Alþýðublaðið - 20.11.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.11.1926, Blaðsíða 5
A L í> Ý Ð U B L A ÐIÐ 5 standa þeir skömminni íklæddir, eins og vant er. Nafnið rógberi og niðingur verður Jón Björnsson að bera héðan í frá, svo fremi, að hann getur ekki sannað, um hverja ég hafi farið með róg og níð. Björn Bl. Jónsson. Atiuigasemil' Þar sem ég segi í grein minni 4. þ. m. í Alþýðublaðinu, að kaup- mennirnir á Siglufirði hafi verið gjaldþrota, þegar ég ætlaði að fá dóminn, sem þar ræðir um, greiddan af þeim, meinti ég, að þeir væru gjaldþrota í þeirri merkingu, að geta þeirra til að gjalda mér þessi 2500 krónur væri þrqtin, því að það er sannfrétt, að þeir eiga ekkert til. En gjaldþrota í lagalegri merkingu eru þeir ekki enn þann dag í dag eftir því, sem ég hefi frétt, síðan ég gaf út greinina. Vcdtýr B. Mýrdal. Uiffl dagisam «ff vegiifttn. Næturlæknir er í nótt Kjartan Úlafsson, .Lækjargötu 4 (uppi), sími 614, og aðra nött Katrín Thoroddsen, Von- arstræti 12, sími 1561. Messur á morgun: 1 dómkirkjunni ki. 11 f. m. Prests- vlgsla. Séra Bjarni Jónsson lýsir vígslu. Vígður verður Páll Þorleifs- son guðfræðingur til Skinnastaða- prestakalls. Engin síðdegismessa. t fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðs- son, kl. 5 Haraldur prófessor Ní- elsson. 1 Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. 1 Aðventkirkjunni kl. 8 e. m. Séra O. J. Olsen predikar (sjá auglýsingu á öðrum stað í (blað- inu). — I Sjómannastofunni verður guðsþjónusta kl. 6 e. m. Allir vel- komnir. — 1 spítalakirkju kaþólskra manna í Hafnarfirði verður kl. 9 f. m. söngmessa og kl. 6 e. m. guðs- þjónusta með predikun. Næturvörður er næstu viku i lyfjabúð Lauga- vegar. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum í dag og' á rnorgun kl. 3, 45 mín e. m., en kl. 31/2 eftir helgina. Skipafréttir. „Nova“ fór i gærkveldi vestur og norður um land til Noregs. ,,Sex verur leita höfundar“ verður leikið annað kvöld. Það er nú hver síðastur úr þessu að sjá þenna einkennilega sjónleik. 232 ár eru á moí’gun, síðan hinn kunni, franski rithöfundur, háðfuglinn Vol- taire, fæddist, en 108 ár frá fæðingu ‘séra Gísla Thórarensens skálds. Veðrið. Hiti mestur 1 stig, minstur 1 st. frost. Átt norðlæg. Stormur í Vest- mannaeyjum. Annars staðar frem- ur hægt veður. Snjókoma á Akur- eyri og dálítil á Seyðisfirði. Ann- ars staðar þurt veður. Djúp loft- vægislægð um Bretlandseyjar. Ot- ' lit: Norðlæg átt, víðast talsvert hvöss eða vaxandi. Þurt veður hér um slóðir. Snjókoma í öðrum lands- fjórðungum, mest á Austurlandi, en frostlaust þar, minst á Vestfjörð- um. „Réttur“ fæst í Bókabúðinni á Laugavegi 46. Áskrifendur, serri enn hafa ekki fengið hann, eru beðnir að vitja hans þangað. Silfurbrúðkaup eiga á morgun Margrét Árnadóttir tag Páll Friðriksson, Qretttsgötu 33 A. Stjörnufélagið. Fundur á morgun kl. SlL. Engir gestir. Athugið. Fallið hefir út úr auglýsingu Ei- ríks Leifssonar i gær, að um kaup í skóverzluninni gildir sama og í riý- lenduvörubúðinni viðvíkjandi happ- drættinu um kjötlærin. ísfisksala. Þessir togarar hafa nýlega selt afla sinn í Englandi: ,,Belgaum‘' fyr- ir 1288 sterlingspund, „Oyllir" fyrir 1611 og „Júpíter“ fyrir 1630 stpd. Hvort heldur? Er „Mgbl.“ loksins að búa sig undir að deila á kolanámaeigend- urna brezku, samlokur íslenzku stórútgerðarmannánna, fyrir kola- verkbannið, eða er það að eins af gömlum vana að ljúga sökum út- gerðarmannanna, sem leggja því fé, upp á saklausa verkamenn í öðru iandi, kolanemana ensku? Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. ;um! í óðaönn að stinga mat inn í rauð andlit sín. Ég og þér venjumst við þetta, en ég gat vel skilið, að ókunnugum manni blöskraði að sjá svona margt fólk eyða slíku fé i mat. „Hvað ætlið þér að fá yður, herra Smið- ur?“ spurði T—S. Ég beið eftir svarinu, mjög forvitinn. Hvað skyldi þessi maður velja sér í „humars-höH“? Smiður tók við seðlinum af gestgjafa okkar og las bann vándlega. Hann átti að því, er virtist, ekkert örðugt með að finna þá rétt- ina á seðlinum, er mestur var matur í. „Ég vil fá rifbeinssteik," sagði hann, „og soðið sauðakjöt með kapersídýfu — og ungan vor- kalkún — og dúfuunga í hlaupi —■ og perlu- dúfu, alda á mjólk —.“ Þjónninn ritaði auó- vitað samvizkusamlega hvert atriði. „Og smásteik með ætisveppa-ídýfu og steikt, mögur rif —.“ „Hamingjan sanna!“ skaut T—-S inn í. „Og steikta urtönd — og lambanýru —.“ „Þér ætlið þó fjanda-korninu ekki, herra Smiður! að eta þetta alt saman?“ „Nei; vitaskuld ekki.“ „Nú. Hvað ætlið þér þá að gera við það?“ „Ég ætla að fara með það út til mannanna, sem hungraðir eru fyrir utan.“ Það var engu líkara, en heimurinn hefði staðnæmst á göngu sinni; svo varð hljðtt. Það lá við, að þjónarnir tveir mistu niður skrifspjöld sín og handþurkur; þeir stóðu með galopinn munninn, og það var engu líkara, en að frambúðar-skrýfingin hcnnar frú T—S ætlaði alveg að leggjast niður. „Andskotinn sjálfur!“ hrópaði T—S að lok- um. „Það getið þér ekki gert!“ „Get ég ekki?“ „Þér getið ekki beðið um annað en það, sem þér ætlið að eta.“ „Þá kæri ég mig ekki um neitt; ég er ekki svangur.“ „En þér getið ekki setið hér eins og brúða, maður!“ Hann snéri sér að þjóninum: „Þér færið honum það sama og mér. Skiljið þér? Og flýtið þér yður nú, því að ég er glor- hungraður. Ot í snatri!“ Þjónninn snéri sér við og flýði. XV. Eigandi Eternal City þerði sitt sveitta enni með þurkunni og flýtti sér að kóma ein- hverjum samræðum á. Ég skildi, að hann

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.