Alþýðublaðið - 20.11.1926, Side 4

Alþýðublaðið - 20.11.1926, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ hann grein fyrir þeim breytingum á frumvörpum Jóns ófeigssonar að lögum og reglum fyrir skóla- sambandið, sem nefndin hafði orðið ásátt um, og bar fram svo hljóðandi tillögu frá sér og með- nefndarmanni sínum, Hallbirni Halldórssyni: „Bæjarstjórn Reykjavíkur lýsir yfir þvj, að hún aðhyllist sköla- hugmynd þá, sem Jón Ófeigsson heíir borið fram, og tjáir sig sam- þykka aðalatriðum frumvarpa þeirra til laga og sameiginlegrar reglugerðar fyrir skólasamband Reykjavíkur, sem fulltrúanefnd aðilja’ hefir fallist á og borið fram." H. H. mælti og með samþykt tillögunnar og benti á það, sem hann taldi mesta kost þessarar hugmyndar, að með framkvæmd hennar væri bætt úr hinum íil- finnanlega skorti á framhalds- fræðslu, sem er hér í borginni, og á þann hátt, að hver og einn gæti fengið þá fræðslu, sem hann óskaði, og svo góða og ódýra, sern frekast væri unt. Borgarstjóri mæltist til þess, að tillögunn' væri vísað til fjárhags- nefndar til athugunar til næsta fundar, og var það samþvkt. Áður nefjr í rifsíjórnargrein hér í blaðinu verið getið aðalaíriða þessarar skólahugmyndar, sem mjög verðskuldar athygli og síuðning allra, sem ant er um efling almennrar og sérstaklegrar mentunar meðal almennings. Síð- ar verður ef til vill tækifæri til að skýra lesendum Alþýðublaðsins enn nánara frá henni. (Frh.) Úvand aður gðtustrákur. íhalds'iðið sendi Jón Björnsson á Bá. u undinn á m ðvikudaginn, líklega ti! þess að fá hæfilsga sannar fregnir þaðan í , Morgun- biaöið“. Ég mintist í ræðu minni lítillega á „Mgbl.“ og viðskifti okkar Jóns Bj. Þegar ég nefndi nafn hans, ókyrðist hann mjög og varðekki sérlega upplitsdjarf- ur, enda ekki af miklu að farga. Dró hann hatt fyrir andlit sér og smáþokaðist sVo áítur á bak út úr fundarsalnum,- meðan ég talaði, og mun hann fyfiilega hafa fund- ið • andúðarbylg ur fundarmanna skella á sér. Pegar hann síðan var kominn niðUr í skrifstofu „Mgbl.“, í hadilega- fjarlægð, þá hefir hann farið að spangóla og spólar þá upp venjulegum fúkyrðaaustri um íundinn og sérstaklega ræðu mína. Hér er lítið sýnishorn af ritmensku Jóns Bj.: „I ræðu hans (minni) var ekki nokkur viðleitni til.að bæta úr atvinnuleysinu. Þar var ekki annað á borð borið en rógur og nið.“ Óvandaðir götu- strákar segja eitthvað þessu líkt í karpi sín á milli. Maður gat ekki vænst þess af manni eins og J. Bj., að hann færði neitt þessum orðum sinum til sönnunar, enda heíir hann gengið vandlega fram hjá því. Eg rakti framkomu stór- útgerðarmanna og „Mgbl.“ við verkaiýðinn undan farin ár, dró fram sleifarlagið á útgerðinni og sýndi fram á, hvernig ráða mætti bót á" því, til þess að togararnir gætu gengið, á meðan ekki væri fáanleg á þeim þjóðnýting. Og atvinnubætur tel ég það, ef þeir 23 togarar, sem nú liggja, eru settir nú þegar út á veiðar. Ég sagði, að fyrsta vitleysan í út- gerðinni væri það, að skipstjór- arnir væru launaðir af „brúttó“, að það leiddi af sjálfu sér, að það væri vitlaust fyrirkomulag