Alþýðublaðið - 05.04.1935, Side 2
FÖSTUDAGINN 5. APRÍL 1935.
ALPÝÐUBLAÐIÐ
Neitað um vatn.
Aastnrrfki krefst leyfis til að
koma á almennri herskyldu.
Nýlega var felt í bæjarstjórn
Reykjavíkur að verða við beiðni
okkar, sem búum við Laugarás-
veginn, um að vatnsleiðsla yrði
íögð í veginn. Þetta er mjög illa
farið, og hlýtur að stafa af þekk-r
ingarleysi bæjarfulltrúanna á
þessu mikla nauðsynjamáli okkar.
Þeir hafa ekki kynt sér nógu
vel þær erfiðu kringumstæður,
sem við höfum orðið að búa við
sökum vatnsskorts, en það vita
þó allir, sem komnir eru til vits
og ára, að þar sem mannabú-
síaðir eru reistir, verður alt af
og æfinlega að hugsa fyrir því,
að nægilegt og heilnæmt vatn sé
fyrir hendi, og þessi staðreynd
hefir fyllilega verið viðurkend
þegar um byggingarlóðir bæjar-
ins hefir verið að ræða. Þar hefir
ekki fengist að byggja nokkurt
hús fyr en vatnsleiðsla væri kom-
in það nálægt lóðunum, að hægt
væri að ná til hennar frá hverju
einasta húsi. Ég býst nú við að
mér verði svarað því til, að þau
lönd, sem liggi að Laugarásveg-
inum séu á erfðafestu, og að
annað eigi að gilda um þau en
byggingarlóðir bæjarins, og að
bærinn hafi hvorki efni né ástæð-
ur til að leggja vatnsæðar um
alt bæjarlandið. Þetta getur verið
rétt, en við þetta er það að at-
hug, að bæjarlandið er mjög mis-
munandi að gæðum, bæði á þessu
sviði og öðrum. Á einum staðnum
getur verið knýjandi þörf fyrir
vatnsleiðslu, á öðrum stað getur
þannig hagað til frá náttúrunnar
hendi, að hægt sé að komast af
án dýrrar vatnsleiðslu. En þau
lönd, sem hér er um að ræða,
eru í tölu þeirra fyrnefndu. Ég
hika ekkl við að fullyrða, að þau
lönd, sem að Laugarásveginum
liggja, eru einhver allra hrjóstr-
ugasti bletturinn I bæjarlandinu,
svo að segja ein stórgrýtisurð, og
hvergi finst svo mikið sem smá
lækjarspræna, sem hægt væri að
nota sér vatn úr. Ég býst nú við |
að margur hugsi sem svo, að j
menn ættu að hafa vit á að
byggja ekki á slíkum stöðum, og j
að bærinn ætti ekki aÖ leyfa slíkt.
Ég býst nú við að fyrir forráða-
mönnum bæjarins hafi það fyrst
og fremst vakað, þegar þeir á-
kváðu að gefa bæjarbúum kost á
því að fá þetta land á erfðafestu
og skifta því í hálfs hektara reiti,
að gott væri fyrir bæinn að láta
einstaklingana brjóta þetta
hrjóstruga land og breyta því í
garða og gróandi tún, og er ekk-
ert við því að segja. Takmarkið
á að vera: alt bæjarlandið ræktað.
Þá er komið að þeim mönnum,
sem hreptu þessi lönd, og ég
ætla að taka það strax fram, að
nógir voru um boðið. Þeir litu á
þetta fyrst og fremst, að landið
lá mjög vel við. Sunnan í hlíð,
sem gat orðið einhver allra fai-
legasti staðurinn hér nærlendis,
þegar hún væri komin í rækt.
