Alþýðublaðið - 05.04.1935, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 05.04.1935, Qupperneq 3
FÖSTUDAGINN 5. APRÍL 1935. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUB3.AÐIÐ 'OTGEFANDI: ALÞÝlUFLOKKURINN R1 T S T J Ó R I : F. R. V/ LDEM ARSSON Ritstjórn og afgreiðsla: Hvt ífisgötu 8-10. SÍMAR: 4900-4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingár. 4901: Rítstjcm (innlendar fréttir).| 4902: Ritstjcri. _____ 4903: Vilhj. S. Vihjálmss. (heima). 4904: R. Valdemarsson (heima) 4905: Prent: miðjan. 4906: Afgreiðsbn. ÞiogfrestDflin. EINS og öllum er kunnugt, var pað tillaga Alþýðuflokksins á þinginu. í vetur, að þingið yrði ekki kvatt saman fyr en í haust. -U2’ Þau rök féllu undir þessa til- iögu, að ljóst var þá þegar, að slík óvissa ríkti um alla afkomu atvinnuveganna á þessu ' ári, að lítt hugsanlegt var að afgreiða fjárlög fyrir árið 1936 í ársbyrj- un 1935: Þá var og á það bent, að tíminn frá því að þingi var slitið nu um áramótin og til 15. febrúar, sem er hinn lögboðni samkomudagur alþingis, var í alla staði ónógur til þess að búa þau mál í frumvarpsform, sem ákveðið var að leggja fyrir þing- ið. Að þessu ráði var þó ekki horf- iÖ, heldur hinn kosturinn tekinn, að kalla þingið saman á venju- legum tíma. Hins vegar er nú öllum orðið ljóst, að þau rök, sem Alþýbuflokkurinn bar fram fyrir þingfrestun í haust, eru í alla staði rétt, og nú hefir verið horfið að því ráði, sem betur hefði verið fyr gert, að fresta, þinginu til hausts. Sé litið yfir sögu þessa þings, verður ekki annað sagt en að þingið hafi verið fremur verka- smátt. Þetta er ekki sagt til þess að víta þingmenn fyrir starfs- leysi, heldur er þetta eðlileg af- leiðing af því, að þingið var kall- að saman á óheppilegum tíma. En þrátt fyrir þetta verður því ekki neitað, áð þingið hefir þeg- ar afgreitt nokkur’ merk mál. Má þar fyrst tilnefna lög um skulda- skil smáútgerðarinnar, lög um hæstarétt o. fl. Einnig er þess að gæta, að ýms mjög merk mál hafa verið lögð fyrir þingið og þegar rædd þar nokkuð, en það, að þingi er frestað, en því ekki slitið, leiðir "til þess, að meðferð mála verður tekin upp á haust- þinginu, þar sem frá var horfið á þessu þingi, þannig, að t. d. mál, sem hefir gengið í gegnum 2. umræðu, getur komið til 3. umræðu þegar í þingbyrjun í haust. Engu verður um það spáð, hver verði mestu vandamál þingsins í haust. Atburðir, sem okkur eru með öllu óviðráðanlegir, atburðir, sem stafa af markaðsörðugleikum úti í heimi, verða ef til vill or- sakir þeirra viðfangsefnia, sem þingið verður fyrst og fremst að beina kröftum sínum að, og þarf ekki að efa, að stjórnarflokkarn- ir muni horfast með einbeittni í augu við þau vandræði, sem að kunna að steðja, og bæta úr þeim sem bezt verður auðið. Skákþing Norðlendinga. Sjöunda umferð í 1. flokki skákþings Norðlendinga fór þannig: Guðbjartur vann Þöri, Guðmundur vann Möller, Haukur vann Jón Sörenson, Eggerz vann- Stefán, Sveinn vann Jón Sigurðs-. son. í öðrum flokki voru hæstu vinningar eftir 9. umferð: Hjálm- ar 7, Júlíus 6V2, Gunnlaugur 6, Björn Axfjörð 5V2, Unnsteinn 5V*. Vestur - Islendingur um ísland. Valdimar Björnsson hét ungur Vestur-Islendingur, sem ferðaðist hér um landið síðast liðið sumar. Hafði hann aldrei séð Island áð- ur, því að hann er fæddur vestra. í nýkomnu „Lögbergi“ er skýrt frá því, að hann hafi flutt erindi í þjóðræknisfélaginu „Fróni“ í Winnepeg um ísland eins og það kom honum fyrir sjónir, og er erindið birt í blaðinu. Vegna þess, að ýmislegt í er- indinu er skemtilegt, birtast hér örfáir kaflar úr því. Mun ýmsum t. d. þykja skoðanir hans á því, hvað sé