Alþýðublaðið - 07.12.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
veru sinni og sinna, vitandi það,
að fjárglæframennirnir, sem hann
hefir borið hita og þunga dagsins
fyrir, eru valdir að því, að börn-
in hans, köld og klæðlitil, eru að
biðja foreldrana um brauð, sem
ekki er til.
Því ad par vantar aurana.
Fjárglæframennirnir, sem nefna
sig stóriðjuhölda, spila fjárhættu-
spil og telja sig svo gjaldþrota.
Bankarnir, sem verzla með
sparifé almennings, tapa milljón-
um á milljónir ofan við hin stel-
víslegu gjaldþrot „spekúlantanna",
en halda pó mannréttindum sín-
Um lítt skertum. Öreigarnir, sem
vegna heilsuleysis, elli eða at-
vinnuskorts eru neyddir til að
leita á náðir „hins opinbera", éru
settir á bekk með ómálga dýrum.
Börn peirra eru brennimerkt
svívirðu fátækralaganna.
Þetta eru laun kúgarans — auð-
valdsins — við verkalýðinn á Is-
landi, — auðvaldsins, sem lifir og
fitar sig og sitt hyski á svitadrop-
um hins vinnandi lýðs. —
Verkalýður! Er ekki nóg kom-
ið af svo góðu?
Alpýða allra landa stendur sam-
einuð gégn allri þeirri óhæfu, sem
ilienni er fyrirbúin í hinu „kapi-
talistiska" þjóðskipulagi.
Fyrr eða síðar verður úrslita-
orrustan háð.
Verkamenn og verkakonur á Is-
landi! Látum ekki auðvaldið á
íslandi nota okkur lengur eins og
handhægar rekur, sem hægt er að
grípa til og fleygja frá sér, þeg-
ar þeim býður svo við að horfa.
Krafa vor allra er ao fá ao vinna
á heiðarlegan hátt fyrir tilveru
vorri og okkar fjölskylduliðs.
Þeirri kröfu skulum við fylgja
fast og einhuga, þar til henni er
fullnægt.
Ág. Jóh.
Ireíar viðurkenna jafnrétíi
skattiandanna viðheimalandið.
Svo sem símskeyti hingað hafa
sagt frá, var það viðurkent af
brezku stjórninni á þingi allra for-
sætisráðherra ríkisins, að skatt-
löndin væru fullyalda á sama hátt
og Bretland, óháð því og jafnrétt-
há. Orðaði fundurinn það svo:
„Jaínrétti Bretlands og skattland-
anna er undirstöðureglan undir
meðferð hinna sameiginlegu
mála," og „skattlöndin eru frjáls
tíki og fullvalda í brezka rlkinu,
]afnsett, svo að ekkert er öðru
undirgefið um innanríkis- né ut-
anrikisrmál, heldur sameinuð um
lénsskyldu við krúnuna og í
frjálsu sambandi við meðlimi hins
brezka þjóðasambands." Það fylg-
ir og með, að enginn samningur,
er Lundúna-stjórn gerir, bindi hin
ríkin, nema stjórnir þeirra sam-
þykki. Brezka ríkið, sem áður var
— Stóra-Bretland og skattlöndin
— er eftir þessu nú orðið að
Bantíarikjunum brezku. Svo sem
tií að hirða á, er heiti Bretakon-
.ungs breytt í samræmi við þetta.
Það var áður „konungur hins
sameinaða konungsríkis, Stóra-
Bretlands, írlands og brezku ríkj-
anna fyrir haridan hafið", rog
minnir það ekki lítið á „det sam-
lede danske Rige". Nú er það:
„konungur Stóra-Bretlands, Ir-
lands og brezku rikjanna fyrir
handan hafið". Svona smáfærir
tíminn þjóðirnar nær því að sam-
einast í bróðerni og eindrægni.
