Alþýðublaðið - 11.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.12.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ ] ALÞÝÐUBLAÐIÐ [ ] kemur út á hverjum virkum degi. | 5 --- ====== ► < Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við í | Hveríisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. | ] til kl. 7 siðd. ► | Skrifstofa á sama stað opin kl. » j 9Va—lO'/a árd. og kl. 8-9 síðd. { j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► < (skrifstofan). í j Verðlag: ÁskriftaTverð kr. 1,50 á ► 1 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 í ; hver mm. eindálka. [ < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í 5 (í sama húsi, sömu símar). t Utanríkismál og „Morgunblaðs“-speki. Það -var enginn, sem hafði „Mgbl.“ grunað um, að botna neitt í utanríkismálum eöa ákvæðum sambandslaganna par að lútandi, og yfir höfuð ekki í neinum lög- um. Sú litla trú, sem einhverjir kunna aÖ hafa haft á „Mgbl.“ í því efni fór út í veður og vind þegar það ráðlagði íhaldskjósend- um: 1. að kjósa íhaldslistann, 2. að strika út þá menn af lista jafn- aðarmanna, sem hættulegastir þóttu. Með því móti gerðu kjós- endur miða sína ógilda. Greinin „Utanríkismálin og Alþýðublaðið" var að því Ieyti óþarfi. En hitt vissu menn alment ekki, að „Mgbl.“ skildi ekki mælt mál, en það sannar þessi grein — því miður. Alþbl. hefir aldrei neitað pví, að Island hafi sín utanríkismál; auð- vitað hefir það þau, en meðferð þeirra er nokkuð önnur en , Mgbl.“ virðist halda. Alþbl. hefír heldur aldrei neitað, að Island sarnkv. 1. gr. Sambandslaganna hefði rétt til að veita móttöku sendiherrum annara ríkja. Það leiðir auðvitað af fuliveldinu. En með stjórnar- farslögum sínum ákveður hvert ríki, hver fari með sendirétt þess (jus legationum), bæði sendirétí- inn sjálfan (jus activum) og við- tökuréttinn (jus passivum) [sbr. v. Liszt: Das Völkerecht 10. útg. Berlín 1915 § 13, I], og hafa þær takmarkanir, sem gerðar eru stjórnlagalega um þessi mál 'einn- ig þjóðarréttarlegt gildi [sama rit § 14, I, 2.|. Nú eru með 7. gr. Sambandslaganna gerðar þær tak- markanir á þeim rétti ríkisins, sem af 1. gr. leiÖir, að „Danmörk fer raeð utanríkisraál Islands í um- boði þess.“ En einmitt eitt aðal- utanríkismál hvers ríkis er hið „diplomatiska" samband við önn- úr ríki [sbr. Liszt § 7, IV], og því hlýtur sendiréttur íslands í báð- um myndum að vera í vörzlum Dana samkv. 7. gr. Sambandslag- anna. Öll stj-órn hins „diplomat- iska“ sambands er í höndum ut- anríkisráðuneytis [Liszt § 13, II, 2] og þá að þvi er okkur snertir samkv. 7. gr. Sambandslaganna, hjá utanríkisráðuneyti Dana. Þessu setur 7. greinin þó þau takmörk, að þar, sem ekki eru danskir sendiherrar eða ræðis- menn fyrir, skuli skípa þá eítir ósk og í samráði við íslenzku stjórnina og á íslands kostnað, sem og hitt, að enginn ríkjasamn- ingur gildi hér, „nema samþykki réttra íslenzkra stjórnarvalda komi til.“ Forsætisráðherrann gegnir því ekki utanríkismálum vorum að öðru en því að leggja til um sendingu fulltrúa þang- að, sem engir eru fyrir, og að legggja samþykki á eða hafna samningum við erleúd ríki, og ber auðvitað ekki heldur frek- ar ábyrgð á þeim. Aðalstjórn ut- anríkismálanna er því ekki hér, eins og „Mgbl.“ segir, heldur — samkv. 7 .gr. Sambandslaganna — í Kaupmannahöín. Og athuga- semdir dansk-íslenzku samninga- nefndarinnar 1918 við 7. gr. Sam- bandslaganna taka auk þess ber- Iega af tvímæiin. 