út um þúfur. Með sýningu L. R. á Straumrof og Nönnu er það bersýniiegt, að eins og nú standa sakir, getur fé- lagið ekki ráðið við leikrit, sem eru alvarlegs efnis. (Pví þó að ein leikkona væri hlutverki sínu yaxin í fyrri leiknum, þá e: það ekki nóg.) Og er þá óneita:nlega 51t í efni, ef aðalleikfé’ag lands- ins er svo illa farið, að það megn- ar eingöngu að sýna þýzka skrípaleiki og annað innantómt léttmeti. Fer þá að verða lííið úr hinni margumtöluðu menningar- hlið á þessari starfsemi. Þess skal getið að verðleikum, að lsikstjór- inn, hr. Gunnar Hansen, hafði lagt mikla vinnu í uppsetningu leiksins. Af miklum smekk, og mikilli nákv'æmni, hafði hann t. d. samið undirspil við ýms atriði sýningarinnar, sem óneitanlega hefði átt að kjálpa leikendunum. En fram hjá því verður samt aldr- ei komist, að eins og ramminn um málverkið er aukaatriði, en Mstaverkið, sem í honum er, að- alatriðið, eins verður leiklisíin sjáif, meðferð hlutverkanna, og tekstameðferðin alt af aðalatriðið fyrir hverja leiksýningu, hvernig sem umgerðin er. Einn allra þýðingarmesti þátt-. urinn í starfi leikstjórans hlýtur1 því alt af að vera sá, að vera á verði um þetta atriði, ef vel á að fara. Einkanlega þar sem um við- vaninga er að ræða, og þar sem leiklistin er stutt á veg komin. En þar sem hér er um útlending að ræða, geta allir séð, hvað geysilega erfitt, — jafnvel ó- mögulegt það er fyrir hann, að taka þetta atriði þeim tökum, sem ! þörf er á hér, og sem hver leik- stjóri uerdur að gera, ef alt á ekki að fara í handaskolum. X—Y. i Nf útflntningsvara Tveir menn sækja nm einha- leyíi til að íiytja út vihnr Iðnaðarnefnd neðri deildarflyt- ur frumvarp um að veita þeim Jóni S. Loftssyni, kaupmanni í Reykjavík, og Sveinbirni Jónssyni byggingameistara á Akureyri einkaleyfi til þess að flytja út úr landinu og selja á erlendum markaði vikur eða vörur unnar úr vikri. 1 greinargerð, sem fylgir frum- varpinu, segir meðal annars: Umsækjendur einkaleyfisins eiga vísa sölu erlendis á vikri í stórum stíl, ef þeir geta orðið við kröfu kaupenda um verð, einka- umboð o. fl. Að nokkuð athuguðu máli virð- ist vera möguleiki fyrir því, að bæta megi svo aðstöðuna við að ná vikrinum og gera hann útflutn- ingshæfan, að verðið þurfi ekki að standa i vegi fyrir sölunni. En hér yrði um framkvæmdir að ræða, sem kosta munu mikið fé, og munu væntanlegir kaup- endur ekki vera ófúsir á að leggja þar eitthvað af mörkum, geti selj- endurnir á móti trygt þeim nokk- ur sölufríðindi, svo sem einka- sölu fyrir land eða landshluta. Af þessum ástæðum er trygging sú, sem felst í einkaleyfi, höfuð- skilyrði þess, að hægt sé að halda áfram frekari undirbúningi fyrir- tækisins. XrooooooooocA KrOOOOOOOOOOC Flugslys i Mexíki BERLÍN í gær. Farþegaflugvél hrapaði til jarð- ar í Míexicp} í gær, og létu 6 menn Íífið. (FO.) EldgSmnl yfirstéttar" iðg afna^ in á Eng- la. dí LONDON í fyrra kvöld. Frumvar ) um breytingu á lög- unum um flakk var lagt fram í neðri málstofu enska þingsins í dag. Samkvæmt lögunum eins og þau eru nú, má maður, sem hefir peninga í vasanuin gjarnan sofa undir berum himni hvar og hve- nær sem hann vill, en ef maður sem enga peninga hefir í vösuin sinum gerir slíkt hið sama, þá er hann sekur um flakk. Þingmaðurinn, sem ber fram til- löguna um eð breyta þessu segir að þessi gömlu ákvæði séu mjög ósanngjörn í garð fátæklinga og standa menn af öllum flokkum að því, að breyta þessu. (FÚ.) Skutnll BlaO AIJföatlakhslDS i Isatiiði er n mðsynlent öllum, sem vilja fylgjas' ue’' Ú V^StlÍÖrÖaDt Gerist áskiiíenduii: í afgre’ðslu Alþýðublaðsins. Skrlfstofnif vorum veiður lokað frá kl. 12—5 í dag vegua |arðarfar-> ar Jóns Þoríákssonar borgarstfóra. Viðtækjaverzlun rikisins, Lækiargötu 10 B. SMAAUGLY5INCAR