Alþýðublaðið - 13.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.12.1926, Blaðsíða 2
2 ALP.ÝÐUBLAÐIÐ ÍALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. i ........... ==================== < Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. : til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. : 9V2— 10Vg árd. og kl. 8—9 síðd. • Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 < (skrifstofan). < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 < hver mm. eindálka. 4 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan j (i sama húsi, sömu símar). 4________ _______________ Frá sambandsþinginu. Sambandsstjórn var kosin á þingfundi á laugar- dagskvöldið og hlutu þessir kosn- ingu: Jón Baldvinsson, forseti, Héðinn Valdímarsson, varaforseti, Sigurjón Á. Ólafsson, Haraldur Guðmundsson, Pétur G. Guðmundsson, Björn Bl. Jónsson, Davíð Kristjánsson, Hafnarfirði, Stefán Jóh. Stefánsson, Felix Guðmundsson. Nýtt jafnaðarmannafélag. í vikunni, sem leið, var stofnað „Jafnaðarmannarélag Hafnarfjarð- ar“ með um 20 félagsmönnum. Það var tekið inn í Alþýðusam- bandið á sambandsþingfundi 9. þ. m. Milliþinganefnd til þess að athuga skipun verk- lýðsmála var kosin á þingfundi á föstudaginn, og hlutu þessir kosn- ingu’ Haraídur Guðmundsson, ! Héðinn Valdimarsson, Sigurjón Á. Ólafsson, Pétur G. Guðmundsson, Jóhanna Egilsdóttir. Meðal annara hlutverka var nefnd þessari falið að gera til- lögur um' stofnun sjóða innan verklýðsfélaganna , og fyrirkomu- lag þeirra. Innstæðukrafa. Samþykt var á þingfundi á fimtudaginn var svo hljóðandi þingsályktun: Sambandsþingið felur væntan- legri sambandsstjórn að krefjast þess af hlutaðeigendum, að sjúkrasjóði verkamannafélagsins „Báran" á Eyrarbakka verði greidd að fuliu innstæða hans hjá Sparisjóði Árnessýslu. Þingslit voru um kl. 10 í gærkveldi. Hafði þingið þá staðið í 9 dága, og voru haldnir 10 þingfundir. Frá- sagnir af gerðum þingsins, sem þegar hefir ekki verið skýrt frá jþér i blaðinu, verða birtar í næstu blöðum. Maondráp i bæjarstjórn. „Morgunblaðið" sagði frá því um daginn, að ég hefði safnað saman þeim atvinnulausu mönn- um, sem voru á síðasta bæjar- stjórnarfundi. Svo laumar blaðið því svona aftan við, að á þeim fundi haíi einn maður talað ut- an að því að drepa borgarstjóra, og er greinilegt, hver er meining blaðsins: að gefa í skyn, svona undir fjólu, að ég muni hálft í hvoru vera að stofna til þess, að borgarstjóri verði drepinn. Nærri má geta, að þeir blað- stjórarnir álita, að ekki láti ég mér nægja að drepa Knud Zim- sen. Næstur verður Valtýr og svo krukka 'ég í þá Jónana Björns- og Kjartans-syni. Og svo halda manndrápin áfram, og gott ef þessir bölvaðir bolsivíkar ekki éta þá líka, sem þeir drepa. (Eitthvað líkt því hefir áður staðið í „Mo:rg- unblaðinu“.) Ég skal nú fúslega játa, að ég álít, að mannætum myndi virðast „Morgunb!aðs“-ritararnir sérlega lostætir, og að ekki þyrfti nema meðalmannætu til þess, að það kæmi Vatn í inunninn á honum, er hann sæi Valtý, og þá efast víst enginn um, að Jón Björnsson pætti „Iækker“, og ekki