Alþýðublaðið - 25.04.1935, Page 2

Alþýðublaðið - 25.04.1935, Page 2
FIMTUDAGINN 25. APRIL’ 1935. ALRÝÐUBLAÐIÐ Haínarfjörðnr. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar óskar öllu starfsfólki og viðskiftamönnum gleðilegs sumars. Óskum öllu starfsfólki og viðskiftamönnum okkar gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn. Sf. Akurgerði, Hafnarfirði. Verzlunin Aldan og Kjötbúð Vesturbœjar, Hafnarfirði óskaöllum gleðílegs sumars og pakka fyrir veturinn. Guðmundur Guðmundsson. Gleðilegt sumar 1 Gunnlaugur Stefánsson, Hafnarfirði. Óskum öllum okkar viðskiftavinum gleðilegs sumars. Kolaverzlun Guðna & Einars >oo<xx>oc<xxxxxxx>c<xxxxxw M j ólkursamsalan óskar öllum viðskiftavinum 'sínum gleðilegs sumars! :xxxxx>oococ<xxxxxxxxxx>o :xxx>cooooooo< Gleðilegt sumar! Viðtækjaverzlun ríkisins. >oooooooooo<x Gleðilegt sumar! Bifreiðastöð Reykjavíkur. Gleðilegt sumar! Þökkum samstarfið á vetrinum. Kaupfélag Reykjavíkur, Brauðgerð Kaupfélags Reykjavíkur. Óskum öllum okkar viðskiftavinum GLEÐILEGS SUMARS og pökkum viðskiftin á vetrinum. Veggfóðrarinn h.f. Gleðilegt sumar! Kol & Salt. >OOOOOOOOOOOOOOOC<XXXXXXX m n Gleðilegt sumar! u n Gleðilegt sumar! Kolaverzlun Ólafs Ólafssonar. Gleðilegt sumar! Kolasalan s.f. mr yrww HÚSNÁÐIÖSKAST©: Regnhlífar teknar til viðgerðar á Luafásvegi 4. Þegar ég hætti að selja trúlof- unarhringana kom svo mikill aft- urkippur í trúlofanir í landinu, að til vandræða horfði. Er því byrjaður aftur. Sigurþór. Laugavegs-Automat selur 3 rétti matar fyrir 1 krónu. ------------------------:—j Húsmæður!" Munið fisksímann 1689. Hlutabréf í Eimskipafélagi, sem starfar að millilandaflutníngum tii sölu. Atvinna fylgir. Sími 3664. Heyrðu! Ég sel matvörur með lægsta verði bæjarins. Hringdu til mín, ég sendi um allan bæinn. Cæsar Mar, sími 2587« Gleðilegt sumar! Verzlun Péturs Kristjánssonar, Ásvallagötu 19. ziKk'imnziztzímziXizi n 52 52 Gleðilegt sumar! 52 52 52 Nýlenduvóruverzlun - Nónnuqala 16 -Sírai 4o6$ f 525252525252525252525252 OTTO B. ARNAR, löggilturútvarpsvirki, Uppsetning og viðgerðir á út- varpstækjum. Hafnarstræti 9. Sími 2799. Málaflutningur. Samningagerðir Stefán Jóh. Stefánsson, hæstaréttar málaflm. Ásgeir Guðmundss on, eand. jur. Austurstræti 1. Innheimta. Fasteignasaia. ER&- BOX 6x9 cm. 18 kr. Sportvðrohús Reyhjavfhnr. W. Somerset Maugham. Litaða blæjan. 33 ' i, i f !;||í f Undir dúk, sem var á borðinu, sáust einkennilegar hreyfingar. Systirin tók dúkinn ofan af og í ljós komu fjögur nakin smá- börn. Þau voru mjög rauð og sprikluðu hvíldarlaust með höndum og fótum; litlu og skringilegu Kínverja-andlitin voru öll skæld og grett. Þau líktust eiginlega ekki mannlegum verum, heldur einhverri óþektri dýrategund, og þó var þessi sjón svo einkenni- lega átakanlegá Priorinnan horföi á þau með hlýju og glaðlegu brosi. „Þau virðast vera mjög fjörleg. Stundum er komið með þau aðeins til að deyja. Við skírum þau auðvitað undir eins og þau koma.“ „Maður frúarinnar mun hafa gaman af þessum," sagði systir Jósefína. „Ég held, að hann gæti leikið sér við börnin stímunum saman. Þegar þau gráta, þarf hann ekki annað en að taka þau upp, og hann gerir þau svo ánægð með því að halda þeim í handarkrikanum, að þau fara að skellihlæja." Því næst gengu þau Kitty og Waddington fram íil dyranna. Kitty þakkaði priorinnunni með mikilli alvöru fyrir alla vejvild hennar og það ónæði, sem hún hefði af þessu haft. • Nunnan hneigði sig með litillæti, sem var í senn virðulegt og astúðlegt. „Þetta hefir verið mér sönn ánægja. Þér vitið ekki hvað maður yðar hefir verið okkur hjálpfús og góður. Guð hefir sent^hann hingað til okkar, og ég er svo glöð yfir því, að þér skylduð koma með honum. Þegar hann kemur heim, hlýtur það að vera hmuin ótæmandi uppspxetta ánægju og huggunar, að hafa yður hjá sér með ást yðar og yðar — yndislega andlit. Þér megið til með að annast vel um hann og sjá um, að hann vinni ekki of mikið. Þér þurfið að gæta hans vandlega, allra okkar vegna." Kitty roðnaði. Hún vissi ekki hvað segja skyldi. Privunnan rétti fram hönd sína, og Kitty, fann augu hennar hvíla á sér, stillileg, alvöruþrungin og full skilnings. Systir Jósefína lokaði dyrunum á eftir þeim, og Kitty steig upp í stólinn. Þaxx fóru aftur gegn um hin þröngu og bugðóttu't stræti. Waddington lét nokkur orð falla, en Kitty svaraði ekki. Hann leit upp, en tjöldin voru dregin fyrir, svo að hann sá han^ ekki. Hann gekk áfram þegjandi. En þegar þau komu til árinnar og hún steig út, undraðist hann, þvi að augu hennar voru vot af tárum. „Hvað er nú að?