Alþýðublaðið - 10.12.1926, Blaðsíða 4
4
ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ
„Lagarfoss“
íer héðan um miðjan dezember
til Austíjjaröa, Hull og Kaup-
mannahafnar.
Ef nægilegur flutningur fæst, kem-
ur skipið við í Aberdeen og
Grimsby.
„Gullfoss44
fer héðan 18. dezember beint
til Kaupmannahafnar.
„Villemoes46
fer héðan til ísafjarðar um
miðjan dezember.
„Esja4‘
fer héðan nálægt 26. dezember
beint til Kaupmannahafnar.
Herluf Clausen,
Sími 39.
Útsala á brauðum frá Alpýðubrauð-
gerðinni, Vesturgötu 50 A.
Undanrenna fæst í Alpýðubrauð-
gerðinni.
KafSi-
Te-
Súkkulaði-
Matar-
Þvotta-
Avaxta-
Fjölbreyttar tækifærisgjafir til jólanna.
Nýjar vörur. Nýtt verð.
Verzl. Jóns Þórðarsonar
Alt af bezt að kaupa hjúkrunartæki
í verzlunni „París“.
Vitar og sjémerki.
Baujan á Valhúsgrunni við Hafnarfjörð hefir slitnað upp,
verður ekki lögð út aftur fyrst urn sinn.
Vitamálastjórinn,
B. Jénasson.
Veggféður.
Nýkomnar fjöldamargar fallegar
tegundir. Úrvalið hefir aldrei ver-
ið jafn-fjölbreytt og einmitt nú.
Komið! Skoðið! Kaupið!
Sigurður Kjartansson,
Laugavegi 20B
Simi 830 Simi 830.
(Gengið frá Klapparstíg.)
Frá Alþýðubrauðgerðinni. Vínar-
brauð fást strax kl. 8 á morgnana.
Veggmyndir, fallegar og ódýrar,
Freyjugötu 11. Innrömmun á sama
stað.
Mjólk og rjómi fæst allan daginn
í Alþýðubrauðgerðinni.
lUtbreiðið Aiþýðubiaðið f
Nýkomnar golftreyjur á börn
og fullorðna, úr silki og ull.
Hvergi meira úyval í borginni.
Verzlun Ámunda Árnasonar.
Fallegastir verða jólakjólarnir á
eldri og yngri, ef efnið er keypt
í verzl. Ámunda Árnasonar.
Sjómenn! Kastið ekki brúkuðum
ohufatnaði. Sjóklæðagerðin gerir pau
betri en ný.
„Húsið við Norðurá", íslenzk skáld-
saga, fæst i Hafnarfirði hjá Erlendi
Marteinssyni, Kirkjuvegi 8. Hann
hefir einnig til sölu: „Deilt um jafn-
aðarstefnuna," „Bylting og íhald" og
„Höfuðóvininn".
Skrif stof a Sjómannafélags Reyk-
javíkur i Hafnarstræti 18 uppi verður
fyrst um sinn ávalt opin virka daga
4 — 7 síðdegis. — Atkvæðaseðlar
til stjórnarkosninga eru afhentir par.
Fægilögur (Blanco) á gull,
silfur, nikkel, plett og alla aðra
málma. Vörubúðin, Laugavegi 53.
Dívanar með tækifæriverði á
Freyjugötu 8B. Simi 1615.
Munið að ég hef fullkommnustu
vélar til skinnvinnu, set upp ó-
dýrar og betur en hægt er að fá
annarsstaðar. Geri við skinnkápur
og sauma nýjar. Valgeir Kristjáns-
son, klæðskeri Laugavegi 46, sími
1846.
Hreinsa og pressa föt fyrir kr.
4,00. Fötin sótt og send heim.
Hringið í sima 1846. Valgeir Krist-
jánsson, Laugavegi 46.
Skyr, er viðurkend holl og góð
fæða; fæst nú alveg glænýtt í
verzl. Grettisgötu 2, sími 871.
Notuð eldavél -fæst með gjaf-
verði. A. v. á.
íslenzkt smjör, glænýtt. Tólg.
Kæfa. Spaðkjöt. Laugavegi 64. —
Sími 1403.
Barnaleikföng, fáséð og vönduð,
að mun ódýrari en annars staðar.
Geiið svo vel að líta inn. Amatör-
verzlunin, Þorleifur Þorleifsson.
Jólatrésskraut, afar-fjölbreytt,
tappar og kertaklemmur og jóla-
kort og nýárskort nýkomin aftur.
Amatörverzlunin, Þorleifur Þor-
leifsson.
Handvagn óskast til kaups
strax. Skóiavörðustíg 27, niðri.
