Alþýðublaðið - 20.12.1926, Page 2

Alþýðublaðið - 20.12.1926, Page 2
2 aLÞ.ÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ ] kemur út á hverjum virkum degi. J Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við IHverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. | 9Va — lO’/a úrd. og kl. 8—9 síðd. ] Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 3 (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á } mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 | hver mm. eindálka. 3 Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan ] (í sama húsi, sömu símar). 1_________________________ Kosnlngaspjall „Varðar^ : Svo lítur út, sem annaðhvort séu peir, er að „Verði“ íhalds- miðstjórnarinnar standa, í meira lagi svifaseinir eða að peir hafi a. m. k. purft talsverðan tíma til að átta sig á, hvort og hvernig þeir gætu gert sér svo mikinn mat úr kosningunum síðustu, sem þá langaði til, pví að það er fyrst í 2. tbl. hans eftir talningu at- kvæðanna, sem peir eru komnir á lagið. Fagnaðarástæðan var þeim og ekki svo mikil, sem þeir vilja láta sýnast. Eins og kunn- ugt er, stendur pingmannatala í- haldsflokksins í stað eftir kosn- ingar pær, sem fra-m hafa farið á árinu. Hins vegar hefir Alpýðu- flokkurinn og „Framsóknar“— flokkurinn unnið sitt þingsætið hvor, en „Sjálfstæðis“-flokkurinn sálugi tapað peim tveimur. Þá er og lítt álitlegt fyrir „Vörð“ að hrósa happi yfir þvi, pó að ó- breyttur íhaldsflokksmaður, sem aldrei hefir setið á þingi, fengi talsvert fleiri atkvæði en formaður flokksins, Jón Þorláksson, fáum mánuðum áður. „Varðar“-ritarinn reynir þó að sneiða hjá því að minnast á þess- ar staðreyndir, en talar um til- raunir til að véla kjósendur til fylgis við öfgastefnur nútímans. Nú er þess skamt að minnast, að „Mgbl.“ kannaðist við, að íhalds- stefnan væri öfgastefna. Það var þá að vísu að tala um íhaldsmenn á Þýzkalandi, en úr því að það hefir viðurkent, að íhaldsstefnan sé öfgastefna á Þýzkalandi, þá er skegg íhaldsásjónunnar svo skylt hökunni, að þar er fengið íhaldsblaðsálit um íhaldið ahnent; en hver er sínum hnútum kunn- ugastur, svo að ef nokkurt sann- leikskorn slæðist einhverju sinni með í ályktanir þess blaðs, þá ætti það að hafa verið þarna, þegar það lýsti því, sem það hlýtur að þekkja betur en flest annað, sem það skraflar um. — Sjálfsagt reyna hugsandi bændur framvegis, eins og aðrir kjósendur landsins, að vara sig á vélabruggi hins sjálfviðurkenda íhaldsöfga- flokks. Erfitt mun „Verði“ þeirra Jóns Þorlákssonar og Magnúsar veitast að fá hugsandi smábændur, leigu- liða og einyrkja til að trúa því, að Alþýðuflokkurinn sé andstöðu- flokkur þeirra, — að flokkur, sem berst fyrir bættum ábýliskjörum á jörðum, sé andstæður hags- munurn þeirra. „Verði“ er óþarft að reyna að láta svo, sem jafnað- armenn séu hér að eins í bæjun- um, þ. e. kaupstöðunum. Það eru þegar orðnir talsvert margir jafnaðarmenn í íslenzkum sveita- bæjum, og þeim fjölgar ört. Æskan laðast að hugsjónum, og hún finnur þær beztar og sann- astar í jafnaðarstefnunni. Hún skipar sér því með ráðnum huga undir merki hennar .og fylgir Al- þýðuflokknum að málum. Þess sér glögg merki bæði við sjó og í sveitum, að framtíðin er vor, sem heimtum rétt alþýðunnar henni til handa. Til er saga, er segir frá því, að einu sinni hafi karl einn sett alt heimafólk sitt á miðju surnri til þess að flá belgi af músum, en hann fékk einskilding 