Alþýðublaðið - 30.03.1935, Side 2
LAUGARDAGINN 30. MARZ 1935
ALPÝÐUBLAÐIÐ
i
Skoðanamunur
Breta og Þjóðverja er
mikill, segir Simon.
LONDON, 28. marz. (FB.)
Á fundi í neðri málstofunni í
dag var gerð fyrirspurn af for-
manni Verkalý'ðsflokksins til Sir
John Simon utanríkismálaráð-
herra viðvíkjandi viðræðunum í
Berlín. 1 svari sínu. gat Sir John
Simon þcss, að höfuðiiigangurinn
með viðræðunum hefði veriö sá,
að aðilar kyntust sem bezt skoð-
unum hvor annars, og hefðu við-
ræðurnar að þessu leyti náð tii-
gangi sínum, því að hvor aðilinn
um sig hefði til lilítar getað kynt
sér sjónarmið og skoðanir hins.
Því kvaðst Sir John ekki vilja
leyna, að skoðanamunurinn væri
mikill. Hins vegar gæti hann ekki
gert ítarlega grein fyrir viðræðun-
um að svo stöddu, I>ar sem mál
þessi væru enn til ujjiræöu milli
hinna ýrnsu ríkisstjórna, og ráð-
stefna um þau yrði innan skamms
haldin. (United press.)
Frakkarherðaá
stríðsundirbúningnum.
LONDON, 28. marz.
Otflutningsbannið á ýmsum
frönskum hráefnum hefir nú verið
minkað, og nær einnig til trjá-
viðar, sem byssuskefti eða því um
líkt eru smíðuð úr. Franska stjórn-
in skýrir svo frá, að ekki sé
ætlunin að banna útflutninginn
skilyrðislaust, heldur sé ætlunin
sú, að nota útflutningsbannsheim-
ildina til þess að stjórnin geti
haft fulla íhlutun í útflutning
nokkurra vörutegunda.
Alment er álitið, að hinn mikli
þýzki innfiutningur á ull sé gerð-
ur til þess að vefa úr henni efni
í einkennisbúninga handa hinu
nýja herskylduliði.
Þjóðverjar svara með
pví að kaupa upp
vörur í Frakkíandi.
LONDON, 28. marz.
Þýzkir umboðsmenn hafa und-
anfarið pantað geysimikið af.vör-
|um í Frakklandi, og er nú sagt
að þetta stafi af því, að Þjóð-
verjar óttist það, að Frakkar ætli
innan skamms að segja upp
fransk-þýzka verzlunarsamningn-
um.
Nái laoptnaDDs.
LONDON, 28. spiarz.
Mál Hauptmanns kemur fyrir
áfrýjunarrétt 20. júní.
Þeensbyldnvinaa
ankin í Þjtzkalandi
LONDON, 28. marz.
Foringi þýzka verklýðssam-
bandsins sagði í dag, að innan
skamms rnyndi þýzka stjórnin
setja ný lög uni þegnskyldu-
vinnu, þannig, að hver. fulltíða
Pólska stjórnin
biðst iausnar
LONDON, 28. marz. (FB.)
Frá Varsjá er símað, að ríkis-
stjórnin hafi beðist lausnar og
hafi Moscicki ríkisforseti tekið
lausnarbeiðnina til greina. Kos-
lowski forsætisráðherra gegnir
forsætisráðherrastörfum áfram,
unz ný stjórn hefir verið mynduð.
Lausharheiðnin er afleiðing þess,
að þingið samþykti stjórnarskrár-
breyíingu þá, sem nýlega var um
símað, og eykur mjög vald rík-
isforsetans, og er fram komin til
þess að endurskipuiagning ríkis-
stjórnarinnar geti farið fram í
samræmi við hina nýju stjórnar-
skrá. (United Press.)
M stjéro ByodBð.
maður væri skyldaður til að inna
af hendi viss störf.
Hann kvað þetta vera eitt af
aðalatriðunum í stefnuskrá natio-
nal-socialista-flokksins og nauð-
synleg ráðstöfun til þess að
íryggja næga matvælafram-
leiðslu.
