Alþýðublaðið - 03.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.12.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ < kemur út á hverjum virkum degi. I Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við ; Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. til kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 9»/a—10'/a ^rd. og kl. 8—9 síðd. ; Sirnar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; (skrifstofan). ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ! mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ; hver mm. eindálka. ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ; (í sama húsi, sömu símar). ____ Flokkaskipuniu á næsta alpingi. Nú, pegar úrslit landkjörsins eru kunn orðin, sést, hver áhrif aukakosningarnar í ár hafa haft á flokkaskipun Alpingis. Aðal- breytingin er sú, að „Sjálfstæð- is“-flokkurinn hefir mist tvo ping- menn, og hefir Alpýðuflokkurinn fengið annan peirra, er í staðinn koma, en „Framsóknar“-flokkur- inn hinn. íhaldsflokkurinn hefir staðið í stað. Tiltölulega munar breytingin mestu fyrir Alpýðu- flokkinn, sem nú hefir tvo full- trúa á pingi i stað eins áður. Áhrifa hans ætti pví að geta gætt töluvert, par sem hvorugur stærstu flokkanna hefir meiri hluta alpingis, pví að íhaldsmenn eru ekki nema 21, „Framsóknar“- menn 16 og ,,Sjálfstæðis“-menn 3. Nýr íhaldspostuli. , Morgunblaðið“ birti um daginn viðtal við Snæbjörn í Hergilsey á Bréiðaíirði. Snæbjöm pessi vann sér eins konar frægð f sumar, pegar hann ,.ló:aði“ skipið með símastaurana til Hagabótar svo rækilega upp á SKer, að pað losnaði paðan ekki aftur, fyrr en pað valt út af pví og sökk, — skipið, sem var með sementið, sem Reykvíkingum lá pá svo mjög á að fá. Það hafði íarið til Patreksfjarð- ar til pess að sækja Snæbjörn, svo að öl’u átti að vera óhætt, pegar það hafði Hergilseyjarbóndann og haming/u hans innan borðs. En pó fór pað nú srona, og voru rnargir hér gramir, pví að ekki alifáir urðu vinnulausir í hálfan mánuð, af pví að ekki var hægt I að halda áfram við húsagerð sök- um 'sementsleysis, og sögöu, að petta strand benti á, að fleira munai hafa verið til í skipinu en sement og símastaurar. ''ýMorgunblaðið" sagði frá pví, aö haldin hefði verið sú stefna, sem trygg var álitin, „pangað til leiðsögumaÖur segir, að nú sé komið iram hjá öl'urn skerjum, og nú sé hrein siglingaleið til Brjáns- læk/ar." En það stóð nú ekki al- veg heima, pví að „fimm rnínút- um s ðar strandar skipið,“ svo að notuð séu aftur orð' „Morgun- blaðsins." Enn fremur er pess getið í sama blaði, að Snæbjörn hafi sagt, að hann hafi vitað af skeri þarna nálægt, sem skipið fórst, en hald- ið, að þeir væru komnir fram yf- ir það, en ekki „getað sagt um, hvort skipið hefði heldur strand- að á því skeri eða öðru.“ En engar sagnir hafa borist af því síðan, hvort Snæbjörn er nú orð- ,inn fróðari um pað, hvort skerið, gem hann sigldi skipinu upp á, var pað, sem hann þekti, eða eitt- hvert annað, sem þessi „hafnsögu- maður á Norður-Breiðafirði í 20 ár“ pekti ekki. Um pessa frammistöðu Snæ- bjarnar segir „Morgunblaðið" (sama blað og áður er tekið eftir, það er 11. ágúst): „Það mun tæp- lega orka tvímælis, að þeir, sem bezt skyn bera á pessi mál, munu telja þaÖ óverjandi að sigla svona stóru skipi á ómældum siglinga- leiðum, par sem fult er af boð- um og blindskerjum. Og allra sízt hafi pað verið rétt að ætla að sigla skipinu frá Hagabót til BrjánslækjaT. . . .