Alþýðublaðið - 16.11.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.11.1926, Blaðsíða 3
ALPÝÐUBLAÐIÐ 3 Dánarfregn. Árni Qíslason fyrr verandi póstur andaðist hér í bænum í gær. Hann var lengi Vesturlandspóstur héðan frá Reykjavík, pangað til farið var að flytja póstinn sjóleiðis héðan til Borgamess, og hafði á sér mikið dugnaðarorð. Hann varð gamall maður og átti síðustu árin við mjög bág kjör að búa. Fund með atvinnulausum mönnum heldur stjórn fulltrúaráðs verk- lýðsfélaganna hér í borginnj i Báru- salnum annað kvöld kl. 8V2. Ríkis- stjóminni og bæjarstjórninni er boð- ið á fundinn. Rætt verður um at- vinnuleysið í borginni. Áríðandi er, að atvinnulaust fólk sæki fundinn vel, því að undir því getur árangur hans verið kominn. Útrýming rotta. Heilbrigðisfulltrúinn skorar alvar- lega bæði á húseigendur og leigj- endur, þar sem rottugangur er í húsum, að segja til þess þessa viku á tímanum kl. 10—12 f. m. eða 2—5 e. m. í síma 753. Eftir vikulokin verður það of seint. Jafnaðarmannafélag íslands. Félagsmenn! Munið fundinn í kvöld í Kaupþingssalnum kl. 8, 15 min. Hann er að eins fyrir félagana. U. M. F. Velvakandi heldur fund í kvöld kl. 8V2 að Kirkjutorgi 4, efsta lofti. Kvöldvökurnar. I gærkveldi las Kristján Alberts- son upp kafla úr „Manfreð" Byrons í þýðingu séra Ma-tthíasar Jochums- sonar, Tryggvi Pórhallsson þá þætti úr Egils sögu, er einkum lýsa skap- ferli Skallagríms, og Þórbergur Pórðarson fyrsta kaflann úr „Karma-Yoga", sem þeir Jón Thor- oddsen yngri þýddu, en enn er ó- prentað. Skipafréttir. „Lyra" kom i gærkveldi. „Bru“, kolaskipið, fór norður í gær til að taka síldarfarm. „Nova“ fór frá Ak- ureyri i gær. Togararnir. „Gulltoppur“ kom af veiðum í gær með 400 kassa, en „Snorri goði“ fór á veiðar. Pýzki togarinn, sem hingað kom( í fyrra dag til .þess að fá sér kol og vistir, fór aftur i morgun. Þenna dag árið 1807 fæddist Jónas Hallgríms- son skáld. Listaverkasýning Guðmundar Einarssonar frá Mið- dal er á Grettisgötu 11, en ekki á Grettisgötu 1, eins og misritast hafði í auglýsingu. Þar eru sýnd málverk, dráttmyndir, eirstungur („raderingar") og höggmyndir. Á sunnudaginn seldust fimrn málverk á sýningunni: „Pingveliir ' (verð 450 kr.), „Við gjárenda" (150 kr.), „Búr- fell“ (80 kr.), „Undan Eyjaíjöllum" (100 kr.) og „Skjaldbreiður" (80 kr.), og einnig tvær eirstungur. Veðrið. Hiti 4—0 stig. Átt' ýmisleg, hæg. Lítil snjókoma á Isafirði. Annars staðar þurt veður. Loftvægislægð fj^rir suðvestan land og önnur fyrir austan land. Útlit: Hægviðri. Nokk- ur snjókoma á Norðausturlandi og dálítil í dag á Vesturlandi. Hér í grend og á Suðurláglendinu verður dálítið frost í nótt. Mjög óviðfeldið er það, sem átt hefir sér stað i Nýja Bíó urn hríð, að þar er sýnd mynd af banasæng heimilisföður i auglýsingaskyni fyrir lifsábyígðar- félag. Pað fer ekki hjá því, að það særi tilfinningar leikhúsgestanna. Leikhússtjórinn ætti að mælast til við félagið, að það léti í té smekk- vislegri auglýsingu. Hjúskapur. Gefin hafa verið saman í hjóna- band af séra Ólafi Ólafssyni ungfrú Valgerður Gísladóttir og Einar Gíslason sjómaður, Norðurkoti á Miðnesi. Simasambandið við Seyðisfjörð héðan og jafn- framt við útlönd náðist síðdegis í gær. Hafði því þá verið slitið síð- an fyrra laugardag, 6. þ. m., um hádegi. Var unnið í nótt að af- greiðslu skeyta, og var henni lokið í morgun kl. 7V2- Enn þá næst þó víða ekki talsímasamband sökum bil- ana. Á Snæfellsnesi er síminn víða bilaður, óg mun ísing hafa valdið. Samband næst ekki til Ólafsvíkur né Sands. (Eftir símtali í morgun við Gísla J. Ólafsson símastjóra.) Gengi eriendra mynta í dag: Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . . 100 -kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Dollar.............. 100 frankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk. . kr. 22,15 . - 121,70 . - 122,01 . — 114,52 . - 4,57i/2 . - 15,52 . — 183,10 . — 108,56 Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. XIV. Smiður sneri sér að mér, — og var sem eldur brynni úr þessum raunamæddu aug- um, er sífelt voru þó breytileg. „Þér hafið gerst æði nærgöngull við mig.“ „Það var enginn tími til pess að ræða neitt um petta,“ svaraði ég. Ef þér pektuð lög- regluna í Vesturborg og háttalag hennar eins vel og ég geri, þá hefðuð þér ekki verið að skifta yður af henni.“ María tók drengilega í strenginn meÖ mér: „Þeir hefðu skaðskemt á yður andlitið, herra Smiður!“ „Andlit mitt?“ tók hann upp eftir henni. „Er ekki maðurinn meira en andlit hans?“ Þér heíðuð átt að heyra, hvernig T—S hrópaði upp yfir sig: „Hvað þá? Var ég ekki rétt áðan að bjóða yður fimm hundruð dollara á viku fyrir þetta andlit, og nú viljið þér láta skaðskemma það? Og það fyrir hóp af letingjum, sem ekki vilja vinna fyrir heiðarlegt kaup og vilja ekki heldur lofa neinum öðrum að vinna! Já; svei mér þá, herra Smiður! Ég gæti sagt yður sögur af sumum verkföllunum, sem við höfum sjálfir haft. Þér mynduð ekki vilja spilla andlitinu á yður fvrir þessar lötu tinda- bikkjur.“ „Uss! Abey! Talaðu ekki svona. Þú ættir að skammast þín!“ Það var mamma, vörður velsæmisins, sem sagði þetta, en bifreiðar- þjónninn hafði dregið hana út úr bifreiðinni og hjálpað henni að borðinu. „Jæja; en herra Smiður veit ekki, hvefnig þessir náungar eru.“ „Seztu niður, Abey!“ skipaði gamla frúin. „Við höfum ekki beðið um neinar ræður með miðdegisverðinum.“ Við tókurn okkur sæti. Smiður leit frarn- an í mig sínum dökku augum og mælti: „Ég hefi tekið eftir því, að það eru ýmsar tegundir af skríl í borg yðar, og að lögreglan skiftir sér af sumum þeirra." „Hamingjan sanna!“ hrópaði T—S. „Kærið þér yður um að láta hóp af dónum ráðast á yður, þegar þér ætlið að fá yður mið- degisverð ?“ Smiður mælti: „Herra Rosythe sagði, að lögreglan vildi ekki vinna, nema henni væri borgað. Má ég spyrja, hver borgax henni fyrir að vinna hér? Er það eigandi þessa veitingahúss ?“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.