er væmu- bragðið þar. En meira en þetta get ég ekki játað. Ekki einu sinni, að ég hafi átt þátt í því, að atvinnulausu mennirnir komu á bæjarstjórnar- fundinn. Þeir komu þangað af fundi atvinnulausra manna, sem fulltrúaráð verklýðsfélaganna gekkst fyrir. Ég gat því miður ekki verið á þeim fundi, því ég var á öðrum, og kom beínt af honum á bæjarstjórnarfund. Ég get um þetta til þess að sýna, hve lítið far íhaldið gerir sér um réttan fréttaburð, en hins vegar trúir „Morgunblaðið“ því senni- lega, að það er alveg víst, að mér er sérlega mikil ánægja að því að stuðla af fremsta megni og með öllum þeim ráðum, sem að gagni mega verða, að því, að atvinnu- bæturnar verði sem mestar, til þess að sem flestir geti fengið atvinnu. En það hefir víst eng- um dottið í hug, að ráðið til þess að auka atvinnuna sé að kála Knud Zimsen eða áð éta alþing- ismanninn fyrir þeim Skaftfelling- | unum. En — í alvöru talað. Trúir „Morgunblaðið" því, að einhver hafi verið að hugsa um að gera okkur snögglega borgarstjóra- lausa? Ég held varla, jafnvel þó einhver kunni að hafa sagt þessi umgetnu orð á bæjarstjórnarfund- inum. Ánnars má geta þess, að það væri ekki nýtt, þó einhver notaði svona orð. Mér heíir þó nokkrum sinnum verið hótað þessu, en ég býst við, að það hafi lítii alvara 'fylgt því, nema kann ske þegar þeir voru með byssurnar forð- um og drápu páfagaukana mína. Siðast var það í sumar, stuttu fyrir kosningarnar, að hrópað var til mín af einum af beztu stuÖn- ingsmönnum „Morgunblaðsins“, að bezt myndi að drepa mig. Hafði hann það svo í fyrstu, að rétt væri að „drepa helvítið", en af því að ég hefi aldrei gengið undir því nafni, þá tók ég þetta ekki til mín. En þá endurtók maðurinn það tvívegis og nefndi nafn rnitt. Gekk ég þá að hon- um, þar sem hann stóð nokkuð álengdar ásamt félögum sínum, og spurði hann, hvað hann meinti með þessu. En hann var þá alveg horfinn frá því að drepa mig, en vildi aftur á móti gefa mér pip- armyntur, og 'þótti mér það nokkuð ólíkar „trakteringar" þeim, er hann í fyrstu hafði hugsað mér. Ólafur Fridriksson. Orgel-hljómleikar. Páll ísólfsson hélt sjötíu orgel- hljómleika sína í fríkirkjunni í ikvöld (föstud.) með aðstoð Ósk- ars Norðmanns og Axels Wolds. Fáment var þar, en líklega góð- ment. Fólk er nú farið að hugsa til jólanna og mun lítt þykjast mega öðru sinna. Ég varð fyrir nokkrum von- brigðum að þessu sinni, að því er snerti það, sem Páll lagði sjálf- ur til í þessa hljómleika. Líklega er það heimtufrekja, en ég hafði gert mér vonir um, að jafnan rnundi mega búast við einu eða fleirum nýjum stórverkum á hverjum hljómleik hans, þ. e. tón- smíðum, sem eigi hefði áður ver- ið faríð með hér, því að þótt svo sé sagt, að aldrei sé góð vísa of oft kveðin, þá er það svo, að jafn- an fýsir mann að heyra góðar vís- ur mjjar, vel kveðnar, ineð þeim gömlu. En hér var flest, ef ekki alt, margkveðið áður. Ekki skal það þó lasta frekar, því að hljómleik- arnir voru í heild sinni mjög á- nægjulegir og hin hrífandi og þróttmikla meðferð Páls á við- fangsefnum vekur jafnan hjá manni unun og