Þarna er heilnæmt loft og fögur
útsýn og ekki lengra frá aðalbæn-
um en sem svarar kortérs ferð
fyrir mann á hjóli, og þarna voru
menn lausir við umferðaskarkal-
ann. Þetta hvatti menn til að
taka löndin, en enginn gekk þess
dulinn, að vatnsleysið myndi
verða versta plágan á þessum
stað, en allir vonuðu að bæjarfé-
lagið hlypi þar undir baggann,
sem hann var þyngstur, og sýndi
þar með þessum borgurum sín-
um, að bæjarfélagið kynni að
meta verk þeirra manna, sem
legðu fram krafta sína til að
rækta og prýða bæjarlandið, og
menn biðu þolinmóðir, því þeir
vissu að aðalvatnsæðin til bæjar-
ins var of lítil, svo að oft varð
vatnsskortur í bænum. En svo
kom að því, aÖ vatnsleiðslan til
bæjarins var aukin að miklum
mun, svo að nú geta allir, sem í
bæjarlandinu búa, fengið nóg
vatn þess vegna, og við sendum
hverja beiðnina á fætur annari
til bæjarráðs um vatn, og nú
hefir okkur verið neitað um þessa
eðlilegu og sjálfsögðu kröfu okk-
ar.
Ég vil nú spyrja: Hvað meinar
bæjarstjórn með slíkri neitun?
Ætlast hún kannske til að við
getum lifað vatnslausir frekar en
aörir menn, eða á að dæma okk-
ur til að halda áfram að nota
vatn, sem okkur býður við, af
því við vitum, að alls konar c-
þverri blandast í það? Því varla
er það meiningin að flæma okk-
ur í burtu af þessum blettum,
sem gætu verið svo inndælir ef
ekki vantaði svona tilfinnanlega
heilnæmt vatn. Frá fjárhagslegu
sjónarmiði séð er það leikur einn
fyrir bæinn að verða við þessari
ósk okkar, því þessi leiðsla
myndi ekki kosta yfir 5—6 þús-
und krónur, og þetta verk mættij
láta vinna í atvinnubótavinnu, og.
með því móti yrðu þetta hverf-
andi lítil útgjöld fyrir bæinn, og
sá vatnsskattur, sem okkur yrði
gert að greiða myndi margborga
þau útgjöld, og bærinn þar með
hagnast á þessu nauðsynlega
verki. Að öllu þessu athuguðu er
ég að vona, að bæjarstjórn breyti
nú þegar þessari vanhugsuðu á-
kvörðun sinni og sjái svo um, að
fullkomin vatnsleiðsla verði lögð
í Laugarásveginn ekki síðar en
um mánaðamót maí og júní þ.
á, því þá má fara að búast við
vatnsleysi á þeim stöðum.
Að endingu vil ég geta þess, að
ég var einn af þeim, sem sóttu
sýningu Læknafélagsins í vetur,
og þar var meðal annars til sýn-
is Gvendarbrunnavatn og vatn úr
einhverjum brunni, sjálfsagt úr
bæjarlandinu, og munurinn var
mikill, og af því að þetta er í
sjálfu sér heilbrigðismál, þá vil
ég enda þessar línur með því að
skora á heilbrigðisráðið að beita
sér fyrir því, að þessi beiðni okk-
ar um heilnæmt vatn verði tekin
til greina sem allra fyrst.
Kristján Jóhannsson.
Frá Hafrsarfirði.
Botnvörpungurinn Haukanes
kom í fyrradag af veiðum, eft-
ir 10 daga útivist, með 103 föt
lifrar. Línuveiðarinn Örninn var
inni í fyrradag og hefir hann nú
aflað 40 smálestir. Kolaskip kom
í fyrradag til Hafnarfjarðar. —
Nokkrir bátar frá Hafnarfirði
stunda nú netaveiðar, og hefir
aflinn verið sæmilegur undan-
farna daga og fiskur góður. (FO.)
VINARBORG í gærkveldi. FB.
Ríkisstjórnin kom saman á fund
í gær og ræddi um endurskipu-
lagningu landvarnanna.
Hefir ríkisstjórnin að undan-
förnu, eftir því sem fullyrt er,
tjáð þríveldunum, að Austurríki
verði að fá aukinn herafla. Hefir
því verið búist við, að þríveldin
mundu leyfa Austurríki að auka
herinn, enda hefir Austurríki áður
lýst yfir, að það muni ekki efla
herinn án leyfis stórveldanna.
Austurríkismenn hafa nú 38 000
manna friðartímaher, eða 30 000
siðan friðarsamningarnir voru
gerðir og 38 000 síðan Dollfuss
kanzlari var myrtur.
