Alþýðublaðið - 09.12.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.12.1926, Blaðsíða 3
ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ 3 ingur að hlýða á hana nú, þar sem verðið er niðursett. Bátur, sem vantaði, kominn fram. Frézt hefir, að ísfirzki árabát- urinn, sem vantaði, sé kominn fram og nú þangað heim. Hafi hann legið í vari, meðan ofviðrið geisaði. Togararnir. „Þórólfur" kom í gærkveldi frá Engiandi. „Hannes ráðherra“ kom af veiðum í morgun með 800 kassa ísfiskjar og 20 smálestir af saltfiski. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali við landlækninn í morgun.) Á því er enginn vafi lengur, að „kikhósti" er í barn- inu hér í borginni, sem grunur lék á að hefði fengið hann, en hann hefir ekki útbreiðst hér. „Iðjuleysi í stórum stíl“. Stefán B. Jónsson gefur út tíma- rit, sem heitir „Vor“. Kennir þar margra skringilegra grasa. 1 síð- asta tbl. er grein með fyrirsögn- inni: „Ef ég ætti að ráða“; er hún lýsing ýmislegra áhugamála Stefáns. Er einn liðurinn að „banna verkföll og verkbönn og iðjuleysi í stórum stíl.“ Þetta með iðjuleysið er ágæt tillaga, ekki ó- svipuð tillögu, sem gerð var um útrýmingu kynsjúkdóma með banni gegn samförum karla og kvenna. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 3 e. m. Innbrot enn. í nótt var maður tekinn fastur inni í „Nýju bifreiðastöðinni". Hafði hann brotist inn í hana og ætlaði að fara að brjóta upp skrif- borð þar inni. Veðrið. Hiti mestur 5 stig, minstur 2 stiga frost. Átt vestlæg. Storm- 'ur í Vestmannaeyjum og í Stykk- ishólmi, hvassviðri hér í Reykja- vík og víðar allhvast. Regn í Vestm.-eyjum og lítil snjókoma á fsafirðr' og Akureyri. Annars stað- ar þurt veður. Djúp loftvægislægð fyrir norðan land á austurleið. Otlit: Vestan-hvassviðri áfram í dag um alt land og víðast allhvast ,í nótt. Éljaveður í dag, nema við Austurland. Nokkur snjókoma í nótt á Suðvestur- og Vestur-landi og hríðarveður á Norðurlandi. Þá kólnar einnig á Austurlandi. Hugur „Mgbl.‘--ritaranna til verkamanna er samur og vant er. í dag auglýsir „Mgbl.“ hann með I)vi að flytja grein gegn auknum atvinnubólum og jafn- framt gegn því, að verkamenn, er við slíka vinnu starfa, haldi kaupi sínu. Jafnframt gefur það í skyn, að Knútur og félagar hans í bæjarstjórninni muni ekki vera færir um að velja þá atvinnu- bótavinnu, er gefi bænum bein- an arð. Það getur „Mgbl.“ átt um við þá; en bæjarstjórnin á ísafirði hefir sýnt, að beinn gróði getur orðið á atvinnubótum, ef vinn- án er valin af framsýni. Skýring. Einhver kann að spyrja: Hvers vegna birtir Alþbl. nöfn bann- lagabrjóta fremur en annara lög- brjóta ? — Það er af því, að Alþbl. telur sérstaka ástæðu til að vara við þeim mönnum, sem gera sér breyzkleika og ósjálf- stæÖi annara manna að féþúfu og svifta þá ekki að eins fénu, heldur einnig vitinu. Víti þau, er lögð eru í lögunum við bannlaga- brotum, eru einnig mjög lítil, og kernur það ekki sízt í ljós, ef þau eru borin saman við hegning- ar fyrir sum önnur lagabrot, sem þau jafnast vafalaust á við að skaðsemi fyrir þjóðarheildina. Hins vegar er vert að minnast þess, að svívirðing svívirðinganna er áfengisverzlun sú, sem alþingi helir látið setja á stofn, og að hún gerir lögbrjótunum margfalt hæg- ara en ella með að dyljast í skugganum. K®na — karl. Á skrifstofu einni í Stokkhólmi, segir „Stockholms Dagblad", var skrifstofustúlka 28 ára gömul. Hafði hún verið þar í 3 ár án þess, að neitt bæri til titla eöa tíðinda, en nú vildi svo til, að henni varð á ýmis konar smá- þjófnaður þar, svo að húsbændur hennar ofurseldu hana lögregl- unni. Þegar hún var tekin í varð1- hald, var hún rannsökuð, eins og venja er til, og kemur það þá upp á diskinn, að hún er karl, en