Alþýðublaðið - 28.03.1935, Page 4

Alþýðublaðið - 28.03.1935, Page 4
 I : irL^nfmv mvn SDiinadaysblað AfMðshlað: íds Nýir ALÞY iltlBLAÐIO er ódýrasta skemtiblað á íslandi. kavpendur fá Alpýðublaf ið «8$9ÆMMT A M&MÆaSlMJv Enn þá ókeypis til næstu mánaðumóta. er hægt að fá það frá upphafi í MIÐVIKUDAG 27. MARZ 1935. afgreiðslu blaðsins. |33ass»!& Bikél Brúður dáuðans Einkennileg og hrifandi talmynd eftír leikriti Albesto Casellas: Death takes a Holiday. Aðalhlutverk leikur. Fredric March af framúrskarandi snild. Siðasía sinn í kvöld. LÓÐUM STOLIÐ. (Frh. af 1. síðu.) úr línuveiðaranum „Rifsnes“, sem lá utan á kolaskipi við Löngulínu. Nokkrir skipverja voru í skip- inu og einnig vaktmaður, en eng- inn varð þjófsins var. Lögreglan tók mann fastan í gær og hafði hann grunaðan um að vera valdur að þjófnaðinum. Játaði hann líka eftir nokkurt þóf að hafa átt þátt í þjófnaðinum, en þar sem framburður hansþótti ekki nægilega glöggur, var hann úrskurðaður í gæzluvarðhald. Lóðirnar og færin voru um 400 króna virði. Voffvðraraar komnar: Éermingarföt. Fermingarskyrtur. Nærföt. Flibbar. Slaufur. Sokkar. Kvenundirfót. Peysufatalífstykki og margeftirspurðu Barnasokkarnir, hvítir og misl. o. m. fl. Sottkabúðin,! Laugavegi 42. S. IT. Eldri danzatnir. Laugardaginn 30. marz kl. 9'A síðd. Áskriftarlisti í G.T.-húsinu, sími 3355 og 3240. 6 manna hljóm- sveit. Aðgöngumiðar afhentir á laugardag kl. 5—8. Stjórnin. HITLER HEIMTAR. (Frh. af 1. síðu.) Titulescu, utanríkismálaráðherra Rúmeniu heldur af stað til Parísar í kvöld, og er erindi hans að kynna Frökkum og Bretum skoð- anir og afstöðu Litla-bandalags- ins. Búlgaría hefir þegar opinber- lega tilkynt Tyrklandi, að hún muni ekki fallast á að fella úr gildi nein vígbúnaðarákvæði Ver- salasamningsins. (FO.) Æsingar í Þýzkalandi. LONDON í gærkveldi. I Þýzkalandi ríkja mjög miklar æsingar, vegna dómsins í Memel- málinu. Einkanlega hafa orðið miklar æsingar í Austur-Þýzka- landi, og er þar farin hver kröfu- gangan á fætur annari, í mót- mælaskyni. (FÚ.) ítalir auka herflota sinn í lofti. RÓMABORG í gærkveldi. (FB.) Valle aðstoðar-fiugmálaráð- herra flutti ræðu. í neðri málstof- unni í dag um útgjöldin til flug- málanna. Ræddi hann um nauð- synina á að efla loftvarnirnar sem allra mest, og þótt Italir hefðu lagt mikla áherzlu á það að und- anförnu að koma upp öflugum, vel skipulögðum og útbúnum flugflota, yrði að gera enn betur. I ræðu hans kom það fram, að undanfarnar vikur hefir verið byrjað á framleiðslu1 í stórum stíl í ítölskum flugvélaverksmiðjum á gríðarstórum flugvélum, sem eru sérstaklega útbúnar til þess að varpa niður sprengikúlum. Sagði Valle, að hver þessara nýju flug- véla gæti haft meðferðis 1500 kg. af sprengjum. Hraði flugvéla þessara er alt að 330 kílómetra á klukkustund og þær geta flogið 220 kílómetra án þess að bæta við sig nýjum benzínforða. (United Press.) Frakkar kaupa ull og baðmull til her- gagna. LONDON í gærkveldi. Bann frönsku stjórnarinnar gegn því, að flytja úr landi viss- ar tegundir hráefna, gengur í gildi á morgun. Vissar verksmiðj- ur í Frakklandi, segir þýzkur fréttaritari, hafa undanfarna daga gert stórkostleg innkaup á ull, baðmull og jafnvel dúkum fyrir verð, sem er til mikilla muna hærra en verið hefir undanfarið. Ullarkaup þessi eru talin nema 5000 smálestum. (FÚ.) pínir hafa fóstrað þig og lagt grund- völl að gæfu þinni í lífinu. Það væri ánægja fyrir þig að geta gert hið sama gagnvart þínu o eigin börnum. Hæfileg líftrygging í ANDVÖKU er stórt skref í rétta átt. LLJ. Ld UÍ U -M Foreldrar Lik Stefáns Árnasonar fanst í höfninni í gær. I gær um kl. 3 var vélbáturinn ; Hermöður að koma úr róðri. Er báturinn var kominn inn á ! miðja innri höfn, sáu skipverjar eitthvert flykld á floti í sjónum, : og er þeir gættu betur að, sáu þeir, að þetta var lík af karl- manni. Skipvérjar gerðu lögreglunni þegar aðvart, og fóru lögreglu- þjónar út á höfn og fundu líkið. Fluttu þeir það síðan upp í lík- hús, en þar fór fram rannsókn á því. Líkið var mjög rotið og óþekkj- anlegt. Var mest alt hold farið af andliti þess. Það var í öll- um fötunum, og á þeim þektist að þetta var lík Stefáns Árnason- ar, sem hvárf af togaranum Karls- efni, er lá hér á aðfangadag í vetur. Þektist líkið einnig af bréfi, er var í jakkavasa þess. Rannsóknir á miðimum kringum Vest- mannaeyjar. VESTM.EYJUM í gærkveldi.' Síðasta alþingi veitti 10 þús. krónur til veiðarfæra- og áhalda- kaupa í vor, til vísindalegra rannsókna, einkum síldarrann- sókna við Vestmannaeyjar. Árni Friðriksson fiskifræðingur hefir dvalið hér í Vestmannaeyjum í nokkra daga og gert undirbún- ingsrannsóknir — rannsakað dýra- líf á sjávarbotninum, mælt sjávar- hita o. s. frv., eftir þeirri áætlun, sem hann hafði gert er hann kom hingað til Vestmannaeyja síðast- liðið haust. Tæki til sjálfrar síldarrannsókn- arinnar eru nú komin; aðeins vantar tvær síldarbotnvörpur, aðra frá Þýzkalandi, en hina frá Englandi, og er þeirra vænst með Goðafossi næstkomandi föstudag. Geir Sigurðsson skipstjóri kom hingað til Vestmannaeyja í dag, og verður hann við tilraunirnar. Árni er vongóður um að þær beri góðan árangur og með þeim geti byrjað hagnýting nýrra mögu- leika. Hér í Vestmannaeyjum hefir verið alment róið þessa viku, og er afli dágóður, þótt afli á línu sé að verða heldur tregari. Einn bátur lagði þorskanet í fyrra dag og fékk í þau um 4500 þorska. 19 þúsDfld manns farast í Gula-fljótinu. LONDON í gærkveldi. Fréttir frá Kína herma, að um 10,000 manns muni hafa farist í hóð'um í Gula-fljótinu. Hundruð fermílna eru algerlega undir vatni og bar flóðin svo skjótt að, að fjö'di lólks gat að eins bjargað sér upp á húsþök eða upp i grein- ar trjá ma, og bíða þar þess, að flóðin sjatni. (FÚ.) Málverkasýning Grete Linck Scheving og Gunn- laugs Óskars Scheving í húsi Garðars Gíslasonar, Hverfisgötu 4, uppi, er opin daglega kl. 11 —9. Aðgangur kostar eina krónú. Starfsstúlknafélagið „Sókn“ heldur fund í K.-R.-húsinu í kvöld kl. 9 e. h. Fundarefni: Stytting vinnudagsins og önnur félagsmál. I DAG Næturlæknir er í nótt Guð- mundur Karl Pétursson, sími 1774. Næturvörður er í nótt í Reykja- víkur- og Iðunnar-apóteki. 1 Veðrið: Hiti í Reykjavík 0 st. Yfirlit: Grunn lægð fyrir suðvest- an Island, en háþrýstisvæði yfir Norðurlandi. Útlit: Allhvass og sums staðar hvass á austan. Lítils háttar snjókoma. ÚTVARPIÐ: 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Frá útlöndum (séra Sigurður Einarsson). 21,00 Lesin dagskrá næstu viku. 21.10 Tónleikar: a) Útvarpshljóm- sveitin. b) Plötur: Rúss- neskir hljómleikar: 1) Mus- sorgsky (100 ára afmæli). 2) Stravinsky (f. 1882). c) Danzlög. Skipafrétt'r. Gullfoss er í Hofsós. Goðafoss er á leið til Vestmannaeyja frá Hull. Dettifoss er á leið til út- landa frá Vestmannaeyjum. Brú- larfoss er í Kaupmannahöfn. Lag- arfoss er á Seyðisfirði. Selfoss fór frá Færeyjum í gær. Dron- ning Alexandrine fór frá Fær- eyjum í dag. Island er í Leith. Togararnir. Belgaum kom i morgun með 110 tunnur. Karlsefni kom ímorg- un með 90 tunnur. „Gott og ilt“ heitir erindi, er Þorlákur Ó- feigsson flytur á fundi í „Sep- tímu“ annað kvöld kl. 8V2- Sjúkrasamlag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn annað kvöld kl. 8y2l í Iðnó. Aðgöngumið- ar að fundinum verða afhentir samlagsmönnum gegn sýningu gjaldabókar í skrifstofunni Berg- staðastr. 