Alþýðublaðið - 21.12.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.12.1926, Blaðsíða 3
ALEÝÐUBLAÐIÐ 3 Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali í morgun við landlækninn.) „Influenzan" geng- ur víða um land. Á Vesturlandi er hún lík og hér. Aðrar farsótt- ir eru ekki par. Taksóttin, sem hér gekk í fyrra, er komin upp í Eyjafirði. Taugaveikin er á þrem- lur bæjurn injni i svfeit í Skagafirði. Þegar læknir var sóttur á einn pessara bæja, kom í ljós, að pað- an hafði verið seld mjólk í kaup- staðinn á Sauðárkróki. Þar hafa 11 fengið veikina, flest börn á fátækum heimilum, pví að handa þeim hefir einkum verið keypt mjólk að, en efnaðra fólk þar í kaupstaðnum á flest kýr sjálft. Barnaskólanum hefir verið lokað og taugaveikissjúklingar fluttir þangað, því að rúm var ekki nóg fyrir þá í sjúkrahúsinu. Einn maður í Húnavatnssýslu hefir einnig sýkst af taugaveikinni. — Á Sauðárkróki eru 596 íbúar. Þar hafa því nærri 2 af hundraði veikst. Landlækninum segir mjög þungt hugur um, hvernig fara myndi, ef taugaveiki bærist í mjólk hingað til Reykjavíkur, en á því er mikil hætta, ef ekkert er gert til varúðar, svo víða að sem mjólkin er flutt hingað- Börnin leru í mestri hættu, einkum börn fátæka fólksins. Ef alt að 2 af hundraði Reykjavíkurbúa veiktust af taugaveiki, eins og á Sauðár- króki, þá yrÖi það alt annað en björguleg útkoma. Þetta er vert fyrir bæjarstjórnina að athuga í tíma. I auglýsingu frá verzluninni „Gretti" í blað- jinu í gær átti að standa í Upphafi síðari vísunnar: „Samkeppnin þó sé nú rám.“ Togararnir. „Snorri goði“ kom í morgun af veiðum með 1100 kassa. Hann fór áleiðis til Englands í dag með aflann. „Belgaum“ kom í gær frá Englandi. Bæjarstjórnarfundur 'er í dag, aukafundur til að af- greiða þau 8 mál, sem eftir urðu á síðasta fundi. Þar á meðal er frh. 2. umræðu um f járhagsáætlun hafnarinnar, síðari umr. um skipu- lagið í miðbænum og fundargerð „atvinnuleysisnefndarinnar“. Hafnfirðingar! Athugið auglýsingu Alþýðu- ’.brauðgerðarinnar í blaðinu í dag. I búðinni í Strandgötu 26 í Hafn- arfirði er tekið á móti pöntunum á kökum til jólanna. Raftækjaverzlun Júlíusar Björnssonar biður þess getið, að þeir af viðskiftavinum verzlunarinnar, sem spila Bridge, geti fengið ókeypis Philips Brid- ges bækur fyrir Bridge-reiknings- hald með því að senda eftir þeim í verzlunina eða hringja í síma 837. Tekið á moti pöntmmm á spikþræddum rjðpnm til priðjudagskvölds. Haíarbúðin, Launavegi 42. Sími S12. JafnaðarmannaSélagið Sparta heldur fund kl. 8*4 mið- vikudaginn 23. þ. m. í Ungmennafélagshúsinu. Dagskrá: Sambandsþingsmál o. fl. Stjórnin. Tilkynninff. Vér leyfum oss hér með að tilkynna heiðruð- um viðskiftavinum vorum, að frá og með 1. janúar 1927 reiknum vér pakkhúsleigu pá, er hér segir, fyrir vörur, sem liggja í pakkhúsum vorum og ekki eru sóttar áður en 5 dagar eru liðnir frá pví að afferming skips pess, er kom með vöruna, er lokið: