Alþýðublaðið - 16.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.11.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýöuhúsinu viö Hverfisgötu 8 opin frá kl 9 árd. til kl. 7 siöd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9»/a—10 Va árd. og kl. 8 —9 siðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á rnánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan (i sama húsi, sömu símar). t Jafsaallai*sfefisaaBi í bSoðuKZí andsfcíssffiSngaima. Sigurður Þóróifsson skrifaöi á sínum tíma greinar um jafnað- arstefnuna í „Morgunblaðiö". Þær greinar voru að engu leyti sæm- andi manni, sem setið hefir sem forstöSumaöur ungmennaskóla og krelst þess, að tillit sé tekið til hans sem mentaðs manns og læri- föður. í fótspor þessa manns hef- ir nú fetað maður, sem setið hefir á þingi þjóðarinnar sem fulltrúi einnar gróðursælustu sveitar á fs- lanöi, sjálfmentaður að vísu, en það skal ekki sagt honum til lasts, Báðir þessir menn hafa gert sig seka í fádæma fákunnáttu, ger- sneyddri minstu þekkingu á þeim málum, sem þeir tóku sér fyrir hendur að sannfæra aðra um. Greinir þessar voru svo gersam- lega sneyddar sannleika og þekk- ingu á jafnaðarstefnunni, að ég fullyrði, að ekkert biað annars staðar á Noröurlöndum hefði vilj- að bera þær lesendum sínum á borð. Þær eru því líka vottur þess, hve fádæma kærulausir eru rit- stjórar blaðsins, sem birti þær, og óvandir að virðingu sinni um það, hverju þeir fylia dálka blaðs síns og bjóða lesendum þess. Þeir, sem fylgjast með erlend- urn blöðum um stjórnmál, munu sjaldan reka sig á aðrar eins greinar um jaínaðarstefnuna. Slík- ar greinar heyrðust að vísu þuldar við vöggu jafnaðarstefnunnar hér á Norðurlöndum*), en enginn tek- ur þær fram lengur án þess að kenna í brjósti um þá menn, sem *) Gréin þessi er ssnd blaðinu frá Danmörku. höfðu orðið fyrir því óláni að láta fljótfærnina og þekkingarleysið hlaupa með sig. En þekkingarleys- ið var fyrirgefanlegra þá — fyrir 50—70 árum — en nú á vorum upplýstu tímum, þar sem við höndina eru næg heimiidarrit, skrifuð af óhlutdrægum mönnum. Þessir tveir áður nefndu menn þurftu ekki annað en fletta upp í „19. öldinni" eftir Ágúst H. Bjarnason prófessor eða leita í „Skírni“ frá 1907; þar er grein um jafnaðarstefnuna eftir Ólaf Bjöms- son ritstjóra. Hefðu þessir itienn haft fram að færa rök á móti kenningum jafnaðarmanna, þá var ekkert til þess að segja. Jafnaðarmenn eru ávalt reiðubúnir til þess að rök- ræða kenningar stefnu sinnar við andstæðingana. Ég fullyrði, að vilji hinir ment- aðri menn úr hópi andstæðinga jafnaðarmanna annars tala nokk- uð um greinar þessara áður nefndu manna, þá berji þeir sér á brjóst og afneiti þeim af öllu hjarta, því að gerðu þeir það ekki, hafa þeir grafið mentun sinni og lærdómi þá gröf, sem þeir aídrei komast upp úr aftur. Því hefir verið haldið fram hér í blaðinu, að verkamannahreyf- ingin sé ekki markið, heldur með- alið. En neitað verður því ekki, að meðalið það hefir ráðið á mörgu bót. — Jafnaðarmemr hafa í öllum löndunv bætt hag verka- manna og annara, sem voru oln- bogabörn þjóðféíagsins áður. Þeir hafa bætt laun verkamanna, stappað í þá kjarki og sjálfs- áliti. Þeir hafa komið á fót sjúkra- sjóðurn fyrir verkamenn og séð fyrir ódýrri læknishjálp. Þeir hafa alls síaðar stutt vísindin. (Það sést meðal annars á því, að þeg- ar jafnaðarmannaflokkurinn 'í Danmörku varð 50 ára, fluttu tóif prófessorar við háskólann þeim þakkarávarp fyrir starfsemi þeirra í þágu vísinda og mannúðar, þar á meðal prófessor Höffding.) Þeir hafa- komið á ellitryggingum og slysatryggingum. Þeir hafa bætt húsakynni verkamanna, kom- ið á ítarlegri löggjöf við verk- smiðjuiðnað, unnið að styttingu vinnutímans, komið á ókeypis skólum fyrir börn verkamanna (í Danmörku fá öll börn ókeypis skólabækur), komið upp atvinnu- leysissjóðum o. s. frv. Það væri hægt að halda lengi áfram að telja upp þau gæði, sem verka- lýðurinn á jafnaðarmönnum að þakka. Sig. Þórólfsson og Jóhann í Brautarholti hafa ekki gert flokki sínum neinn greiða með grein- um sinum; til þess skína öfgarn- ar og þekkingarleysið um of I gegn um greinar þeirra. Þeir hafa ekki heldur reist sjálfum sér neinn aðdáanlegan bautastein með þeim, því að sagan sýnir alt annað um jafnaðarstefnuna en það, sem þeir segja. Þeir hafa grafiÖ nöfn sín í þeirri skarnkistu, sem engum manni dettur í hug að hreyfa við. Mig tekur það ávalt sárt að sjá menn, sem annars eru að mörgu dugandi menn í þjóðfélaginu og ýmsum góðum gáfum gæddir — iog í tölu þeirra eru báðir þessir menn, — mig tekur það sárt að sjá þá í gapastokknum. Kristpór. Nýjustu síinskeyti. Khöfn, FB., 15. nóv. Frá banöalagsfundinum í Odessa. Frá Berlín er símað, að fullyrt sé, að á fundinum í Odessa hafi verið rætt um þáíttöku Persa og Afgan- ista í væntanlegu bandalagi Rússa og Tyrkja. Sagt er, að Tyrkir æski ákveðinna loforða um liðveizlu Rúsas, ef ráðist er á Tyrkland. Tchiícherin óskar hins vegar, að Tyrkir gangi ekki í Þjóðabanda- bandalagið. Uppreisn á Java. Frá Java er símað, að sameign- arsinnar hafi gert alvarlega upp- rei'n. Margir Evrópumenn hafa verið drepnir. (Eyjan Java er hol- lenzk nýlenda. Arið 1917 voru þar 34 milljónir íbúa, þar af 110 þús. Evrópumenn.) Um daginiii og vegÍK&ia. Næturlæknir er 1 nótt Árni Pétursson, Upp- sölum, sími 1900. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum í dag kl. 4 e. m., en á morgun kl. 3, 45 mín. e. m.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.