ALÞÝÐURlÁESIN'i VlfltKÍfll Hafnarbílstöðin hefir síma 2006. Opið allan sólarhringinn. Regnhlífar teknar til viðgerða Guðm. Breiðfjörð, Laufásvegi 4. Hvað á ég að hafa í matinn á morgun? Beinlausan fisk, ýsu nýj- an stútung, nætursaltaðan fisk, kinnar, saltfisk, hausa, lifur og hrogn. Alt i síma 1689. Tekið á móti ársgjöldum V. K. F Framtíðin i Hafnarfirði á Reykja- víkv rvegi 23 frá kl. 6—9 alla daga Fjármálaritarinn Sveinlaug Þor- steinsdóttir. Vinnustofur og’búð, sem Bald- vin Einarsson hefir haft undanfar- in ár er til leigu nú þegar. Upp- lýsiugt r á Hverfisgötu 56 og síma 2527. jMÓSKAST®^ íbúð, 2 herbergi’ og eldhús, óskast. — Má vera í Skerjafirði. Uppl. í síma 4970. Vegna Jarðarfarar verður skrifstofum okkar lokað í dag frá hádegi. Smjðrllkisgeriin Asgarður h. f. Smjöirlikisgerð Reykjavíkur. Sm|ðrlikisgerðln Smári h« f. Smjorlikisgerðin Svanur h. f. OTTO B. ARNAR, löggiltur útvarpsvirki, Uppsetning og viðgerðir á út- varpstækjum. Hafnarstræti 9. Sími 2799. Málaflutningur. Samningagerðir Stefán Jóh. Stefánsson, hæstaréttar málaflin. Ásgeir Guðmundsson, cand. jur. Austurstræti 1. Innheimta. Fasteignasala. W. Somerset Maugliam. Litaða blæjan, 10 störfum, og allir vonuðu, að Townsend yrði eftirmaÖur hans. Hann spilaði tennis, polo og knattleik. Hann var alt af fús til að gera öðrum greiða og laus við stærilæti. Kitty gat ekki skilið, hvers vegna henni hafði gramist svo að heyra vel um hann talað; hún stóð í þeirri meiningu, að hann væri þóttafullur. Hvílikt flón hafði hún verið, ekkert var rneiri fjarstæða. Hún hafði skertit sér vel um kvöldið. Þau höfðu rætt um leik- húsin í London og alla heima og geyma, og síðar um kvöldið, þegar fólkið færði Sig úf borðstofunni og inn í viðhafnarsalinn, hafði hann reikaö til hennaf og fengið sér sæti við hliðina á ’nenni. Og hann hafði komið henni til að hlæja, þótt hann í raun og veru segði ekkert sérstaklega skemtilegt, en það var málrómur hans, sem hafði slík áhrif, djúpur, þróttmikill og ástúðlegur, og einnig fögru, bláu augun. Framkoman var aðlaðandi, og það var hún, sem gerði hann svo skemtilegan. Hann var hár vexti, a. m. k. sex fet og tveir þumlungar; líkams- liðan hans var auðsjáanlega mjög góð, og engin óþarfa fita á honum. Hann var klæddur mjög fallegum fötum, svo að hann skaraði fram úr öllum karlmönnumi í samkvæminu. Og henni líkaði mjög vel að sjá menn vel búna. Augu hennar hvörfiuðu til Wait- ers; honum veitti þó sannarlega ekki af að vera umhyggjusamari um klæðnað sinn. Townsends-hjónin voru víst rík. Hann var mjög útitekinn, en sólin hafði eigi megnað að hylja heilnæma roðann í kinnum hans. Og henni leist svo undur vel á litla, liðaða yfirskeggið, sem að nokkru leyti huldi rauðar og frísk- legar varirnar. Hár hans var svart, gljáandi og fagurlega kembt. En þó voru augun fegurst af öllu. Þau voru yndis!ega blá, blíðleg og brosmild og virtust bera vott um ljúflyndi og draumlyndi. Óhugsandi var, að maður með slík augu gæti fengið það af sér að gera nokkrum mein. Það gat ekki dulist henni, að hún bafði haft áhrif á hann. Því að þótt hann hefði ekki sagt orðin inndælu og elskulegu, þá höfðu samt augun, sem lýstu af hlýrri aðdáun, alt af komið upp uln innri tilfinningar hans. Hann var svo rólegur, og Kitty fanst hún vera heima hjá sér. Hún dáðist að, hvað honum var lagið að skjóta smjaðuryrðum inn í gletínislegar viðræður þeirra. Og | þegar hún tók í hönd hans og kvaddf hann, þá þrýsti hann höndina á þann hátt, sem hún eigi gat misskilið. ,,Ég vona að við sjáumst bráðlega aftur,“ sagði hann blátt áfram, en augu hans gáfu orðunum þýðingu, er henni gat ekki duJist. „Tching-Yen er lítil, finst yður ekki?