Alþýðublaðið - 25.04.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.04.1935, Blaðsíða 3
FIMTUDAGINN 25. APRÍL 1935. ALPÝÐUBLAÐIÐ Oxfordhreyfingin á veiðiferð i Kaupmannahöfn. OXFORDHREYFINGIN hefir undanfarnar vikur haft flokk manna til að ferðast um Norður- lönd. Hreyfingunni varð mikið ágengt í Noregi, enda hefir þar um lang- an aldur verið gróðrarstía hvers konar trúarvingls og hvítasunnu- trúboðs. Hins vegar hefir henni gengið ver í Kaupmannahöfn, og hefir þó verið mikil aðsókn að sam- komum þeim, sem hún hefir hald- ið þar. Pessi hreyfing er hinn mesti af- káraskapur, nokkurs konar van- fóstur þess ástands, sem kreppa og fjárhagserfiðleikar leiða af sér. Hér á eftir er lýsing á því, sem við bar á einum fundi hreyfing- arinnar í Kaupmannahöfn; Þeir streyma inn allir þessir Kaupmannahafnarbúar, sem endi- lega vilja fá að sjá og heyra með eigin augum og eyrum það, sem þetta skrítna og broslega Oxford- fólk kallar „frelsun heimsins“. Enginn getur kannað hjörtu og nýru mannanna. Þeir sitjia þarna á grjóthörðum bekkjum í kulda- Iegum og ljótum sal með forvitn- ina skínandi út úr hverjum and- litsdrætti. Þeir hlusta á nokkur „kraftaverk“, sem fyrst eru sögð þeim á allra handa enskum mál- lýzkum og síðan eru þýdd á dönsku í jafnmörgum brotum og brotabrotum. En ef dæma má eftir svipnum á andlitunum, eftir hinni nákvæmu athygli, sem skín út úr honum, þá verður maður að viðurkenna, að það er ýmis- legt til á himni og jörðu, sem „normalir" menn fá ekki skilið, hvernig sem er um skilning hinna. „Kraftaverkin“ eru rnargs kon- ar, og þeir, sem ekki hafa trúað því til þessa, að kraftáverk gerð- ust vor á meðal, geta nú sjálfir þreifað á og sannfærst: Ung ensk kona í sportskjól, spengileg og liðleg, skýrir frá, hún er brosandi út undir eyru af eintómri sælu og frelsun: „Ég er gift ungum verzlunar- manni, sem alt af var á ferðalagi. Ég er móðir og á 5 börn á aldr- inum 9 mánaða til 16 ára. Áður en Oxford-hreyfingin frelsaði mig var ég alt af heima, gætti bam- anna minna og beið þolinmóð eft- ir því, að maðurinn minn kæmi heim úr ferðalögum sínum. Ég þorði ekki að yfirgefa börnin mín. Ég varð frelsuð. Kraftaverk varð á mér. Guð sendi Oxford- hreyfinguna til mín og hún ger- breytti mér. Mér var sagt, að ég ætti að ganga út og vitna um guð og hreyfinguna. Ég sendi manninum mínum símskeyti þang- að sem hann var, en hann var þá staddur í Hollandi, og ég sagði honum hvernig komið væri fyrir mér, Hann svaraði mér um hæl: „Alveg ágætt!“ — Nú er ég hérna, og ég veit að guð passar nú börn- in mín fyrir mig. ...“ Þegar hún var hingað komin breiddist ljóm- andi bros yfir öll andlitin uppi á pallinum, þar sem konan stóð, en þar voru um 200 Oxfordistar. Og undir eins og brosin breiddust út þarna uppi, breiddust þau líka út niðri í salnum. „Guð passar börnin hennar! Drottinn minn! Þá verða vinnu- konurnar óþarfar!'1 sagði ung kona, sem sat við hlið mér. Hún hafði ekki tekið eftir siðustu orð- um frúarinnar, er hún sagði um leið og lófaklappið byrjaði, að maðurinn hennar hefði hraðað sér heim og nú gætti hann bús og barna. Þegar ég vakti athygli sessunautar míns á þessu, sagði hann: „Nú, það hlaut líka að vera!“ Næst gengur fram að ræðu- pallinum miðaldra húsfreyja. Hún lýsir fyTst með nokkrum orðum þeirri blessun, sem hún og hennar fjölskylda hafi orðið fyrir af völd- um Oxfordhreyfingarinnar, og mælgi hennar er svo mikil, að maður fer' að búast við einhverju krassandi, og svo fer hún að lýsaj öllum „kraftaverkunum", sem orðið höfðu á hennar heimili. Hún skýrir frá því, að sonur hennar hafi aldrei nent á fætur á morgn- ana, og hafi hún átt í hinu mesta stímabraki með að koma honum úr bælinu, en svo kom Oxford- hreyfingin til skjalanna. Hann varð Oxfordmaður, og nú fer hann alt af á fætur um leið og hanarnir. Svona eru dásemdir drottins! Og svo er brosað út undir eyru uppi á senunni, en fólkið klappar hrifið. Og nú gengur sonurinn rúmlati fram á pallinn og vitnar. Hann skýrir frá því, að móðir sín hafi ekki ofmælt. Hann útmálar enn betur alt bannsett