Alþýðublaðið - 18.04.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.04.1935, Blaðsíða 2
FIMTUDAGINN 18. APRIL 1935. ALPÝÐUBLAÐIÐ VORFÖTIN Fmkkinn er síöur, meÖ stórum kraga og börmum og beltislaus. I Liiaval. Pilsið og frakkinn eiga að vera úr sama efni, með t. d. djúpum rafgulum grunnlit með ljósari köflum. Á blúsunni þyrfti þá að vera litur líkur ljósari litn- um og á jakkanum litur líkur peim dekkri. Einnig mætti nota j saman bláan og gráan lit, eða ! einhverja 2 liti, sem vel fara j saman, alt eftir jwí, sem hverri hæfir bezt. Til leiðbeiningar þeim, sem sauma sjálfar, er rétt ;að eyða fáeinum orðum að pilsinu. Hvað eftir annað rekur maður augun í hvað konur eru kærulausar i vali sniða á , pilsin. Hér eru nokkur atriði, sem vert er að athuga, hegar þetta pils er saumað: Pilsið er sniöiA i 7 íhlutum, sem eru: 4 hliðarstykki, 1 framstykki og tvískift afturstykki. Stykkin eru sniðin þannig, að þau mjókki upp. Bakstykkið er klipt út í eitt og síðan lagt saman, þannig, að hiiðarsaumarnir mætist, því næst er það klipt í sundur eftir brot- inu, sem þá myndast í miðjunni, HÉR á landi, þar sem allra veðra er von, ættu sem f'estar stúlkur að vera svo hegsýnar, að fá sér klæðn- að líkan þeim, sem sýndurer á mynd. A. Hann er sett- ur saman af mörgum hlut- um, með sam- svarandi lit og gerð, þann- ig að þeir mynda eina samstæða heild, en má þó nota þá hvern út af fyrir sig, eftir því sem veð- ur leyfir. Efn- i'ð er „tweed“, sem hægt er að fá í rnörg- um Jitum og ger'ðum, og sem reynst hefir mjög tieppilegt í slík föt. Bliussan á að vera úr silki. Hún er með einkar látlausu sniði. Framstykkið er hnept út á aðra hliðina, ermarnar eru alveg sléttar, i hálsinn er nokkurs konar flibbi, sem er breiðari til endanna, sem síðan eru hnýttir og haldið sam- an með einni af þessum nælum með upphafsstöfum, sem nú tíðk- ast svo mjög. Pilsið er með sportsniði, slétt að ofan með mörgum saumum. Jakkinn er alveg sléttur og kr,agalaus til þess að blúsan geti no'.ið sín. Hann er skneyttur hnöþpum og beltisspennum. Páska* blússur úr nýtízku efni. „Charmeasette“ sem má pvo og haldast alt af jafn- falleg. PEYSUR og SUMARPILS. Kjóiar með slá o, i). nýiungar. ItlNON, Austurstr. 122. Opið 11—121 s 2-7. og alt slðan sniðið til eftir vext- inum. Til þess að pils geti farið Vel í mittið, verða saumarnir að liggja beint upp á a. m. k. 5 cm. bili í mittisstað, þar fyrir neðan má sníða þá á ská. Með því að fara eftir þessum ráðum ætti hver handlagin kona að geta saumað pils, svo vel fari. B. KJÓLL MEÐ SLÁI. C. KJÓLL MEÐ BOLERO- J A K K A. Að endingu eru nokkur orð um hina svonefndu „bolero“-treyju, sem nú er að verða algeng, enda; þykir mörgum hún kvenlegri en hinn alkunni aðskorni, hneptí sportjakld, og er þannig nokkur Á þessum útikjól, — sem er marineblár — er slá, sem nú tíðkast mikið, og er haft með öllum lengdum, jafnvel stundum svo sítt, að lítið vantar á að það sé jafnsítt pilsinu. Kraginn í hálsinn er búinn til úr langri „piqué“-ræmu, sem er hnept að aftan. Langi slaufuendinn að framan er hneptur við kjólinn, eins og sést á myndinni. Nú er aigengast að ermarnar séu hálf- langar, en það hefir í för með sér, að nota verður háa hanzka. tilbreyting í því, að nota slíka treyju. Henni er haldið saman í i hálsmálið með gríðarstórri slaufu, j sem hægt er að láta leggjast nið- i ur á axlirnar eða láta standa ' beint út í loftið — eftir vild. Regnhlífar" teknar til viðgerðará Luafásvegi 4. Góðar og ódýrar sportbuxur sel- ur Gefjun, Laugavegi 10. — Sími 2838. i Húsmæður! Munið fisksimann 1689. Laugavegs-Automat