3 kl. 2—5 og í Iðnó í fundarbyrjun. Fundir féllu niður í báðum deildum alþingis í dag vegna jarðarfarar Jóns Þorlákssonar borgarstjóra. Skemtun í Hafnarfirði. Skólabörnin í Hafnarfirði héldu skemtun í Góðtemplarahúsinu mánudaginn og þriðjudaginn i þessari viku. Börnin önnuðust sjálf öll skemtiatriði: sungu, lásu upp og sýndu tvo sjónleiki eftir frú Ragnheiði Jónsdóttur, og hafði hún undirbúið leiksýning- una með börnunum. Þetta er fjórði veturinn, sem börn iBarna- skóla Hafnarfjiarðar efna til skemtunar, og er tilgangurinn að afla fjár til ferðalaga að loknu námi. Skemtanir þessar hafa verið vel sóttar, og áhorfendur lokið lofsorði á framkomu barnanna. Skemtunin verður að öllu for- fallalausu endurtekin á morgun. Leiknir losaði í gær afla sinn í land á Patreksfirði. Hafði hann 96 föt lifrar eftir viku útivist. Gylfi lagði afla sinn í land síðiastliðinn mánu- dag, og var hann með 93 föt lifrar. (FÚ.) Góður afli í Húsavik. Síðustu daga hefir verið góður fiskafli við Húsavík. Á grunn- miðum hafa róðrarbátar stundum tvíhlaðið. 1 gærmorgun brast á með hríð, og urðu bátar að hleypa frá lóðum sínum, en náðu allir landí. (FÚ.) Aflafréttir frá Siglufirði. Nokkrir bátar á Siglufirði réru í fyrra dag, en afli var tregur, mest 1000 kílógrömm. Mestallur fiskurinn seldist í bænum. (FÚ.) Vegna inflúenzufaraldursins er ungbarnavernd Líknar lok- uð fyrst um sinn. Kvöldskemtun heldur V. K. F. Framsókn á laugardagskvöldið í K.-R.-húsinu. Skemtunin verður nánar auglýst í blaðinu á morgun. Rauði krossinn heldur aðalfund sinn í Kaup- þingssalnum 27. apríl kl. 4 síð- degis. Ný|» Bfó Kpjaröf din. Frönsk tal- og tón- mynd, er sýnir spennandi og vioburðaríka leynilög- reglusögu. Aðalhlutverkin leika: Vera Korent , Jean^ Servat s, og öperusöngvarinn Lucien Muratore. Aukamynd: Postulíi siðnaður. Fræðimyn l í 1 þætti. Elskuleg eiginkona- og móðir okkar, Guðrún H. Jónsdóttir frá Keflavík, Rauðasandshreppi, veiður jarðsungin frá dómkirkjunni föstudaginn 29. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hennar, Framnesvegi 13, kl. 1 eftir hádegi, Ólafur T. Guðbjartsson. Guðbjörg A. Ólafsdóttir, Guðbjartur Ólafsson, Ólöf G. Ólafsdóttir, Hjörleifur Ólafsson, Hafliði Ólafsson. Bjarney Ólafsdóttir. Tilboð óskast um verzlunarhúsnæði, 3—5 skrif- stofuherbergi, og stórt geymslupláss frá 14. maí n. k. Afgreiðslan vísar á. Tllbúinn áburður. Verðið er sem hér segir, miðað við 100 kíló, á höfnum þeim er skip Eimskipafélags íslands og Skipa- útgerðar ríkisins koma við á. Nitrophoska I G 16,5 % köfnunarefni 16,5 % fosforsýra og 21,5 % kali kr. 33,00 Garða-Nitrophoska IG — 33,00 Superfosfat 18 % fosforsýra — 7,40 Kali 40 % — 12,00 Kalksaltpétur 15,5 % köfnunarefni — 17,40 Kalkammonsaltpétur 20,5 % — — 20,00 Brennisteinssár stækja 20,8 % — — 17,40 Tröllaœjöl 20 °/o — — 17,00 Leunaphos 20 7o — og 20 % fosfórsýra — 28,00 Sökum takmarkaðs innflutnings er vafasamt að hægt verði að fullnægja pöntunum sem ekki eru komnar fyrir 10 apríl næstkomandi. Áburðurinn verður aðallega, og eftir pví sem frek- ast er hægt, sendur með skipum Eimskipafélags íslands og eru kaupendur út um land beðnir að athuga pað, ef peir vilja miða pantanir sínar við ákveðnar ferðir. ibœrðarsala rlkisins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.