Alþýðublaðið - 02.11.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.11.1926, Blaðsíða 3
3 ÁLPlI/UOLiitbiiD varasamt að geyma þess konar vöru á slíkurn stað. Slökkviliðið slökti fljótiega eldinn. Orsök hans er enn ókunn. Jafnaðarmannafélag íslands. Fundurinn í kvöld er i kaupþings- salnum og byrjar kl. 81/2, þar sem Björn Bl. Jónsson segir ferðasögu og Felix Guðmundsson flytur kosninga- erindi. Doktorsritgerð ætlar Björn Pórðarson hæstarétt- arritari að verja hér við háskólann. Er hún um frelsishegningar á Is- landi 1761—1925. Hefir háskólinn tek- ið bapa gilda, og verður Björn vaánt- anlega fyrsti doktor i lögum viö íslenzka háskóiann. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali við landlækninn.) „Inflúenza“ er enn á Norðurlandi, 'einkmn í Eyjafirði og einnig í Húna- vatnssýslu, en ekki í Skagafirði. Kvefsóttin, sem gengur hér í borg-( 'inni, er einnig „infiúenza" að áliti héraðsiæknis. Hér hefir þrent manna veikst af barnaveiki í síðustu viku. Aðrar fai-sóttir eru ekki hér. Á Vesturiandi og Austurlandi er mjög gott heilsufar. Skipafréttir. „Lyra“ kom í nóít. 1 gær kom skonnoría méð timbur til Völundar. Togararnir. „Gylfi“ kom hingað af veiðum í gær, af þvi að skipstjórinn var las- inn. Var togarinn búinn að fá 600 kassa. Jón Árnason frá Heimaskaga fór aftur með hann á veiðar tveim- ur stundum síðar. — Verið er að búa „Tryggva gamla“ á veiðar. Ódýr Ullaríaa tr 1 kjóia eru nýkomin. Vönduð efni og fallegir litlir. 2,90 og 3,90 meterinn. Stér útsala byrjar í dag í verzlun minni. Verður öll vefnaðarvara seld með mikl- um afslætti, um 50 stykki prjóna- treyjur með afar-lágu verði. — Meðan útsalan er, seljum við hina viðurkendu rykfrakka með 10% afslætti og maigt fleira. Nofið tæklfærté! ¥erzluis imnnda Arnasoraar. Hverflsgöíii 37. verða seldir i dag og næstu daga, Herrafatnaðir frá kr. 48,00. Drengjafatnaðir — — 11,00. 50 vetrarfrakkar — — 34,00. Nærfatnaðir. — Manchetskyrtur, peysur og sokkar með gjafverði. er komin, Sömuleiðis Alþýöuflokksfóik 1 Athugið, að auglýsiugar eru fréttiri Augiýsið því í Alþýðublaöinu. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndtir. og madama Planchet hrökk við, og í fyrsta skifti frá því, að við komum inn, gáfu para- dísarfuglarnir annað lífsmerki af sér en með augnavöðvunum. Sauðkindin jarmaði aftur og enn á ný, og Rosythe snéri við, eldrauður í framan og sýnilega kominn að köfnun, og flýði út í göngin. Madama Planchet dró mig til hliðar og sagði: „Herra Billy! Segið þér mér nokkuð. Er það satt, að þessi maður geti læknað? Getur hann losað menn við sársauka ?“ „Hann gerði það við mig,“ svaraði ég. „Hann er mjög laglegur, herra Billy!“ „Áreiðanlega," sváraði ég. „Mér dettur nokkuð í hug; það er fyrirtak.“. Hún sneri sér að vini mínum. „Herra Smiður! Mér er sagt, að þér getið læknað sársauka. Ég held, að það væri fyrirtaksráð, ef þér kæmuð hingað í stofúrnar mínar og lituð eftir dömunum, meðan verið er að veita þeim frambúðar-skrýfingu, eða meðan ég er að ná af þeim skinninu eða setja á þær spékoppa og sætt bros. Þær þjást svo mik- ið, elskurnar þær arna, en þeim myndi þykja svo vænt um það, ef þér vilduð sitja hjá þeim og halda í hendurnar á þeim. Þær kæmu á hverjum degi, og þér yrðuð frægur, og þér yrðuð ríkur. Og þér mynduð hitta svo margar elskulegar dömur. Alt heldra fólkið í bænum kemur hingað, og það myndi dást að yður, herra Smiður! Hvað segið þér um þetta?“ Ég fór að hugsa um það á eftir, að það, væri skrítið, að alt til þessa tíma hefði madama Planchet ekki heyrt rödd Smiðs. Hún neyddi hann nú til þess að tala, en hún gat ekki neytt hann til þess að horfa á hana. Hann leit upp yfir hana, eins og hann sæi sýn. Hann mælti fram: „ ,Sökum þess, að dætur Zíonar eru drembi- látar og ganga hnakkakertar, gjóta út undan sér augunum og tifa í göngunni og láta giamra í öklaspennunum, þá mun Drottinn gera kláðugan hvirfil Zíonardætra og Jahve gera bera blygðun þairra‘.“ „0, guð minn almáttugur!“ hrópaði ma- dama Planchet. „ ,Á þeim degi mun Jahve burt nema skart þeirra: öklaspennurnar, ennisböndin, háis- tinglin, eyrnaperlurnar, armhringana, andlits- skýlurríar, motrana, öklafestarnar, beltin, ilm- baukana, töfraþingin, fingurgullin, nefhring- ana, glitklæðin, nærklæðin, möttlana og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.