Alþýðublaðið - 18.12.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.12.1926, Blaðsíða 2
2 ALEÝÐUBLAÐIÐ Braims«verzlun geíup 10% |óla-afisláíí afi karlmannafðtum, karmannafrökkum, ung- lingafötum og unglingafrökkum. Allív ættu að isrtusatrf'ggfja ~~ straxt Nordtsk BraDdforslkring 1.1. býður lægstu fáanlegu iðgjöld og fljóta afgreiðslu. Sími 569. Aðalumboð Vesturgötu 7. Pósthólf 1013. KOL. Áfjæt tegnnd afi steam kolum GEYMD £ MÚSI fyrirliggjandi. . P. DUUS. alþýðubjlaðið [ kemur út á hverjum virkum degi. E ......-.— ■ ■■ ► Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við l Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. > til kl. 7 síðd. í Skrifstofa á sama stað opin kl. > 9V2—10Va árd. og kl. 8—9 síðd. > Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). i Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 í hver mm. eindáfka. [ Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan i (í sama húsi, sömu símar). { Frá sambandsþinginu. Yfirlýsing gegn stéttardómum. Sambandsping Alþýðuflokksins á íslandi, sem er samband allra vinnandi manna og kvenna í bæj- um og þorpum islands og priðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins, leyíir sér hér með í nafni mann- úðar og réttlætis að lýsa yfir í heyranda hljóði og fyrir öllum landsiýð, að það telur stéttardóma þá, sem feldir voru í Massachu- setts-ríki í Bandaríkjum NorÖur- Ameríku í máli Bartholomeo Van- zetti og Nicola Sacco ekki sæm- andi neinu siðmentuðu þjóðfélagi, þar sem þar er urn að ræða vís- vitandi dómsmorð, og liggur við sæmd alls heimsins, að ekki verði úr. Hinir dauðadæmdu verkamenn, Sacco og Vanzetti, hafa samkvæmt skýrslum og óyggjandi sönnun- um ekkert það aðhafst, er þeir skuii týria ■ lífinu fyrir. Alþýðu manna til sjávar og sveita á þessu landi er kunnug þessi stað- reynd og getur því ekki annað en hafið mótmæli gegn því, að þjóð sú, er talið hefir meðal sona sinna slika menn sem Benjamin Franklín, Abraham Lincoln, Daniel de Leon, Jack London og John Reed, og sem vann frelsi sitt úr höndum kúgara, reisi sér þann minnisvarða í augum manna hér á landi og alls heimsins, sem af- taka þeirra Sacco og Vanzetti myndi reisa. Sömuleiðis vill sam- bandsþing Alþýðuflokksins á ís- Jandi i nafni mannúðar og réttlæt- is mótmæla dómi þeim, er feldur var yíir Tom Mooney og skora á almenning í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku að hefjast handa gegn honum og öllum slikum stéttardómum, enda skyldi rétt- lætið æðra öllum dómstólum, en mannúðin er hið æðsta réttlæti. Barnastúkurnar. Unglingastúkurnar í bænum, „Æskan“, „Svafa“, „Unnur“ og „Díana“ eru beðnar að athuga, að með þ.ví að verið er að taka íyrir kikhóstatilfelli hér í bæn- um, vilja gæzlumenn stúknanna forðast óvarkárni. Samþykti því gæzlumannafundur í gær að feila niður fundi á sunnudaginn kemur, og fresta að ákveða jólaskemtanir stúknanna, þar til séð er fyrir enda á sjúkdómshætfu í greindu efni. Meðlimir st. „Unnar", sem inni eiga í jólasjóði, fá það greitt næstkomandi mánudag kl. 6—8 síðdegis í Góðtemplarahúsinu og st. „Díönu" á sama staÖ og degi kl. 7—9 síðd. Umclœmisgœzlumadur. Jólaúthiutun í Mimrfirði 1926 Vér sjáum, að skortur og fá- tækt á sér stað víðs vegar, einnig hér í Hafnarfirði, og vér vitum. að margir eru þeir, sem berjast vonlausri baráttu til þess að kom- ast hjá þeim þungu sporum að þurfa að leita styrks úr bæjar- sjóði. Oss væri mjög ljúft að rétta þeim hjálparhönd, og hygg ég, að allir íbúar þessa bæjar muni segja: „Vér viljum leggja frarn vorn skerf til þess að auka jóla- gleði á þeim heimilum, þar sem nú er dimt og dapurlegt. Jólin eru hátíð gleðinnar. Vér skulum einnig stuðla að þeirri gleði, og guð á hæðum mun sjálfur launa sérhverjum. Gleymið ekki, að drottinn segir: „Pað, sem þér ger- ið einuin af minstu bræðrum mín- um, — það gerið þér mér.