Alþýðublaðið - 04.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.03.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ fv auglýsingarma, nálega ekki flutt annað en útdrætti úr þingræðum hans, og vekur lestur þeirra ótrú- ^ega mikla skemtun hér 1 bæ, þó „ritstjórinn“ yrði líldega ekki sérlega upp með sér ef hann skildi hvað hlátursefnið væri. Eru þó þessir ræðustúfar lítið hjá því að heyra mannínn sjálfan tala úr Þingmannssætinu og athuga fram- komu hans. Ekki er síður skemti- iegt að taka eftir viðkvæmni Jakobs fyrir 5 atkvæða þingmanns- virðingu sinni. Hann tekur mjög óstint upp allar aðfinslur um sjálfan sig, eins og slíkar aðfinslur væru algerlega óþolandi og framkoma hans kæmi engum við. Á hann þágtmeð að skiija, að þenna stutta tíma, sem hann sjálfur verður þingmaður Beykjavíkur, sé hann hátur gagnrýni almennings? Það er ekki hægt að neita því, að greiniiegur svipur er með Jakobi ^töller og Jeppa á Fjalli. Jakob vaknar einn morgun í þingmanns- i'úmi sínu og heldur að hann sé orðinn mikil persóna og hagar sór eftir því. En háttalag hans hefir 3lt önnur áhrif en hann ætlast til sJ41fur. — Það mun vera til of mikils haselst af hr. Jakobi Möller, að hann geti skilið grein mína, „Það kemur engum við“, og tekið sjálf- úr afstöðu til efnis hennar fyrir »Vísi“. Hins vegar er viðurkent, að það er stórvægilegt mál, hvort ^lmenningur skuli láta sig skifta stór-atvinnurekstur einstaklinga jafnt og þjóðarfyrirtækja, eða með Óðrum orðum, hvort fámennis- sijórn skuli ráða yfir atvinnuveg- óm landsins í eiginhagsmunaskyni, ®ða almenningur hafi fult eftirlit *úeð stjórn atvinnuveganna með ^agsmuni allrar þjóðarinnar fyrir aOgum. „Morgunblaðið“ hefir þar lýst sig andstætt almenningsráð- óin, eins og vænta mátti. „Yísir“ ^efir margsinnis siglt í kjölfar »^lgbl.“ um þetta mál, áður en ^að komst á dagskrá. Aðstand- endur „Yísis", peningamennirnir, *fionu sjá það, að fram hjá slíku stórmáli getur blaðið illa synt. ^eir verða að hleypa í sig kjarki, ^ þess að setja fyrir Jakob ein- Vem mann, sem fær sé að marka ^fstöðu blaðsins í því máli. Jakob ®etur haft næga atvinnu á meðan að verja tillögur sínar á þingi 1,1)1 afnám húsaleigulaganna, • og flytja framhald ræðustúfa eftir sjálfan sig með nokkrum viðeig- andi lofsyrðum frá ritstjóra Vísis um 2. þingmann Beykjavíkur. En við skulum nú sjá, hvort aðstand- endur Yisis kinoka sér ekki, þrátt fyrir alt, við að láta blaðið taka opinberlega málstað peningamann- anna gegn málstað almennings. Héðinn Valdimarsson. Ahs. Eftir að grein þessi var rituð, hefir birzt í Vísi ný grein um hveitiverðið, þar sem Jakob Möller er sem óðast að draga inn seglin. „Batnandi manni er bezt að lifa“. Næst fer hann líklega að lofa landsverzlunina. H. V. í dalnum tljttpa. Lengst inn í dalnum djúpa drósin mín hýra býr. Hún grætur þar löngum í leyni við lækjarins báru tár. Af einhverjum huldum hörmum hljóðlega grætur mær. Það skilj’ aðeins blómin við bakk- ann og bunandi smálækur tær. Sönghljóm í sál hennar mynda sönglóu dírrin dí, og þytur í blómum við bakkann er bærist þeim vorgolan í. Ef þokan svo dreyfist um dalinn °g dögg vætir blóma krans, þá lfður ’ún hljótt inn í hamar við huldu-svein stfgur þar dans. Steindór Sigurðsson. Sextugur kvenmaður giftingabrallari. Við og við er að konuest upp um karlmenn, sem hafa haft það fyrir atvinnu að svíkja fé út úr stúlkum — eldri og yngri — sem langar til þess að giftast. Vana- lega eru slíkir menn fremur lag- legir á velli, og þykjast ætla að giftast stúlkunni sem þeir eru að búa sig undir að svíkja fé út úr, þegar þeir eru orðnir svo kunnug- ir högum hennar að þeir sjá ráð til þess, án þess að hana gruni, íyr en hún situr eftir með sárt ennið. Oftast eru það nokkuð efn- aðir kvenmnnn sem verða fyrir þessu, en sumir giftingabrallarar leggja fyrir að svíkja sparisjóðsfé út úr einstæðings-kvenmönnum. Komst nýlega upp um einn slíkan fant í Þýzkalandi, og fékk hann sín makleg málagjöld, sem sé nokkurra ára fangelsisvist. Lagði hann einkum fyrir sig einstæðings- kvenfólk milli þrítugs og fertugs, sem safnað hafði sér í sparisjóð dálitla upphæð. Kvenfóik þetta hafði yfirleitt reynst mjög fast- heldið á peningunum, og það var' vanalega komið fast að brúðkaupi áður en honum tókst undir ein- hverju yfirskini að ná sparisjóðs- bókinni, en síðan lét hann ekki sjá sig framar á þeim stað. Ekki var hann að öðru leyti áleitinn við stúlkur þessar. í miðlum desember síðastliðn-, um féll dómur í Danmörku í máli. sem vakið hafði töluverða eftir- tekt. I júlí í fyrrasumar fékk rétt-? vísin einkennilegt giftingabralls- mál til meðferðar. Það var sem sé- kvenmaður sem var þar giítinga- brallarinn. Ekki voru það þó karí- menn sem hún gabbaði, heldur kvenmenn, sem hún taldi trú um, að hún ætli líkan bróðir í Ame- ríku, sem hefði faiið sér að útvega sér konu Komst hún — frú Bodil Christophersen er hun nefnd — á árunum .1911 til 1919 alls £ kunningsskap við 80 kvenmenn sem vildu giftast (þær voru frá 30 til 60 ára gamlar) og narraði hún fé út úr þeim undir margs-> konar yfirskini, og var það frá 1000 krónum alt upp í 30 þús. kr., en hina síðarnefndu upphæð hafði hún út úr einni þeirra, ec samtals sveik hún á þennan hátt á þessum árum sera nefnd voru, 100 þús. krónur úr kvenfólki, sem vildi giftast þessum ríka bróður hennar, sem aidrei hafði verið tilí Þegar hún var handtekin átti húa alls eftir af þessu fé um 30 þús. kr. virði, og stóð nokkur hluti afv því fé í húsi, sem hún átti í Van- löse. Hún var dæmd til þriggja ára betrunarhúsvistar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.