socialismi, dálítið bros- legar. „Fg þekti ísland að eins af frá- sögnum og lestri, þangað til ég sá það fyrst seint í júlímánuði í fyrra. Náttúrlega hafði ég miklu gleggri hugmynd um það en margir Ameríkumenn, áður en ég fór af stað. Ég hafði talað við marga, sem höfðu verið þar ný- lega, svo ég vissi nærri því við hverju ætti að búast þegar þang- að kæmi. Það var £kki nauð- synlegt að leita til ráða eins mik- ið eins og erlendir ferðamenn gerðu oft fyrir nokkrum árum síðan. Ég gat fundið kraftinn í lands- lagi og útsýni þessarar litlu eyjar. Það hreif mig eins og það hefir hrifið svo marga aðra, að sjá ís- kalda jökla skamt frá sjóðheitum hverum, grænar grundir í grend við grjót og hraun, spegilslétt stöðuvötn nálægt tröllslegum, dynjandi fossum. En það er ekki til nokkurs fyrir mig að reyna að -lýsa til- finningum mínum um landið sjálft. Ég hefi ekki það vald á málinu, að ég geti lýst því til hlítar — og þið hafið svo oft lesið og hlustað á slíkt. Ég ferðaðist töluvert um landið — kom1 í allar nema sex sýslur, og var jafn hrifinn af landinu og fólkinu hvar sem ég fór. Það er ýmislegt þar að auki, sem hrífur aðkomumann, í stiefnum og þjóðlífi íslendinga, sem vert væri að beina athygli að. Fyrst og fremst varð ég var við fjörið og áhugann í pólitíska lífinu undir eins og ég kom. Stjórnarskifti fóru fram vikuna sem ég kom til landsins. Kosn- ingar höfðu farið fram snemma; um sumarið, og ný stjórn var mynduð þremur dögum eftir að ég kom til Reykjavíkur. Eins og þið vitið öll, vann Sjálfstæðisflokkurinn 20 þingsæti í kosningunum, Framsóknarmenn unnu 15 sæti, Alþýðuflokkurinn 10, Bændaflokkurinn 3 og svo taldi einn sig utanflokka. Nýjaj stjórnin varð samsteypa Alþýðu- flokks- og . Framsóknarflokks- manna, sem hlutu 25 sæti til sam- ans á móti 24 í flokkum andstæð- inga. Á þessum skeikula grundvelli — meiri hluta eins atkvæðis — var nýja stjórnin bygð. Og hún byrjaði starf sitt strax með rót- tækri stefnuskrá og óendanleg- um bráðabirgðalögum, og þeg- ar þingið kom saman í október voru fastar ályktanir þess fram- hald loforðanna um umbætur og byltingu. Það er líkast til bezt að ég fari ekki að fella neina sleggjudóma um íslenzk stjórn- mál — þetta á ekki að vera póli- tísk ræða. En það er auðséð, að á Islandi1, í pólitík sem á götum og brautum, er vikið til vinstri. Norðurlöndin öll hafa lengi haft meira af því, sem við köll- um „socialism", heldur en mörg önnur lönd. Það er fróðlegt að gá að því, hvernig þessi hreyfing hefir stöðugt verið að aukast á íslandi. Fyrsta sýnishornið er ár- ið 1906, þegar síminn kemur til landsins. Síminn varð stjórnar- fyrirtæki þá og hefir ávalt verið það síðan. ... Útvarpinu fanst mér vera ágætlega hagað í alla staði. Framfarir voru vel mögulegar í hljómlistinni, en tilraunir í þá átt nú virðast hafa bætt úr ófullkom- leikum á því sviði í skemtiskrám. Otvarpsnefnd er kosin á hverju ári; fimm menn skipa hana, full- trúar ýmsra flokka í þjóðlífinu — og það, sem er mest minnis- vert, er, að í þessari nefnd er útvarpsnotendum gefin viður- kenning. Þeir kjósa einn nefndar- meðlim, og þótt ég viti ekki mik- ið um ástandið í Canada, þá veit ég að í Bandaríkjunum myndu útvarpsnotendur fegnir þiggja leyfi að hafa eitthvað að segja um ruslið, sem er ausið yfir þá á hverjum degi í útvarpsskrám. Fyrirlestrar, fróðlegir og skemti- legir, eru oft íluttir í íslenzka útvarpið. Þar er líka greinilega sagt frá helztu fréttum, og sér- staklega fanst mér vel farið með erlendar fréttir. . . . Landið hefir ekki nema 110 þúsundir íbi.a, en stjórnarfar þess fanst mér fult eins flókið eins og hjá okkur í