Alþýðublaðið - 02.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.11.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ! ALÞÝÐUBLAiIB < kemur út á hverjum virkum degi. < Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við J Hverfisgötu 8 opin irá ki, 9 árd. 5 til kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 9Va — lOL/s árd. og kl. 8-9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 í (skrifstofan). í Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á 5 mánuði. Augiýsingaverð kr. 0,15 ; hver mm. eindálka. < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan < (í sama húsi, sömu simar). Styðjum samherja vora! um vorum í Englandi ti! Alþýðu- blaðsins. Það er heppilegast, að það, sem hér safnast, sé sent til stjórnar námamannanna í einu iagi; en nauðsyniegt er, að það sé gert sem allra fyrst. Rétt er að geía þess, að sá, er fyrstur hreyfði þessu máli hér, var Otíó N. Þorláksson. Og verka- mannaíélagið „Dagsbrún" hefir þegar gefið sinn skerf. Æfkvœdatðlnp við landkiörið. Ef alþýðu manna hér á Islandi tekst að eins að fá nógu glöggar hugmyndir bæði um nauðvöm námamannanna ensku, sem nú eru og hafa um Iangí skeið, nærri misseri, barist fyrir sjálfsögðum rétti sínum og fórnað öllum þæg- indum fyrir samheldni sína fyrir viðgang verklýðssamtakanna og hag verklýðs allra landa, og hins vegar um neyð þá, sem þeir sjálf- ir, konur þ-eirra og börn eru stödd í, þá myndi ekki standa á því, að ísienzk alþýða rétti þeim hjálpar- hönd, hver eftir sinni getu. Þá myndum vér, eins og félagar vor- •ár í öðrum löndum, jafnvel leggja harí að oss, til þess að leggja fram andvirði fæðis, þó ekki væri nema fárra matarlausra náma- mannafjölskyldna um nokkurra vikna skeið, á meðan viðnámsþol- ið sker úr því, hvorir bera sigur úr býtum í þessari miklu deilu, námaverkamennirnir eða kúgarar þeirra, náinaeigendurnir, sem enga sætt vilja, nema kúgun og slig- rið á samtök námamannanna, sem giöggast hefir komið í ljós við það, ao þeir hafa að eins viljað semja víð þá dreifða, en neitað öilu samkomulagi við þá sameinaða. Athugum réttlætis- kröfuna til vor, verklýðsfélög/ og hjálpfúst fólk í alþýðustétt! Ef til vill kernur röðin að oss fyrr en varir. Þá er gott að hafa gert vel og „hitta sjálfan sig fyrir". Þá munu eriendir féiagar vorir heldur ekki gleyma oss. Látum „Dagsbrún“ ekki verða eina um þann heiður að veita þessum biæðrum vorUm nokkurn styrk í nauðum þeirra. Þeir, sem vilja, geta snáið sér með skerf sinn tii hjálpar bræðf- I Grindavík kusu 37, í Höfn- um 16, á Miðnesi 58, í Gerða- hreppi (Garði og Leiru) 92, í Keflavík 112, á Kjalarnesi 24, í Helgafellssveit á Snæfellsnesi um 40. í Húnavatnssýslu kusu alls 480, þar af í Staðarhreppi 22, í Ytri-Torfastaðahreppi 23, í Þor- kelshólshreppi 65, í Torfalækjar- hreppi 22, í Svínavatnshreppi 18, í Bólstaðarhlíðarhreppi 23 og í Engihííðarhreppi 20. í Norður- Múlasýslu kusu alls 359. 1 Bæjar- hreppi í Austur-Skaftafellssýslu kusu 30. í Hörgslandshreppi í Vestur-Skaftafeilssýslu kusu 50, en í Leiðvallahreppi 40. 