VARSJÁ, 29. marz. (FB.)
Valery Slovek hefir myndað
stjórn. Flann er aðalhöfundur
hinnar nýju stjórnarskrár. Hann
er sjálfur forsætisráðherra. Að
öðru leyti er skipun hinnar nýju
stjórnar í engu frábrugðin gömlu
stjórninni. (United Press.)
Bakarasveinafélag Islands
heldur fund á morgun, sunnudaginn
31. p. m. kl. 4 e. m. í Baðstofu Iðn-
aðarmanna.
Áríðandi að allir mæti.
Stjórnin.
Iðnsamband bygpigamanna.
Sunnudaginn 31. þ. m. kl. 2 e. h. verður almennur fundur hald-
inn í Iðnsambandi byggingamanna í Reykjavík, í Varðarhúsinu.
Umræðuelni:
Innflutningshöft á byggingarefnum.
Atvinnuinálaráðherra, fjármálaráðherra, formanni gjaldeyris- og
innflutnings-nefndar og þingmönnum Reykjavíkurbæjar er boðið á
fundinn.
Sambandsstjórnln.
Aubaar hvalveiðar.
OSLO, 28. marz. (FB.)
Frá Tönsberg er símað, að
Norðmenn ætli að auka að mun
hvalveiðar sínar í suðurhöfunr á
næstu vertíð.
Málaflutningur. Samningagerðir
Stefán Jóh. Stefánsson,
hæstaréttarmálaflm.
Ásgeir Guðmundsson,
cand. jur.
Austurstræti 1.
Innheimta. Fasteignasala.
_Lítið á nýju fataefnasýnishornin
hjá Leví, Bankastræti 7.
Eftir kröfu útvarpsstjórans í Reykjavík og að und-
angengnum úrskurði verða lögtðk framkvæmd fyrir ó-
greiddum útvarpsgjöldum, frá fyrra ári, að átta dögum
liðnum frá birtingu pessarar auglýsingar.
Hvað á ég að""hafa í matinn á
morgun? Beinlausan fisk, ýsu nýj-
an stútung, nætursaltaðan fisk,
kinnar, saltfisk, hausa, lifur og
hrogn. Alt í síina 1689.
Tekið á móti ársgjöldum V. K.
F. FramtiðinJ Hafnarfirði á Reykja-
víkv.rvegi 23 frá kl. 6—9 alla daga
Fjármálaritarinn Sveinlaug Por-
steinsdóttir.
Hjúkmnardeildin í verzl. „ ’a-
riis“ hefir ávalt á boðstólim
ágætar hjúkmnarvörur i>,eð
ágætu verbi. —
Lögmaðurinn í Reykjavík, 29. marz 1935.
Hafnarbílstöðin hefir síma
2006. Opið allan sólarhringinn.
Bjðra Nfiarsn.
Sparið peninga! Forðist óþr 'g-
jndi! Vanti yður rúður í glug ;a,
þá hringið í síma 1736, og verða
þær fljótt látnar L
1 sunnndagsmatinn:
i
Nýtt EismfakllSft saf MBipn.
Froslð dlikakpft.
Nýreykt hangikjðft o@ bfúgp.
Rjnpnr.
Rjúklingar og margt fl.
Matardeildin, Matarhúðin,
Hafnarstræti 5 Laugavegi 42.
Kjötbúðin, Kjötbúð Austurbœjar,
Týsgötu 1 Laugavegi 82.
Kjötbúð Sólvalla,
Ljósvallagötu 10.
1 0] M 1M m M
Til leigu 14. maí 2 herbergi og
og aðgangur að eldhúsi ódýrt, öll
þægindi, Uppl. íjsíma 4866 frá kl.
7—8 og" allan daginnjá ' Reykja-
vikurvegi 8, Skerjafirði.
Til leigu 2—3 herbergi og eld-
hús 14. maí næst komandi í Hafn-
aríirði. Uppb Lækjargötu 4.