selur 3 rétti matar fyrir 1 krónu. Stórt steinhús í Austurbænum tii sölu. Tvær íbúðir lausar. Lítil útborgun. Skifti á minni eign gætþkomið til greinr. A. v. á. Höfum selt i umboðssölu þessi númer: Nr. 2, nr 3, nr. 5,’"nr. 12, nr. 15. Sækið andvirðið og hafið seði'inn með. Opið frá kl. 1 til 5 e. m. Hitt og Þetta, Laugavegi 47. Höfum kaupanda að notuðu orgeli. Framboð þurfa að vera komin fyrir kl. 5 á jaugardag. Opið 1--5 e. m. Hitt og Þetta Laugavegi 47. TIWVNNINGAR Spegillinn kemur út á laugard. Sölubörn afgreidd ailan daginin í bókaverzl. Þór. B. Þ'orlákssonar, Bankastræti 11. Til leigu 14. maí 3 stofur og eldlnis með þægmdum á góðum stað i Austurbænum. Upplýsingar i síma 2937. Kennara vantar litla íbúð. Fyr- irframgreiðsla. Sími 2265. 14. maí óskast til leigu 2 her- b :rgi og eldhús í Austurbænum. Skilvís greiðsla. Tilboð merkt „14“ sendist Alþyðublaðinu. Hangikjðtlð góða af Hólsfjðllum kaupa allir f Drffanda, Laugav. 63, simi 2393. ' 1 ! 1 j W. Somerset Maugham. Litaða blæjan. 30 ' ; „Ó, þetta er svo hræðilegt!" „Hvað — dauðinn?“ „Já. Þegar hann er annars vegar, fölnar alt og verður svo fá- hýtt og lííilförlegt. Horfi maður á beiningamanninn, er varla unt að gera sér það í hugarlund, að hann hafi nokkurn tíma verið lifandi. Ög það er 'svo þungbært og undarlegt, að hann, sem IííiLi drengur, skuli. ekki alls fyrir löngu hafa hlaupið hér upp og niður hæðina og leikið sér að flugdreka sínum — en nú liggja kaidur nár.“ Hún gat ekki stilt ekkann, sem nú var að brjótast fram. Nokkrum dögum síðar sat Waddington hjá Kitty og var með whiskyglas fyrir framan sig. Þá fór hann að tala um klaustrið. „Priorinnan er mjög eftirtektarverð kona,“ sagði hann. „Syst- urnar segja mér, að hún tilheyri háttsettri og göfugri fjölskyldu í Frakklandi, en þær vilja ekki nafngreina hana, segja, að prlor- innan vilja ekki að um það sé rætt.“ „Því spyrjið þér hana ekki að því, ef yður langar til að vita um það?“ spurði Kitty. „Ef þér þektuð hana, mynduð þér sannfærast um, að frekju- lega spurningu er ekki unt að bera upp fyrir henni.“ „t sannleika hlýtur hún að vera mjög eftirtekíarverð, fyrst hún vekur slíka lotningu hjá yður.“ „Ég er með skilaboð frá henni til yðar. Hún bað mig um að segja yður, að ef þér árædduð að fara gegnum drepsótt borgar- innar, þá myndi henni verða það mikið ánægjuefni oð sýna yður klaustrið." Það er mjög fallega gert af henni; ég hélt að hún.hefði ekki einu sinni hugmynd um að ég væri til.“ „Ég hefi talað við hana um yður, því að ég fer þangað tvisvar eða þrisvar í viku til þess að grenslast eftir, hvort ég geti nokkuð gert. Svo þykist ég vita, að maðurinn yðar hafi minst á yður. Þér skuluð ekki láta það koma yður á óvart, þótt þér finnið þar tak- markalausa aðdáun á honum." „Eruð þér katólskur?" Kesknisfull augu hans glömpuðu og í andliti hans voru hlátur- kippir. „Hví glottið þér framan í mig?“ spurði Kitty. „Getur nokkuð gott komið frá Galileu? Nei, ég er ekki katólsk- ur. Ég segist vera meðlimur ensku kirkjunnar og með því gef ég meinleysislega í skyn, að ég sé heldur trúlítiM. Þegar prior- innan kom hingað fyrir tíu árum, voru sjö nunnur með henni og 'af þeirn lifa nú aðeins þrjár. Af því getið þér ráðið, að Nei-tan-fu er engin heilsuverndarstöð, jafnvel þegar be,zt lætur. Þær eiiga heima í miðri borginni, í fátækrahvierfinu, og vinna mjög mikið og eiga aldrei frídag.“ „En eru þær þá þrjár núna, fyrir utan priorinnuna?“ „Nei, nei. Aðrar hafa komið í þeirra stað. Nú sem stendur eru þær sex. 1 byrjun drepsóttarinnar dó ein þeirra úr kóleru, en þá komu tvær frá Kanton.