Alþýðublaðið - 02.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.12.1926, Blaðsíða 2
ALÞ.ÝÐUBL AÐ IÐ Íalþýðublaðið : ] kemur út á hverjum virkum degi. | J Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við : | Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; i til kl. 7 siðd. : j Skrifstofa á sama stað opin ki. ; 5 9Í/2—ÍOÍ/a árd. °g kl. 8—9 siðd. : j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 * ] (skrifstofan). í J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á | i mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 í } hver mm. eindálka. ► i Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan | | (í sama húsi, sömu simar). £ Af Vestfjðrðum* Ferðapistlar eftir Björn Bl. Jónsson III. Daginn eftir, sem var sunnu- dagur, lagði ég af stað til Dýra- fjarðar ásamt fylgdarmanni mín- um, Hálfdani Sveinssyni frá Hvilft. Veður var gott, en snjór yfir alt. Við komum að Gemlufalli kl. 3 um daginn, en f>á var ferjan ný- farin vestur yíir fjörð. Hálfdan snéri par aftur heimleiðis, en ég beið þess að geta fengið flutning yfir til Þingeyrar, sem ég og fékk samstundis og báturinn kom úr umgetinni ferð sinni. Næsta dag, sem var miðvikudagur, boðaði ég tii almenns verklýðsfundar, sem halda skyldi kl. 7 pá um kvöldið. Auk fundarboðanda tóku til máls á fundinum þeir Sigurður Kr. Einarsson fiskimatsmaður, og tal- aði hann skörulega með félags- stofnun, og því næst próíasiurinn, séra Þórður Ólafsson, er hélt á- gætis-hvatningaræðu og sýhdi fram r, hversu nauðsynlegt það væri fyrir verkafólk hér eins og annars staðar að bindast santtök- um til þess að fá bætt kjör sín. , Ef þið gerið það ekki,- nú, þá gerið þið það seinna, en því fyrr, því betra, og verið ekki feimin að byrja.“ Ræða séra Þórðar átti ekki hvað minltan þátí í því, að svo margir skriíuðu sig á þá um kvcldið, Fundurinn stóð til kl. 12 um nótíina, og þá höfðu 53 skrif- að sig á lista til félagsstofnunar. Þrið/utíaginn 19. október boðaði ég til stofníundar, og var félagið þá stofnað með 70 félögum, körl- um og konum. Sá fundur stóð einnig tíl miðnættis. Atburður gerðist á Þingeyri nokkrum dögum áður en ég kom þangað, sem er góður spegill af einsíaklingsframtakinu, og má í honum sjá, hvernig fer fyrir þeim, sem treysta um of þessu marglof- aða einstaklingsframtaki auð- valdsblaðanna. Það, sem bar við, var þá það', að „Bræðurnir Proppé“ urðu gjaldþrota, og það var að sögn með þeisn hætti, að bæjarfógetinn á ísafirði gerði kröfu til þess, að „Bræðurnir Proppé“ greiddu 40 þúsund krón- ur* sem þeir skulduðu í opinber- urn gjöldum til ríkissjóðs, en þeir gátu ek.ki greitt þessa upphæð, svo að bæjarfógeti skipaði hrepp- i stjóranum, Jóhannesi Ólafssyni, að leggja hald á salt og kol, sem þar væru á staðnum, en þegar til átti að taka, þá voru þær vörur í um- boðssölu. Þá var fiskurinn fast- settur ásamt þeim vörum, sem til voru, o. fl. og verzlunarhúsunum lokað. Sagt var, að bankastjórar Islandsbanka hefðu orðið afarreið- ir við bæjarfógetann á ísafirÖi út af þessu tiltæki hans. Þegar „milljónafélagið" lagði upp laupana, þá keyptu „Bræð- urnir Proppé" alt það, er félagið hafði átt þarna á Þingeyri og gerðust verndarar(!) og lífgjaf- ar(!) kauptúnsbúa samkvæmt kenningum „Mogga" og annara auðvaldsblaða, og fólkið trúði, að svo væri, en það, sem meira er, var það, að