1 Borgarfjarðarsýslu kusu alls 380, í Vestur-ísafjarðarsýslu 342, í Norður-lsafjarðarsýslu tæplega 350 og í Strandasýslu 153. Bm daginn og veginn, Næturlæknir er í nótt Katrin Thoroddsen, Von- arstræti 12, sími 1561. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum í dag og fjóra næstu daga kl. 4i/s e. m. 80 ár eru í dag, síðan . Ijóðskáldið sænska, Esaias Tegner biskup í Lundi, andaðist, sá, er orkti „Frið- þjófssögu", söguljóðin um Friðþjóf frækna, þau er Matthías Jochums- son þýddi snildarvel á ísienzka tungu. Veðrið. Hiti mestur 2 stig, minstur 13 stiga frost (á Akureyri). Átt víðast austlæg, hæg, allvíða logn. Þurt veður um alt land og loftlétt all- víðast. Loftvægislægð fyrir suðaust- an land. önnur við Suður-Grænland á austurleið. Otlit: í dag austlæg átt, þurt, i nótt allhvass á austan, Ií;il úrkoma á Suðvesturíandi. Við Faxaflóa og Breiðafjörð kyrt veður í dag, en vaxandi austanátt og þurt í nótt. Fimti orgelhljómleikur Páis isólfssonar mun verða í næsiu viku. Kolaleysi segir „Mgbl." enn, þótt rekið væri ofan í það á laugardaginn, að hafi valdið legu togaraflotans. I „Vísi“ 8. okt. auglýsti ein helzta koiaverzl- unin kol, sém hún hefði keypt af togarafélagi. Ekki hefir það verið kolalaust. Auðu seðíarnir viö kjördæmakosninguna í Rang- árvallasýslu voru á milli 30 og 40. Þvaður „Morgunblaðsins11. „Mgbl.“ sýnir i dag eins og vant er grunnhyggni sína á almennum málum, auk þess, sem það lætur i Ijós sitt . venjulega hugarfar til verkalýðsins. Fyrst snýr þaö sann- leikanum við og skrökvar því, að kolaverkbannið enska sé verkfall, og reynir síðan á lymskulegan hátt að rægja kolaverkaménnina ensku á þessum upplogna grundvelli. Síðan kemur það með aðra skáldsögu í viðbót, þá, að "togaraverkbannið sé koladeilunni að kenna, og vill sýni- lega fá hugsunarieysingja til að ætla sökina hvíla á kolaverkamönnunum, þar sem öllum sæmilega skynsömum mönnum, sem nokkuð hafa athugað málið, er Ijóst, að orsökin er slóða- skapur togaraeigendanna eða kúg- unartilraun við verkalýðinn íslenzka. Á sama tíma og erlendir togarar ausa hér upp fiski, eru þeir íslenzku látnir sitja sem fastast, og tveir þeirra, „Eirikur rauði'* og „Karls- efni“, eru látnir ónýta ís, sem þeir liggja með og kostaði um 2 þús. kr. í hvorn. Þeir eru eign Geirs Thorsteinssons. Svona er hagsýnin. Aðrar framkvæmdir togaraeigenda fara þar eftir. Mótmæli „Mgbl.“ gegn samskotum til styrktar ensku kolanemunum munu áreiðanlega örva þau. Verkamenn hér sjá líka, aö ósigur námamannanna myndi gefa kúgunariilraunum burgeisa hér byr í seglin. Alþýðublaðið rekur að jafnaði samdægurs ofan í „Morgunblaðið** öfgar og ósannindi þess. Eldur varð laus í morgun í bökunar-. kjallara Sveins Hjartarsonar á Bræðraborgarstíg 1. Var slökkvilið- ið kallað kl. 9, 25 mín. Logaði í kassadóti o’g iausu timbri milli bök- unarofnsins og útveggjar, og var. eldurinn að komast að veggnum. Þarna voru geymd skotfæri frá Jó- hanni Ólafssyni & Co. til þurkun- ar, og sprungu sum þeirra. Er mjög:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.