“ Pað er rétt að taka það fram, að það voru ráð Hákonar í Haga, að sigla skipinu til Brjánslækjar, svo að hann á hér nokkurn hluta af ámælum „Morgunblaðsins“, pótt Snæbjörn s.em hafnsögumaður beri auðvitað ábyrgðina. Nú skyldi maður ætla, að úr því að „Morgunblaðið" birtir viðtal við Snæbjörn í Hergilsey, pá hljóti pað að vera um, hvernig slíkt hafi mátt ske, að skipsstrand þetta varð. En viðtalið er um alt annað, pví að svo virðist, sem „Morgunblað- ið“ haldi, að hafnsögumaðurinn úr Hergilsey sé manna færastur að „lóza“ pað í allan sannleik um pað, hvernig í fjáranum hafi stað- 5ð á pví, að Alpýðuflokksmenn hafi heldur viljað Framsóknar- manninn en Ihaldsliðann við land- kjörið. Það spyr pví Snæbjöm: , Þér lítið svo á, að bændur og bolsar eigi ekki samleið?" Og bóndinn af Breiðafirði, hafn- sögumaðurinn úr Hergilsey, álít- ur, að hann sé maðurinn, sem bezt geti ráðið fram úr pví, sem íhaldsforingjarn'r hér í höfuð- staðnum, sem svo að segja halda um slagæð stjórnmálalífsins, sízt geta skiiið. Hann hikar pyí ekki við að svara, og svarið er, að pví fari fjarri; bændur og bolsar eigi , ekki einu sinni samieið“(i), því að þjóðnýtingin sé svo óttaleg, af pví að með henni fari frelsið, eignarrétiurinn og dugnaðurinn, og er Snæbjörn ekki fyrsti íhalds- maðurinn, .sem lætur uppi pá barnalegu skoðun, að dugnaður og auður fylgist jafnan að, sem er sama og að dæma dugnað af öllum, sem ekki hafa auð. Við landskjörið áleit Alþýðu- flokkurinn, að í það sinn ætti nann samleið með Framsóknar- mönnum í því að ganga rnóti 1- haldinu, en ekki sézt á viðtalinu, hvort Snæbjörn, þessi hinn nýi, glöggskygni gagnrýnir stjórn- málanna, álítur, að réttara hefði verið, að Framsóknarmenn hefðu blátt áfram bannað okkur bolsun- um og öðrum Alþýðuflokksmönn- um að kjósa Jón í Yztafelli, eða hvort þeir, úr pví að við ætluðum að kjósa hann, hefðu sjálfir átt að hætta við að kjósa hann, en láta atkvæði sln á íhaldsmann'nn! , Morgunblaðið" heldur, að pað hafi purft mikla „sambræðslu" til þess að fá Alþýðuflokksmenn til pess að láta íhaldsmanninn ekki verða sjálfkjörinn, og undrast stórlega, hvernig. ha'fi verið hægt að koma henni á. Og til þess að fá vitneskju uin, hvernig í ósköp- unum slíkt hafi mátt ske, finst blaðinu, að öruggasta leiðin muni vera að spyrja bóndann vestan úr Breiðaf jarðareyjum! Það leggur þvi fyrir Snæbjörn pessa spurningu: „Hverjir haldið þér að hafi komið sambræðslunni á?“ Og bóndinn að vestan er svo sem ekki í vafa um, að hann sé einmitt maðurinn, sem viti þetta, pví hann svarar: „Allir æsingamenn peirra flokka; sumir í því skyni að kom- ast að völdum m. m. og aðrir til þess að geta lifað áhyggju- iausu lífi í skjóli hinna." Mörgum mun þykja kynlegt, að „æsingamennirnir“ komi á „sam- bræðslu", ef um hana er að ræða. En sleppum nú pví, þó pað sýni, að sá, sem orðin talar, hefir við- líka vit á stjórnmá/um og sjóvetl- ingur á selskutli. En furðulegt er, að maður vestan af landi, sem er með öliu ókunnugur forgöngu- mönnum Alpýðuflokksins, er hann nefnir æsingamenn, skuli óspurð- ur fara að dæma um og opinbera dóm sinn um, hverjar séu innri á- stæður fyrir stjórnmálabreytni peirra. Og hann er svo sem ekki lengi að kveða upp dóminn. „Það er til þess að komast að völdum m. m.