hreppsnefndin virðist hafa verið jafnauðtrúa, eins og sýnt verður seinna. Miklar þjóðfé- iagsstoðir(i) eru slikir menn, að ég ekki tali nú um þau fádæma- gæði, sem þeir hreppar og héruð verða fyrir, er slíkir dugnaðar- garpar setjast að í(!). Þingeyrar- hreppur átti inni að sögn 14 þús- und krónur, þegar gjaldþrotið skall á. Gömul kona hafði átt þar inni 1500 krónur, sem "hún hafðí saínað sér saman til elliáranna og geymt þar í þeirri góðu trú, að öllu væri óhætt, — að það væri sama og eiga það á banka. Önn- ur gömul kona hafði átt þar inni 2000 krónur, sem hún hafði dregið sér saman og geymt til þess að geta notað sér það á elliárun- um, þegar hún væri ekki lengur vinnufær. Rosk'n hjón. kveða hafa átt þar inni um 3000 krónur, sem átti að verða þeirra athvarf í ellinni. Bóndi nokkur hafði átt inni um 8000 krónur. Verkafólk- ið hafði átt inni meira og minna af suinarvinnu sinni, sem kom auðvitað til af því, að engar pen- ingagreiðslur áttu sér stað til verkafólksins, heldur gekk alt í milliskrifíum. Hvítir pappírsmiðar með áskri.uðum stærri og smærri upphæðum eftir því, sem á stóð, gengu í istað peninga milli manna og verzlana í opinber gjöld til hreppstjóra. Einnig greidduvst að- göngumiðar að Bíóhúsinu með slíkurn peningum, sama aðferð og á Bíldudal og endalokin fyrir verkaíólkið iíka þau sömu. Þjóð- félagið feer líka skell af þessu, þvi að það, sem á vantar, að fé- lagið eigi fyrir skuldum fyrir ut- an það, sem einstakir menn tapa, lendir á bönkunum, og því tapi verða bankarnir a.ftur að ná af almenningi með hækkuðum út- lánsvöxíum eða lækkuðum inn- lánsren:um cða hvoru tveggja efí- ir þvf, sem þeim þykir bezt henta. Það skal tekið fram, að það, sem hér að ofan er sagt um „Bræðurna Proppé", er ekki sagt til þess að svería þá bræður per- sónulega, heldur er þetta dregið hér fram til þess að sýna öli- um almenningi, hve miklar firr- ur og fjarstæða það er hjá auð- valdsblcðunum, þegar þau eru að halda fram ágæti einstaklings- framtaksins á atvinnurekstri þjóð- arinííar. Þetta og lega íslenzku togaranna nú á 7. mánuð með mörgu fleirá, sem oflangt yrði app að telja, ætti að vera nóg til þess, að almenningur gæti séð, hve háskalegt það er fyrir þjóð- félagið, að aðalatvinnutækin séu á örfárra manna höndum. Það þótti mönnum' þar vestra einkennilegt, að togarinn „Cle- mentina" skyldi vera orðinn eign „H.f. Kakala", þegar gjaldþroþð dundi á, því að menn höfðu aldrei heyrt annað en að það félag hefði alt af tapað frá því fyrsta, að það var stofnað, og gátu ekki skiiið, hvernig félagið hefði far- ið að kaupa svo dýrt skip, þótt hlutafé þess væri aukið um 100 þúsund á pappírnum, eins og þeir orðuðu það. Ég fór með e.s. „Nonna“ frá Dýrafirði til Stykkishólms og kom við á Bíldudal. Þar hefir ekki orðið stöðvun á atvinnurekstrin- um, þótt H. B. Stephenscn & Co. steyptist á höfuðið eða einstak- lingsframtakið, sem auðvaldsblöð- in marglofa, dytti þar úr sögunni. Verkafólkið hefir sjálft rekið framleiðsluna og verzlunina i sameiningu, síðan einstaklings- framtakið gaíst þar upp. Verka- fólkið tók upp þá reglu að borga sjálfu sér út 30 krónur í pening- um á mánuði og taka þær vörur út í sinni eigin verzlun, sem það þurfti með og verzlunin hafði til, og þegar vinna var alment úti, fékk hver sinn afgang greiddan í peningum. Þá kom ég á Paíreksfjörð. Það er sama