“ Til þess að vér getum á nokk- urn hátt hjálpað þeirn, sem bágast eiga hér í Hafnarfirði, þurfum vér að minsta lagi 1000 kr., og þess vegna höfum vér afráðið að setja út gömlu vinina yðar, „jólapott- ana“, og hafa þá úti, hvernig sem viðrar frá laugardegi 18. þ. m. fram að jólum. Þeir munu tala þegjandi: Gleymið mér ekki, og sá, sem gleður aðra, mun sjálfur hafa af því rnesta gleði. Það hef- ir mjög glatt oss, að skátar Hafn- arfjarðar hafa lofað oss hjálp sinni v:ð pottana, og nemendur Fiensborgarskólans hafa einnig lofað hjáip á sunnudaginn 19. dez. frá kl. II til kvölds til þess að hafa eftirlit með pottunum. Vér skulum allir lyfta byrðinni sam- eiginlega og muna, að af mörgum smáum lækjum verður stór elfur. Ef menn óska að gefa fataefni, kol eða matvæli hinum fátæku, þá eru þeir vinsamlega beðnir að hringja upp nr. 38, Hafnarfirði, og munum vér með gleði láta vitja um nefndar vörur. Til þess að gera oss hægra að reikna út kaup á vörum fyrir jóla- úthiutunina eru menn vinsamlega beðnir að hraða sér með það, sem af mörkurn yrði látið. Ég þakka yður fyrir fram fyrir alla hjálp. Með mikilli virðingu fyrir hönd Hjálpræðishersins, R. Nielsen, komdt., Hafnarfirði. Á Siglufirði vai gott veður í morgun og ekki mikill snjór. Skipið „Activ“, sem kviknaði í um daginn, er farið til Isafjarðar með kol, sem það var með þangað. Um dagiim og veginn* Næturlæknir ler í nótt Guðmundur Thorodd- sen, Fjólugötu 13, sími 231. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. I fríkirkj- unni kl. 2 séra Árni Sigurðsson, kl. 5 Haraldur prófessor Níels- son. I Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, en engin síðdegisguðs- þjónusta. I Aðveníkirkjunni kl. 8 e. m. séra O. J. Olsen. — I Sjó- mannastofunni verður guðsþjón- usta kl. 6 e. m. Allir velkomn- ir. — í spítalakirkju kaþólskra manna í Hafnarfirði verður söng- messa kl. 9 f. m., en engin síð- degisguðsþjónusta. Theódór N. Sigurgeirsson kaupmaður biður lesendur blaðsins að gæta þ'ess, að kaup- bætir hans verður að eins gefinn einn dag. „Morgunblaðið“ og utanríkis- málin. Alþbl. hefir aldrei sagt, að aðal- stjórn utanríkismálanna sé í hönd- um forsætisráðherra Islands. Hún er samkv. 7. gr. sbl. í höndum Dana, sem fara með hana í voru umboði, með þeim takmörkunum, sem í greininni eru. En nú er spurnin: Ef Island hefði þann rétt yíir þessum málum, sem „Mgbl.k þegir, í hverju er þá urnboð Dana fólgið? Og því vill „Mgbl.“ ekki tala um athugasemdir dansk-ís- lenzku samninganefndarinnar' við 7. gr. sbl. ? Við íslendingar eigum að skýra sbl. rétt, hvort sem oss er í hag eða óhag, þö að „Mgbl.“ sýn- ist á annan veg, enda er harla vafasamt, hvaða hag veð hefðum t. d. af því að fá hingað norskant sendiherra. Togararnir. „Egill Skallagrímsson" fór á veiðar í gær, en „Gylfi,“ í morgun. Veðrið. Hiti mestur 4 stig, á Akureyrí, minstur 8 stiga frost, á Gríms- stöðum. Víðast suðlæg átt, hæg„ og allvíða logn. Lítil snjókoma í Stykkishólmi og deyfa hér og r Grindavík. Annars staðar þurt veður. Loftvægislægð fyrir vestarr land á austurleið. Otlit: Austlæg og suðlæg átt, viða hæg. Regn á Suðvesturlandi í dag og á Suð- austurlandi, einnig í nótt. Snjó- koma í nótt á Austfjörðum og dálítil á Norðurlandi í dag. „Faimey“. 2. hefti þessa vinsæla skemti rits handa börnum og unglingum, er Aðalbjörn Stefánsson prentari hefir gefið út, er nýkomið út í endurprentun, þar eð það var uppgengið með öliu. Njáluerindi sitt í fyrra kvöld um sanngildi Njálu byrjaði Sigurður Skúlason stúdent með því að geta þess, að enginn efaðist víst um, að aðal- atriði hennar væru sönn, svo sem það, að Njáll hafi verið til og að hann og synir hans hafi verið brendir inni. Um sanngildi ýrnsra smærri atriða væri deilt, en sjálf- um virtist honum skekkjurnar færri en ýmsir aðrir hafa talið vera. T. d. kvað hann Njálu myndu hafa réttara fyrir sér um. faðerni Marðar gígju heldur en Landnámu; kæmi ættliðafjöldinn ekki heim við tímatalið, ef Land- námu væri fylgt. Hann gat þess,, að véfengt hefði verið, að Þor-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.