Alþýðublaðið - 06.11.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.11.1926, Blaðsíða 3
6. nóv. 1926. 3 Frá bæjarstjórnarfimdi í fyrra dag. Atvinnubótamálið var aðalmál- ið, 'sem fyrir fundinum lá. Frá tillögum og samþyktum í því máli var skýrt í gær. Borgarstjórinn gat peSs, að með pví að hraða gatnagerðinni í Seltúnum yrðu bæjarlóðirnar [>ar nothæfar til bygginga á næsta ári. Bréf var lesið upp á fundinum frá þeim, sem búa á Laugamýrarbýlunum, þar áem þeir óskuðu þess, að jafnframt því, sem Múlavegur væri lagður, væri vatnsleiðsla lögð í hann. Borgarstjórinn kvað þá og hafa verið tilætlunina, og var erindinu vísað til vatnsnefnd- ar. Bj. ól. kvað þær atvinnubæt- ur, sem nefndin lagði til að gerð- ar verði, kák eitt, nema það, sem hún enn hefði lagt til, væri að eins byrjunin. „Það dugir ekki að leggja plástra á mein, sem skera þarf í,“ sagði hann. Har. Guðm. gerði ráð fyrir, að af þeim 50—60 þús.. kr., sem gert er ráð fyrir að framkvæmdir þær kosti, sem nefndin leggur ti) að gerðar verði, fari unr 30 þús. kr. í vinnulaun. Benti hann á, að slíkt mætti alls ekki vera nema byrjun- in. Nóg væru verkefnin. Þetta gæti heldur ekki kallast vinna í atvinnubótaskyni, heldur Væri hér að ræða um verk, sem bráðiega þarf að vinna hvort sem er. Kvað hann bæjarstjórnina skylduga til að hjálpa atvinnulausum mönn- um til að bjarga sér. Hún gæti ekki sagt við þá: Mér er sama um ykkur! Bar hann þá fram jarða- bótatillögur jafnaðarmanna og til- lögu um viðbótarskráningu á at- vinnulausunr mönnum. Spurði hann borgarstjóra, hvort ekki væri enn eitthvað óeytt reiknings- lega séð af atvinnubótalánsfénu frá 1923. Borgarstjórinn sagði því hafa verið eytt til annars. Krafð- ist þá Haraldur greinilegrar skýrslu, og kvað K. Z. þá eiga að vera eftir 50 þús. kr. K. Z. játaði, að hagur bæjarins væri ágætur, og H. G. benti á, að svo góður viðskiftafélagí hafi bærinn verið bönkunum, að hann ætti að geta fengið lán hjá þeim til at- vinnuíyrirtækja. Síðar á fundin- unr upplýsti hann, að bærinn get- ALPÍdudLáDID ur fengið lán úr ræktunarsjóði til jarðræktar. — Pétur Halld. vikli láta bíða eftir alvarlegri neyð, áður en bætt væri úr henni með öðru en sveitarstyrk, sem hann kvað liggja beinast við að veita þeim, sem ekki gætu séð sér farborða aðstoðarlaust. Héðinn Valdimarsson kvað sveitarstyrk vera hrossalækningu og sýndi frarn á, hve sveltikenning og sveitarstyrkjaráð P. H. væru vit- laus, mannúðarsnauð og óhagsýn; sveitarstyrkir væru útgjöld, sem ekkert fé gæfu aftur í aðrá hönd. Ól. Fr. og Har. Guðm. sýndu einn- ig fram á, að skynsamlegra er að verja fé til vinnu en sveitar- styrkja, og kvað Ól. Fr. ræðu P. H. ekki sæma manni, sem kall- aður væri kristinn. H. V. kvaðst álíta tillögur nefndarinnar að eins byrjunartillögur, en ekki hefði náðst samkomulag í henni um fleiri vinnusvæði inni í bænum. — K. Z. vildi, að þeim einum væri