Háskólinn í Oxford heiðrar
jafnaðarmannaforingja.
hafa annan gang á því;
var" nefnilega dáinn."
hann
J. H. Thomas, sem var ráðherra
í ráðuneyti MacDonalds, hefir há-
(Skólinn í Oxford gert að heiðurs-
doktor. Rökstuddi háskólarektor
það í latínuræðunni, sem hann
hélt, með því, að Thomas hefði
varið æfi sinni til að bæta kjör
verkalýðsins.
Spurning.
Frægur jafnaðarmaður spurði
fátækan verkamann, sem var að
grafa fyrir húsi:
„Myndir þú grafa fyrir húsinu,
ef þú ættir nóga peninga til að
byggja það að öllu leyti?"
„Nei; það myndi ég ekki gera,"
svaraði verkamaðurinn.
Jafnaðarmaðurinn sagði þá:
„Grunninn áttu sjálfur að byggja,
því að hann er undirstaða undir
öllu húsinu."
Öll áuðæfi burgeisanna byggj-
ast á því, að verkamennirnir vinni
vel og dyggilega, því að það eru
þeir, sem byggja grunninn undir
auðæfi peningamannanna, sem
láta framkvæma verknaðinn.
Jafnadarmadur.
Stúdent, sem er tvolaidur i
roðinu.
Við verzlunarháskólann í New-
York er sem stendur meðal ann-
ara stúdent — eða tveir stúdentar
eftir því, sem metið er, — við
nám. Það eru tvíburar frá Fil-
ippseyum, Simplicio og Lucio Fili-
grino, og eru þeir samanvaxnir.
Þeir eru með 2 höfuð, 4 hendur
ög 4 fætur, en ekki nema 1 hrygg;
það er að segja: hryggir þeirra
eru samanvaxnir. Ekki virðist
þessi vanskapnaður standa þeim
neitt fyrir andlegum þroska, enda
stunda þeir námið af mesta kappi
og ætla að taka við verzlun föður
síns á Filippseyjum að því loknu.
— Náttúran ríður ekki við ein-
teyming.
ImælkL
Ekkerí nndanfiæH.
„Mér þykir leitt að frétta, að
þér hafið verið að jarða föður-
bróður yðar í dag."
„Já, en það var ekki gott að
Um daginn og veginn.
Næíurlæknir
er i nótt Guðmundur Guðfinns-
son, Hvg. 35, simi 1758.
Kveikja ber
á bifreiðum og reiðhjórum kl.
3 e. m.
Kvöldvökurnar
í gærkveldi: Frú Theódóra
Thoroddsen las fyrst upp þulu,
„Gekk ég upp á Gljáhnúk", en
síðan frásögnina um mannskað-
ann á Mosfellsheiði. Árni Páls-,
son var lastnn, og las Kristján Al-
bertsson í hans stað f jögur kvæði
eftir Einar Benediktsson. Þau
voru: „Pundíð", „Skuggar",
,SkrífIabúðin" og „Móðir mín".
Sigurður Nordal las upp vísur um
sólina úr Hávamálum, úr Sólarljóð-
um, eftir séra Bjarna Gissurarson,
Þorstein Erlingsson, Jóhann
Gunnar og Grím Thomsen, og síð-
ast las hann ávarp Einars Jóns-
sonar myndhöggvara til Vestur-
íslendinga frá því, er hann dvaldi
þar 1918.
Þenna dag
árið 1879 andaðist Jón Sigurðs-
son forseti.
í bæjarfréttum
í gær var svo til ætlast, að frá-
sögnin um prófsmíðisgripina
kæmi næst á eftir fréttinni um
minningarsýningu Guðm. Thor-
steinssons. Þvi stóð þar, að próf-
smíðisgripirnir væru í búðar-
glugga sama húss, þ. e. og minn-
ingarsýningin, — hinu nýja húsi
Jóns Bjrnssonar & Co. við Banka-
stræti.
Togararnir.
„Tryggvi gamli" og -„Gulltopp-
ur" komu frá Englandi í gær, en
„Belgaum" í morgun af veiðum
með 900 kassa.
Heilsufarsfréttir.