“ spurði hann og hræðslusvipur kom á hann. „Ekkert." Hún reyndi að brosa. „A.Ö eins heimska í mér.“ Þegar Kitty var orðin ein í hinni óhreinu dagstofu kristniboðans og sat þar á stól út við gluggann og horfði á musterið hinum megin árinnar, reyndi hún að átta sig og sefa tilfinningar sínar. Hún myndi aldrei hafa getað trúað því, að áhrif þessarar heim- sóknar yrðu svo djúptæk. Af forvitni hafði hún farið. Hún hafði ekkert að starfa, og eftir, að hafa horft svo lengi á borgarveggina var löngunin að sjá göt- urnar, þótt eigi væri nema rétft í svip, orðin ómótstæðilega sterk. Og þegar inn í klaustrið kom, hafði henni fundist hún vera flutt inn í annan heim, sem tilheyrði henni óþektum tíma og rúmi. Herbergin, búin fátæklegum húsgögnum, hvítir, kuldalegir gang- arnir, alt virtist þetta hafa á sér blæ einhvers fjarlægs og leyndar- dómsfulls. Kapellan litla, þótt Jjót væri og fábreytileg, vakti í einfaldJeika sínum angurblíðar viðkvæmnistilfinningar. Hún hafði eitthvað það til að bera, sem vantar í risavaxnar dómkirkjur með lituðu gleri og fögrum myndum. Hún lét lítið yfir sér, var auðmjúk, og trúin, selm hafði skreytt hana og ástúðin, sem hélt henni við og annaðist hana, hafði íklætt hana og lánað henni fegurð sálar sinnar. Reglan, sem var á öllu þvi starfi, er fram fór í klaustrinu, sýndi stillingu og hugprýði á hættu- og erfiðleika-tímum og um leið eftirtektarverða hagsýni. í eyrum Kitty hljómuðu enn hinir hræðilegu kveinstafir, sem hún hafði heyrt, þegar systir Jósefína opnaði dyr sjúkrastofunnar. Ummæli þeirra um Walter komu henni mjög á óvart. Fyrst systirin og síðan priorinnan sjálf, og málrómur hennar hafði orðið svo undur blíðlegur, þegar hún hrósaði honum. Þótt einkennilegt megi virðast, var ekki laust við, að hún væri dálítið hreykin af að þeim skyldi falla svona vel við hann. Waddii'_ on hafði einnig verið að tala um starf Walters. En það voru ekki eingöngu hæfileikar hans, sem nunnurna'r vegsömuðu, (í Tching Yen hafði hún orðið þess vör, að hann var talinn gáfaður). Þær töluðu ekki síður um hugsuharsemi hans og blíðu. Víst gat hann verið það, og aldrei var hann betri en þegar ein- hver var lasinn; hann var of skynsamur til þess að gera sjúk- linginn hræddan og ummönnun hans var svo þægileg, stilli'ieg og róandi. Fyrir einhvern undraverðan mátt virtist jiávist hans lina þján- ingarnar. Hún vissi, að nú myndi hún aldrei fram|ar sjá í aúgum hans þá ástúð, sem hún einu sinni var svo vön við og pá gerði henní hálf gramt í geði. Hún vissi hversu hæfileiki hans til þess að elska var víðfeðma og djúpur, og nú beindist hann að þessum vesalings sjúklingum og smælingjum, sem engan áttu að. Hún fann ekki til afbrýði, en tómleikatilfinning gagntók hana. Það var eins og hjálp eða aðstoð, sem hún var orðin svo vön við, að hún ekki Iengur veitti henni eftirtekt, væri skyndileiga hrifin frá henni, svo að hún reikaði til beggja hliða og átti’ erfitt með að halda jafnvægi. Það vaknaði hjá henni fyrirlitning á sjálfri sér, þegar hún mintist þess, að hún hafði eitt sinn fyrirlitið Walter. Honum hlaut að vera fullkomlega ljós afstaða hennar ti,l hans, en án beiskju hafði hann beygt sig og með þögn umhorið hennar kuldalega mat á sjálfum honum. Hún var heimskingi og það vissi hann, en það skifti engu máli, því að hann elskaði hana. Hún hataði hann ekki lengur og bar ekki reiði til hans, en hún kendi innri ótta og fann glögt vanda þann, sem samband þeirra lagði henni á herðar. Hún hlaut að viðurkenna, að hann var mikiil hæfileikamaður; stundum hafði hún það á meðvitundinni, að hann jafnvel nálg- aðist það að vera mikilmenni. Undarlegt mátti það heita, að hún skyldi ekki geta elskað hann, en elskaði aftur á móti ennþá mann, sem hún vissi mjög vel að var fyrirlitlegur og einskis virði. Eftir vandlega íhugun hafði hún nú nákvæmlega metið gildi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.