“, pótt líklegast verði erfitt að finha forsendur fyrir slíku eða að skýra, hvernig „æsingamenn- irnir", sem hann nefnir, geta kom- ist að völdum með pví að kjósa Jón í Yztafelii, eða hvernig peim yíirleitt er varið, pessum „völd- um m. „m." Þá mun eigi síður eríitt að skýra, hvernrg sumir okkar eigi að fara að pví að „lifa áhyggjulausu lífi í skjóli hinna“ með því að kjósa mótstöðulista I íhaldsins. En pó þessi ummæii Snæbjarn- ar hafi lítið gildi, af því að pau standa eins og bátlausar skorður, eða séu jafnrótlaus eins og síma- staurar á reki um Breiðafjörð úr skipinu, sem á skerið skreið og sökk, pá lýsa pau mjög vel ó- vönduðum hugsunarhætti þess, er talaði pau. Reynsla mín er su, að íslenzkir bændur séu yfirleitt mjög orðvarir rnenn, sem ekki fari með órökstudda hleypidóma og getsakir í garð manna, er peir pekkja ekki. Eft'r kynningu minni af Breiðfirðingum á þetta eigi sið- ur við um pá, en aðra landsmenn, en Snæbjörn er auðsjáanlega und- antekningin, sem staðfestir regl- Una, enda hlýtur hann sjálfur ab vita, að hann vantar alla persónu- Jega þekkingu á þeim, sem hann ‘íalar um, til pess að geta kveðið Upp dóm um pað, að stjórnmála- skoðanir peirra sé ekki annað en löngun þeirra til þess að auðga sjálfa sig. Verður atferli Hergils- eyjarbóndans ekki lýst betur með öðru orði en strákskapur. Er hér um mikla afturför að ræða, pví að eitt sinn var þó drengskapur- inn, sá, er íslendingar heiðra, kendur við Hergilsey og bóndann þar, fátæka leiguliðann Ingjald, er bezt reyndist Gísla Súrssyni. Bauðst hann til að ganga með Gísla upp á Vaðsteinaberg og verjast paðan með honum, „með- an vér megum uppi standa“. Mun drengskapur Ingjalds í Hergilsey í minnum hafður, með- an íslenzk tunga er töluð, og lík- legast lengur. En sem betur fer, mun strákskapur Snæbjarnar úr sömu ey falla í gleymsku jafn- fljótt og hann sjálfur. Ólafur Fridriksson. María Rúmeníudrottning sem „Mgbl.“ elskar svo út af líf- inu, að það hefir ekki eina, held- ur ellefu ljósmyndir til sýnis af henni í glugganum hjá sér, var, svo sem kunnugt er, í Ameríku fyrir skemstu. Kom hún par svo auðvirðilega fram með fjársníkj- um og ýmis konar brellum til að safna peningum til ýmsra góð- gerðafyrirtækja í Rúmeníu, að Ameríkumefm voru orðnir saddir af henni, og Rúmeníustjórn varð að skipa henni að koma heim, svo. að ekki yrði frekara hneyksli. Meðal annars lét hún pá ósk í ljós, að sig langaði til að kynnast amerískum jafnaðarmönnum. Sím- aði hún því til hins fræga jafn- íaðarmanns, Uptons Sinclairs, sem neðanmálssagan hér í blaðinu er eftir, og bað hann að koma til New-York með konu sína. En Sin- clair sendi petta símsvar: „Við höfum fengið skeyti yðar, þar sem pér bjóðið okkur að koma til New-York, og gleðjumst mikið yfir pví alpýðlega hugar- þeli yðar hátignar, sem lýsir sér í pví, að yður langar að kynnast amerískum jafnaðarmönnum. Því miður eru 3000 mílur milli vor og New-York, og við höfum ekki frekar efni á að ferðast þangað en pér til Kaliforniu. Við fullvissum yður þó um, að við munum vera hjá yðúr í anda, og að. við í Pasa- dena (par býr Sinclair) munum segja áheyrendum vorum, hvað. okkur lýst uin stjórn yðar, sem er svívirðilegasta og blóðgírug- asta stjórn í Evrópu. Fyrir skemstu frétíum við, að yðar há- tign væri komin hingað til Amer- íku til að lána dollara til að heyja ófrið við verkamenn og bændur i Rúsdandi. Hald ð þér, að við vilj--

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.