sleifarlagið þar á kaup- greiðslunni og var á Þingeyri og Bílduda!. Verkafólkið- á Patreks- firði sá nauðsynina á því, að stofnað yrði þar verklýðsfélag, en það var ekki hægt að koma því við sökum þess, að ekki er hægt að fá þar hús til fundarhalda, síðan skólaneínd aftók að lána skólann, en það getur ekki liðið á löngu, þar til hreppurinn eða Góðtemplarastúkan þar koma sér upp samkomuhúsi, og þá er verk- lýðsfélag einnig komið þar sam- hliða. I Stykkishólmi var ég nokkra daga og fór þaðan með m.b. „Svan“ til Reykjavíkur. Kjöt og klakio Nú er liðið það fram á vetur, að nýtt sauðakjöt fæst ekki nema fryst. Við frystinguna safnast oft þykk klakaskán utan á kjötið, en ldaki er, eins og allir vita, þungur í vikt'na. Nú hafa sumir kjöt- kaupmenn bæjarins það fyrir sið að vega kaupendum kjötið út án þess að ná fyrst af klakanum, og nafa sumir kaupmenn haft á orði, er vandað var um við þá, að þetta væri siður. Þetta er alveg ! satt, en það er illur siður og : gengur. Fólk vill kaupa kjöt, ,i ékki klaka. Og þó að hann værí fv’erömætur í sjálfu sér, sem auð- vitað ekki er, þá kæmi hann kaup- endum að engu haldi, því að hann er bráðnaður af, áður en þeir koma heim. Kaupendur eiga að heimta, að klaki sé allur skafinn af kjöti, áður en þeim er vegið það. Það eru ill viðskifti fyrir fátæka fjölskyldukonu, að sjött- ungur kjötsins, sem hún kaupir, sé ís, en ekki matur. Eosnimgarnar í Danmðrkn. Khöfn, 21. nóv. Kosningaundirbúningurinn er að ná hámarki sínu. Hersveitirnar eru í óðaönn að búa sig til á- hlaups og varnar í höfuðstaðnum. Á miðvikudaginn (24. þ. m.) hefst orrustan og verður háð í íþrótta- húsinu. Stærri orrustuvöll innan- húss var ekki hægt að finna, Þeir, sem annaðhvort nenna ekki eða geta ekki komið þar, eiga kost á að fylgja orrustunni í víð- varpi (þeir, sem þau tæki hafa). Hér verður á skipað úrvalsliði af öllum flokkum. I bæjum og kaupstöðum, þorp- um og sveitum landsins hefir ver- ið barist undan farið. Það er naumast nokkurn af forkólfum flokkanna að hitta hér í bænum. Þeir þjóta úr einum stað í annan í járnbraut eða bifreið. Ég hefi þó ekki séð þess getið, að nokkur þeirra hafi tekið flugvél í sínar þarfir enn þá. Og alls staðar eru skæðar orðahríðir, en ekkert hefi ég séð um Iimlestingar. ’ Ráð- herrarnir hafa allir verið í eldin- um og komið heim sigri hrós- andi. Alt bendir til þess, að jafn- aðarmenn komi liðmeiri inn í þingið en þe'.r íóiu heim. Síaun ng; 'nefir í isamtali við sænskan blaða- mann látið þau orð falla, að jafn- aðarmenn myndu vinna 5—6 sæti í þjóðþinginu. Það þari engum blöðum um það að fletta, hverjir missa þessi sæti; það yrðu að sjálfsögðu vinstrimenn og ger- bótamenn. Rætist þessi spádóm- ur Staunings, hefðu jafnaðarmenn 60—61 þingmann í þjóðþinginu. (Sjá um flokkaskiftinguna í síð- asta bréfi.) Eftir öllu að dæma verður þátt- takan mikil við kosningarnar að. þessu sinni, sennilega meiri en nokkuru sinni fyrr, enda vita verkamenn, hvað býður þeirra, ef jafnaðarmenn fara halloka: lægri laun, enginn atvinnuleysisstyrkur, 'minni ellistyrkur og hærri skattar! Þorf. Kr.. G. Bernard Shaw ætlar, eftir því sem erlend blöð herma, sjálfur að fara til Stokk- hólms til að taka við Nobelsverð- laununum, sem hann að beiðni Svía tók við, þó að hann í önd-. verðu haínaði þeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.