Eftir því sem United Press
hefir fregnað vakir það fyrir aust-
urrísku stjórninni, að um raun-
verulega almenna herskyldu verði
að ræða, þó með þeim takmörk-
unum, að menn verða sérstaklega
valdir lil herskyldustarfa með það
Fjórir nýir
danðadómar yffr Nez-
istnm fi Lithanen.
LONDON í gærkveldi.
Lithauenski landsstjórinn í Me-
mel hefir sagt af sér, og stjórnin
í Lithauen hefir sent mótmæli til
þýzku stjörnarinnar út af ýmsu,
sem komið hefir fram á mótmæla-
fundum, sem haldnir hafa verið
1 Þýzkalandi vegna dómanna i
Memel-málinu.
I dag voru fjórir fleiri Nazistar
dæmdir til dauða, og enn nokkrir
í mismunandi langa fangelsisvist.
(FO.)
fyrir augum, að þeir séu trúir
stuðningsmenn stjórnarinnar.
Öllum vinnufærum karlmönnum
verður gert að skyldu að vera
vissan tíma í hernum, en að eins
þeir, sem stjórnhollir eru, verða
æfðir. (United Press.)
Styrjöldin breiðist út um
heim alían, ef hún brýzt
út, segir sendiherra
Sovét-Rússlands í Banda-
rikjunum.
LONDON í fyrrakvöld.
Sendiherra Rússd í Bandaríkj-
unum hélt ræðu í New York í
dag, og sagði meðal annars, að
ekki tjáði að loka augunum fyrir
því, að til styrjaldar gæti komið
hvenær sem væri.
Sagði hann, að fáir, sem fylgd-
ust með í heimsstjórnmálunum,
myndu ganga þess duldir, að c-
mögulegt yrði að takmarka stríð
við tiltölulega lítil svæði, og ekki
einu sinn við eina heimsálfu. Ef
— og — þegar til styrjaldar
kæmi, myndi hún geisa um allan
heim og verða ægilegri en menn
gætu gert eér hugmynd um,
vegna hinna geigvænlegu upp-
götvana visindamanna síðustu
árin. (FO.)
Verzlun
Hinriks Auðunssonar,
Hafnarfirði. Sími 9125.
Beztar vörur, bezt er verð
bregst ei þeim sem reynir.
Sjá þú munt er framhjá ferð,
fólksmergðin hvert streymir.
Kensla í barnaskólnnnm
hefst aftur mánudaginn 8. apríl.
Sk ólastjór ar nir.
Til sölu:
Jörðin Þjórsártún við Þjórsárbrú,
alkunnur greiðasölu- og verzlunar-
staður. Þar er nálægt 400 hesta tún,
véltækt, matjurtagarður, fallegur
blómagarður og ágæt beit fyrir
kindur og nautgripi. Þarna er á-
gætt tækifærí fyrir dugleg hjón,
sem jafnframt búskapnum vildu
stunda verzlun og greiðasölu.
Skifti á góða húsi í Reykjavík
gætu komið til mála. Nánari upp-
lýsingar gefur Jón Magnússon,
Njálsgötu 13B. Heima eftic kl. 6
síðd. Simi 2252,
Til sölu: 6500 kröna hús, með
miðstöð og þvottahúsi. Sömuleið-
is nýtt fremur lítið hús með verzl-
unarbúð, ásamt fjölda annara húsa.
— Jón Magnússon, Njálsgötu 13B
heima eftir kl. 6 síðd, Sími 2252.
Sel mörg REFASKINN næstu
daga með tækifærisverði. B. Sig-
valdas., Baldursg. 16.
Reiðhjólaviðgerðir beztar og
ódýrastar Laugavegi 64.
!-----------------------------------
| Tekið á möti ársgjöldum V. K.
F. Framtiðin^i Hafnarfirði á Reykja-
víkv.rvegi 23 frá kl. 6—9 alla daga
Fjármálaritarinn Sveinlaug Þor-
steinsdóttir.
Hvað á ég að hafa i matinn á
morgun? Beinlausan fisk, ýsu nýj-
an stútung, nætursaltaðan fisk,
kinnar, saltfisk, hausa, lifur og
hrogn. Alt í síma 1689.
Peningar! 3000—4000 kr. óskast
að láni gegn góðri tryggingu. Til-
boð leggist á afgreiðslu blaðsins
fyrir 10. þ."m. merkt „Iðnaður".