1 þeim segir: „Enda þótt danska utanríkisstjórn- in, sem fer með utanríkismál fs- lands í þess umboði, hljóti að vera ein, undir einni yfirstjórn, tii þess að girða fyrir gagnstæðar á- lyktanir og framkvæmdir o. s. frv.“ Það er því hvort tveggja, að utanríkisstjórn Dana er mót- töku- og sendi-tæki fslands í „dip- lomatisku" tilliíi, og Danir hafa ekki sjálfir „játað og viðurkent" neitt annað „í verki“, þó að þeir haíi „sent hingað umboðsmann með sendiherranafnbót". Það er í fyrsta lagi af því, að umboðsmað- urinn er ekki sendiherra nema „að nafnbót“, en dönsk sendisveit er hér engin. Hefir „Mgbl.“ ekki veitt því eftirtekt, að Danir kalla „sendisveit" sína hér „Danmarks Repræsentation i Island", en forð- ast að kalla hana „Kgl. dansk Ge- sandtskab", sem er þó lögheiti slíkra stofnana? í öðru lagi er umboösmaður Dana sendur hing- að af forsætisráðuneyti þeirra, en ekki af utanríkisráðuneytinu, sem þó fer með utanríkismálin [Liszt § 13, II, 2.]. Það var og skýrt tekið fram í Alþbl., að Norðmenn gætu gefið ræðismanni sinum hér sendiherranafnbót, ef þeir vildu, þó að þeir gætu ekki sent hingað raunverulegan sendiherra. En það breytti aðstöðu hans í engu. , Mgbl.“ er hissa á því, að sendi- herrarnir skuli vera við hirð kon- ungs, með fram af því, að það hefir aldrei heyrt þess getið fyrr. | Eftir þeim bókum hlýtur það að vera nokkuð margt, sem kemur flatt upp á „Mgbl.“ Að erfiðustu , mótstöðumenn vorir í Dan- mörku" hafa ekki verið að fræða menn á slíku, liggur blátt áfrám í því, að það verður að gera ráð fyrir, að þeir, sem tala fram í þessi mál, þekki jafn-sjálfsögð at- 'riði, og svo hitt, að alþjóðavenjur í þessum efnum snerta ekki sjálf- stæði íslands á neinn hátt. Flestallir fastir sendiherrar eru sendir erlendum hirðum [Liszt § 15, I, 1J. Það eru til fjórar tegund- ir sendiherra: ambassadeUrs, en- voyés extraordinaires et minist- res plénipotentiaires, ministerresi- dents og chargés d’affaires, og eru þrír hinir fyrr nefndu bundn- ir við þjóðhöfðingja viðtökulands- ins, en fjórði flokkurinn bundinn við utanríkisráðuneytið [Liszt § 15, II, 1—4.]. Vilji Norðmenn því senda okkur raunverulegan sendi- herra, verður hann að alþjóða- lögum að sitja í Kaupmannahöfn. Þegar „Mgbl.“ prentar orðin „konungur og hirð hans“, set- ur það tvö háðsmerki fyrir aft- an. Kann Alþbl. því í sjálfu sér ekkert illa, en minnist þó að hafa séð þau orð í „Mgbl.“ í auðmjúk- ari umbúðum. En guð láti gott á vita. Alþbl. trúir því svo sem vel, að „Mgbl.“ af eintómu at- hugaleysi vilji Iáta ísland flækjast við eitthvert Grænlandsbrask, ef Norðmenn færa því sendiherra að gjöf; það er einum útlendingi meira. En Alþbl. býst við því, að verkamenn hafi nóg að stríða við, þar sem eru íslenzkir auð- valdar, þó ekki sé farið að fergja þá með norskum líka. En það væri nógu gaman að vita, hvernig „Mgbl.“ hefði litið á málið, ef verið hefði að ræða um það, að hingað kæmi rússneskur sendi- herra. Afvinnukfiefkar. Ég hefi orðið þess var, að nokkrir áheyranda minna í Nýja Bíó þ. 2. þ. m. hafa misskilið um- mæli m:n um náms- og starfs- hvatir sumra þjóna kirkjunnar, og beint þeim óskiftum að núverandi nemelhdum guðfræðideildar há- skólans og fordæmt þá á minn kostnað. Dómur þessara áheyr- enda minna, sem ég vona, að eigi séu margir, er byggður á þeim orðum mínum, að ég taldi vafa- laust, að óvirðing sú og andúð, sem kristni og kirkja vor oft bæði fyrr og síðar haja orðið fyrir, stafaði m. a. af því, að í þjónustu hennar