veitt vinnan, sem sveitfastir ieru i bænum, og hún pírð, og tal- aði gegn frekari atvinnuleysis- skráningu. Því mótmælti Har. Guðm. Kvað hann þá bæjarmenn að sjáifsögðu einnig koma bænum við, sem ekki eru sveitfastir hér.. Hér væri og um engin gustuka- verk að ræða, heldur um verk, bæjarfélagið þarf að láta vinna. Ól. Fr. kvæð ódýrara að gera skurði í blautum mýrum á vetr- um en á sumrum, sökum stöðv- unar vatnsrenslisins, svo að sam- kvæmt tillögum jafnaðarmann- anna væri einnig í því atriði um beinan fjársparnað að ræða. Væri og peningum betur varið í jarða- bætur, heldur en að láta þá liggja í sparisjóði. Væri það bæjarfélag- inu mestur gróðavegur að láta vinna í vetur fyrir 2—3 þúsund kr. Því færri færu á sveitina og þá væri vinnuaflið ekki látið ó- notað. I.oks spurði Har. Guðm. borg- arstjóra, hvort ekki væri unt að byrja á vinnunni áður en síðari umræða fer frarn. Svar; Hún verður undirbúin á meðan. — Fjárhagsáætlun hafnarinnar var vísað til síðari umræðu. Áheit á Strandarkirkju. Frá Karli í Vestmannaeyjum kr. 20,00 og frá Kr. 5 kr. Hugarfar „Morgunblaðsins“ Ég hefi séð „Mgbi.“ síðustu daga, senr þó er ekki vanalegt. Þar hefir mér fundist anda kalt. til enskra og íslenzkra verka- manna. Þó tekur út yfir í „Mgbl.“ í dag. Þar eru tvær greinar um samskot þau, sem „Dagsbrún“ byrjaði á og ýmsir verkamenn hafa látið eitthvað til af mörk- um eftir ástæðum. „Mgbi.“ fer nærri um getu verkamanna, að hún sé lítil, en það er verka- mönnum jafn-ljóst, að þeir þurfi að .rétta stéttarbræðrum sínum hjálp eftir mætti. „Margt smátt gerir eitt stórt.“ Man ekki „Mgbl.“ eftir konunni, sem gaf einn pen- ing, en gaf þó mest? Ég vil gefa verkamönnum það ráð, þeim, sem kaupa „Mgbl.“, að hætta þeim viðskiftum og gefa námumönnunum þá upphæð. „Mgbl.“ er nú að reyna að rægja þessar vinnustéttir saman. Það' segir, að við verðum að kaupa kolin á 17 krónur. Ég get ekki kent brezkum verkamönnum um það, þótt kolakaupmenn hér selji nú kolin á 15 kr., sem þeir seldu áður á 8 kr. Það er bara einn liður í hinni lofsamlegu „frjálsu samkeppni“ „Mgbl." Þá lætur ])að ánægju sína i Ijós yfir þakklæti, sem því hafi borist frá „fjölda verkamanna" fyrir að hafa bent á þessa vitleysu. Væri þetta nokkuð annað en vanalegur „Mgbl.“-sann!eikur, þá ætti blað- ið að lofa lesendum sínum að sjá nöfn þessara þakklátu sálna. Það er vonandi, að hugur verkamanna renni aldrei svo skakkan farveg, að þeir beri þakk- lætishug tij „Mgbl.“ 4. nóv. 1926. .V erkamaðnr. Espepantopiiagið. Eftir Ól. Þ. Kristjánsson. (Frh.) 14. Walter Scott. Þetta nafn hefir komið nokkr- um sinnum fyrir i frásögn minni, og þykir mér þvi hlýða að segja nokkuð frá manninum, sem gerði það heimsfrægt, enda er hann líka nátengdur Edinborg. Walter Scott fæddist í Edinborg 15. ágúst 1771, og voru foreldrar hans vel mentaðir og kallaðir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.