Sólrík 3ja herbergja íbúð með
öllum þægindum til leigu 14. maí,
Nöfn með fólksfjölda og atvinnu
sendist í afgr. blaðsins, merkt „6“
Odýr og góð hveiti í sekkjum og lausri vigt. Drííandi, Laugavegi 63, sími 2393.
W. Somerset Maugham.
. Litaðalblæjan
17
þinni. Hann vill um fram alt giftast mér. Dorothy Tovvnsend vill
gjarnan skilja við hann og við munmn gifta okkur undir eins og
við erum frjáls."
„Skýrði hann þér frá því með þessum orðum, eða er þetta hug-
mynd, sem þú hefir skapað þér sjálf fyrir samvistirnar við hann?“
Augu Walters lýstu af biturri hæðni. Kitty varð dálítið óróleg.
Hún var alls ekki viss um, að Charlie hefði nokkru sinni sagt
þetta með svona mörgum orðum.
„Já, hann hefir margsinnis sagt það.“
„Það er lygi og þú veizt að það er lygi.“
„Hann elskar mig meira en lífið í brjósti sér. Hann elskar mig
eins innilega og ég elska hann. Þú hefir uppgötvað alt og ég mun
engu neita. Hví skyldi ég gera það? Hann hefir verið elskhugi
minn í ^ieilt ár og ég er stolt yfir því. Hann er mér meira virði
en alt anna;ð í heiminum og ég fagna yfir því, að þú skulir nú
loks vita það. Við vorum orðin dauðleið á öllu þessu pukri og
laumuspili. Það var misgáningur einn, að ég nokkurn tíma fór að
giftast þér. Ég hefði aldrei átt að gera það. Ég var heimskingi.
Mér þótti aldrei hið minsta vænt um þig og við áttum ekkert
sameiginlegt. Mér geðjaðist ekki að þvi fólki, sem þér geðjaðist
að, og mér leiðast þau mál, sem þú hefir áhuga fyrir. Og ég fagna
yfir þvi, að nú skuli alt vera á enda.“
Hann horfði á hana og engin svipbrigði komu í Ijós á andliti
hans. Það, sem hún sagði, virtist engin áhrif á hann hafa, en
hann hlustaði með athygli.
„Veiztu af hvaða ástæðu ég giftist þér?“
„Af því þú vildir verða á undan Doris systur þinni út í hjóna-
bandið."
Það var satt, en það hafði einkennileg áhrif á hana að verða
þess vör áð hann vissi þetta. Þótt reiði hennar væri mikil á því
augnabliki, þá var ekki laust við að hún fyndi til meðaumkunar
með honum. Hann brosti dauflega.
„Ég gerði mér engar tálvonir um þig. Ég vissi að þú ert heimsk,
hégómagjörn og léttúðug. En ég elskaði þig. Ég vissi að markmið
þín og hugsjónir eru almúgalegar og lítilfjörlegar. En ég eiskaði
þig samt. Ég vissi að þú varst af lakara taginu — en ég elskaði
þig. Mér finst hlægilegt þegar ég hugsa um það, hversu mjög ég
gerði mér far um að hafa ánægju af hinu sarna og þú og einnig,
hvað ég lagði mig[ í líma til þess að hylja það fyrir þér að ég
var ekki fávís og almúgalegur í hugsunarhætti né gefinn fyrir
slúðursögur. Ég vissi að við skynsemi varst þú hrædd og ég gerði
alt, sem í þiinu valdi stóð, til þess að láta þig lifa í þeirri trú
að ég væri sama fíflið og hinir karlmennirnir, sem þú þektir. Ég
vissi að þú hafðir gengið út í hjónabandið með mér aðeins vegna
þess, að það var þér hentugast þá í svipinn. En ég elskaði þig
svo mikið, að ég skeytti ekkert um það. Að minni hyggju finst
víst flestum, sem elska án þess að ást þeirra sé endurgoldin, að
þeir hafi orðið fyrir þungu böli. Þeir verða gramir og reiðir, En
þannig var mér ekki farið. Ég bjóst aldrei við þvi, að þú myndir
elska mig. Mér fanst engin von til þess, því að ég hefi aldrei
áliíið sjálfan mig neitt elskulegan. Ég var þakklátur fyrir að mega
elska þig og ég var gagntekinn af fögnuði á þeim stundum er ég
heyrði að þú værir ánægð með mig eða þegar ég sá blíðuglampa
bregða fyrir í augum þínum. Ég reyndi ekki að trana ást minni
fram eða þröngva þér til að elska mig. Ég vissi að ég gat það
ekki og ég var á verði ef ástúð mín gerði þig óþolinmóða. Það,
sem eiginmenn yfirleitt telja sinn óskoraða rétt, leit ég á sem sér-
staka náð.“
Kitty, sem var vönust smjaðri og fagurgala, hafði aldrei fyrr;
heyrt talað til sín á þennan hátt. Ofsafengin reiði, sem rak allan
ótta á brott, vaknaði í brjósti hennar. Henni fanst hún vera að
kafna og æðarnar á gágnaugum hennar þrútnuðu. Særð hégóma-
girni getur gert konu reiðari heldur en ljónynju, sem er rænd
ungum sínum. Það kom kipringur í andlitsdrætti hennar og heift-
in brann í augum hennar. En hún hélt tilfinningum sínum í
skefjum.