stímabrakið á heimilinu áður, en nú er alt búið! Oxford yfir heilu línuna! Dásemd- ir, sátt og samlyndi: kraftaverk! Og aftur er klappað og brosað. Eftir að sonurinn hefir tekið sér sæti, brosandi auðvitað, gengur dóttirin fram á sjónarsviðið. Hún vill einnig vitna, og fundarstjór- inn tilkynnir, að hún swé frægur tennisleikari. En hún hefir eigin-: lega ekkert að segja, nema að bæta við það, sem strákurinn og gamla konan sagði. En það var líka kraftaverk! Næst kemur fram á sjónarsvið- ið gömul og þreytuleg kona. Hún segist áður hafa unnið að „þjóð- félagsmálum", en aldrei fundið neina gleði í því starfi, en svo varð hún Oxfordisti. Og nú var hún eintóm gleði. — Kraftaverk! Lófaklapp! Ungir menn, læknar, lögfræð- ingar, íþróttamenn, verzlunar- menn og ungar og gamlar kónur, ganga fram og segja frá upp aft- ur og aftur, að á þeim séu orð- in „kraftaverk", því að þau hagi! sér nú orðið eins og sjálfsagt sé af „guðsbörnum". „Þetta er biblíukristindómur!" segir fundarstjórinn hvað eftir annað. Fundarmenn eru nú beðnir að syngja sálm, og allir standa UPP. svo virðist sem allir kunni sálm- inn, því allir syngja við raust. Svo er þögn í eina mínútu. Þarna er galdurinn við hreyfinguna. Þögn- in skapar stemningu. Maður sér bökin slappast, andlitsdrættina verða sljórri, augnatillitið óper- sónulegt. Einstaklingurinn þurkast út, gengur upp. í hópsál, sem til- viljunin ræður að Oxfordhreyf- ingin stjórnar nú. Loks segir fundarstjórinn amen, og allir uppi á pallinum taka und- ir brosandi. Fundarmenn líta í kringum sig, leitandi, flóttalega. Og svo setjast þeir. Oxfordhreyfinguna skortir alla hugsun. Þeir, sem gerast meðlimir hennar, verða að hætta að hugsa, 2000 skepnum slátrað veana flin- oo blanfnavei hi LONDON 22/4. í Dorsetshire í Englandi hefir komið upp óvenjulega hatröm gin- og klaufna-veiki. Meira en 2000 skepnum hefir verið slátrað og brent og 50 menn starfa nú að því að grafa grafir fyrir þær. Sigurður Thorlacius skólastjóri flytur erindi í út- varpið í kvöld. Nefnir hann erind- ið: Æskan og sumarið. u u u u 22 Óskum öllum viðskiftavinum okkar gleðilegs |2 U sumars. 22 12 12 SOFFÍUBÚÐ. 22 u 22 22 22 Óska öllum okkar viðskiftavinum GLEÐILEGS SUMARS. Ásgeir G. Gunnlaugsson Óskum öllum viðskiftavinum okkar GLEÐILEGS SUMARS. Jón & Steingrfmur. 0535353535353535353535353535353535353535353535353 g ^ g . 53 ui Óskum öllum okkar viðskiftavinum 53 § GLEÐILEGS SUMARS. 53 .;. Reiðhjótave’zlunin Ö r n i n n. .*. g 53 U • £5 g n 53 53 J2 Gleðilegt sumar! £2 ^ Smjörlikisgerðin Ásgarður h.f 22 | 12 U ■222222222222222222222222122222222222222222222222222 Óskunr öllum viðskiftavinum okkar gleðilegs sumars. Verzlflnin Bjorn Kristjðnsson. Jön Bjðrnsson & Go. XXXttOOOOQO Gleðilegt sumar! Sjóklæðagerð Islandd h.f. x>oooooc<xxxxxxxxx>o<xxxxx! Lt' Óskum öllum okkar viðskiftavinum GLEÐILEGS SUMARS. Brauns-Verzlun. m ifn Öskum ðllum okkar vlðskiftavinum gleðilegs sumars Efnalaug Reykjavikur. Gleðilegt sumar! Hamar h.f. uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu u u U Gleðilegt sumar! U U U U U U U U U U Sláturrélag Suðurlands. 22 U U uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu S 53 8 53 í2 |2 U Gleðilegt sumar! U t2 , S2 U A. Einarsson & Funk. $2 í2 12 53i3i3i353i353535353i353i3i353i3i3i32S53i35353i3r» Gleðilegt sumar! oss nvuncii)- ee Hnwuiuv«i!«i. GLEÐILEGT SUMAR! ULLARVERKSMIÐJAN FRAMTÍÐIN. 53Í32553535353535353535353 535353535353535353535353 g 53 g 53 53 ... 53 Oskum öllum viðskiftaviuum okkar gleðilegs sumars. u Bifreiðastöðin Bifröst. U U O. U 52 12 U Gleðilegt sumar! Björn & Marino. Laugavegi 44. BIIIIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIBIIIIIIIIII^ = Óskum öl'uin viðskiftavinunr okkár lli gleðilegs sumars. ■ Herðubreið, Fríkírkjuvegi 7. Biiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiií iiniiiiiíi Fermingar- 1 . ; I kaupa þeir, sem vilja hafa hann vand- aðan, fallegan, en samt ódýran í rit- fangaverzluninni INGÓLFSHVOLlsSiM! 23f4« Smekkleg áietrun ókeypis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.