1 kaupstaðn- um fyrir hvern músarham. Svip- uð hyggindi vill „Vörður" kenna bændum, þegar hann hefur upp harmagrát sinn um kostnað við að kjósa alþingismann. í stað þess að lofa íhaldsmiðstjórninni einni að ráðstafa þingsætinu. Sjálfstjórn hverrar þjóðar krefur aukinna út- gjalda á pappírnum um fram það, sem er undir stjórn annarlegs valds; en skyldi hagurinn ekki gera meira en að jafna þann halla? Svo finst a. m. k. öllum þeim, sem ekki eru sálardrepnir undir öfgum og rangspeglun í- haldsins. Sú þjóð, sem gefur upp sjálfstjórn sína í sparnaðarskyni ellegar sofnar undir askloki í- haldsins og dreymir um, að það muni veita sér gull og græna skóga, ef það að eins fái að sitja yfir málum hennar i næði, en er ekki að kosta til annars eins „óþarfa“ eins og kosninga, — hún fer álika skynsamlega að og karlinn, sem lét fólk sitt hætta sumarstörfunum til þess að flá mýsnar, og hélt, að það væri þó munur að fá beinharða peninga fyrir hvern belg, heldur en að heyja kauplaust handa skepnun- um sínum, en fékk svo að eins örfáa eirskildinga. Sveitafólkið mun áreiðanlega ekki láta ánetj- ast af slíkri íhalds-„speki“, þótt borin sé fram undir „landsföður"- verndar-yfirskini. Jóni Þorláks- syni, einum af feðrum hátollanna og fóstra stéttarhersóvættar ólafs Thórs, hefir og hingað til látið annað betur en að vera „landsfað- ir“. Um það hefði „Varðar“-rit- aranum átt að vera fullkunnugt. Frá bæjarstjórnarfundi pann 16. þ. m. (Frh.) Halibjörn kvað til lítils vera að drepa íitlinga framan í framfar- irnar eða gera gælur við þær og láta þar við sitja,. svo sem meiri hlutinn í bæjarstjórninni iéki oft. Þannig ræki hver ráðagerðin aðra um leiðslu laugavatnsins til bæj- arins til hitunar, en svo væru framkvæmdirnar ekki sjáanlegar, og sama væri aðferð meiri hlut- ans í mörgum öðrum fram- kvæmdamálum. Að lokum benti hann bæjarfulltrúunum á, að fjár- hagsáætlunin væri alvarlegt mál, og að þeir þyrftu að gera sér vel ljóst, að þegar þeir greiddu at- kvæði urn hana, þá væru þeir að ýmsu leyti að gera út um örlög bæjarfélagsins og hag bæjarbúa. Björn Ólafsson kannaðist við, að undirbúningur sundhallarbygging- ar hefði dregist nokkuð lengi. Þó greiddi hann atkvæði á móti fjár- veitingu til hennar. Jón Ásbj. Velktist einnig fyrst á milli fram- kvæmda og íhalds, en þegar til úrslitanna kom, féll hann ofan í íhaldið eins og Bjöm, og þar við sat. Var svo að sjá og heyra, sem Haraldur Guðmundsson sagði, að helzt leit út fyrir, að meiri hlutanum virtist það fé tap- að, sem lagt væri til almennra þarfa. Haraldur sýndi fram á, hve vel það gæti farið saman að bæta úr atvinnuleysinu og að láta gera nauðsynlegar framkvæmdir. Út- gerðin hefði brugðist því fólki, sem hún hefir dregið að sér. Þess vegna væri rétt að láta einmitt hana greiða fé til atvinnubóta því og gagnlegra framkvæmda. Benti hann á, að fleiri sveitfastir bæj- armenn muni vera atvinnulausir heldur en skráðir hafa verið. Mætti ráða það af líkum, þegar borið væri saman við tölu þeirra atvinnuleysingja, sem ekki eru sveitfastir hér, en létu skrá sig að tilhlutun fulltrúaráðs verklýðs- félaganna. Ágúst benti á, að allir bæjarfull- trúarnir hefðu verið sammála um þessar launahækkanir: borgar- stjórans upp i 15 þús. kr. á ári, bæjarverkfræðings í 9 þúsundir, tannlæknis við barnaskólann í 700 kr. á mánuði og byggingarfull- trúa i 5 þús. kr. á ári (auk dýr- tíðaruppbótar), og nú væri komin fram 