Bandaríkjunum, og þá er mikið sagt. Islendingar hafa nýjar pólitískar áætlanir, nýjar stofnanir, nýja skatta. . . . Aftur á hinn bóginn er mikið í skattafyrirkomulagi á Islandi, sem við gætum vel notað sem for- dæmi. Opinberar tekjur þarkoma aðallega frá sköttum á fjáríekj- um og erfðum. Fasteignir bera ekki nærri því þá byrði, sem er hlaðið á þær í þessu landi. Ég var á mörgum stórjörðum úti í sveit í fyrra, og þar var fast- eignaskatturinn vanalega ekki meir en 30 krónur — en í kaup- stöðum og í Reykjavík vorufast- eignaskattar margfalt hærri. Tekjuskatturinn er aðalskatturinn — og hann er þungur. Hann nam frá 6 til 26 per cent. Þegar ég kom til íslands í fyrra sumar, var það eitt það fyrsta, sem nýja, stjórnin gerði, að auka hann umj 40 per oent. Eitt, sem mér fanst mest eftir- tektarvert við skattafyrirkomulag- ið á Islandi, var útsvarið. Hrepps- nefndum og embættismönnum í kaupstöðum er skipað að jafna niður útsvarinu fyrir 30. nóvem- V>er hvert haust. Sá skattur á að leggja til alla þá peninga, sem þarf fyrir áætluð gjöld eftir að eignar- og tekju-skattar hafa ver- ið teknir inn í reikninginn. Til a'ð mynda, ef að 1000 krónur vantar í einum hreppi þar sem 100 íbú- ar dvelja, þá er ekki aðferðin sú, að leggja 10 króna skatt á hvert mannsbarn. Lögin segja rækilega frá þvi, hvernig útsvarinu eigi að vera niðurjafnað. . . . Hér er auðséð ein hugsun gegn- um allar lagagreinarnar — sú, að haga byrðinni eftir mætti einstak- iingsins að bera hana. Fyrirkomu- lagið er réttmætt og ágætlega skipaö. Það dugir kannske að segja, að slík niðurjöfnun sé vel möguleg; í litlu landi með svo fá- um íbúum, en samt er það vel hægt fyrir stærri þjóðir að læra mikið af þessum dæmum. Það er líkast til oft talað á þjóðræknisþingum um að ung- dómurinn ætti að læra íslenzkt mál. Það er æfinlega létt fyrir unglinga — og auk heldur út’end- inga — að læra eitt á Isíandi, og það er að blóta. Hefði það verið nauðsynlegt fyrir mig að stunda nám' í þeirri sérfræði, þá hafði ég sannarlega eitt gott tækifæri í fyrra sumar. Það va.r í samtölum við kaupmenn, eða menn, sem höfðu einhvern tíma á æfinni haft verzlanir á hendi. Þeir bölvuðu flestir stjórninni svo myndarlega, að það gæti vel hafa vakið aðdá- un sem list — og sérstaklega veltu þeir sér yfir kaupfélögin með velvöldum illyrðum. Kaupfélögunum hefir fariðmik- ið fram á íslandi þessi síðustu árin — en þó má næstum því segja að þau séu algerlega að drepa prívatverzianir. Eitt meðal annars, sem hreif mig á Islandi, var mentalífið í heild sinni — stofnanir og lög vibvíkjandi fræðslumálum. Það er ekkert nýtt að segja íslendingum frá því, en það er eftirtektarvertl fyrir aðkomumenn, vana við margt, sem ólíkt er í þeirra eigin löndum. Til dæmis er ekki ætlast til þess á Islandi, að börnin læri að lesa og skrifa í skólunum. Þau eiga að læra það alt heima, og engir eru skyldugir að ganga á skóla nema frá því þeir eru tíu ára að aldri þangað til þeir eru fjórtán. Lögin viðvíkjandi fræðslu barna flytja margt, sem er skemti- legt og fróðlegt að athuga. Til dæmis þessi grein: Hvert barn, sem er fullra 14 ára, á ekki að- eins að geta lesið móðurmálið skýrt og áheyrilega og skrifað það nokkurn veginn ritvillulaust og mállýtalaust, en líka á það að „kunna utanbókar nokkur ís- lenzk kvæði, helzt ættjarðarljóð og söngljóð, og geta skýrt rétt frá efni þeirra með sínum eigin 1 orðum“. íslendingar hafa of marga lækna og lögmenn. Það, sem þeir þurfa heTzt með, er að ungir menn fái mentun í tekniskum fræðum, svo að þeir verði betur undirbúnir til þess að tryggja, viðhald og framfarir fiskiútgerð- arinnar og landbúnaðarins