„Hafi karlmaðurinn ekki þá eiginleika til að bera, sem vekja
ást hjá konunni, þá er það hans sök, en ekki hennar.“
„Auðvitað."
Háðið í född hans gerði hana ennþá æstari. Hún fann, að hún
gat sært hann dýpra með því að vera róleg.
„Ég er hvorki mentuð né gáfuð. Ég er blátt áfram og óbreytt
kona. Mér geðjast hezt að því, sem ég hefi vanist frá fyrstu
bernskudögum mínum. Mér þykir gaman að danzi, tennis og að
fara í ilieikhús. Það ier alveg satt, að már hefir alt af þótt þú leið-
inlegur og einnig alt það, sem þú hefir haft áhuga fyrir. Fyrir
mig er það alt einskis virði.“
„Já, ég skil þig.“
„Mér þykir leitt, að ég skuli ekki hafa getað orðið þér eins góð
og þú væntir, en mér hefir alt af fundist þú ískaldur og fráhrind-
andi. Og þú getur naumast ástakað mig fyrir það.“
„Ég geri það heldur ekki.“
Kitty fanst aÖ alt myndi hafu orðið henni léttbærara, ef hann,
hefði aðeins verið hamslaus og æstur. Hún hefði þá getað goldið
í sömu mynt. Sjálfstjórn hans vár ómannleg og hún hataði hann
nú meir en nokkru sinni áður.
„Mér finst það nú því líkast, að þú sért eigi karlmaður. Því
brauzt þú ekki inn í hei'bergið, þar sem þú vissir að ég va,r jtar
með Charlie? Þú hefðir þó alt af getað gert tilraun. Varstu snreyk-
ur?“
En jafnskjótt og hún hafði sagt þetta, roðnaði hún af sneypu.
Hann svaraði ekki, en hún las ískalda fyrirlitningu í augum hans.
Dauft bros lék um varir hans.
„Kannske það megi hið sama um mig segja og fræga persónu í
sögunni, að ég hafi veriÖ of stoltur til að berjast.“
Kitty ypti öxlum, hún gat engu svarað. Um stund einblíndi
hann á hana.
„Ég held að ég hafi lokið máli rnínu — neitir þú að fara til
Nei-tan-fu, þá mun ég afturkalla tilboð mitt.“
„En hvers vegna viltu ekki fallast á skilnað?"
Nú Ioks leit hann af henni. Hann hallaði sér aftur á bak í stóln-
um og kveikti sér í vindlingi. Hann reykti hann án þess að mæla
orð. Að því búnu brosti hann og leit enn einu sinni á hana.
„Ég mun samþykkja skilnað, ef frú Townsend vill gefa mér
tryggingu fyrir því, að hún ætli að skilja við marin sinn, og ef
maður hennar vill láta mér; í té skriflegt loforð um, að hann ætli
að ganga iað eiga þig, áður en vika er liðiri frá því að ákvörðun
þessi er gerð gildandi.“
Það var eitthvað í rödd hians, sem stakk hana ónotalega. En
sjálfsvirðing hennar knúði hana til að taka boði hans fegins hendi.
„Það er mjög göfugmannlegt af þér, Walter.“
*