að freista manna til þess að taka peninga í sinn vasa, þótt sjáan- legt væri, að útgerðin biði stórt tap við það. I þessu felst hvorki rógur né ósannindi. Það er óneit- anlegt, að þegar togað er t. d. í vondu veðri og svo lítið fæst af fiski, að verðgildi hans er ekki nema lítill hluti af því, sem það heíir kostað að ná honum, þá er það tap fyrir útgerðina, en eigi að s-ður eru það tekjur fyrir skip- stjórann, af því að hann hefir af „brúttó“. Væri þessu breytt þann- ig, að skipstjórinn fengi mánaðar- kaup og „prósentur" af „nettó“, gætu launastigarnir t. d. verið þrír og með síðasta lauuastiganum væru svo eða svo háar „prósent- ur“. Laun togaraskipstjóra hér gætu ííka verið alveg þau sfjmu og enskra togaraskipstjóra, en þau eru að mestu leyti miðuð við „nettó“. Með því að breyta launakjörum þessarar stéttar í það, sem ég heíi sagt, þá er ég viss um það, að það myndi spara útgerðinni tugi þúsunda króna á hverju skipi, og þessu til sönn- unar tók ég dæmi. Ef við spyrjum enskan togaraskipstjóra, i hverju það liggi, að hann togi ekki eins lengi og íslenzkir skipstjórar, þá svarar hann: Ég hætti að toga, þegar ég fiska ekki upp á móti þvi, sem ég eyði, því að mínar tekjur eru af „nettó“, og það eru peningar út úr mínum vasa, ef eyðslan er meiri en andvirði fiskj- arins. '■ Margt, margt fleira benti ég á, sem mætti spara í útgerðinni, svo að um munaði. 1923 sendu útgerðarmenn stjórn Sjómannafé- lags Reykjavíkur sundurliðaðan reikning um útgerðarköstnað, og þar stendur með öðru fleira, að fengjust 125 kr. fyrir skippund, þá gæti útgerðín borið sig. Síðan hefir útgerðarkostnaður lækkað að stórum mun. En alt þetta ætti að gera það að verkum, að togar- arnir ættu að geta gengið án þess, að útgerðarfélögin töpuðu á þeim, ef skynsamlega væri á haldið. Jón Björnsson og Valtýr Ste- fánsson bíta hvor í annars skott og hringsnúast í ósannindaþvaðri sínu <og segja hvor annan ljúga. Valtýr afneitar J. Bj. sem starfs- manni blaðsins. 9. ágúst s. 1. segir Valtýr: „Enginn af starfsmönnum Morgunblaðsins hefir heyrt um ,leiðréttingu‘ þá, sem Björn Bl. Jónsson er þráfaldlega að tala um í Alþýðublaðinu, að Morgunbl. haíi neitað að birta.“ Jón Bj. segir í „Morgunblaðinu“ i gær: „Þetta er lýgi. Björn kom með greinina. Ég neitaði henni um rúm.“ Valtýr hnýtir svo aftan í þessa grein Jóns Bj. til að reyna að klóra yfir þetta ósamræmi í frásögn þeirra dg segir nú að „mest alt, sem Bj. Bl. Jónsson" hafi sagt á Báruíundinum um við- skifti hans við síarísmenn „Morg- unblaðsins“, séu ósannindi. Þaraá játar Valtýr skömmin sekt sína, því að þegar hann tekur ekki fast- ara til orða en svo, að „mest alt“ er andsíæðingar hans fari með, séu ósannindi, þá h.lýtur að vera meira en lítill sannleikur í því, er þeir segja. Ég get því vel verið ánægður með þennan fúkyrða- ausiur þeirra Valtýs og Jóns Bj. Þótt óviljandi sé, hafa peir játað, að það, sem ég heíi haldið fram um bírtingu le.ðrét ingar greinar minnar í ;„Morgunblaðinu“ í sum- ár, var alveg laukrétt. En sjálíir

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.