með öllum nýtízku umbótum, til þess að þeir geti notið mentunarinnar toeir i gagnlegum störfum hvers- dagslífsins. Leiðandi menn viður- kenna þetta á íslandi, rétt eins og leiðandi menn hér í þessu landi vita það nú, að það dugir ekki að undirbúa svo marga fyrir lífsstörf þar sem fjöldinn allur í þeim störium getur ekki, undir þeim kringumstæðum, sem nú ríkja, séð fyrir sér. Margt annað festir sig í huga manns, sem dvelur aðeins stutta stund á Islandi. Framfarir voru alls staðar auð- sjáanlegar á íslandi. Reykjavík hefir .stöðugt verið að vaxa; fólksfjöldinn hefir aukist um 1500 manns á hverju ári nú í nokkur ár. I sumar, þegar ég var þar, var verið að byggja 24 hús í vesturhluta borgarinnar og 55 í- búðir í aus.urhlutanum. Þýzkt fyrirkomulag hefir áhrif á allar byggingar nú — Fúnkis-stíllinn svokallaði, stéinsteypuhús mað flöt þök, og fremur ljót a’ð utan, efíir mínum sniekk. Að innan eru húsin afar-vel vönduð. Það er kannske þjóðareinkenni hjá ís- lendingum að lifa betra lífi en þeir hafa eiginlega efni á. — Það virðist oft vera svoleiðis í þessu landi, og máske að það sé svipað því heima. Að minsta kosti sá ég í þessum nýju Reykjavíkur- húsum alls staðar dýra og fallega húsmuni, nýtízku þægindi fyrir húsmæður, og alt myndarlega og smekklega frá gengið. Málverk , eftir íslenzka listamenn voru á I veggjunum í flestum heimilum þar sem nokkur efni voru, og það var auðséð að fólkið lifði góðu lífi. Notkun sláttuvéla er að færast í vöxt; framfarir eru smátt og smátt að breyta sveitalífinu. Kvenfólkið í einum hreppi notar sömu prjónavélina — hún gengur hús úr húsi, og á fáeinum dögum er hægt að prjóna alt, sem nauð- synlegt er fyrir veturinn. Heimilisfólkið safnast ekki sam- an í baðstofunum að þæfa, kempba, spinna, prjóna — og lesa sögurnar upphátt — eins og það gerði fyrir mannsaldri síðan. Framfarirnar hafa verið margar — en þær hafa borið með sér glötun margs þess, sem fólk tap- ar með söknuði. Það er svo margt, sem ungur Vestur-Islendingur getur lært af því að heimsækja ættlandið sitt. Það, sem mun dvelja lengst í minni hvers þess manns, sem fer þangað, er hin aukna þekking á þjóðerni sínu. Þjóðræknin sjálf er aflið, sem dregur okkur saman á þessari stundu. Við erum rneira eða minna í deilum um ýmsmál, en ég held að við séum öll á sömu skoðun í því, að gera hið ítrasta til þess að varðveita þau dýrmætu öfl 0g sérkenni, sem föðurarfur okkar flytur með sér. Það er margt í eðli íslendinga, sem vel mætti gleymast. Ágrein- ingur, oft æstur og óumburðar- lyndur, skiftir voru litla þjóð- broti í flokka tímum saman. Heima á Islandi er æsingin og rifrildið í pólitíkinni, eins og er oft hjá okkur þessa megin hafs- ins. Við Vestur-íslendingar höfum enga pólitík okkar á milli, sem hægt sé að rífast um, svo í stað þess rífumst við um trúmál, um persónuleika, og einu sinni á hverjum þúsund árum um heim- ferðir. Slíkum tilhneigingum — ef þær eru í eðlisfari íslendinga — væri gott að gleyma sem allra fyrst.“ Guðspekifélagið. Bók hr. Dahls, sem Hallgrímur Jónsson segir frá í kvöld í Reykja- vikurstúkunni heitir: Dauði, hvar er þinn broddur?^Gestir velkontnir. Úrval af alls konar vörum til tæRifærisgjafa. Haraldur Hagan, Sími 3890. Austurstræti 3. Takið e tir! Harðfiskur, íslenzkt smjör, Egg, Ostar. Ávalt bezt í Verzl BREKKU Bergstaðastræti 35. Sími 2148. Útgerðarmenn! Úrvals rúllupylsur í heilum tunnum. Hjðtbðð Rejrkjavíknr, sími 4769. Notið daginn vel! líl En það gerið þér með því að líf- tryggja yður hjá S V E A Aðalumb. fyrir ísland: C. A. Broberg, Lækjartorgi 1. Sími 3123.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.