Eih^rskrifborð.
Nokkur ný, vönduð eikarskrif-
borð til sölu á kr. 125 með
góðum greiðsluskilmálum. Alls
konar munir smíðaðir eftir pönt-
un, sérstaklega ódýrt. Upplýsing-
ar á Njálsgötu 78.
OTTO B. ARNAR,
löggilturútvarpsvirk i,
Uppsetning og viðgerðir á út-
varpstækjum.
Hafnarstræti 9. Sími 2799.
W. Somerset Maugham.
Lltaða blæjan.
12
Það var undarl-egt, iað hann að þessu sinni skyldi fara brott, án
þess að mæla orð til hennar. ’
Vitanlega fór því fjarri, að hún óttaðist hann, því, að öllu at-
huguðu, hvað gat hann gert? ; (
En henni tókst ekid alveg að ’bæla niður kvíðann. Hún endur-
tók enn einu sinni með sjálfri /sér það, sem hún ætlaði að segja
Við hann. Og hvað þýddi að ivera að g-era uppþot út af þessu?
Hún var hrygg, og guÖ mátti vita, að henni var það á móti
skapi, að fara að valda honum sársauka, e.n við því varð ekki
gert, þar sem hún elskaði hann ekki.
Öll látalæli voru viðurstygð og miklu betra að segja sann-
leikann afdráttarlaust.
Hún vonaði, að hann yrði ekki óhamingjusamur; en þeim hafði
báðum skjátlast, og hið eina skynsamíega var að viðurkenna það.
Og hlýlega skyldi hún alt af hugsa til hans.
En þótt hún segði þetta við sjálfa sig, greip hana skyndilegur
ótti, og hún fann svitann spretta út um sig aila. Og hún varð
reið við hann einmitt vegna hræðslunnar.
Vildi hann gera uppistand, pá hann um það; en búast mátti
hann við, að alt færi öðru vísi en hann gerði ráð fyrir.
Hún ætlaði að segja honum, að henni síæði öldungis á sama um
hann, og ávalt iðrast þess, að hafa gifst honum.
Hann var daufur og leiðinlegur. Ó, hvað hann hafði þreytt
hana óendanfega mikið. Það var hlægilegt hvað honum fanst
hann mikið betri en allir aðrir.
Hún hataði þóttafulla framkomu hans, kulda hans og miklu
varfærni. Það var svo sem auðvelt að hafa stjórn á sér og vera
stiltur fyrir þann, sem var öldungis sama urn alt og alla nema
sjálfan sig.
Hún hataði hann; hún hataði að láta hann kyssa sig.
Yfir hverju gat hann verið stærilátur? Hann danzaði for-
smánarlega, var leiðinlegur í samkvæmum, gat hvorki spilað né
sungið; hann gat ekki leikið póló, og í tennis var Kann rétt í
meðallagi. Svo var það snild hans í bridge. En hver kærði sig |
um bridge?
Kitty var búin að æsa sig upp í ógurlega reiði.
Hann skyldi bara ásaka hana, ef hann befði hug til þess.
Alt, sem skeð hafði var þó í raun og veru hans sök. Hún
hataði hann og óskaði, að hún þyrfti aldrei framar að Jíta hann
augum. Og hún var þakklát fyrir, að hann skyldi nú að endingu
fá að vita sannleikann. Öllu skyldi verai lokið á milli þeirra.
Því gat hann ekki látið hana í friði? Hann hafði ginnt hana
út í þetta andstyggilega hjónaband, og nú var þolinmæði hennar
þrotin. x
„Já, gersamlega, gersamlega þrotin,“ endurtók hún titrandi af
reiöi. — Hún heyrði vagn fara gegnum garðshliðið.
Hann var á leiðinni upp stigann.
Hann kom inn í herbergið.
Hjarta hennar sló ákaft og hendurnar titruðu. Til allrar ham-
ingju lá hún uppi í legubekknum. Hún hafði opna bók fyrir
framan sig og lét sem hún væri að lesa.
