Alþýðublaðið - 03.12.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.12.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ Læknavisindli staðfesta pað, að íslenzkt ullarband sé bezt í nærföt. Notið eingöngu band frá Álafossi. — Það er bezt. Afgreiðslæ ALAFOSS, Hafnarstræti 17. Varsjá. Nú er hann forsætisráð- herra, og því verður ekki neitað, að aldrei hefir styrkari hönd hald- ið um stjúrnartauma Póllands. Misjafnt álit hafa útiendingar á þessum óvenjulega manni. Sum- ir segja hann pólskan Mussolini, og aðrir telja, að hann muni ger- ast konungur Pólverja eða a. m. k. eyðileggja lýðveldið og koma á konungsstjórn. Samt hefir stjórnarskráin í engu verið rof- in, síðan Pilsudski tók völdin í þínar hendur^ .og þjóðþingið pólska hefir lýst veiþóknun yf- ir maí-athöfnum hans og enda valið hann til forseta, þó að hann neitaði að taka við því embætti. Konungsstjórn kemst tæplega á nema samkvæmt stjórnarskránni; þ. e. a. s. með samþykki þings- ins, en það kemur saman 13. þ. m.; ekkert hefir þó enn þá verið minst á n okkrar breytingar á stjórnartilhöguninni. 14. þ. m. verður haldin í Var- sjá hátíð mikil til heiðurs Frið- riki Chopin, heimsfrægum tón- snillingi pólskum. Þar verður af- hjúpað minnismerki hans, verð- launagripur eftir góðkunnan pólskan myndhöggvara, W. Szym- anowski. Fulltrúar margra er- lendra ríkja og hljómlistarfélaga taka þátt í hátíðahöldunum. — Grein um Chopin og tónsmíðar hans kernur síðar. Rétt nýlega var Hinriki skáldi Sienkiewicz, höfundi „Quo vadis“, reist minnismerki í Bydgoszez (Bromberg). Kennaraþing Pólverja hið VIII. er nýafstaðið. Það sátu 700 full- trúar. Þinginu bárust rnörg bréf víðs vegar að, m. a. frá menta- málaráðuneytinu. Nokkur bréf komu líka frá útlöndum, og er helzt að nefna eitt frá miðskóla- kennurum Tékkoslafalands. Það endaði þannig: „Við árnurn þingi ykkar hins bezta gengis, og leggjum jafn- framt ríkt á við ykkur að gleyma ekki alheimshugsjönunum, þegar þið starfið að mentún þjóðar ykkar, og þá ekki heldur tungu- málinu esperanto, sem er skap- að i Varsjá menningunni til hags- bóta og er eitt hið bezta ráð til að nálægja þjóðirnar hverja ann- ari.“ Undir bréf þetta rituðu stjórn- armenn esperantodeildar háskóla- félags Tékkoslafa, mentaskóla- stjórinn í Brno (Briinn) og gagn- fræðaskólastjórinn í Bratistava (við Duná). Svo sem kunnugt mun vera, þá er hér í iandi einkasala á tóbaki, og er fjárhag ríkisins góður stuðningur í henni. Frá áramót- um til 1. nóv. námu tekjur einka- sölunnar 17,5 milljónum zlota, en áætlaðar voru 200 inilljón'r yfir alt árið. Það má því telja víst, að tekjurnar fari um 'j« fram úr á- ætlun. Hér af má sjá, að tóbaks- nautn er allmikil í Póllandi. Loks skal minst örlítið á es- peranto. Pólland er vagga þess, því höfundur þess, dr. Zamenhof, iifði lengst af og dó í Varsjá. Núna í dag töluðu íulltrúar pólskra esperantista við forse ann, dr. Mascicki, og lét hann í ljós hlýjan hug í málsins garð og kvað sig fúsan t:l að stuðia að vexti þess og viðganji í Póllanai. 01. Þ. Kristjánsson þýddi. Herluf Clausen, Simi 39. Veggfóður. Nýkomnar fjöldamargar fallegar tegundir. Orvalið hefir aldrei ver- ið jafn-fjölbreytt og einmitt nú. Komiðl Skoðið! Kaupið! Sijgurður Kjartansson, Laugavegi 20B Sími 830 Simi 830. (Gengið frá Klapparstíg.) Dívanar með tækifæriverði á Freyjugötu 8 B. Simi 1615. Sykurltassar 21 kr., Kartöflur, ágætis tegund, 11 kr. pokinn. Hveitipokinn frá 23,50. — Hannes Jónsson, Laugavegi 28. Rjúpur frá 35 aur., Spaðkjöt, Hangið kjöt, Iíæfa, Tólg, Ostur. Alt ódýrast. á Laugavegi 64. Sími 1403. Utbreiðið Alfiýðublaöið 1 Jólapóstkort, fjölbreytt úrval, verð 10 —15 aura. Amatörverzlunin við Austurvöll. Mjólk og rjómi fæst á Vestur- götu 50 A. Undanrenna fæst í Alþýðubrauð- gerðinni. Dagsbrúnarmenn! Munið að skr stofa félagsins er opin mánudaga miðvikudaga og laugardaga kl. 6 t 7 l/2 e. m. Sjómenn! Kastið ekki brúkuðum olíufatnaði. Sjóklæðagerðin gerir pau betri en ný. Sokkar — sokkar — sokkar frá prjónastofunni Malín eru íslenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. „Húsið við Norðurá", íslenzlc skáld- saga, fæst i Hafnarfirði hjá Erlendi Marteinssyni, Kirkjuvegi 8. Hann hefir einnig til sölu: „Deilt um jafn- aðarstefnuna," „Bylting og íhald“ og „Höfnðóvininn“. Frá Alþýðubrauðgerðinni. Vinar- brauð fást strax kl. 8 á morgnana. Veggmyndir, fallegar og ódýrar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. ................