veldust oft menn, sem ekkert erindi ættu þangað. Benti ég á nokkrar hvatir, er ráð- ið gætu starfsvali slíkra manna, t. d. skilningsleysi á sjálfum sér og starfinu, ættarmetnaður og for- dild eða atvinnuvon. Ég einskorðaði ummæli mín engan veginn við ákveðinn árgang presta eða prestsefna. Þeir, sem það hafa gert, slitu þau úr sam- I.engi erindis míns. Ummæli mín eiga þeir prestar og prestsefni allra alda, sem ráðist hafía í þjón- ustu kirkjunnar af öðrum hvötum en áhuga fyrir málefni hennar. Erindi mín voru ekki persónu- leg árás á Jón Helgason biskup, þótt hann gæfi tilefni til þeirra og meginhluti þeirra, einkum hins íyrra, snérust um gerðir hans í kirkjunnar málum. Ég kenni ekki honum einum um það, sem af- laga fer í kirkju vorri. f seinna erindinu (þ. 2. dez.) benti ég því á nokkrar aðrar orsakir, er ég og fleiri höfum séð. Til viðbótar og skýringar fyrri ummælum mínum vil ég geta jiess hér, að ég tel sjálft skipulag kirkjumálanna eiga nokkra sök á misfellunum í vali kennimanna. Hygg ég, að á meðan kri tniboðun er launað embættisverk skipulags- bundinnar ríkisstofnunar, ekki sízt ef samsinning ákveÖinna trú- arsetninga eða játninga er aðalat- riði eða skilyrði fyrir starfsemi í þjónustu hennar, verði alt af fleiri eða færri þjónanna að eins „at- vinnuþiggjendur". En þeir menn eru kristinni lífsskoðun hættulegri en sumir vantrúarmannanna svo- kölluðu. Vill nú nokkur í alvöru neita því, að þessir menn séu og hafi Verið til? Mér finst ég þekkja suma þessara manna. Mér fins.t. ég kannast við klerka, er þjóna Mammoni jafndyggilega og Guði. Sá, sem á lífsskoðun Krists, get- ur þó ekki þjónað bæði Guði og Mammoni. Hvað er prestsstarf þessum mönnum ? Gegn þessum mönnum og and- legum venzlamönnum þeirra beindi ég orðum mínum. Ég hefi ímugust á öllu atvinnu- námi, þ. e. nárni, sem eh stundað í atvinnuskyni meira en ef áhuga fyrir málefninu. Á engu sviði er atvinnunámið hættulegra en ein- mitt í kristniboðun. Á því sviði veltur alt á lífsskoðun, breytni og persónuleik kristniboðans. Sam- sinning ákveðinna játninga eða út- listun kirkjulegra fræðikerfa kem- ur kristindóminum ekkert við og kæfir eld hans oftar en glæðir. Laglegar stólræður getur sérhver miðlungsmaður samið, þótt lífs- skoöun hans sé hundheiðin og breytni hans í miklu ábótavant. Enginn getur gefið öðrum lífs- skoðun Ksists, nema hann hafi eignast hana sjálfur, hversu lærð- ur sem hann annars kann að vera í ritningunum. Enginn getur leitt annan inn um þrönga hliðið, nema sá, er sjálfur hefir fundið þuð.. „Atvinnuklerkar" eru hættuleg- astir óvinir kristinni lífsskoðun. Þeir kristna engan, afkristna suma, en tefja framgang kristi- legrar lífsskoðunar hjámörgum. — Þeir tilheyranda minna ,sem nú fordæma deildarbræður mínat. hluituðu ekki á eða gleymdu fljótt þvi, er ég sagði gott um kirkjunm- . ar menn. Samkvæmt handriti, | hraðritarans, er reit niður ait, er ég sagði, mælti ég m. a. á þessa leið: Ég veit pad óslmplega vel af vidkynningu minni við prestsefni' og presta, að hér á landi eru marg.r ágœtlr og einlœgir meðal peirra. Með þessum orðum eim allif einlægir, leitandi og áhugasamir prestar og prestlingar undanþegn- 'ir fyrr nefndum ásökunum. En af þeim misskilningi, sem orð mín þó hafa valdið hjá sumurn, er mér ljóst, að í gremju minni yfir joeim óheilu og sjálfumglöðú hefi ég ekki tekið björiu hliðarnar nægi- lega skýrt fram við þessa áheyr-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.