1500 kr. hækkunartillaga á launum bæjargjaldkerans. Þá virt- ist vera fullkomlega sanngjarnt að greiða öðrum starfsmönnum bæj- arins einnig lífvænleg laun. ól. Fr. kvaÖ óviðkunnanlegt að lækka laun láglaunaðra starfsmanna bæjarins jafnframt því, að hækkuð væru laun hinna hæstlaunuðu. Jón Ásbj. sagði: Ef tímarnir reynast „erfiðir“, þá verður að bæta starfsmönnum bæjarins upp síð- ar, ef uppbót þeirra verður nú ekki ákveðin nema 50%. — Það var J. Ás., sem fastast mælti með launahækkun borgarstjórans, en sat nú hjá, þegar flokksmenn hans feldu að ákveða uppbót launa- Iægri starfsmannanna 57 %. Nú lét hann það ráða mestu að „fara gæíilega“. Minti Héðinn Valdi- marsson hann á ósamræmið í sparnaðarpredikun hans nú og kappi lians áður að fá laun Knúts og annara hæstlaunuðu starfs- mannanna hækkuð, og Ól. Fr. fanst það uppgerð líkt, þegar J. Ás. þættist vera með 57% upp- bótinni, en setti svo þann var- nagla, að fjárhagsáætlunin mætti ekki fara fram úr ákveðinni upp- hæð, og léti það sitja í fyrirrúmi. Hallbj. sýndi fram á, að regla auðvaldsins er að hækka há laun til þess að gera þá menn sér trygga, sem eru í ábyrgðarmikl- tam stöðum. Síðan snéri hann málí sínu til Jóns Ólafssonar, og kvað hann nú eiga að minnast þess, Sem sjómennirnir hefðu fyrir hann gert, iog í annan stað atvinnumiss- is þeirra við stöðvun togaranna, :og greiða a. m. k. atkvæði með jstyrknum til styrktarsjóðs þeirraj en eigi leizt Jóni að gera svo.. /Annað mat hann meira. Fundinum barst erindi frá Leik- félagi Reykjavíkur, þar sem það óskaði þess, að styrkurinn til þess væri hækkaður sökum taps á al- þýðusýningunum, en tók jafn- framt fram, að það vildi ekki, áð þær sýningar þyrfti að skerða. St. J. St. tók undir það, og sýndl fram á, að ef alþýðusýningunum væri fækkað, yrðu margir alþýðu- menn sviftir þeim menningargjafa. að sjá leiksýningar félagsins. Lét ,þá Jón Ásbj. sannfærast um, að’ svo væri, og hætti við að mæla með fækkun þeirra. Varð P. Halld. einn um það „menningar- starf“ að reyna að fækka þeim, en. styrhkækkunartillaga þeirra St. J. St. og Har. Guðm. var samþykt,, eins og áður hefir verið skýrt frá. H. V. flutti þá tillögu, að styrk- yeiting bæjarfélagsins til elliheim- ilisins Grundar (4 þús. kr.) yrði bundin því skilyrði, að bæjar- stjórnin velji tvo menn í stjórn. þess, enda sé öllum jafnheimil vist á elliheimilinu án tillits til trúarbragða eða skoðana. Tillag- an var feld með jöfnum atkvæð- um (6 :6), hvor liður hennar um sig. f umræðum um hana sagði Har. Guðm., að rökin fyrir henni hefði meiri hluti bæjarstjórnarinn- ar lagt til sjálfur með því að leggjast gegn skilyrðislausri: styrkveitingu til Styrktarsjóðs verkamanna- og sjómanna-félag- anna. Gat hann þess jafnframt, að vistin á Grundarheimilinu gæti alls ekki kallast ódýr, þar sem borgað væri með hverju gamal- prenni 60 kr. á mánuði, en styrkur úr bæjarsjóði væri auk þess sem svarar 40 kr. á rnánuði á hvert þeirra, þ. e. um 103 kr. meðlag á mánuði, auk samskota frá ein- stökum mönnum. Stæðist það því alls ekki kostnaðarsamanburð við. elliheimili fsafjarðarkaupstaðar. Héðinn kvað bæinn eiga að eiga. sitt eigið elliheimili, og áður fyrri hefði K. Z. verið með því fyrstur bæjarstjórnarmanna Reykjavíkur,. en nú hefði um langan tíma ekk- ert verið lagt til gamalmennahæl- issjóðsins. Samsetning íhalds- flokksins í bæjarstjórninni færii

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.