ekki kona. Hafði hún sjálf ekkert um það vitað, en lifað í þeirri vissu, að hún væri kona, enda hafði ekkert í hátterni henn- ar bent á annað, nema að það sótti á hana skeggvöxtur. Þetta þóttu svo átakanleg og örlagarík úmskifti í æfi mannsins, að hann var látinn fá skilyrðisbundinn dóm. Málshofðun gegn simÞjón!. Fyrir nokkru voru hjón ein í amerískri borg vakin með síma- hringingu um miðja nótt. Mað- urinn svaf uppi á lofti, og varð honum fótaskortur í stiganum og féll svo illa, að hann beið bana af fám dögum síðar. Frúin náði í taltækið og nefndi númerið. Þá var hún beðin afsökunar; þetta væri skakt samband. Svo kærði frúin símaþjóninn sem sök í dauða manns síns. Hann var sýkn- aður fyrir dómstólunum. F u n dur i kvöld, fimtudag 9. dez., kl. 8 e. m. í Goodtemplarahúsinn. Dagskrá: I. Félagsmál. II. Bréf frá útgerðar- mönnum, III. Önnur mál. Stjórnin. Alls konar s j ó- og br una- vátryggingar. Simar 542, 309 (framkvæmdarstjórn) og 254 (brunatryggingar). — Simnefni: Insurance. Vátryggið hjá þessu alinnlenda félagit Þá fer vel um hag yðar. Skógur á hafsbotni. Á Skáni í Suður-Svíþjöð eru fiskimenn margir. Ymsum örðug- leikum er þó veiði þeirra bund- in. T. d. er botn þar víða vondur, og hafa net þeirra oft rifnað í grunni. Nú hefir botninn verið rannsakaður, og fundust þar leif- ar af frumskógi. Á 15 faðma dýpi Ikömu í ljós stofnar af trjám, sem hafa orðið 130 ára gömul. Er tal- ið fullsannað, að eitt sinn hafi Skán verið áfast Þýzkalandi og Eystrasalt þá stöðuvatn. Skynsamur faðir. „RÉTTDRí* Tímarit um þjóðfélags- og menningar-mál. Kemur úttvis- var á ári, 10—12 arkir að stærð. Flytur fræðandi greinar um bókmentir, þjóðfélagsmál, listir og önnur menningarmál. Enn fremur sögur og kvæði, erlend og innlend tíðindi. Árgangurinn kostar 4 kr. Gjalddagi 1. október. Ritstjóri: Einar Olgeirsson, kennari. Aðalumboðsmaður: Jón G. Guðmann, kaupmaður, P. O. Box 34, Akureyri. Gepist áskrifendur! Hinn auðugi vérksmiðjueigandi Wolfhagen í Ntirnberg byrjaði sem umkomulaus verkamaður. Hann á nú fimm sonu, og hafa þeir allir orðið að byrja sem nem- endur í verksnriðjunni og hafa síðan orðið verkamenn þar. Þeir fengu ekkert nema það, sem þeir unnu fyrir, og þegar verksmiðjan um skeið varð að loka vegna vinnuskorts, urðu þeir að bera byrðar atvinnuleysisins sem aðr- ir verkamenn. Þeir geta ekki kom- ist í betri stöður nema á eigin dugnaði, og það er enginn grein- armunur gerður á þeim og öðr- um verkainönnum. Synirnir reynast vel, eru vinnu- samir, hófsamir og sparsamir og vel liðnir af félögum sínum. Með- an á verkfalli stóð fyrir skemstu, var elzti sonurinn trúnaðarmaður verkamanna og hafði svör fyrir þeim. Konur! Bidjið um Smára« smjörlikið, þvi að pað er efnishetra en alt annað smjorlíki. EyjsMaðSð, Dýrasta bók í heimi. málgagn alþýðu í Vestmanneyjum, fæst við Grundarstig 17. Útsölu- maður Meyvant Hallgrímsson. Simi 1384. Fyrir skemstu seldi Benedikts- niunka-klaustrið St. Paul í Karn- ten (Austurríki) amerískum auð- kýíingi og bókamanni Vollbehr, eintak af biblíu þeirri, sem Gut- enberg prentaði í Mainz 1453— 1456, á 275,000 dollara eða liðugar 1,250,000 kr. Er biblía þessi prent- úð á bókfell og 641 síða að stærð, en á hverri síðu eru að jafnaði 42 línur, — þar af nafnið 42-lína- biblían. Er hún eins og öll forn- prentin áþekk handritum að frá- Blá cheviotsföt til sölu, verð ca. 70,00. Valgeir Kristjánsson, Laugavegi 46. Grammofónviðgerðir og alt til Grammofóna. Hjólhestaverk- stæðið, Vesturgötu 5 (Aberdeen). gangi; t. d. eru í henni prýði- legir, handdregnir upphafsstaíir. Nú eru ekki til nema 10 eintök f f bókinni, öll í eigu bókasafna hema 3, sem amerískir auðmenn eiga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.