---------------- Mjólk og rjómi fæst allan daginn í Alþýðubrauðgerðinni. Niðursoðnir ávextir beztir og ódýrastir í Kaupfélaginu. Alþýðuflokksfólk! Athugið, að auglýsingar eru fréttir! Auglýsið því í Alþýðublaðinu. Útsala á brauðum frá Aiþýðubrauð- gerðinni, Vesturgötu 50 A. Rltstjórt og ábyrgðarmaður Halibjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. Upton Sinclair: Sniiður er ég nefndur. vefdir; þetta var eins og jólatré, glitrandi af girnilegum munum. Ég stóð rétt hjá cg heyrði byrjunim á sáir- tali þeirra. „Ungfrú Magna! Mér þykir mjög vænt um að kynnast yður. Ég hefi heyxt ungfrú Dulles tala svo mikið um yður.“ „Ungfrú Dulles?" „Já, Dóróþeu Dulles.“ „Mér þykir fyrir þvi, en ég held ekki, að ■ég hafi heyrt hennar getið.“ „Hvað ? Dóróþeu Dulles, kvikmyndaleik- konunnar?“ ,,Nei; ég kem henni ekki fyrir mig.“ „En hún, sem er stjarna!“ „Já, en sjáið þér til, herra Stebbins! Það eru svo margar stjörnur á himninum, en þær eru ekki aliar sýnilegar mannsauganu. Ég snéri mér að móður Berties. Hún hafði uppgötvað, að Smiður var enn þá hugnæm- ari, er nær var komið. Hann var engin leik- sviðsmynd, heldur raunverulega alvarlegur og áhrilamikill persónuleiki; það var full- komin vlssa fyrir því, að hann mundi vekja hrifningu meðal kvennanna í „Félaginu fyrir hærri listir" v!ð mánaðarlega morgunverðinn og verða þeim tii heiðurs.er uppgötvað hefði. Og nú var hiin hér að bjóða þessum hóp að nota með sér stúkuna sína í leikhúsinu, og hér var T—S að útskýra, að hann gæti ekki þegið það sökum þess, að hann yrði að sjá um, að myndin af frönsku stjórnrbyitingunni yrði tekin; þeir hefðu ráðið fimm þúsund menn til þess að leika múg. Ég veitti því athygli, að frú Stebbins var frædd um þann mannfjölda, er „auglýstur" skyldi verða! Endirinn á öllu varð sá, að hin mikla frú féllst á að gleyma leikhússtúkunni og aka út í leikskálana og horfa á, þegar myndin yrði tekin af múginum í „Sögunni um borg- irnar tvær“. T—S hafði ekki alveg lokið við miðdegisverð sinn, en hann veifaði frá sér með hendinni og sagði, að það gerði ekkert til; hann vildi ekki láta frú Stebbins jiurfa að bíða. Hann benti þjóninum að koma, ritaði töfranafn sitt á reikninginn og setti fimm dollara seðil ofan á sem þjórfé. Frú Stebbins safnaði saman fjölskyldu sinni og sigldi til dyranna, og við fórum í kjölfar hennar. Ég bjóst við, að við yrðum aftur á vegi uppþotsins, en þegar ég korn út, sá eg, að strætið var gerhreinsað af öllu nema lög- regluþjónum og bifreiðarstjórum. Ég vissi, að yfirvöldin höfðu hlotið að beita harð- neskju, en ég sagði ekkert og vonaði, að Smiður hefði ekki tekið eftir þessu. Bifreið Stebbins-fólksins ók upp að gangstéttinni, og ég uppgötvaði alt í einu, hvernig á því stóð, að kona sporvagnakóngsins var nefnd „foringi samkvæmislífsins". „Billy!“ sagði hún. „Þér komið með I okkar bifreið og takið herra Smið með yður. Ég þarf að tala dálítið við yður.“ Nákvæmlega svona blátt áfram! Hún vildi fá eitthvað og bað um það! Ég tók undir handlegg Smiðs og leiddi hann inn í vagninn. Bertie sat við stýrið og bifreiðarstjórinn við hlið lians. „Ég verð á undan ykkur,“ kallaði Bertie með sínu ósigrandi monti og veifaði hendinni til kvik- myndakóngsins um leið og hann ók af stað. XIX. Það vildi svo tii, að okkur gekk iila í byrj- un. Þegar við snérum fyrir hornið .á Breið- götu, þá lenturn við í leikhúsa-þvögunni, og bifreiðin varð að nema staðar fyrir frarnan „Fjölleikahús Alríkisins“. Ef þér hafið verið á nokkurri Breiðgötu milli Atlantshafs og Kyrrahafs, þá getið þér gert yður í hugar- iund, hvernig hér var umhorfs, — bjartar rafmagnsauglýsingarnar, fréttamyndir blað-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.