aðdáun, jafnvel þó að maður heyri hann oft fara með sörnu verkin. T. d. myndi sá, er þetta ritar, verða seinþreyttur á því, að hlýða á Pál leika Fanta- sie og fúgu Bachs, þá er hann lék síðast að þessu sinni; svo fögur er tónsmíðin og aðdáanleg með- ferð Páls á henni, — og eins er að visu um inngangslagið: Cho- ral eftir César Franck. Axel Wold lék smekklega tvö smálög á knéfið’u sína. Mér fanst það þó spilla, að hann notaði „sordino“ eða hljóðdeyfi, þegar hann lék Mendelsohns-lagið í síð- ara skiftið. Það er yfirleitt var- hugavert að nota hljóðdeyfinn á knéfiðluna (að minsta kost'i á hljóðfærið, sem Wold notar), þeg- ar mikið er hikið á A-strenginn. Tónarnir á þeim streng vilja verða „sárir“ og enn sárari verða þeir, þegar hljóðdeyfirinn er notaður, og kemur þá á þá hálf-leiðin- legur hárgreiðublær. Enda alveg óþarft að nota hljóðdeyfi í svo stórum sal, sem kirkjan er. Hitt er miklu fallegra að leika eðlilega veikt á hljóðfærið. Að vísu er; það vandasamara. Þá söng Óskar Norðmann þrjú lög með orgelundirspili. Sjálfsagt ér Norðmann vinsælastur söng- manna vorra, þeirra sem nú eru. hér, og er það að vonum. Rödd hans er svo gull-falleg, svo ó- venjulega glitrandi tær, mjúk en þó allmikil, meðferð lags og ljóðs >’>vo látlaus, skilmerkileg og greindarleg, og framkoman svo prúðmannleg og aðlaðandi. Hann er yfirleitt gæddur öllum þéim höfuðkostum, sem söngmann þurfa að prýða, til þess að getæ veitt mönnum óblandinn unað, — en virðist vera laus við „dintina", sem svo marga söngmeijn þjá, og er hann þvi oftar „vel fyrir kall- aður“ en þeir, sem svo er ástatt um. í þetta sinn var röddin þó enn fegurri en oft endranær og naut sín sérstaklega vel, einkum í „Elegie“, hinu undurfagra lagi Massenets, sem hann fór snildar- lega með. Þar lék Wold undir með orgelinu á knéfiðluna og var það til mikillar prýði. 10. dez. 1926. T. A, Um dagiim og vegiim. Næturlæknir er í nótt Mattlhas Einarsson, Kirkjustræti 10, sími 139, heima- sími í Höfða 1339. Njáluerindl sínu á fimtud.kvöldið lauk ólafur Marteinsson stúdent með þeim timmælum, að höfundi Njálu hefði tekist það, sem hann hefði ætlað’ sér, að sameina í henni meiri skemtun og meiri sannindi en aðr- ar sögur frá þeim tímum hafa að geyma, hvað sem heimildunum leið. Benti ’nann á ýmislegt í Njálu, er skáldað myndi vera og fegrað. I fyrra erindinu sýndi hann m. a. fram á, að fornmenn voru svo þögulir um einkamál sín, að t. d. samtal Unnar og Marðar gæti varla hafa komist lOrðrétt í hámæli, heldur vera sam- ið siðar. í síðara erindinu sagði hann, að Njáll væri fyrsta og síð- asta hetjan í fslendingasögununr, sem þorði að berjast ekki. Ótti við sár og bana hafi hins vegar. að vísu verið meiri meðal forn- manna en sögurnar kannast við. Benti hann því til sönnunar á samábyrgð ættanna til að hefna fyrir sár og bana. Hún sýndi, að þeim var ekki sama um sárin. Enn fremur benti hann á um- mæli Egils Skallagrímssonar í „Arinbjarnarkviðu”: „Vasa tungl- skin trygt at líta név ógnlaust Ei- ríks bráa, þás ormfránn enni-.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.