Hann staðnæmdist andartak á þröskuldinum, og augu þeirra
mættust.
Hugrekki hennar þvarr. Hún fann kaldan ónotahrylling Jæðast
ofurhægt út í hverja taug.
Andlit hans var náfölt. Einu sinni ,áður hafði hún séð það
þessu líkt. Það var í skemtigarðinum forðum, þegar hann bar
upp fyrir henni bónorð sitt. Dökk augu hans, starandi og órann-
sakanleg, virtust vera óeðliiega stór.
Hann vissi alt.
„Þú kemur snemma heim,“ mælti hún. — Varirnar titruðu, svo
að hún átti örðugt með að tala. Hún var skelfd og óttaðist að
hún félli í ómegin.
„Ég held að það sé á svipuðum tíma og venjulega.“
Henni fanst rödd hans undarleg. Hann reyndj að gera hana
blátt áfram og eðlilega, en það gat ekki dulist, að hún var
þvinguð.
Skyldi hann veita því eftirtekt, að hún titraði eins og laufblað
í vindi?
Með erfiðismunum tókst henni að kæfa ópið, sem var að
brjótast fram af vörum hennar. *
rlann ieit niður.
„Ég ætla að fara og hafa fataskifti.“
Hann fór út úr herberginu.
Hún gat ekki hrært legg né lið í nokkrar mínútur, því næst
reis hún með erfiðismunum upp af legubekknum. Hún var í vafa
um hvort fæturnir væru það styrkir að hún gæti gengið. Á Jeiðinni
út á svalirnar studdi hún sig við borð og stóla, og með aðra
höndina á þilinu hélt hún þaðan og inn í herbergi sitt. Hún
fór í tekjófinn sinn, og þegar hún kom aftur inn í búningsber-
bergi sitt, stóð hann við borðið og skoðaði myndirnar í „Skeích".
Hún varð að hleypaf í sig hörku, áður en hún gekk inn.
„Eigum við að fara niður? Miðdegisverðurinn er tilbúinn.“
„Hefi ég látið þig bíða?“
Það var hræðilegt, að hún skyldi ekki geta komið í veg fyrir
titringinn á vörunum. ,
Hvenær ætlaði hann að hefja máls á þessu?
Þau settust, og um stund var alger þögn. Þá sagði hann eitthvað
óheillavænlegt, að því er henni fanst, þótt það væri mjög blátt
áfram.
„The Empœss hefir víst ekki komi'ð í dag,“ sagði hann; „storm-
arnir hafa að líkindum tafið fyrir því.“
„Átti það að koma í dag?“
„Ja.“ ' J
Hún leit nú á hann og sá að hann einblíndi niður í diskinn.
Hann gerði aðra athugasemd, sem var jafn hversdagsleg og hin
fyrri, um tennis-kappleik, er haldast skyldi von bráðar, og hann
talaði mjög hægt og greinilega. Málrómur hans var venjulega
mjög þægilegur með hækkandi og lækkandi raddblæ, en nú var
hann harður og tilbreytingarlaus og einkennilega óeðlilegur.
Kitty fanst það líkast því, sem talaði hann við nana úr.mikilli
fjarlægð. Og alt af voru augu hans rígnegld við diskinn, borðið
eða myndirnar á veggnum. Hann vildi ekki lítai í augu hennar, og
hún þóttist vita að hann mundi ekki treysta sér til þess.
„Eigum við að fara upp á loft?“ sagði hann að loknum mið-
degisverði.
„Ef þú vilt.“
Hún stóð upp og hann hélt hurðinni opinni fyrir hana, hann
leit niður um leið og hún gekk fram lijá honum.
Þegar þau komu inn í dagstofuna tók hann myndablaðið sér
enn í ;hönd.
„Er þetta nýtt eintak ar „Sketcli"? Ég held að ég hafi ekki
séð það fyrri."
Það hafði legið þarnja í hálfan mánuð, og hún vissi, að hann
hafði margfarið yfir það. >’