Alþýðublaðið - 11.11.1926, Blaðsíða 1
GefiSð út af Alþýðuflokkiiiim
1926.
Fímtudaginn 11. nóvember.
263. tölublað.
fást enn þá þykk og góð kápuefni frá kr. 6,öö mtr., góð morgunkjólaefni á 4 kr. í
kjólinn, hvít léreft frá 0,60 mtr., hvít flónel frá 0,68 mtr., tvisttau frá 0,76 mtr., gott
manchettskyrtuefni frá 1 kr. mtr., fiðurhelt léreft frá 1,35 mtr., tilbúnir fatnaðir, man-
chettskyrtur, nærfatnaður, borð- og dívan-teppi o. fl. o. fl. með 20% afslætti. —
Notið tækifærið, því að útsölunni verður lokið á laug&rdafsiskvolel.
, Khöfn, FB., 9. nóv.
Brögð svartliða við Frakka.
Frá París er símað, að Gari-
baidi haíi nú verið yfirheyrður,
og hafi það komið í Ijós við yfir-
heyrsluna, að hann hafi stutt að
því, að spánverska samsærihu
yrði hrundið í framkvæmd. Ját-
aði hann, að hann hefði unnið
að þessum málum samkvæmt ósk-
um stjórnarinnar í Italíu. Enn
fremur játaði hann að hafa starf-
að að undirbúningi samsæris af
hálfu andstæðinga svartliða gegn
Mussolini í þeim tilgangi að
lokka 'þá í hendur lögreglunnar
í ítalíu. Svo átti að kenna Frökk-
um um alt *saman.
Kosningaúrsiitin i Grikklandi.
Frá Berlín er símað, að ping-
kosningarnar í Grikkiandi hafi
'farið þannig, að lýðveldismenn
fengu 65ö/p þingsæta.
Khöfn, FB. 10. nóv.
Gerræði Mussolinis.
Frá Rómaborg er símað, að
þingið hafi samþykt að svifta alla
andstæðinga stjórnarinnar þing-
sætum.
Fióð veltir járnforautariest.
Frá Bari er símaS, að flóðbylgja
hafi farið yfir hluta af borginni
og m. a. velt um járnbrautárlest.
Þrjátíu drukknuðu. (Bari della
Pjaglie er borg í samnefndu hér-
aði í Italíu við Á'dríahaf. íbúa-
talan var 1915 109 218. Mikil
verzlunar- og siglinga-borg.)
Mussoiini afsakar árásirnar
á Frakka.
Frá París er símað, að vegna
mótmæla Briands út af óspekt-
unum í Tripolis og Ventimiglia
hafi Mussolini sent stjórn Fraklía
afsökun og lofað að refsa afbrota-
mönnunum. Hefir hann skipað rit-
Stjórum svartliðablaðanna að
hætta árásunum á Frakkland.
Stórtjón af hvírfilbyl.
Frá Lundúnum er símað, að
hvirfilbyiur á Filipps-eyjum hafi
gert stórtjón á ekrum. Fjögur
hundruð manna fórust.
íslendingur i Winnipeg biður
bana af bifreiðarárekstri.
„Heimskringla" 20. f. m. segir
frá .því sorglega og hræðilega
slysi, að laugardagskvöTdið 16.
okt. um kl. 9 hafi ívar Hjartar-
son húsamálari orðið fyrir bifreið
og beðið bana af tveim stundum
síðar.
Slysið vildi þannig til, að bif-
reiðin, ^em slysið varð af, veik
skyndilega úr vegi fyrir annari
bifreið og rendi á ívar,-sem var á
lijóli og bar að í sömu svipan.
Kastaðist þá Ivar af hjólinu, og
skail hnakkinn á gangstéttarbrún-
ina, svo að höfuðkúpan brotnaði.
Var hann þegar meðvitundarlaus,
og var.honum ekið sem skjótast
á sjúkrahús, en öll hjálp varð á-
rangurslaus.
Bifreiðarstjórinn var í fyrstu
ekki hafður fyrir sök, en síðar
kærður og tekinn fastur.
ívar • heitinn var ættaður að
norðan, bróðir Eiríks Hjartarson-
ar rafmagnsfræðings hér í Reykja-
vík. Hann var að eins 38 ára að
aldri, kvæntur og átti f]óra syni,
og er hinn elzti 16 ára. Ekkja hans
heitir Rósa Stefánsdóttir, líka ætt-
uð að noröan. '¦
ívar heitinn var vei þektur með-
al ísiendinga vestra og var tölu-
vert við íslenzk félagsmál rið-
inn, svo sem í „Helga magra"
og Þjóðræknisfélaginu.
Séra Magnús Helgason
kennaraskólastjóri lá veikur síö-
ara hluta suraarsins og er ekki nærri
jafngóður enn, en hefir pókent i
meira én mánuð. Hann er samt á
batavegi, þó að áreynslan tefji sjálf-
sagt nakkuð fyrir batanum.
Þeuna^tíag
árið 1835 fæddist skáldið séra
Matthías Jodiumssón.