“ Það fór hrollur um Kitty. „Er yður kalt?“ „Nei.“ „Þegar þær yfirgefa Frakkland, þá gera þær það fyrir fult og alt. Þær eru ekki eins og protentantisku kristniboðarnir, sem hafa, heils árs orlof alt af öðru hvoru. Ég er þeirrar skoðunar, að ein- mitt það sé hið allra þungbærasta. Við Englendingar eruin ekki neítt sérstaklega fast tengdir við móðurmold fósturjarðarinnar. Vér getum náð að festa ræíur hvar sem e(r í heiminum, en böndin, sem tengj'a Frakkann við heimalandið, eru svo sterk, að hann festir naumast yndi annars staðar. Og mér finst átakanleg fórnin, sem þessar konur hafa fært, en ég held, að væri ég katólskur, þá liti ég á slíkt sem sjálfsagðan hlut.“ Kitty feit fálega á hann. Hún fékk eigi skilið þá geðshræringu, sem þessi litli maður virtist vera kominn í og henni datt í hug, hvort það væri uppgerð. Svo hafði hann drukkið talsvert mikið og var víst orðinn kendur. „Komið, sjáið og sannfærist,“ sagði hann með breiðu brosi, vit- andi um hvað hún var að hugsa. „Það er ekki nálægt því eins mikil áhætta og að borða tómata." „Ef þér eruð ekki hræddur, þá er ekki frekar ástæða fyrir mig að vera það.“ „Ég held, að þér hafið ánægju af förinni. Þá gefst yður að líta ofurlítið franskt sýnishorn." Þau fóru yfir ána í ísmábát. Stó'll beið Kitty á b'ry|ggjusporðinum og hún var borin upp hæðina og að vatnshliðinu, en í gegnum það fóru burðarmennirnir, sem sóttu vatn; í ána. Þeir flýítu sár fram og tjj baka með fötur, er héngu á okum á öxlum þeirra, og skvettu svo á veginn, að hann var blautur eins og eftir hellirigningu. Mennirnir, sem báru Kitty, skipuðu þeim að víkja úr vegi. ,.Eins og gefur að skilja, stendur öll vinna í stað,“ sag'ði Wad- dington, sem gekk við hlið hennar. „Undir venjulegum kringum- stæðum er hér þröng mikil af burðarmönnum, sem bera byr'ðar til og frá skútunum." Gatan var mjó og krókótt, svo að Kitty varð áttavilt og vissi ekki hvert hún var að fara. Mjög margar búðir voru lokaðar. Á ferðalagi sínu hafði hún vanist að sjá óþrifnaðinn á kínverskum götum, en hér var margra vikna rusl, úrgangur og alls konar óhroði, og ódaunninn var svo mikill, að hún varð að halda klút fyrir vitum sér. Þegar hún áður hafði farið gegnum kínverskar borgir var það venjan að allir gláptu á hana, en hér var það að- eins einn og einn á stangli, sem virti hana viðlits. Vegfarendurnir, voru mjög dreifðir og virtust hafa mikinn áhuga fyrir sinum eigin málum. Þeir voru kúgaðir og niðurbeygðir á svipinn. Við og við heyrðu þau, um leið og þau fóru framhjá húsunum, borðklukku hringja og skerandi kvein í einhverju óþektu hljóÖfæri. Á bak við hinar lokuðu dyr lá einhver og beið dauða síns. „Jæja, þá erum við kornin," sagði Waddington loks. Stóllinn var látinn síga niður við litlar dyr með krossmarki uppi yfir hurðinni. Kitty steig út, en hann hringdi bjöllu. „Þér megið ekki búast við neinu stórfenglegu. Þær eru hörmu- lega fátækar." Kínversk stúlka lauk upp, og eftir að Waddington hafði talað við hana nokkur orð, fór hún með þau inn í litla stofu inn af ganginum. 1 stofunni var stórt borð með blettóttum olíudúk og upp við veggina voru nokkrir harðir stólar. 1 öðrum enda her- bergisins var gipsmynd af Maríu mey. Eftir dálitla stund kom nunna inn, lágvaxin og holdug, með ófrítt andlit, rauðar kinnah og glaðleg augu. Waddington kynti hana fyrir Kitty og nefndi hana systur Jósefínu. ■, | : j 1 „C’est la dame du docteur? (er þetta kona læknisins)“ spurði hún^ með geislandi svip og bætti því við, að priorinnan myndi koma von bráðar. * ' í í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.