(Eftir símtali í morgun við
landlækninn.) „Influenzan" breið-
ist út um Vesturland, en fer hægt
þar, eins og annars staðar. Hún
er m. a. komin í Flatey á Breiða-
íirði. 1 Miðíjarðarhéraði hefir einn
maður fengið taugaveiki. í
Blönduósshéraði heldur „kikhóst-
inn" áfram, en mjög hægt, og
'er ekki kominn í önnur héruð.
Að öðru leyti er gott heilsufar
jþar, sem til hefir frézt, en ófréít
er af austurhluía Norðurlands og
af Austurlandi.
Þrumur
dálitlar voru hér seint í gær-
kveldi.
„Sawitri",
fornindversk saga í hinni snild-
arlegu þýðingu Steingríms Thor-
steinssGn er nýkomin í annari
útgáfu. Fæst hún í afgr. „Sunnu-
dagsblaðsins". Er þetta fyrirtaks
barnabók.
Um guðsdýrkun í Adyar
á Indlandi flytur séra Jakob
Kristinsson erindi í Nýja Bíó ann-
að kvöld kl. 7%..
Til norska skipsins,
sem vantar, hefir því miður
ekkert frézt. Togararnir, sem ætl-
uðu að leita þess, voru ófarnir
héðan í taiorgun sakir ofveðursins.
Veðrið.
Hiti mestur 2 stig, minstur 4
stiga frost. Suðvestan- og vestan^
átt. Rokstormur og regn í Vest^
mannaeyjum og yfirleitt storm^
ur hér við Suðvesturlandið, Mili-
il snjókoma í Reykjavík í morg-
un, en festi ekki mikið á vegna
hvassveðursins. Lítil snjókoma á
Akureyri, Seyðisfirði og í Grinda-
vík. Djúp loftvægislægð fyrir
norðvestan land. Otlit: Vestan-
hvassviðri, nema suðvestan á
Norðurlandi í dag. Éljaveður á
Suður- og Vestur-landi og á
Norðurlandi í nótt. Þxrrt veður á
Austfjörðum.
Skipsbrotsmennirnir
af „Nystrand" eru nýlega komn->
ir hingað til borgarinnar.
Slökkviliðið
var kallað í iyrra dag á Loka-
stíg 7. Hafði kviknað í mótum I
reykháíi. Emnig var það kallað
í gær i Hafnarstræti 15. Þar
kviknaði í reykháfi frá miðstöð.
1 hvorugum staðnum urðu skemd-
ir, og tökst fljótlega að slökkva
eldana.
Gengi erleudra uiynía i di»g; -^
Sterlingspund. . . . kr. 22,15
100 kr. danskar ... 12170
100 kr. sænskar ... 12213
100 kr. norskar .... - 116,59
Dollar...... - í.W.Vg
100 frankar franskir. . - '8 56
100 gyllini hollenzk . - 183.10
100 gullmörk J)ýzk. . - 10M.R8 .
Þannig hefir g"nii dðnskw
krónunnar verið síðutu daga, en
það rangprentaðist hér í blað'nu
síðast.
Viðfangsefni
á orgelhljómleik PáL. Isó'ís-on-
ar verða eftir Bach, Mas ene. o. fl.
Kirkja i Austurbænum.
Samkvæmt ályktun fundar
þjóðkirkjusafnaðarina hér í brrg-
inni hafði verið skipuð neínd til
að íhuga, hvort heppilgra v "ri
að reisa nýja kirkju eða stæi:ka:
dómkirkjUna að mildum xnt=n.
Nefndin mælti með nýrri kirk u,
er reist verði í Au^urbærmm,
t. d. á SkólávörðuhoHinu, og rúmi
hún 1200 manns í sæíi, og sé vel
til hennaí vandað í alla steði.
Hugsar nefndin sér, að k^rk an
kosti sennilega 400 búsundir —
% miiljón króna, sámkvbómt ; di
ísi. peninga nú. 1 yfra í:í ; •. ir