“ sagði hún. Hver myndi hafa hugsað þá, að innan þriggja mánaða yrði i sambandið þeirra í jnilli svo náið? Hann hafði sagt henni síðan,, j að hann hefði verið bráðhrifinn af henni þegar fyrsta kvöldiðl | Hann mundi eftir búningi hennar; það var brúðkaupsklæðnaður- inn; og hann sagði að hún hefði verið eins- og fögur dalalilja. Hún vissi um ást hans áður en hann játaði henni hana, og hálf óttaslegin reyndi hún að halda honum í fjarlægð. Hún var | hrædd við að leyfa honum að kyssa sig, því að hjaxtað fór að- berjast ákaft, þótt hún gerði ekki nema að hugsa um sterka og 1 karlmannlega faðminn hans. Hún hafði aldrei elskað fyrri. — Og það var svo unaðslegt! Og nú, þegar hún skildi hvað ástin í raun og veru var, fór' hún að fá samúð með ást Walters til hennar. Hún stríddi honum gáskafull og sá að hann naut þess. Fyrst var hún dálítið hrædd við hann, en nú treysti hún honum betur. Hún reyndi að erta, hann, og það veitti henni ánægju, að sjá sama brosið og hnn1 hafði svarað með fyrstu glettnisyrðum hennar. Hann var bæði undrandi og glaður. Hún bjóst þá og þegar við,. að hans sterkustu hneigðir myndu vakna og krefjast fullnægju,. ! og nú, þegar hún hafði kynst hinum dýpstu þrám, var það henni j óblandinn unaður, að leika mjúklega og blítt á logheitar tilfinn-- ingar hans. Og hún hló, þegar þún sá hversu vandræðalegan og ruglaðan hún gerði hann. Og þegar Charlie gerðist elskhugi hennar varð samband hennar' og Walters frábærlega fáránlegt. Hún gat tæplega litið á hann,, alvarlegan og stiltan, án þess að fara að hlæja. En hún var hamingjusamari en svo, að henni væri unt að bera gremju til hans. Áður en hún steig síðasta skrefið, hafði hún hikað nokkuð1,. j ekki vegna þess að hún hefði eigi löngun til að gefa sig alla á j vald Charlie. Þrá hennar var engu minni en hans, en áhrif upp- eldis og lífsskoðana vöruðu hana við því. Eftir að það var skeð', en það hafði komið þeim alveg að óvörum, var hún undrandi yfir því, að henni skyldi ekki finnast hún vera öðru vísi en áður. Hún hafði búist við, að það mundi valda stórkostlegri hreytingu, svo að hún yrði eins og önnur manneikja. Og þegar hún hafði tóm til að athuga mynd sína í spegli, varð hún hissa á að sjá þar sömu konuna og hún hafði horft á þar daginn áður. „Ertu reið við mig?“ spurði hann. „Ég tilbið þig,“ hvíslaði hún. „Finst þér ekki, að þú hafir verið kjáni, að glata svo löngum tíma?“ „Jú, vissulega.” Hin mikla hamingja, sem henni fanst stundum gera sig írávita, endurnýjaði fegurð hennar. Um það bil er hún gifti sig, vár æskublóminn að fölna og hún var svekkingarleg. Hinir illgjörnu sögðu, að henni væri að fara; aftur. En það er mikill munur á ógiftri stúlku, tuttugu og fimm ára gamalli, og giftri konu á sama aldri. Hún var eins og rósar blómknappur, sem ajlt í einu springur út og verður að fagurri rós. Björt augu hennar urðu enn þá meira geislandi, hörundsliturinn, sem alt af hafði verið hennar mesta prýÖi, varð nú skínandi fagur. Það var eins og hún væri orðin átján ára á ný. Hún var á hátindi hinnar yndislegustu fegurðar. Það var ómögulegt annað en að taka eftir henni, og vinkonur1 hennar spurðu hana vingjiarnlega og> í kyrþey, hvort hún væri á leiðinni til þess að verða móðir. Hinir óvilhöllu, sem höfðu sagt, að hún væri óneitanlega snotur kona með fulllangt nef, urðu nú að játa, að sá dómur var ekki! alls kostar réttur. Hún var nú, eins og Charlie hafði sagt þegar við fyrstu sýn, blátt áfram stórfalleg. Með hygni og kænsku héldu þau ástum sínum leyndum. Bak hans var breitt, var hann vanur að segja, svo það var öllu óhætt með hann; en hennar vegna urðu þau að fara mjög varlega> Þau gátu ekki hittst nándar nærri nógu oft, að hans áliti, en hann varð að hugsa um hana fyrst og fremst. Stundum hittust þau, í kinversku búðinni og stundum eftir há-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.