Katfi brent og malað 1,25 1 •,
kg., mjólkurdósir 50 au„ epli,
bezta tegund, 75 au. Verzi. Hall-
dórs Jónssonar, Hverfisgötu 84.
Sími 1337.
Munið eftir kjólaflauelinu í
verzl. Ámunda Árnasonar.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Hallbjörn Halldórsson. '
Alþýðuprentsmiðjan.
Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur.
„Er það satt?“ spurði hún með ástríðu-
þrunginni alvöru.
„Það er guð í sérhverjum rnanni og í
Sérhverri konu.“
„Hvers vegna vita þeir það þá ekki?“
„Það er guð og einnig dýr. Dýrið er gam-
alt — og heimiiisvant — og máttugt; guð-
dómurinn er nýr — og ókunnugur — og
hræddur. Sökum þessa ótta drepur dýrið
hann.“
;,Hvað er dýrið ?“
„Nafn þess er eigingirni, og það tekur á
sig ýmsar rnyndir. í karlmönnum er það
græðgi; í konurn er það hégómagirni og
klæðist í mikinn búnað, — spennurnar, arm-
hringarnir, skýlurnar, —“
„Ó! Gerið þér þetta ekki!" hrópaði María
áköf.
„Jæja, María! Ég skal ekki gera það.“
Og hann gerði það ekki. En er ég leit á
Maríu, þá sýndist mér henni líða alveg eins
illa, eins og þótt hann hefði gert það.
Hann sneri sér að gömlum manni, sem
haltraði inn í herbergið á hækjum. „Aum-
ingja gamli félagi! Vesalings gamli vinur!“
Hann virtist naumast hafa vald á rödd sinni
fyrir meðaumkun. „Þeir hafa þrælkað þér
eins og gömlum múlasna, þar til skimi þitt er
skorpið og liðamót þín hafa stirðnað, en
þeir hafa ekki sýnt þér sömu vinsemd sem
múlasnanum; — þeir hafa yfirgefið þig tii
þess að þjást!“
Við föla, unga konu, er tii hans staulaðist
hóstandi, mælti hann: „Hvað get ég gert
fyrir þig? Þeir eru að svelta þig tii bana!
Þú þarft að fá mat, — og ég hefi engan mat
að gefaf' Hann rétti upp hendurnaí í skyndi-
legri reiði. „Færið til mín drottnara þessarar
borgar, sem svelta fátæklingana, en svalla
sjálfir í léttúÖ!“
En félagar í kaupmannaráðinu þg í banka-
samkundu Vesturborgar voru ekki svo ná-
iægt, að þeir heyrðu, og nöfn þeirra eru
sjaldnast finnanleg í símabókinni. Smiður
horfði yfir herbergið, sem nú var alveg fult
af krypplingum og fötluðum mönnum. Tvær
klukkustundir einar hafði fregnin verið áð
berast, og það hafði nægt til þess að safna
jieim sarnan, og með þeim höfðu ógeðsieg
og hræðileg leyndarmál dregist fram úr
dimmum skotum og bakkymum þessaru
leiguhýsa. Hann horfði framan í hvert bæki-
að og afskræmt aridlitið af öðru, og tók
henciinni til ennisins í örvæ'ntingu. „Nei, nei!“
sagði hann. „Þetta er gagnslaust!" Hann
hækkaði róminn og hrópaði enn einu sinni
til drottnara borgarinnar. „Þér framleiðið þá
örara en ég get læknað þá! Þér framleiðið
þá með vélum, — og sá, sem vill hjálpa
þeim, verður að brjóta vélina!“
Hann snéri sér að mér, og ég hrökk við,
því að það var eins og hann heföi lesið úr
huga mér. „Ég veit, að það verður ekki auð-
velt! En minnist þess, að ég hefi brotið niður,
rómverska ríkið!“ *
Þetta var síðasta ieiftrið. „Ég get ekki
meira,“ hvíslaði hann. „Krafturinn er horfinn
frá mér; ég verð að hvíiast.“ Hann mátti
naumast mæla. „Ég bið yður að fara, ógæfu-
sömu fátæklingar heimsins! Ég hefi gert alt,
sem ég get fyrir yður í kvöld.“
Og þögulir og þolinmóðir eins og þeir,
er vanír eru aó hlýða rödd dómsins, tóku
hinir sjúku og lömuðu og höltu að staulast
út úr herberginu.
XXII.
Hann sat á bekkbríkinni og horfði- út i
loftið, niðursokkinn i sorglegar hugsanir,
María og ég sátum álengdar og veittuni
honum athygli; við vorum í vafa um, hvort
við ættum að fara út með hinum. En hann