Síld hver tn. um vikuna kr. 0,25 Kjöt og lýsi . . . — — — — kr. 0,50 Gærur — smál. — kr. 1,25 Kornvörur og fiskur — — — — kr. 1,50 Ull — — — — kr, 2,50 Ýmsar stykkjavörur — — — — kr. 2,50 Reykjavík, 20. dez. 1926. C® Zlmsen. Nie. BJarnason. H.f. Eimskipafélag fslands. Tllkpnning. Þeir, sem nota vjlja Báruna fyr- ir jólatrésskemtanir, danzleiki, fyr- irlestra, fundahöld eða annað, eru vinsamlega beðnir að, hringja í síma 1327, en ekki í síma 327. Jónas H. Jánsson. HAsmæður! Kanplð alt af Sanifas saft, pað borgar sig. Röska drengi vantar til þess að selja jólablað Snnnudagsblaðsins. Komi í kvöld kl. 8—9 og á morgun kl. 3—6. Fá 5 aura á blaðið. Afgp. Sunnudagsblaðsins. iitlu búðinni, Kirkjustræti 4. Baðhúsið verður opið eins og að undan- förnu miðvikudaginn og fimtu- daginn til kl. 12 á miðnætti, en að eins til kl. 12 á hádegi á aðfangadaginn. Fólk er ámint um að koma fyrri partinn. Fáir Ijúga meiru en helmingi og jafnvel ekki „Mgbl.“ Hins vegar fer það alveg upp að þessu takmarki, þegar það (J. B.) segir í dag að nú séu liðin 200 ár síðan Magnús prestur Grimsson fæddist. Það er farið það, sem komist verður. Confectöskjur fyltar í miklu og ótrúlegu úrvali. Marzipan- og súkkulaði- myndir. Hunangs- og pipar-nuður. Ýmis konar jólaskraut fylt með sæl- gæti. Fallegustu knöll borg- arinnar. Gerið svo vel að líta inn og skoða jólasýninguna. fer héðan á mánudag 27. dezém- ber síðdegis beint til Kaupmanna- hafnar. Tekur fisk til umhleðslu til Spánar og Italíu, og annan flutn- ing. Sömuleiðis vörur til Ham- borgar. Neftóbakið góða geta menn nú fengið aftur hjá Ársæli Gunnars- syni, Hafnarstræti 8. Dagsbrúnarmenn! Munið að skrif- stofa félagsins er opin mánudaga miðvikudaga og laugardaga kl. 6 til 7 Va e. m. Glænýtt skyr fæst í verzlun Guðjóns Guðmundssonar, Njáls- götu 22. Sími 283. 10 aura appelsínur, Epli blóð- rauð 50 og 75 aura Vá kg. Suðu- súkkulaði 1,50. Hannes Jónsson, Laugavegi 28. Egg 18 aura. Hangikjöt 95 au. % kg. Laugavegi 64. Sími 1403. Frá Alþýðubrauðgerðinni er opnuð ný brauðabúð á Framnes- vegi 23. Fægilögur (Blanco) á gull, silfur, nikkel, plett og alla aðra málma. Vörubúðin, Laugavegi 53. Portdyrastengur eru ódýrastar í vinnustofunni Aðalstræti 11 <■** (bakhús). OrvaF af rammalistum. Innrömmun á sama stað. Föt hreinsuÖ, pressuð og við- gerð, fljótt, vel og ódýrt. Fötin eru sótt og send heim. Á sama stað eru góð smoking-föt lítið not- uð til sölu. V. Schram, Ingólfs- stræti 6. Brauð og kökur _frá Alþýðu- brauðgerðinni á Vesturgötu 50 A. Sokkar — sokkar — sokkar frá prjónastofunni Malín eru íslenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. „Þetta er rækalli skemtileg saga, þó hún sé íslenzk," sagði maður um daginn. Hann lá við að lesa „Húsið við Norðurá", fyrstu íslenzku leynilögreglusög- una, sem skrifuð hefir verið hér á landj. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjðrn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.