Alþýðublaðið - 29.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.11.1926, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÍALÞÝÍpiJBEABIB i kemur út á hverjum virkum degi. i -— ====== \ Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við \ HverRsgötu 8 opin frá kl, 9 ard. 5 til kl. 7 síðd. \ Skrifstofa a sama stað opin kl. 9»/a—10Vs árd. og kl. 8-9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiöja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). „Morgunblaðið" og Snæbjörn í Hergilsey. í „Morgunblaðinu" 26. þ. m. er birt samtal við Snæbjörn hrepp- stjóra Kristjánsson í Hergilsey. Er auðsjáanlegt,-að blaðinu hefir pótt mikill fengur i að fá álit sægarpsins breiðfirzka um ís- lenzka pólitík og þó einkum um samvinnu „Framsóknar" pg jafn- aðarmanna við síðasta landkjör. Ég vií gera hér svolitla athuga- semd við fregnir þær, sem sam- tal þetta færir lesendum. „Allir bœndur vestra eru pjódnýting- unni algerlega fráhverfir,"*) hef- ir „Mgbl." eftir Snæbirni. Annað- hvort er hér að ræða um rang- færslu hjá blaðinu eða ellisljó- leik hjá gamla manninum. Það er sem sé alls ekki rétt, að allir bændur vestur þar séu fráhverfir þjóðnýtingu. Þessu til sönnunar skal eins dæmis getið: Fyrir þrem vetrum var búnaðarnámsskeið haldið á Reykhölum. Var þar m. a. rætt um, hvort heppilegt myndi vera, að rikið ætti jarðir allar. Sá, er hreyíði máli þessu, var ungur og efnilegur búfræðingur, Bergsveinn Skúlason í Skáleyjum, og mælti hann eindregíð fram með ríkiseign á jörðum. Maður skyldi nú ætla, að þetta hefði sætt kröftugum andmælum, ef svo væri ástand- ið, sem Snæbjörn segir. En hvað skeður? Einn einasti bóndi vard til þess dð andmœla. Aðrir ræðu- menn tóku undir mál Bergsveins. Mér er kunnugt um, að svona er það viðar í Barðastrandarsýslu, sé ferðast um sýsluna, hittir mað- ur alt af öðru hvoru bændur, sem mæla fram með rikiseign á jörð- *) Auðkent hér. um. Þeir voru ekki „bolsar", — bændurníir, sem búnaðamáms- skeiðið sátu á Reykhólum, en búnaðarreynsla þeirra og íhugun á landsmálum höfðu fært þeim sömu niðurstöðu og jafnaðarmenn hafa komist að, þ. e., að land- búnaðinum muni bezt borgið með ríkiseign á jörðum. Fyrirutan þessa miður glæsilegu og, sem betur fer, ósönnu lýsingu á pólitiskum þroska bænda í Barðastrandarsýslu er í þessu stutta samtáli sitthvað af marg- hröktu og vitlausu burgeisaslúðri. Hér er einu sinni enn sungið hið svartasta níð um bændur yfirleitt, áð þeir geti ekki orðið jafnaðar- menn. Hvers vegna ekki? Er bændum þá ósýnna um að hugsa rökrétt en öðrum mönnum? Fara allar fagrar hugsjónir fyrir öfan garð og neðan hjá þeim? Eru þeir blindari en aðrir menn fyrir böli því, er mannkyni stafar af auðvaldsþjóðskipulaginu ? Þá kemur þessi speki(!): „Með þjóð- nýtingu er frelsið farið." Það er hvort rveggja, að „Moggi" tetrið hefir aldrei fengið orð fyrir gáfur, enda kastar tólfunum, ef hann hyggst að telja bændum trú um, &ð frelsi þeirra sé farið, ef þeir 'búa á jörðum, sem þjóðin á, — ef hann og dátar hans hyggjast að festa reykvíska sjómenn í þeirri trú, að þeir yrðu ánauðugir þræl- ar, ef stórútgerðin yrði rekin af tíkinu. Eða hvort munu sjómenn á skipum ríkisins, símamenn, póst- menn, kennarar og yfirleitt allir, 'sem eru í 'beinni þjónustu ríkisins, kenna sig ófrjálsari enaðramenn? Loks kemur svo rúsínan í pylsuendanum: „Þjóðnýtingin er ekki annað en kúgun í nýrri mynd, og um leið og eignarrétt- urinn er tekinn af mönnum, hverf- ur allur dugnaður úr sögunni, þar sem til einskis er að vinna." Það er orðið hlægilegt, þetta blaður auðvaldssinrta um eignor- réttinn sem einhvern heilagan grundvöll, sem nú verandi þjóð- skipulag hvíli á. Sannleikurinn er sá, að nú verandi þjóðskipulag hvílir ekki á eignarréttinum, held- ur öJlu fremur réttleysinu tU elgna. Þetta ætti hverjum manni, sem um þjóðmál hugsar, að vera vorlnmnarlaust að hafa sfcilið fyrir löngu. Þjóðfélagið œtti að sjá svo um, ab hver einstaklingvjr peas væri fæddur með rétti til þeirra lífsþæginda, sem útheimtast til að lifa sómasamlegu lífi. Engan slík- an rétt veitir ríkið nú. Þess vegna eiga sumir ekki nóg til að lifa sómasamlegu lífi, en aðrir leika sér með auð, er nægja myndi hundruðum og þúsundum manna til lífsframfæris. Nú verandi þjóð- skipulag er sem verzlunarfyrir- tæki einstakra manna. Þetta ætra menn vel að íhuga. Ég er sammála hreppstjóranum í Hergilsey um, að bændur séu seinir að átta sig, en ég mæli það í nokkuð öðrum skilningi en hann, Hingað til hafa bændur ekki gefiÖ jafnaðarstefnunni mikinn gaum, en hin yngri bændakynslóð er að vakna til meðvitundar um giidl hennar. Þeir sjá þar morgunroða nýrrar siðmenningar. Og þegar þeir hafa vaknað til fulls, þá mun þungur dómur kveða \ið úr sveít- um landsins yfir þeirri stjórn- málastefnu, sem enga göfuga hug- sjón hefir á stefnuskrá sinni, — sem ekkert er annað en sauðnakin eiginhagsmálapólitík peninga- mannanna. Breidfirdingur. .Urai dágfnn eg veffíno* Næturlœknir er i nótt Guömundur Thoroddsen, Fjólugötu 13, sími 231. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 3» 15 mín. e. m. þessa viku. Snjór er nú aftur hér í Reykjavik, síð- an siEari h'u'a sunnudagsnæturinnar. Veðrið. Hiti mestur 5 stiga frost. Átt suð- læg og austlæg, hæg; víða logn. Purt veður. Loftvægislægð við Suður-Græniand á leið ril norð- austurs. Otlit: Hægviðri víðast í dag, en hvessir á suðaustan og sunnan í nótt. Atvinnuleysið. 78 menrí, sem ekki hafa áður gefið sig fram til skráningar, hafa látið skrá sig í skrifstofu atvinnuleysis- nefndar bæjarstjórnar í Suðurgötu 15, en 156 voru komnir á skrá f Alþýðuhúsinu um hádegi í dag. Söngkonan franska. GermaiBe le Senne, söng í frf- kirkjunni í gærkveldi með aðstoð Páls ísólfssonar og við góða aðsókn. Sem aukalag söag hún að lokum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.