Alþýðublaðið - 19.11.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.11.1926, Blaðsíða 3
A L Þ Ý Ð U B L A Ð I Ð 3 60 mönnuín í tvo mánuði. P. H. greiddi ekki atkvæði. Tillögu jaín- aðarmanna um framræsluskurðan- Sr í Fossvogs- og Bústaða-löndum var frestað með 7 atkv. gegn 6 (jafnaðarmannanna), • samkvæmt tillögu K. Z. og Jóns Ásbj. Til- lagan um framræslu Gufuness- mýrar var feld með 8 atkv. gegn 6 og viðbótarskráning atvinnu- lausra manna sömuleiðis með jöfnum atkv. (6 :6). Alþýðuflokks- fulltrúarnir einir greiddu atkvæði með þessum tillögum. Þá var samþykt, að „bæjarstjórnin íeli fátækrafulltrúanefnd þeirri, er borgarstjóri skipar, að gefa at; vinnuleysisnefnd skýrslu um störf sín og menn þá, sem atvinnu fá, og þá, sem nauðsynlegt virðist að fái atvjnnu." Aftur sat P. H. hjá atkvæðagreiðslunni. Sem svar við fyrirspurnum Héðins Valdimarssonar og Har. Guðm. loíaði borgarstjórinn, að staður og stundir skyldu auglýst, þar sem fátækrafulltrúanefndin yrði tii viðtals, og gætu þá einnig aðrir atvinnulausir menn en þeir, sem skrásettir voru í haust, snúið sér til hennar. — Þetta er alí og sumt, sem meiri hliiji bæjarstjórnarinnar hefir fengist til að gera fyrir atvinnu- Sausa verkamenn í borginni. Fult timgl eir í dag kl. 3, 21 mín. e. m. Uæs tíasfipM vegSniie Nseturlæknir er í nótt Friðrik Björnsson, Thor- valdsensstræti 4, símar 1786 og 553, Fulltrúa á sambandsþingið kaus verkakvennafélagið „Fram- sókn“ í gærkveldi. Kosnar voru: Jó- hanna Jónsdóttir, Jóhanna Egils- dóttir, Sigríður Ölafsdóttir, Herdís Símonardóttir, María Pétursdóttir og Áslaug Jónsdóttir. Togararnir. „ „uulltoppur“ kom í morgun af veiðum með 700 kassa og fer í kvöld með aflann til Englands. Þýzkur togari kom hingað í gær- kveldi með veikan mann. Skipafréttir. f gærkveldi fór „Lagarfoss" til Englands, „Lyra“ til Noregs og í nótt „Gullfoss“ til Austfjarða og Kaupmannahafnar. „Venus“, skonn- orta, er hingað kom með timbur- farm, fór aftur í gær. Fyrirlestur Einars Hjörleifssonar Kvarans í fríkirkjunni í gærkveldi var mjög vel sóttur, og féll hann áheyrendum vel í geð. Gin- og klaufna-veikin. Englendingar hafa bannað inn- fluíning á norsku heyi af ótta við gin- og klaufa-veikina. Eídur kviknaði í 'trémútum inna<n í ihyk- háfi i bifreiðaskúr Steindórs Ein- arssonar i Ráðagerði, og var slökkviliðið kallað til í nótt litlu fyrir miðnættið. Síökti það fljót- lega eldinn. — Slíkt hefir oft kom- ið fyrir hér í Reykjavik, að trass- að er að taka burtu reykháfamót, þar til í þeim kviknar. Er slíkt vítavert athugaleysi, sem menn ættu þegar að hætta að láta endurtak- ast. Veðrið. Hiti mestur 1 stig, minstur 5 stiga frost. Átt austlæg og norðlæg, víð- ast frernur hæg. Lítii snjókoma á Seyðisfirði. Annars staöar 'þurt veð- ur. Loftvægislægð suður af Reykja- nesi. Útlit: Austiæg átt, sums stað- ar allhvöss. Nokkur snjókonra í öðr- um landsfjórðungum, mest á Aust- urlandi. Hér um slóðir hægviðri og hreinviðri. Alþýðublaðið flytur nú merkilegri neðamnáls- sögu en nokkurt annað dagblað landsins. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 3, 45 mín. þessa dagana. Útdrátíur skukiabréfa _ fór fram á bæjarstjómarfundínum í gær. Af Lauganessláninu korn upp nr. 58, en af baöhússláninu nr. 31, 36, 62, 77 og 78. Niðurjöfnussarnefnd kosin. Á bæjarstjórnarfundinum í gær- kveldi var kosin niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur til næsta árs. Kosnir voru: Magnús V. Jóhannesson af lista Alþýðuflokksfulltrúanna (A- lista) og Sigurbjörn Þorkelsson i „Vísi“, Páll Steingrímsson ritstjóri og Pé ur Zóphóníasson af lista borg- arstjóraiiðsins (B-lista). Nefndin var Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. „Nú,“ hrópaöi T—S: „má hann ekki vernda sitt eigið hús?“ „Satt að segja,“ sagði ég hlæjandi, „þá held ég eftir því, sem ég las í ,Times‘ í morgun, að gamall vinur yðar, herxa Smiður! hafi borgað brúsann í þetta skifti.1' Smiður horfði á mig spurnáraugum. „Herra Algernon de Wiggs, forseti kaup- mannaráðsins, gaf út yfirlýsingu í' gær, þar sem hann fór hinum hörðustu orðum um það, hvernig lögreglan léti verkfalissliríl haldast* það uppi að spilla atvinnufriði, og stakk upp á, að kaupmannaráðið gerði ráð- stafanir til að koma í veg fyrir þetta. Þér munið eftir de Wiggs, og hvernig við skild- um við hann?“ „Já, ég man það,“ svaraði Smiður, og við brostum hvor framan í annan út af bragði okkar. Ég sá, að T—S fór að leggja eyrun við. „Hvað? Þekkið þér de Wiggs?“ „Smiður er svo kunnur okkar helzta fólki, að ykkur mun furða á því, þegar þið komist að raun um það.“ „Hvers vegna sögðuð þér mér þetta ekki?“ spurði hinn, og ég hefði getað lokið við setninguna fyrir hann: „Einhver hefir boðið honum meira fé!“ En nú kom hljóð úr horni frá mömmu: „Eigum við alls ekkert að fá að eta?“ Vandarnálið um auðvald og verkaíólk var fyrir þessa sök látið liggja milli hluta í bráðina. Hjá okkur stóðu tveir þjónar, og var þeim sýnilega mjög órótt vegna verk- falisins. T—S þreif matseðilinn af öðrum þeirra og las upp heila röð af réttum, er hann viidi fá, en þjónninn ritaði óðara niður. Mamma, sem numið haíði undirstöðuatriði mannasiða, rétti Maríu seðilinn, sem þegar valdi rétti fyrir sig; mamma bað þá urn það, sem hún vildi fá; ég bað um mitt, og þá var Smiður einn eftir. Hann rendi dökkum augum sínum út yfir veitingasalinn úr sæti sínu. „Prinzinn“ er, eins og þér kunnið að vita, aíar-íburðar- mikið veitingahús, — um of eftir mínum smekk —; það er nærri því eins mikið gullborið, eins og ef T—S hefði ætlað það fyrir kvikmyndahöll. Beint- fram undan Smið sat kvenmaður með bert, hvítt bak og perlu- sldkkju varpað yfir það, en með demants- djásn á höfði. Fyrir axtan þessa dömu voru aðrar og enn aðrar, og karlmenn í kjólföt-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.